Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Síða 27
27 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 H>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað „Þessar umsóknir eru í full- komnu lagi og allir pappírar klár- ir. Vinnumálaskrifstofan hefur dregiö það í sjö mánuði að afgreiða þær. Á meðal þessara umsókna er umsókn frá konu sem er að fá eig- inmann sinn hingað til lands. Kunningi minn er giftur konu og þau hafa verið að reyna að fá bróð- ur hennar til íslands. Hard Rock Café vill fá hann í vinnu en hann hefur einmitt unnið á Hard Rock Café í Bangkok í 10 ár. Umsóknin lá mjög lengi á Vinnumálaskrif- stofu og kona sem þar starfar til- kynnti honum að: „við viljum nú ekkert fá svona fólk hingað.“ Það endar stundum með því að inn- flytjendur gefast upp á þessari bar- áttu og loka sig bara inni.“ Erum engir „lúserar" Þráinn hefur, eins og fyrr segir, verið giftur taUenskri konu í 12 ár og segist hafa langvarandi reynslu af fordómum landa sinna. „Margir virðast halda að við sem erum giftir þessum konum séum hálfgerðir lúserar." Þráinn viðurkennir að margir innflytjendur eigi í erfiðleikum með tungumálið þrátt fyrir ís- lenskukennslu Námsflokkanna sem hann hrósar mjög. Það má segja að frá því í vetur hafi umræða um þjóðernishyggju verið hávær í samfélaginu og kannanir sýna að fordómar ungs fólks i garð innflytjenda fara vax- andi. Hver er upplifun Þráins af þvi? Er ástandið að versna? Á Píanóbarinn í leit að átökum „Mér finnst það já. Aðallega birt- ist þetta í aðsúg sem er gerður aö ungu fólki af erlendum uppruna, sérstaklega um helgar, og ofbeldi er mjög mikið og fer vaxandi. Flestir þeirra atburða og árekstra sem eiga sér stað komast aldrei í fréttir. Aðkast sem felst í því að vegfar- endur hrópa ókvæðisorð að lituðu fólki, svívirðingar og skammaryrði er algengasta form áreitni en of- beldi fer mjög í vöxt. Það er ákveðinn skemmtistaður í miðbænum sem heitir Píanóbar- inn og er reyndar kallaður Litaver vegna þess að þangað sækja inn- flytjendur mjög mikið. Þar verða mjög oft árekstrar milli kynþátta og það virðist sem andstæðingar innflytjenda, einhverjir strákavit- leysingar, sæki þangað sérstaklega til þess að lenda í áflogum við inn- flytjendur. Mér finnst ég sjá skýrt aukna fordóma hjá ungu fólki en síðan virðast böm á aldur við dóttur mína alast upp í öðru umhverfi því allir bekkir í barnaskólanum eru orðnir svo blandaðir." Að búa við þröngan kost Eins og sjá má af þessum tveimur myndum eru húsin sem mynda nýbúanýlenduna viö Laugaveg farin aö láta talsvert á sjá enda segja íbúarnir aö viöhald þeirra sé ekkert. Nýlenda nýbúa leigir af Jóni Olafssynf Samtal okkar fer einmitt fram í húsi sem er ágætt dæmi um þessa samþjöppun. í tveimur gömlum timburhúsum við Laugaveg 86 og Laugaveg 86 b býr allnokkur fjöldi Taílendinga og Filippseyinga. Þrá- inn, sem þekkir allvel til í húsinu, segir að fjöldi íbúanna í þessum tveimur húsum sé líklega milli 30 og 40 en veit það ekki nákvæmlega. „Mér finnst vel koma til greina að reyna að spoma gegn þessari sam- þjöppun til að draga úr árekstrum milli þjóðfélagshópa." Laugavegur 86 er þriggja hæða norskt timburhús sem kom til ís- lands 1918 og var reist á Patreks- firði, siðan á síldarsöltunarstöð í Ingólfsfirði en mun hafa verið flutt til Reykjavíkur skömmu eftir 1920. Húsið við Laugaveg 86 b er enn eldra eða frá 1913. Þau eru bæði í verulegri niðurníðslu og viðhaldi þeirra augljóslega mjög áfátt. Rúður eru brotnar, gólfteppi mjög óhrein, innréttingar sligaðar og málning flögnuð. íbúðin þar sem samtal okk- ar fer fram samanstendur af lítilli eldhúskytru og einu herbergi sem er stúkað í tvennt með tjaldi og mér sýnist að þarna búi 3-4 manneskjur á 15-20 fermetrum. Fyrir þetta eru greiddar 30 þúsund krónur á mán- uði í húsaleigu en ástæða er til að ætla að sumir leigjendur framleigi frá sér aðgang að húsnæðinu. „Húseigandinn sinnir viðhaldi nákvæmlega ekkert," segir einn íbúanna í samtali við DV. „Það hafa verið brotnar rúður hér í meira en ár.“ Húsin tvö sem hýsa nýbúanýlend- una við Laugaveg eru samtals 473 fermetrar að grunnfleti. Þau eru bæði í eigu Jóns Ólafsssonar & Co. sf. og íbúamir leggja mánaðarlega beint inn á hans reikning. Jón Ólafsson, eiganda Norðurljósa ehf. sem rekur Stöð tvö og Skífuna, þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann kemur víða við í atvinnu- rekstri og fasteignarekstur augljós- lega ekki þar undanskilinn. -PÁÁ Þráinn Stefánsson ásamt Rebekku dóttur sinni Þráinn Stefánsson er fertugur símsmiöur hjá Landssímanum. Hann hefur veriö giftur konu frá Taílandi í 12 ár og á meö henni eitt barn. Þráinn hefur starfaö mikið aö málefnum nýbúa á íslandi, eða innflytjenda eins og þeir vilja frekar láta kalla sig. Hreintungustefna íslendinga er ágæt en í augum þessa fólks er oröiö nýbúi skammaryröi. Tímaspursmál hvenær kem- ur til alvarlegra átaka Ástandinu hefur verið lýst þanni| að ekki sé lengur óhætt fyrir ungs litaða íslendinga að fara niður í mið bæ um helgar fleiri en tveir saman Þá virðast andstæðingar litaðra sjé þá sem hóp eða ógnun við sig og þé er voðinn vís. Þá skerst oft í odda og þetta birtist skýrt á þjóðhátíð íslend inga þegar hópur ungmenna gerði aðsúg að hópi ferðamanna vegna þess að þeir töldu þá vera Taílend inga. Af þvi er augljóst að litarhátt ur er aðalatriðið í þessum efnum. „Að mínu áliti er aðeins tima- spursmál hvenær kemur til mjög al varlegra átaka milli þessara hópa þar sem líkamsmeiðingar verða verri og alvarlegri en við höfum áður séð,“ segir Þráinn. - Eitt af því sem hefur verið gagn- rýnt er hvernig innflytjendur þjappa sér saman og mynda smáhópa eða samfélög inni i íslensku samfélagi, Þráinn telur Islendingafélög í út- löndum og þorrablót þeirra ágæta hliðstæðu en viðurkennir að þessi þróun sé ekki alls kostar æskileg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.