Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Síða 50
58
________LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001
Tilvera I>V
lí f iö
Skáldsagnaþing
á Hólum
Skáldsagnaþing verður haldið á
Hólum í Hjaltadal annað kvöld,
sunnudag. Þar mun Guðrún
Nordal fjalla um
Innansveitarkróniku Halldórs
Laxness, Dagný Kristjánsdóttir
um Þögnina eftir Vigdísi
Grimsdóttur, Ásdís Egilsdóttir
um Morgunþulu í stráum eftir
Thor Vilhjálmsson og
Svanhildur Óskarsdóttir um
Bréfbátarigninguna eftir Gyrði
Eliasson.
Opnanir
LÉIRLIST í LISTHÚSI ÓFEIGS
Nanna Bayer frá finnlandi opnar!
dag sýningu á leirlist í Listhúsi
Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Sýningin
veröur opin á verslunartíma til 18.
júlí, lokaö sunnudaga.
Síðustu forvöð
IMYND ISLENSKRA KVENNA I
GALLERI REYKJAVIK Sýning Olgu
Pálsdóttur á málverkum lýkur í dag í
Selinu, GalleríReykjavík, Skóla
vörðustíg 16 (Óöinsgötumegin). Yfir-
skrift sýningarinnar, Imynd íslenskra
kvenna, er í tengslum við þema
sem listakonan hefur unniö aö und-
anfarin ár.
ÞORRI HRINGSSON í GALLERÍ
SOLVA HELGA I dag lýkur Þorri
Hringsson listmálari sýningu á
vatnslitamyndum í Galierí Sölva
Helgasonar, aö Lónkoti í Skagafirði.
Ferðir
ÁRLEG HEKLUFERÐ ÚTIVISTAR
Klukkan 8 í dag veröur farið í árlega
Hekluferö Útivistar. Lagt er af staö
frá BSÍ. Gengiö veröur úr Skjólkvíum
á hátind Heklu.
VfDEYJARGANGA Gönguferö veröur
um Viðey í dag. Farið verður með
ferjunni kl. 11.15 út í eyna og hefst
gangan klukkan 11.30. Áhersla
veröur lögð á svæöi sem hafa aö
geyma sógu mannlífs.
SKÚLASKEIÐ nefnist árlegt hlaup í
Viðey og veröur þaö haldiö kl. 14 á
sunnudag. Eftir þaö fá þátttakendur
boli og er boðiö í grill.
POPP_______________________
ROKKTONLEIKAR GEGN ÓFBÉLDI
Ungt fólk í Rauða krossinum ætlar
aö standa fyrir rokktónleikum á Ing-
ólfstorgi í dag klukkan 14 til 18 þar
sem hljómsveitirnar Basic, Bris,
Pan, Berrassaðlr, Afkvæmi guð-
anna, Móri, Snafú, Vígspá, Sagt-
móðigur, I adapt, Forgaröur helvítis,
Dust og Fake dlsorder ætla aö
troða upp.
Tónleikar
BLUE NORTH MUSIC FESTIVAL
heldur áfram á Olafsfirði. Lokadagur
hátíöarinnar er í dag. Dagskráin
stendur frá morgni til kvólds.
BUBBI AÐ GEYSI Bubbi Morthens
heldur miösumartónleika aö Geysi í
Haukadal í kvöld.
JASSAÐ Á JÓMFRÚNNI Tríó Árna
Scheving leikur á Jómfrúnni við
Lækjargötu í dag frá 16-18.
Leikhús
MEÐVIFtÐ ILUKUNUM Leikritiö
Með vífiö í lúkunum eftir Ray Coon-
eyveröur sýnt í kvöld klukkan 20 á
Stóra sviði Borgarleikhússins.
Sjá nánar: Líflð eftir vinnu á Vfsi.is
Sigrún G. Sigurðardóttir, forsvarsmaöur Vonar.
Konur meö silíkon í brjóstum hafa greinst meö ýmsa sjúkdóma sem þær vilja rekja til aðgeröanna.
Br j óstastækkanir
varhugaverðar
- segir Sigrún G. Sigurðardóttir
„Ég tel mikinn sigur hafa unnist
með þessari samþykkt," segir Sig-
rún G. Sigurðardóttir, spurð um ný-
lega ályktun Evrópuþingsins um að
stúlkum yngri en 18 ára sé óheimilt
aö fara í brjóstastækkanir. Sigrún
er forsvarsmaður sjálfshjálparhóps-
ins Vonar. Hann var stofnaður fyrir
nokkrum árum af konum sem þótti
skorta upplýsingar um neikvæð
áhrif brjóstastækkunaraðgerða.
