Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Page 11
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001
11
Skoðun
sköllóttur," sagði bróðir minn og
var kannski ekki tæmandi mann-
lýsing.
Því þegar ég leit yfir svæðið, þá
virtist mér annnar hver kall að
verða sköllóttur, hálfsköllóttur,
sköllóttur að þrem fjórðu eða með
14% skalla eins og ég. Ýmsir ger-
ast sem sé þunnhærðir snemma í
þessari minni ætt. Nema náttúr-
lega allir þessir skallar hafi
kvænst inn í ættina og þaö tel ég
líklegra.
Þarna var líka töluvert af fólki
með mjög dökka húð, án þess þó
að vera nýbúar. Enda löngu vitað
og altalað í ættinni að Fransmenn
hefðu haft viðkomu á Vestfjörð-
um fyrir margt löngu og kannski
kíkt ögn í ból húsfreyja og heima-
sætna meðan bændur sigu í björg-
in. Og nýlega mátti lesa í Mogga
að til væru sagnir um Indverja
sem sest hefði að á Hornströndum
og átt þar afkomendur. Kannski
var Indira Gandhi frænka mín og
hvur veit nema Gandhi-fólkið
mæti á næsta ættarmót okkar
Hælvíkinga?
Þverskuröur þjóðar
í öllum ættum eru þekktir ein-
staklingar og afreksmenn á ýms-
um sviðum. Ætli Hilmir Snær,
leikarinn góð-
kunni hafi ekki
borið þjóð-
þekktasta and-
litið á þessu
móti. Fríða
Sigurðar rit-
höfundur var
hins vegar
ekki mætt og
ekki heldur
þeir fræknu
fótboltafeðgar
frá Keflavík,
Guðni Kjartans
og Haukur Ingi,
en samt vann
minn ættlegur
fótboltamótið
þó þeir væru ekki í liðinu og ég
hafi sprungið eftir annars ágæta
frammistöðu i hálfa mínutu.
Aldursforsetar eða öllu heldur
aldursdrottningar mótsins voru
móðursystur mínar tvær, tvíbur-
ar og 83 ára gamlar. Önnur reykti
eins og strompur og hló að mér
þegar ég sagði henni að fara að
hætta þessum andskota, það end-
aði með því að hún dræpi sig á
þessu. Hin hafði aldrei reykt.
Samt voru þær jafn gamlar. Eins
og títt er um tvíbura.
Þarna var líka mikið af músík-
mönnum, söngvurum, hóf-
drykkjumönnum, matmönnum,
grinistum, bindindismönnum,
hagyrðingum, íþróttamönnum,
sagnamönnum og sætum stelpum
og strákum. Börn voru þarna
bæði prúð og óþekk. Þarna var i
raun samankominn þverskurður
af þjóðinni og fulltrúar flestra
starfstétta og karaktera eins og á
öllum ættarmótum. Það var helst
að vantaði prest og þingmann, en
enginn kvartaði þó af þeim sök-
um sérstaklega.
Og niðurstaða mín að móti
loknu? Þarna voru saman komnir
250 íslendingar að skemmta sér.
Og ættarmótið leyndi sér ekki.
Eða hvað?
Boltabullur eru að verða
staðreynd hér á landi,
bjórþambarar með nett-
ar ístrur og kámugan
munn. Leikmönnum líð-
ur sumum svipað og kisu
litlu sem tiplar léttilega
fram hjá blóðhundunum
á myndinni sem fylgir
þessu skrifi. Þeir geta átt
von á ýmu misjöfnu frá
skrílnum á áhorf-
endapöllunum - minni-
hluta sem tekur öll völd
í stúkunni.
heyrði ég hvatningaróp Egils
sem virkuðu vel á hans menn.
Hann lét ýmislegt flakka en
aldrei neitt sem ámælisvert gat
talist.
Ég hef horft upp á ýmislegt á
vellinum og jafnvel hef ég séð
þegar vísa hefur þurft fólki á dyr
vegna óþolandi kjaftbrúks á
áhorfendapöllum. Myndarlegar
húsmæður geta breyst í óargadýr
þegar þær horfa á börnin sín
keppa í yngri flokkunum.
