Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Side 2
2 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 DV Fréttir Rafveitutillaga Herdísar sprengdi meirihlutann í Skagafirði: Framsókn vill ræða við Skagafjarðarlista Davíð og öryrkjar Davíö Oddsson forsætisráðherra segir með ólíkind- um að Öryrkja- bandalagið láti ekki 66% hækkun stræt- isvagnafargjalda ör- yrkja til sín taka. Talsmaður öryrkja visar ummælum Davíðs á bug sem bulli. - vonbrigði hjá sjálfstæðismönnum Meirihluti Sjálfstæðisílokks og Framsóknar í sveitarstjórn Sveitar- félagsins Skagafjarðar sprakk í gær- morgun þegar gengið var til at- kvæða í byggðarráði um hvaða leið- ir skyldi fara varðandi framtíð orkufyrirtækjanna í sveitarfélag- inu. í brennidepli hefur verið að sameina Rafveitu Sauðárkróks og Hita- og vatnsveitu Skagafiarðar í eitt fyrirtæki og hafa skýrslur verk- fræðings og endurskoðanda sýnt að sú leið gæti reynst hagkvæm. Þeir tveir fulltrúar Sjálfstæðis- flokks sem sæti eiga í byggðarráði vildu afdráttarlaust fara þessa leið. Greiddu þeir atkvæði á móti tillögu tveggja fulltrúa Framsóknarflokks í ráðinu um að fresta ákvörðun í mál- inu og skoða möguleika á sölu raf- veitunnar, m.a. vegna þeirra breyt- inga sem nú eru að verða á raforku- markaði. Fulltrúi Skagafjarðarlista i byggðarráði studdi þessu tillögu framsóknarmanna. Þar með hafði nýr meirihluti í sveitar- stjórn myndast og hefur Framsóknarflokkurinn nú óskað eftir því að formlegar meirihlutaviðræður hefjist á næstu dögum. Óvænt útspil Herdísar „Vegna þeirra breytinga sem eru að verða á raforku- lögum þótti mér rétt að leggja til að fresta öllum ákvörðunum í þessu máli fram til 1. nóvember. Fram til þess tíma gætum við skoðað hvort rétt væri að selja rafveituna. Ég tel að hún gæti raunar orðið mjög góð söluvara og gefið talsvert mikla peninga inn í sveitarsjóð. Við gætum skilið hita- og vatnsveitu eft- ir og rekið hana áfram sjálf en losað um talsvert af eigin fé hennar inn í sveitarsjóð. Allur er varinn góður nú þegar er að harðna á dalnum í efnahagsmálum og verðbólga að aukast,“ segir Herdís Sæ- mundardóttir. í samtali við DV í gær sagði Gísli Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í sveitarstjóm, að á síðustu misserum, eða allt frá því sveitarfélögin í Skagarfirði voru sameinuð í eitt, hefði framtíðarskipan orkumála í sveitarfélaginu verið mjög til umfjöllunar. I janúar sl. hefði verið samþykkt í sveitarstjórn með öllum greiddum atkvæðum að fara sam- einingarleiðina. Eftir þessari sam- þykkt hefði verið unnið siðan. Á fimmtudagskvöld hefði Herdís Sæ- mundardóttir síðan tilkynnt sér að hún ætlaði að bera áðurnefnda til- lögu um að fresta ákvörðun um sameiningu veitnanna - og að kanna möguleika á sölu rafveitu. „Það kom mér á óvart því ég vissi ekki annað en stefnan í þessu máli hefði verið mörkuð," sagði Gísli Gunnarsson. „Hingað til höfum við alltaf náð lendingu í málum í þessu meirihlutasamstarfi þannig að þessi niðurstaða nú veldur mér vonbrigð- um.“ Skagafjarðarlistinn fundar í sveitarstjórn Skagafjarðar á Sjálfstæðisflokkurinn fimm full- trúa, Framsóknarflokkurinn fjóra og Skagafjarðarlistinn tvo. Skv. heimildum DV koma liðsmenn Skagafjarðarlistans saman til fund- ar í dag þar sem tekin verður af- staða til óskar Framsóknarflokks um meirihlutaviðræður. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að við náum ekki saman, meginmálið er þó að skuldir sveitarfélagsins sem eru samanlagt rúmir tveir milljarð- ar þurfa að lækka. Þess vegna lagði ég þessa tiliögu fram sem nú hefur sprengt meirihlutann," segir Herdís Sæmundardóttir. -sbs. Herdís Sæmundardóttir: Fannst rétt að fresta ákvöröun. DV-MYND GK Meöal keppnisliða á „Pollamóti" Þórs er hið síunga lið úr Mývatnssveit - sem ber þaö viröulega nafn „Bjartar vonir vakna". Þar er hver snillingurinn viö hliö annars en myndin er tekin þegar Mývetningar voru aö hefja fyrsta leik sinn í gærmorgun. Akureyri: Þúsundir í knattspyrnu Reikna má með að hátt í 5 þúsund manns gisti Akureyri um helgina vegna tveggja knattspyrnumóta sem þar standa yfir og var leikin knatt- spyrna í blíðviðri á Akureyri í gær frá morgni og fram á kvöld. Á