Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Síða 16
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 - Elín Elísabet Jóhannsdóttir ræðir um ofvirkni í nýjum skilningi. Ný handbók fyrir foreldra kemur út í þjóðsögum Jóns Árnasonar eru sagðar sögur af umskipting- um. Umskiptingur var álfur og yf- irleitt vandræðagemsi. Þegar álfar af einhverjum ástæðum vildu fá til sín mannaböm var farið með umskipting og hann var settur í vögguna í staðinn fyrir ljúft og blítt mannsbam. Umskiptingur- inn var heimafólki til armæðu þar sem hann gólaði hástöfum, mas- aði í sífellu, hljóp með veggjum, var með endalaus uppátæki og hegðaði sér á óskiljanlegan hátt. Lítið hefur borið á umskiptingum á íslandi í seinni tíð, en hins veg- ar hefur meira verið rætt um sjúkdóm sem hefur fengið heitið ofvirkni. Á síðastliðnum árum hafa rannsóknir á þessum sjúk- dómi aukist til muna og mikið af lausnum til meðhöndlunar verið fundnar fram. Þó er víst enn langt í land með að þetta þjóöfélags- vandamál verði tekið þeim fóstu tökum sem æskilegt væri og er þar um að kenna forgangsröðun stjórnvalda. Allt of mikið af for- eldrum bíður eftir meðferð fyrir börnin sín og á meðan biðin stendur yfir verða vandamálin erfiðari og erfiðari viðfangs. Oft var þörf en nú er nauðsyn Elín Elísabet Jóhannsdóttir er ritstjóri blaðanna Smells og Æsk- unnar. Hún er einnig kennari og námsgagnahöfundur. Undanfarið hefur hún unnið hörðum höndum að gerð handbókar fyrir foreldra bama með ofvirkni eða aðra sjúk- dóma, eins og t.d. þunglyndi og kvíða. Bókin, sem hefur fengið heitið Skrefi á undan, er samstarf- verkefni Bindindis samtakanna IOGT, Foreldrafélags misþroska barna og Geðræktar. Efni hennar og innihald er fengið frá mörgum fremstu sérfræðingum landsins í meðferð barna með ýmiss konar raskanir og er útgáfa hennar styrkt af Áfengis og vímuvarnar- ráði, þar sem þessi böm eru mik- ill áhættuhópur þegar kemur að misnotkun áfengis og annara vímuefna. í bókinni geta foreldrar nálgast á einfaldan og aögengileg- an hátt, margs konar aðferðir um hvernig bregðast megi við hegðun þessara bama og þar með byrgja brunninn áður en bamið dettur ofan í hann. Ofvirk í móðurkviði Hvað er ofvirkni og hver er munurinn á ofvirkni og óþekkt? „Það er gott að þú spyrjir að því - það er mjög algengt að fólk geri ekki raunhæfan greinarmun á þessu og margir foreldrar veigra sér við tilhugsuninni um að eiga ofvirkt bam. En mér skilst á þeim sérfræðingum sem ég hef rætt við að ofvirkni sé eitthvað sem yfir- leitt hefst mjög snemma. Sumar mæður minnast þess jafnvel að barnið þeirra, sem greindist síðar með ofvirkni, hafi verið eins og þeytispjald þegar í móðurkviði. Þegar það svo kemur í heiminn þá grætur það oft mikið án sýnilegar ástæðu og án þess að neitt sé að því líkamlega - hefur óvenjulega mikla þörf fyrir umönnun og snertingu. Þá er náttúrlega mikil- vægt að foreldrarnir sinni bam- inu sínu en hugsi ekki: Ég ætla ekkert að gera neitt dekurbam úr þér - því það er náttúrlega ekki hægt að dekra við hvítvoðung! Elín Elísabet Jóhannsdóttir hefur sett saman handbók fyrir foreldra ofvlrkra barna sem þeir fá gefins. „Á hverju hausti heldur Eirö, sem er félag sál- og sérfræöinga sem vinna m.a. meö börnum meö ofvirkni, námskeiö fyrir foreidra þessara barna. Við ætlum aö byrja á því aö afhenda þeim og foreldrafélagi misþroska barna bökina svo aö þau geti dreift henni áfram til þeirra sem á henni þurfa aö halda, og þaö eru fyrst og fremst foreldrarnir því forvarnarstarfiö byrjar hjá þeim. “ Það verður að taka barnið upp, hugga það og róa en einnig þá má strax gera meira í málinu, því fyrr sem foreldrar leita aðstoðar, því betra.