Meira Köttarastarf
Sjálfur er ég svo ljónheppinn
að fylgja félagi að málum sem
hefur verið að vinna og tapa á
víxl, Þrótti. Félagið hefur alla tið
lagt megináherslu á heilbrigt
starf yngra fólksins, í stað þess
að eyða peningunum í metnað
hinna eldri, fremur ódýra
tindollu með silfurhúð. Þá hefur
félagið státað af bestu áhorfend-
um í samanlagðri íþróttasögu ís-
lands, Kötturunum. Sá hópur hef-
ur vakið athygli fyrir frumlega
uppörfun, kátleg og skemmtileg
hróp. Þar er ekki verið að kasta
skít í neinn. Öðru nær.
Önnur félög hafa reynt að fara
sömu slóð og mér sýnist að sum
þeirra séu að ná góðum árangri á
þessu sviði. Það er gaman á vell-
inum og ég hvet sem flesta til að
sækja leiki, hvort sem það er í
úrvalsdeild, 1. deild eða 2. deild.
Það er alltaf gaman á vellinum -
ef orðljótir áhorfendur eyðileggja
ekki skemmtunina.
Leið til sóunar
Rítstjórnarbréf
Öli Björn
Kárason
ritstjóri
fjármála og sala á ríkisviðskiptabönk-
unum er aðeins skref í þá átt.
íbúðalánasjóður ætti fyrir löngu að
heyra sögunni til - sjóður sem var
stofnaður á grunni gamalla og úreltra
rikisstofnana, Húsnæðisstofnunar og
nær gjaldþrota Byggingasjóðs verka-
manna. Byggðastofnun, Lánasjóður
landbúnaðarins, Ferðamálasjóður eru
aðeins fleiri dæmi um tilgangslausa
þátttöku ríkisins á fjármálamarkaði -
þátttöku sem kemur í veg fyrir eðli-
lega þróun.
Landsbankapeningar
Eins og áður segir er mikilvægt að
ríkið haldi áfram við einkavæðingu
ríkisviðskiptabankanna enda mun
það hafa bein áhrif á lífskjör hér á
landi þegar til lengri tíma er litið.
Landsbankinn mun standa sterkari á
eftir og að öðru óbreyttu njóta við-
skiptavinir hans þess.
Einnig er ljóst að salan getur haft
veruleg áhrif á efnahagsmálin, ekki
síst ef erlendir fjárfestar fá áhuga á
bankanum - en þá verður ríkisstjórn-
in að bera gæfu til þess að verja pen-
ingunum af skynsemi. Og það vitlaus-
asta sem hægt væri að hugsa sér væri
að láta tekjurnar af Landsbankanum
renna inn í Byggðastofnun sem aftur
mundi verja peningunum til „at-
vinnuuppbyggingar" og styrkingar
byggða. Hvaða arðsemiskröfur ætla
menn að stjórnarmenn Byggðastofn-
unar muni gera þegar þeir fá fullar
hendur fjár? Þá væri miklu nær að
senda öllum landsmönnum sinn hluta
í bankanum beint.
Byggðastofnun er eitt versta dæmi
síðustu áratuga sem við höfum um
misnotkun stjórnmálamanna á opin-
beru fé - misnotkun sem landsmenn
hafa allir greitt fyrir i formi lakari
lífskjara. í leiðara DV í febrúar 1999
sagði meðal annars: „Byggðastofnun
(sem ef til vill verður „nútímavædd" á
komandi öld og skírð Byggðasjóður)
er sérstakt tæki stjórnmálamanna til
misnotkunar og minnir helst á flugvél
sem hefur það hlutverk eitt að fljúga
yfir mannfjölda 17. júní og henda út
karamellum til barnanna."