Þær settu m.a. upp heimasiðuna
von.is. Sigrún kveðst enn hafa
áhyggjur af því að konur, og þó
einkum ungar stúlkur, fari óupp-
lýstar í aðgerðir af þessu tagi. Hún
vonar að reglur verði hertar hér á
landi og bæði konum á leið í slíkar
aðgerðir og læknunum sem fram-
kvæma þær verði gert að skrifa
undir það að konan hafi verið upp-
lýst um áhættuna.
Ýmsir sjúkdómar raktir til
silíkons
En hver er áhættan? Sigrún er
spurð að því. „Konur með silikon í
brjóstum hafa greinst með ýmsa
sjúkdóma sem þær vilja rekja til að-
gerðanna. Þar eru til dæmis gigtar-
og stoðkerfissjúkdómar, neikvæö
áhrif á ónæmiskerfið og nýleg rann-
sókn bendir til að tenging geti verið
milli lungnakrabba og silíkons,"
segir Sigrún. Sjálf kveðst hún hafa
látið byggja upp sín brjóst eftir
krabbameinsaðgerð fyrir nokkrum
árum en skömmu síðar hafi heilsu
hennar farið að hraka. „Þá fór ég að
leita mér upplýsinga gegnum tölv-
una og sá að konur úti um allan
heim voru í sömu sporum."
Mikið feimnismál
Sigrún segist hafa látið íjarlægja
púðana en því miður hafi það ekki
skilað þeim árangri sem hún hafi
vænst. „Spurning er hvort ég hafi
ekki haft þá of lengi. Ég get ekki
kennt silíkoninu um mína van-
heilsu en ég get heldur ekki litið
fram hjá því,“ segir hún og heldur
áfram. „Þetta er mikið feimnismál
Sjálfsmynd
ungra stúlkna
áhyggjuefni
- segir Katrín Fjeldsted
„Auðvitað eiga þessar aðgerðir
oft rétt á sér og konur fara í þær
sjálfviljugar í samráði við sína
lækna,“ segir Katrin Fjeldsted al-
þingismaður. Hún tekur fram að
þeir lýtalæknar sem framkvæmi að-
gerðirnar hér á landi séu mjög fær-
ir á sínu sviði og fylgist vel með.
Katrín viðurkennir þó að sér fmnist
fjöldi aðgerða hér of mikill en þær
eru 250 talsins árlega. Einungis um
10% þeirra eru gerðar vegna eftir-
stöðva krabbameins og annarra
sjúkdóma en 90% falla undir fegrun-
araðgerðir. „Þetta eru viðurkennd-
ar aðgerðir en hafa margar hverjar
Katrín Fjeldsted
læknlr.
„Aögeröirnar
hafa, margar
hverjar, auka-
verkanir. “
aukaverkanir í
för með sér sem
erfitt er að sætta
sig við,“ segir
Katrín. „Þó er
kannski enn
meira áhyggju-
efni ef sjálfsmynd
ungra stúlkna
byggist á því
hvort þær séu
með stór eða lítil
brjóst. Það er al-
varlegasta málið
að mínu viti.“
-Gun.
en margar vansælar konur,
áhyggjufullir eiginmenn og mæður
hafa samband við mig vegna svona
aðgerða. Meðan sérfræðingum hef-
ur ekki tekist að sanna að silíkonið
valdi ekki skaða er brýn ástæða til
að upplýsa fólk um áhættuna."
-Gun.
Útlitsdýrk-
un allt of
ráðandi afl
- segir Sigurður
Guðmundsson
„Fyrir mér er
þetta ekki heil-
brigðismál held-
ur samfélags-
mál,“ segir Sig-
urður Guð-
mundsson land-
læknir og telur
útlitsdýrkun eiga
stærstan þátt í
fjölda brjósta-
stækkunarað-
gerða. Hann segir
þess skammt að
bíða að upplýs-
ingar um kosti og
lesti slíkra að-
gerða komi út
hér á landi. Þar
verði lagt til að þær verði ekki gerö-
ar fyrr en konur séu búnar að taka
út fullan vöxt og nægilegan andleg-
an og líkamlegan þroska. Einnig að
nokkrar vikur líði milli þéss sem
ósk um aðgerð sé sett fram þar til
aðgerðin sé gerð. „Við viljum ekki
ganga svo langt að banna þetta þvi
þá verður þessi starfsemi bara neð-
anjarðar," segir hann.
Landlæknir segir hégómleika
svo sem ekki nýjan af nálinni. Fegr-
unaraðgerðir hafl tíðkast frá örófi
alda. „En í okkar samtíma er útlits-
dýrkunin allt of ráðandi afl. Stúlkur
verða að skilja að það er allt í lagi
þótt brjóstin séu ekki stór. Það er
annað sem gerir þær að persónum."
