Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Side 13
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001
13
Helgarblað
Leiði í brúð-
kaupsafmæli
Eitt er vist og það er að Angelie
Jolie og Billy Bob Thornton eru ekki
alveg eins og hjón eru flest. Jolie hef-
ur um hálsinn nisti sem geymir blóð-
dropa úr Thomton og á fyrsta brúð-
kaupsafmæli þeirra gaf Jolie manni
sínum grafreiti fyrir hana og hann í
kirkjugarði í Louisiana.
Jolie kann svo sannarlega að koma
á óvart, eins og sannaðist rækilega
þegar hún tók á móti óskarnum fyrir
leik sinn í Girl, Interrupted. í þakkar-
ræðu sagðist hún vera ástfangin af
bróður sínum, yfirlýsing sem vakti
svo mikla athygli að sögur komust á
kreik um ástarsamband þeirra. í við-
tölum hefur hún lýst yfir löngun sinni
til annarra kvenna en það var víst
áður en hún kynntist Thornton sem
hún má vart af sjá. Saman deila þau
áhuga á húðflúrum og kynlífi sem þau
hafa unun af að ræða opinberlega og
stunda vitanlega af miklum krafti.
„Vonandi gerir hún ekkert sem hún
jafnar sig ekki á,“ segir áhyggjufullur
faðir Jolie, leikarinn John Voight.
Hann virðist sannarlega hafa ástæður
til að hafa áhyggjur.
Angeline Jolie
Stjarnan úr Tomb Raider er sífellt
að koma á óvart með uppátækjum
sínum.
Bruce Willis
Fyrrum kærasta hans er á flótta
undan réttvísinni.
Þjófótt
kærasta
Eftir að Bruce Willis skildi við
Demi Moore sást hann iðulega með
spænskri konu, Mariu Bravo. Sam-
bandið fór út um þúfur en siðast frétt-
ist af Bravo á flótta undan réttvísinni.
Bravo mun hafa blekkt fólk til að
kaupa hlut í ímynduðu fyrirtæki sínu
og fyrrverandi eiginmanns og síðan
hirt peningana, umtalsverðar fjár-
hæðir. Svikin áttu sér stað meðan
Bruce var í sambandi við Bravo og
lögreglan telur ekki útilokað að hún
muni leita skjóls hjá honum. Bruce
mun hins vegar ekkert vilja vita af
Bravo og telur samband þeirra hafa
verið meiri háttar mistök.
Courtney Love.
Lífshættir hennar eru ekki til fyrir-
myndar.
Villt
söngkona
Söngkonan Courtney Love setur
mikinn svip á samkvæmislif New
York. Á dögunum kom hún með vin-
konu sinni, Winonu Ryder, til góð-
gerðarsamkomu. Vinkonurnar komu
sér fyrir í bakherbergi og pöntuðu
viskí, vodka og vín. Courtney, sem
hafði samþykkt að skemmta á sam-
komunni, steig á svið klukkutíma
tíma seinna en áætlað var og söng
nokkra kabarettsöngva milli þess sem
hún sagði sögur af gömlum kærust-
um, eins og Russell Crowe og Ed
Norton, og kvartaði undan framleið-
anda sem hefði neitað að sofa hjá
henni. Seinna um kvöldið dansaði
Courtney uppi á borði, afklædd öllu
nema undirfotum og dó svo áfengis-
dauða við borð sitt. Það tekur á, þetta
villta líferni.