Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Page 3
Verið velkomin á Nesjavelli
Nesjavallavirkjun er nú orðin stærsta gufuaflsvirkjun
landsins. Af því tilefni býður Orkuveitan þér í heimsókn
til Nesjavalla sunnudaginn 8. júlí. Komdu í skoðunarferð
um stöðvarhúsið, sjáðu risavaxnar vélasamstæður virkj-
unarinnar og kynnstu ógnarafli jarðorkunnar og fegurð
náttúrunnar í návígi.
Boðið verður upp á rjúkandi kaffi og meðlæti
í Nesbúð. Opið verður frá kl. 10.00 til 17.00.
Rútuferðir verða frá húsi Orkuveitunnar við
Suðurlandsbraut 34, fyrir þá sem vilja, kl. 12.30
og 14.00, til baka frá Nesjavöllum kl. 15.00 og
16.30.
Merktar gönguleiðir eru á svæðinu fyrir þá sem áhuga
hafa á skemmtilegri gönguferð í fagurri náttúru Nesja-
valla. Fræðslustígurinn er ein af þessum leiðum. í tilefni
dagsins hefur verið gert sérstakt leiðarkort af stígnum
en á honum eru upplýsingaskilti um staðinn og merkilega
jarðsögu svæðisins.
Reykjavíkur
Stækkun úr 60 megavöttum í 90
Jarðhitinn er einhver mikilvægasta náttúruauðlind
landsins. Jarðhitasvæðið á Nesjavöllum er hluti af
háhitasvæði Hengilsins sem er með þeim öflugustu
á landinu.
Orkuveitan hefur nú stigið stórt skref til að mæta
síaukinni raforkuþörf landsins en Nesjavallavirkjun
afkastar nú 90 MWh. "Tll að setja þá stærð í samhengi
má benda á að gamla Elliðaárvirkjunin framleiðir 3,2
MWh. Orkuþörf höfuðborgarinnar allrar er hins vegar
155 MWh. Stækkun virkjunarinnar hefur ekki í för
með sér myndun eða stækkun á uppistöðulónum.
Nesjavallavirkjun er umhverfisvæn gufuaflsvirkjun.
Stækkun hennar er merkur áfangi sem gerir hana
þá stærstu á landinu í dag.
Upplýsingar um dagskrá í Elliöaárdal í sumar eru á www.or.is