Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Page 14
14
Helgarblað
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001
DV
Hörð átök í uppsiglingu á hluthafafundi Lyfjaverslunar íslands:
Skólabókardæmi um
siðleysi í viðskiptum
- segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Kaupin á Frumafli valda deilum
Búast má við hörðum átökum á
hluthafafundi Lyfjaverslunar ís-
lands sem haldinn verður næstkom-
andi þriðjudag. Á dagskrá fundar-
ins eru umdeild kaup félagsins á
Frumafli ehf. en stjórn félagsins er
klofín í málinu. Tveir stjórnar-
manna hafa ásamt hópi hluthafa
gengið hart fram í að koma í veg
fyrir fyrrgreind kaup. Þeir hafa
ekki haft árangur sem erflði því
kröfu þeirra um lögbann á kaup-
samninginn var hafnað fyrir hér-
aðsdómi fyrr í vikunni. Minnihlut-
inn mun á fundinum bera tillögu
undir atkvæði þar sem farið er fram
á að kaupsamningi félagsins á öllu
hlutafé í Frumafli ehf. verði rift. Að
þeirra mati er kaupverðið of hátt og
með kaupunum sé stjórn félagsins
að hygla einum hluthafa í stað þess
að gæta hagsmuna allra hluthafa.
Grimur Sæmundsen, stjórnarfor-
maður Lyfjaverslunarinnar, hefur
hins vegar sagt í fjölmiðlum að
samninginn verði að skoða i sam-
hengi með nýlegum kaupum félags-
ins á A. Karlssyni og Thorarensen
Lyfjum. Kaupin á þessum félögum
eru að sögn Gríms hluti af framtíð-
arsýn Lyfjaverslunarinnnar.
Keyptu allt hlutaféð
Jóhann Óli Guðmundsson var
fyrir hinn umdeilda samning annar
stærsti hluthafinn í Lyfjaverslun Is-
lands og um leið aðaleigandi Frum-
afls. Frumafl er síðan helsti eigandi
Öldungs hf. en þar eru íslenskir að-
alverktakar einnig hluthafar. Öld-
ungur er dótturfyrirtæki Frumafls
og hefur með höndum byggingu og
rekstur nýs hjúkrunarheimilis við
Sóltún í Reykjavik. Frumafl á engar
„eignir" fyrir utan ársgamlan samn-
ing Öldungs viö ríkið um rekstur
hjúkrunarheimilis. Hann tekur á
greiðslu ríkisins á rekstrardaggjöld-
um upp á 11.880 krónur og húsnæð-
isdaggjald upp á 2.420 krónur á legu-
dag fyrir hvert rými. Samtals gæti
þar verið um að ræða 1.287.000
króna greiðslu á dag frá ríkinu
vegna 90 einstaklinga, eða
469.755.000 krónur á ári miðað við
verðlag í ágúst ‘99. Samningur þessi
gildir til 25 ára.
Þrátt fyrir mótbárur tveggja
stjórnarmanna og hóps hluthafa var
formlega gengið frá kaupunum á
Frumafli á stjórnarfundi þann 20.
júní sl. Lyfjaverslunin keypti þá allt
hlutafé Frumaíls þrátt fyrir að í
minnisblaði stjórnar væri kveðið á
um kaup á 44,4% hlut en kauprétt á
öðrum hlutum. Jóhann Óli Guð-
mundsson, seljandi Frumafls, fékk
greitt með hlutabréfum, að nafn-
virði 170 milljónir króna, og varð
þar með stærsti hluthafi Lyfjaversl-
unarinnar, með 35,2% eignarhlut.
Aðalsteinn Karlsson var fyrir kaup-
in á Frumafli stærsti hluthafi fé-
lagsins, með 10,77% hlut en er nú
næststærstur.
Gilt samkomulag?
Minnisblað og yfirlýsing stjórnar
frá því í janúar hefur verið undirrót
deilnanna innan Lyfjaverslunarinn-
ar. Meirihluti stjórnar heldur því
fram að minnisblaðið og yfirlýsing-
in sé bindandi samkomulag og kveð-
ur þá sem hafa siðan þá reynt að
hindra kaupin vera að svíkja sam-
komulag. Tveir stjórnarmanna
halda því hins vegar fram að minn-
isblaðið hafi aldrei verið annað og
meira en innanhússplagg þar sem
menn gáfu yfirlýsingu um vilja sinn
til kaupa á Frumafli - en ekki á
hvaða verði sem er, eins og einn
hluthafi orðaði það.
Harðar deilur eru innan Lyfjaverslunar um kaupin á Frumafii
ViIhjálmur Bjamason, formaöur Fétags fjárfesta, heldur því fram í Viöskiptablaöinu aö tjón hvers hinna smæstu hlut-
hafa veröi aö lágmarki um 200 þúsund krónur ef samningurinn viö Frumafl verður samþykktur.
Jón Steinar Grímur
Gunnlaugsson. Sæmundsen.
Aöalsteinn Lárus Blöndal.
Karlsson.
ila liggur fyrir. Það eru skýr fyrir-
mæli um það í lögum. Menn verða
að meta hvort þetta er það siðferði
sem eigi að ríkja í þeim hlutafélög-
um sem almenningur er að kaupa
hluti 1 á almennum markaði. Það
rýrir það traust á þeim mönnum
sem hafa valist til forystu í þessu al-
menningshlutafélagi. Vonandi eru
aðrir meira trausts verðir annars
staðar," segir Jón Steinar.