Hugmynd- * _
in um að
verja
pen-
ingum sem fást við sölu hlutabréfa
ríkisins í ríkisviðskiptabönkunum til
byggðamála er ekki ný af nálinni og i
sjálfu sér skiptir engu hvort þeir pen-
ingar renna í gegnum Byggðastofnun
eða aðrar opinberar pípur sem verða
búnar sérstaklega til. Niðurstaðan
verður alltaf sú sama; aðeins verður
lengt í hengingarólinni sem byggða-
stefna síðustu áratuga hefur reynst
landsbyggðinni. Eða eins og ég benti á
hér í blaðinu í nóvember 1999: „Eina
raunverulega byggðastefna framtíðar-
innar er að koma í veg fyrir að höfuð-
borgarsvæðið sogi lífskraftinn úr
byggðarlögum sem annars gætu átt
góða lífsmöguleika. Byggðastefna
framtíðarinnar er ekki fólgin í því að
gera landsbyggðarfólk að eins konar
ölmusumönnum sem bíði eftir að
næsti ríkisbanki verði seldur...
Byggðastefna framtíðarinnar felst í
þvi að blása mönnum í brjóst bjart-
sýni og kjark til að takast á við marg-
vísleg verkefni - nýta þau fjölmörgu
tækifæri sem eru og eiga að vera fyr-
ir hendi. Öruggasta leiðin er að lofa
landsbyggðinni að njóta þeirrar upp-
skeru sem hún hefur sáð til en ekki
setja hana í spennitreyju opinberra af-
skipta eða reglna."
„Hvaða arðsemiskröfur
œtla menn að stjómar-
menn Byggðastofnunar
muni gera þegar þeir fá
fullar hendur fjár? Þá
vœri miklu nœr að senda
öllum landsmönnum
sinn hluta í bankanum
beint. Byggðastofnun er
eitt versta dœmi síðustu
áratuga sem við höfum
um misnotkun stjórn-
málamanna á opinberu
fé - misnotkun sem
landsmenn hafa allir
greitt fyrir í formi lakari
lífskjara. “
By99«Q$to|
mun
Ég var einn þeirra sem fagnaði
þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
taka loksins til hendinni og hefjast
handa við að losa tök ríkisins enn
frekar á fjármálakerfinu. Sala á þriðj-
ungshlut eða meira í Landsbankan-
um er skynsamleg, þó engin skyn-
semi eða réttlæti sé í því að binda söl-
una aðeins við erlenda ríkisborgara.
Einkavæðing ríkisviðskiptabank-
anna hefur gengið fremur brösulega
fyrir sig þó svo stefnan hafi alltaf ver-
ið nokkuð skýr. Samkeppnisráð kom
í veg fyrir samruna Búnaðarbanka og
Landsbanka sem var skynsamlegt, en
einhverjir telja ráðið hafl gengið of
langt í túlkun sinni á samkeppnislög-
um. En verkefni ríkisstjórnarinnar
og viðskiptaráðherra var hins vegar
aldrei að knýja fram sameiningu á
fjármálamarkaði með þeim hætti sem
stefnt var að heldur aðeins að draga
ríkið fyrir fullt og allt út úr rekstri á
fjármálamarkaði og um leið að
tryggja eðlilega samkeppni. Þvi mið-
ur hefur athyglin fyrst og fremst
beinst að sölu á ríkisviðskiptabönk-
unum en aðrar stofnanir og sjóðir í
umsjón ríkisins hafa fengið að vera í
friði.
Nátttröll samtímans
f gegnum árin hef ég margoft bent á
nauðsyn þess að ríkið hætti afskipt-
um af fjármálamarkaði og raunar hef
ég jafnframt haldið þvi fram að íhlut-
un ríkisins á markaðinúm hafi ekki
aðeins komið í veg fyrir eðlilega þró-
un heldur ekki síður fyrir aukna sam-
keppni og um leið leitt til mikillar só-
unar verðmæta.
Þegar við íslendingar veltum því
fyrir okkur af hverju laun eru í mörg-
um tilfellum lægri hér á landi en i
öðrum löndum og verðlag hærra er
skýringanna ekki síst að leita í lélegri
framleiðni fjármagns. Og þar skiptir
mestu að arðsemiskröfur sem gerðar
hafa verið til flárfestinga hafa ekki
verið þær sem eðlilegt hefði
verið. Kröfur um arð-
semi fjárfestinga eru
í öfugu hlutfalli við
afskipti opinberra
aðila af fjármála-
markaðinum.
Þess vegna er
það svo mikil-
vægt að ríkið
dragi sig að
fullu út af
mark-
aði
eMatatataieaaMr.»6aaBB*8a6B3