“ Framkvæma áöur en þau hugsa „Ofvirk börn fara strax að verða áberandi í leikskóla. At- hyglin beinist mikið að þeim og foreldrar hinna bamanna fá að heyra allar „frægðarsögurnar": setti brunaboðann í gang, braut rúðu, reif fót, lamdi og barði, datt úr rólunni, skemmdi þetta eða hitt. Þessum krílum er um megn að virka á leikvellinum og þess vegna er mikilvægt að fuilorðnir umsjónarmenn barnsins, vinni með því en ekki gegn því. Þaö á ekki að skilyrða svona barn til að vera eitt á leikvelli því þaö getur það bara ekki. Ofvirk börn þjást lika i flestum tilvikum af athyglis- bresti og einnig eru þau mjög hvatvís. Sú hvatvísi kemur þannig fram að þau framkvæma yfirleitt áður en þau hugsa. Óþekk böm vita hvað þau eru að gera og geta lært af mistökum sínum á miklu einfaldari hátt en þau of- virku. Barn sem er ofvirkt fer kannski út í frímínútur, lemur einhvern og ber en virðist ekkert læra af reynslunni þegar það er skammað. Það gerir þetta aftur og aftur af því kveikiþráðurinn innra með þvi er svo stuttur. Ein- hver rekur sig í það og barnið brjálast. Óþekkur krakki lemur kannski einhvem, er skammaður og tekinn í gegn og gerir þetta þar af leiðandi ekki aftur. Hann lærir af reynslunni af því að hann hefur þessa innri sjálfstjórn og hæfileik- ann til að tala sjáifan sig til. Of- virka barnið getur þetta ekki sök- um hvatvísi sinnar. Það er eins og krían sem rétt sest á staurinn í eitt andartak og svo er hún flogin aftur." Ekki foreldrunum aft kenna „Ástæðan fyrir því að ofvirk böm leiðast oft auðveldlega út í neyslu og misnotkun á vímuefn- um og áfengi er margþætt og jafn einfold og hún er flókin. Þaö fer oft saman með ofvirkninni að bamið er kvíðið og þunglynt. Of- virk börn hafa oft þurft að sitja undir því alla ævi að vera gagn- rýnd og skömmuð. Fólk sem það þekkir og ókunnugir eru að setja sig í sérfræðingsstöðu og segja baminu að gera svona og gera hinsegin. Umhverfíð sendir bam- inu stöðug skilaboð um að það sé erfitt og óþekkt og svo koll af kolli. Það er með öðrum orðum alltaf verið að brjóta barnið niður. Þau fá kannski tíu sinnum skammir á móti einu sinni hrós, á meðan það sem þau þurfa einna helst er mikið hrós. Það þarf að efla þeirra sterku hliðar og hrósa þeim fyrir hluti sem virðast smá- vægilegir, eins og t.d. að hengja upp úlpuna sína. Það þarf mark- vissara uppeldi en þau börn sem ekki þjást af þessum sjúkdómi. Foreldrar ofvirkra barna þurfa líka að átta sig á því að „óþekkt barnsins" er ekki þeim að kenna vegna þess að barnið fæddist svona. Þetta er mjög mikilvægt at- riði. En þrátt fyrir að geta ekki breytt því að barnið sé ofvirkt geta foreldramir hins vegar gert ýmislegt tii að hjálpa baminu svo að því liði betur. Það er ekki hægt að gera kraftaverk á einum degi, en með langtímamarkmiðum er hægt að ná stórkostlegum fram- förum sé rétt haldið á spilunum." Lífift komift í hnút Elín heldur áfram: „í Skrefi á undan er m.a. bent á ákveðna lausnarmeðferð fyrir foreldra. Hvemig þau að kvöldi geta sest niður, hvílt sig og reynt að sjá sig í jákvæðum samskiptum við börn- in sín. Þetta er aðferö sem hvetur foreldrana til þess að sjá líf sitt með baminu fyrir sér ef allt væri öðruvísi og vandamálin tekin burtu. Þeim er bent á að taka sér penna og blað í hönd og skrifa nið- ur þessi atriði. Listinn er oft eitt- hvað á þessa leið: Ef vandamálið væri horfið, hvemig litu þá eðli- leg samskipti min við hann/hana út? Ég gæti farið út í búð með hon- um/henni, við gætum farið í heimsóknir án vandræða o.s.frv. Listinn er oft langur og á honum eru ótal upptalningar um hluti sem foreldrar barna sem ekki eru ofvirk búa við sem sjálfsagðan hlut. En þegar foreldrar framkalla þessar myndir í höfðinu þá virkar það alveg ótrúlega vel, af því þama er hugsuninni beint í nýjan farveg. Hjá þessum bömum og for- eldrum þeirra er lífið yfirleitt komið í einn allsherjar spennu- hnút. Foreldrarnir eru algerlega háðir skapferli bamsins og eru reiðir og ergilegir þar sem líf þeirra snýst í einu og öllu um barnið. Þeir eru með sektarkennd, en gera sér ekki fyllilega grein fyrir því að vandamálið er ekki þeim að kenna.“ Öskraft á börnin „Böm sem eru óþekk eru það oft vegna þess að það er ákveðið ósamræmi í uppeldinu. Svo getur fólk átt sitt skap og allir hafa leyfi til að hafa sína persónugerð, þaö eru ekki allir veikir og það er ekki alltaf eitthvað að. Sumar fjölskyld- ur eru t.d. bara hvatvísari en aðr- ar og hafa kannski alltaf verið það, kynslóð fram af kynslóð. En ef barn leggst mjög illa í félaga- hópinn þá er undantekningarlaust eitthvað að. Ef enginn vill bjóða því í afmæli og það er haft út und- an og svona. Það er alveg greini- legt merki um að það verði að kanna málið nánar og taka ein- hvem veginn á því. Óþekk börn verða ekki ítrekað fyrir svona höfnun þvi þau eru ekki endilega Helgarblað DV Voru umskiptingarn- ir ofvirk börn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.