-Gun.
Siguröur Guð-
mundsson land-
læknir.
„Víð viljum ekki
ganga svo langt aö
banna þetta þvi þá
veröur þessi starf-
semi bara neöan-
jaröar."
Myndbandarýni
Mansfield Park if ir
Bresk klassík
Skáldsögur Jane
Austen hafa veriö
kvikmyndagerðar-
mönnum hug-
leiknar á síðustu
árum og upp úr
þeim hafa komið
úrvalsmyndir á
borð við Sense and
Sensibility og
Emma. I hópi betri myndanna er
Mansfield Park, heillandi og
skemmtileg kvikmynd, sem á raun-
sæjan og lifandi hátt lýsir lifl hefð-
arfólksins í upphafi nítjándu aldar.
Mansfield Park er þriðja skáldsaga
Austin og að sögn þeirra sem til
þekkja sú persónulegasta. Það hefur
gert það aö verkum að kanadíski
leikstjórinn Patricia Rozema hefur
bætt inn í myndina ýmsu úr ævi
Austin sjálfrar og gerir það mynd-
ina enn persónulegri en bókin er.
Aðalpersónan er Fanny Brice, fá-
tæk stúlka sem ættleitt er af ættar-
höfðingjanum á herrasetrinu Mans-
field Park. Þar fyrir eru tveir synir
hans og eiginkona sem „flýtur" í
gegnum lífið. Inn í rólegt sveitalíf
þessa fólks koma systkinin Mary og
Henry sem bæði eru í leit að kvon-
fangi. Má segja að heimsókn þeirra
rugli allt tilfinningalíf i höllinni.
Ekki bætir úr skák þegar elsti son-
urinn, sem hefur verið utangarðs og
er að áliti föðursins geðveikur, veik-
ist hastarlega.
Mansfield Park er bresk klassík
eins og hún gerist best, fáguð á yfir-
borðinu með sterkri undiröldu til-
finninga sem stundum brjótast upp
á yfirborðið og inn á milli lúmskum
húmor. Þá eru leikarar hver öðrum
betri og er gaman að sjá hið þekkta
leikskáld, Harold Pinter, gera vel í
hlutverki sem krefst nokkuð af
þeim sem leikur það. -HK
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Patricia
Rozema. Bretland, 1999. Lengd: 107
mín. Leyfö öllum aldurshópum.
Molly *
Út úr skelinni
Hvenær veit
leikari takmörk
sín? Þetta er sjálf-
sagt spurning sem
fáir leikarar
myndu vilja svara
fyrir fram. Alla
vega hefði Eliza-
beth Shue aldrei
átt að reyna við
persónuna sem hún leikur í Molly,
þroskahefta konu sem fær lækningu
um stundarsakir. Hún hreint og
beint verður sér til skammar. Shue
sem lék svo eftirminnilega gleðikon-
una í Leaving Las Vegas er sam-
kvæmt frammistöðu sinni hér á
hraðri niðurleið og það eru fleiri
kvikmyndir en Molly sem sanna
þetta.
Molly er 28 ára ára stúlka sem
hefur, frá því foreldrar hennar fór-
ust i slysi, verið á geðveikrahæli.
Þegar loka á hælinu þarf bróðir
hennar, sem hingað til hefur
skammast sín fyrir hana, að taka
Molly upp á sína arma. Hann fréttir
um lækna sem eru með tilraunir á
þroskaheftu fólki og Molly er kjörið
verkefni. Og viti menn Molly verð-
ur eðlileg, en aðeins um stundarsak-
ir...
Það eina sem er forvitnilegt og
vel gert í myndinni, sem ástralski
leikstjórinn John Duigan leikstýrir,
er hvernig samband systkinanna er
tekið fyrir á raunsæjan hátt og ef
meiri leikkona hefði verið í hlut-
verki Molly hefði myndin sjálfsagt
getað orðið gefandi og skemmtileg.
Fyrir þá sem þykir efnið áhugavert,
skal bent á The Awakenings, þar
sem Robert De Niro sýnir snilld
sína, og Charley þar sem Cliff Ro-
bertson er í hlutverki sem hann
fékk óskarsverðlaun fyrir.
-HK
Útgefandl: Skífan. Leikstjóri: John Duig-
an. Leikarar: Elisabeth Shue, Aaron Eck-
hart, Jill Hennessy og Thomas Jane.
Bandaríkin, 1999. Lengd: 98 mín. Ekki
viö hæfi ungra barna.