Grímur Sæmundsen hefur í bréfi til
hluthafa sagt að það sé ekki hægt að
hnekkja þessu máli á hluthafafund-
inum, sem eru ummæli sem koma
mér á óvart, því fundurinn er hald-
inn til þess að okkar beiðni að
ógilda samninginn. Það er undar-
legt ef ekki á að fjalla um málefni
sem er tilefni fundarins.“
Óljóst um atkvæði
Jóhann Óli Guðmundsson er
stærsti hluthafi Lyfjaversluninnar,
eftir söluna á Frumafli, og á 35,12%
hlut. Ekki er ljóst hvort Jóhann Óli
getur i skjóli eignarhluta síns greitt
atkvæði um tillögu á fundinum sem
varðar hann sjálfan.
„Ef einhver fundarstjóri ætlar að
úrskurða honum atkvæðisrétt um
tillöguna, þá er það hreinasta of-
beldi. Það er alveg ljóst að Jóhann
Óli getur ekki tekið þátt í atkvæða-
greiðslu um tillögu sem varðar
hann sjálfan," segir Jón Steinar og
vísar í lokamálsgrein 88. greinar
hlutafélagalaga þar sem segir að
hluthafa sjálfum sé óheimilt að, eða
sem umboðsmanni fyrir aðra, að
taka þátt í atkvæðagreiðslu á hlut-
hafafundi um málssókn gegn hon-
um sjálfum eða um ábyrgð hans
gagnvart félaginu. „Ég veit ekki
hver verður fundarstjóri en von-
andi verður leitað eftir samkomu-
lagi gagnaðila um það hver stýrir
fundinum. Menn hljóta að vera til-
búnir að samþykkja að það sé hlut-
laus aðili, t.d. ekki lögmaður Lyfja-
verslunarinnar, heldur til dæmis
einhver frá Verðbréfaþingi,“ segir
Jón Steinar og bætir við að sér
muni ekííi koma á óvart að eigi eftir
að koma til valdbeitingar varðandi
fundarstjórnina.
Klofin stjórn og yfirvofandi átök hluthafa í Lyfjaverslun íslands
Þrátt fyrir mótbárur tveggja stjórnarmanna og hóps hluthafa var formlega gengiö frá kaupunum á Frumafli
á stjórnarfundi þann 20. júní sl.
Lögfræðingar voru kallaðir til til
að skera úr um lögmæti minnis-
blaðsins og hefur meirihlutinn und-
ir höndum álit Magnúsar Thorodd-
sen hrl. Hann kemst að þeirri niður-
stöðu að kominn hafi verið á bind-
andi kaupsamningur með minnis-
blaðinu og yfirlýsingunni frá því í
janúar. Öndverða niðurstöðu er að
finna i álitsgerð Hreins Loftssonar
hrl. sem hann gerði fyrir fjóra af
fimm stjórnarmönnum síðustu
stjórnar.
Vart boðleg vara
Hluthafar í Lyfjaverslun íslands
eru rúmlega 800 og Ðestir eiga litinn
hlut. Algengasti hlutur einstaklinga
er kr. 186.567 eða 0,03% eignarhlut-
ur. Að undanförnu hefur gengi
bréfa í félaginu verið í kringum 5,2.
Vilhjálmur Bjamason, formaður
Félags fjárfesta, heldur þvi fram í
Arndís Þorgeirsdóttir
og Geir A. Guðsteinsson
blaöamenn
Viðskiptablaöinu að tjón hvers
hinna smæstu hluthafa verði að lág-
marki um 200 þúsund krónur ef
samningurinn við Frumafl verður
samþykktur. Jafnvel geti orðið um
altjón því hlutabréf i Lyíjaverslun
íslands verði vart boðleg vara á
markaði ef viðskiptasiðferði þessa
gjörnings muni ráða ríkjum í starf-
semi Lyfjaverslunarinnar.
„Samningurinn um Frumafl er
skólabókardæmi um siðleysi í ís-
lensku viðskiptalífi að mati þeirra
manna sem að þessu máli hafa kom-
ið enda hefur stór hluthafi í félag-
inu fengið að ráða meirihluta
stjórnarmanna og er að eiga við-
skipti við félagið um eign sína sem
er metin á um einn milljarð króna,
en þar er næstum allt verðmætið,
ófjárhagsleg verðmæti, eitthvað
„goodwill," hugargerð um það sem
eigi að gerast í framtíðinni. Þetta er
gert áður en þessum samningum er
ráðið til lykta og mat hlutlausra að-
Titringur fyrir fund
Augljóst er að mikils titrings gæt-
ir meðal margra hluthafa fyrir fund-
inn á þriðjudag. Lárus Blöndal, lög-
maður og stjórnarmaður, segir að
töluvert sé um það að boðin hafi
verið fram umboð frá smærri hlut-
höfum, en þó án greiðslu, til þess að
reyna að hnekkja þessum áformum,
og hann telur að sterk undiralda sé
í þá átt.
„Mönnum er ekki heimilt að taka
afstöðu til málssóknar gegn sér, og
það getur varla vafist fyrir fundar-
stjóra, hver svo sem hann verður.
Hluthafar með Margeir Péturs-
son i fararbroddi sendu á dögun-
um frá sér yfirlýsingu þar sem
þeir hvetja alla hluthafa til að
mæta til fundarins og eða láta öðr-
um hluthöfum umboö í té. í yfir-
lýsingunni segjast þeir munu beita
sér fyrir því að samningur Lyfja-
verslunarinnar og Jóhanns Óla
um hlutabréf í Frumafli verði
ógiltur eða honum rift. Þeir telja
samninginn á engan hátt þjóna
hagsmunum Lyfjaverslunar ís-
lands og staðið hafi verið með
óeölilegum hætti að gerð hans.