KA- svæðinu er hið árlega ESSÓ-mót fyrir 5. flokk pilta sem eru framtíðarknatt- spyrnumenn landsins og þar eru þátt- takendur um þúsund talsins. Þeim fylgir mikill fjöldi foreldra og farar- stjóra. Á Þórsvelli er „Pollamót" Þórs en þar sprikla knattspyrnumenn for- tíðarinnar sem sumir hverjir voru upp á sitt besta upp úr miðri síðustu öld. Þar eru keppendur einnig um þúsund talsins og er mjög mikið um að knattspyrnusnillingarnir hafi fjöl- skyldur sinar með. Eru myndarlegar tjaldborgir á svæði Þórs. -gk Verslunarmannahelgin: Útihátíð haldin í Eldborg Útihátíð veröur haldin í Eldborg í Hnappadal á Mýrum um verslun- armannahelgina. Þar verður rjóm- inn af hljómsveitum landsins, nýj- um, nýlegum og gömlum. Sýslu- maður hefur fengið í hendur sam- þykki landeigenda, umsögn heil- brigðisfulltrúans og umsögn sveit- arstjórans og er því allt til reiðu að halda tónlistarveislu i rúmlega klukkutímafjarlægð frá Reykjavík. „Eldborg er gróðursælt og veður- sælt svæði og vel í sveit sett, um- vafið orku og frumkrafti Snæfells- jökuls," segir Einar Báröarson, einn aðstandenda Eldborgarhátíð- arinnar, sem segir þetta verða frið- sæla og skemmtilega tónleika. Búið er að ráða Stuðmenn, Skítamóral, Ný danska og Greifana til að leika og auk þess Sóldögg, Buttercup og írafár og spánnýjar hljómsveitir, í svörtum fötum og Út-rás, en auk þess gamlar og góð- ar eins og Lúdó og Stefán og Geir- fuglana. DV-MYND GVA Loðnu landaö víða um land Mikiö magn af loönu er komiö víöa um land, á Noröurlandi, Austurlandi, Vest- fjöröum, á Suöurnesjum og víöar. Myndin var tekin þegar veriö var aö landa 800 tonnum af loönu í Bolungarvík. Blaðið í dag Andarnir eru staðreynd þrátt fyrir yfirlýsingar stjómvalda Dulræn fyrirbrigöi í Kína Balkanskagi í lausu lofti Erlent fréttaljós Dansandi hljómsveitar- stjóri \ Jónas Sen skrifar Ásakanir um siðleysi Innlent fréttaljós M. Benz, þægilegur akstursbíll DV-Bilar Listamenn út á land Fóstbræöur slgra Dulrúnir ungu kynslóðarinnar SMS-skilaboö Foreldrar sameinast Foreldrar Áslaugar Óladóttur, Ás- laugar Perlu Kristjánsdóttur og Ein- ars Arnar Birgis, þriggja ung- menna, sem fallið hafa fyrir morð- ingjahendi undanfarið ár, ætla að bindast samtökum um að berjast gegn vægum dómum í manndráps- málum. Reynt og reynt Óformlegum sáttaviðræðum í deilu þroskaþjálfa og ríkisins, sem staðið hafa yfir, verður haldið áfram i dag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá þroskaþjálf- um. Pitsa á Hraunið Fangi í gæsluvarðhaldi má út- vega sér sjálfur fæði samkvæmt dómi Hæstaréttar. Sektaður um 30 milljónir Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt 44 ára fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Vesturskipa á Pat- reksfirði í 10 mánaða fangelsi og 30 milljóna króna sekt fyrir skattsvik. Niöur fyrir 9 dollara Gengi hlutabréfa í deCODE sveiflað- ist nokkuð í gær. I gærkvöldi var stað- an þannig að gengið hafði lækkað um 5,97% og var gengið þá 8,97 dollarar á hlut. Örn stækkar Eagle Investments Holding SA, sem er félag í eigu Arnar Andrés- sonar, stjórnarmanns í Lyfjaverslun Islands, hefur keypt hlutabréf í fé- laginu að nafnverði 1.340.000 króna á genginu 5,33. Örn á nú 26,5 millj- ónir króna að nafnverði í Lyfja- versluninni. Farbann Hæstiréttur hefur staðfest far- bann yfir manni sem bíður dóms vegna líkamsárásar í janúar. Mann- inum er bannað að fara úr landi þar til dómur fellur en ekki lengur en til 15. október. Dalvískir kjúklingar Á milli 12 og 13 þúsund kjúkling- ar eru aö skríða úr eggjunum hjá íslandsfugli á Dalvík. Þetta eru fyrstu ungar fyrirtækisins úr eggj- unum sem var verpt á Árskógs- strönd en þeim er ungað út á Dal- vík. Syngja Blöndalsljóð Haldnir verða tónleikar í Hótel Egilsbúð á sunnu- dagskvöldið og Laugaborg í Eyja- fjarðarsveit á mánudagskvöld þar sem Sólrún Braga- dóttir söngkona og ýmsir þekktir tónlistarmenn flytja lög eftir Atla Heimi Sveinsson tón- skáld við ljóð íslenskra þjóðskálda, þar á meðal Halldórs Blöndals, for- seta Alþingis. Hvorirtveggju tón- leikarnir hefjast kl. 20.30 og í upp- hafi þeirra mun skáldið Halldór flytja stutt ávarp. -EIR/sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.