Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Side 15
15
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001
X>y__________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Stormasamt
hjónaband?
John Thaw, öðru nafni Morse.
Hann hefur greinst meö krabba-
mein og berst fyrir lífi sínu.
Slúðurblöðin gefa hjónabandi
Madonnu og Guy Richie ekki
mörg ár enda hafa sögur um
ósætti í hjónabandinu þegar
birst. Sagt er að Guy finnist erfitt
að vera kvæntur stórstjörnunni
þar sem hún sé hreint ekki auð-
veld í sambúð. Einnig er sagt aö
hjónin rífist ákaft vegna mál-
verks eftir Fridu Kahlo sem er
uppi við á heimili þeirra. Sagt er
að Guy hafi andstyggð á málverk-
inu sem sýnir konu fæða barn og
því er einnig haldið fram að dótt-
ur Madonnu, Lourdes, sé illa við
málverkiö. Madonna mun eitt
sinn hafa sagt að hún gæti aldrei
vingast við þann sem líkaði ekki
málverkiö. Blaðafulltrúi
Madonnu harðneitar öllum þess-
um sögum og segir þær tilbúning
illgjarnra slúðurblaðamanna.
„Þau eru mjög hamingjusöm
hjón,“ segir blaðafulltrúinn.
Madonna og Guy
Slúðurblöö segja hjónaband þeirra vera aö renna út í sandinn.
Thaw berst við
krabbamein
John Thaw er einn besti sjón-
varpsleikari í heimi. Einna þekkt-
astur er hann fyrir leik sinn sem
Morse lögreglufulltrúi sem lést
reyndar á skjánum fyrir ekki ýkja
löngu og varð mörgum harmdauði.
Thaw fæddist í Manchester og
átti illa æsku. Móðir hans yfirgaf
hann og bróður hans þegar Thaw
var sex ára. Hún vildi njóta lífsins
og seinna gerðist hún kráareigandi.
Thaw var alinn upp af föður sínum
sem var vörubílstjóri. Thaw lýsir
foður sínum sem umhyggjusömum
og ástrikum en hefur sem fæst orð
um móður sína. Thaw var afar slak-
ur námsmaður en fann mikla
ánægju í leik i skólaleikritum og
faðir hans hvatti hann til að leggja
fyrir sig leiklist. Árangurinn hefur
verið framúrskarandi.
Nú berst John Thaw, sem er 59
ára, við krabbamein í vélinda og
nýtur umhyggju seinni eiginkonu
sinnar, Sheilu Hancock, sem hann
hefur verið giftur í tuttugu og sjö
ár. Thaw á dóttur af fyrra hjóna-
bandi, dóttur með Sheilu og stjúp-
dóttur. Hann hefur sagt að hann
vilji eiga son: „Ég get ekki vanist
húsi fullu af konum.“ Sagt er að
margt sé líkt með Morse og Thaw,
báðir fámálir einfarar.
Linda Gray, fyrrum Sue Ellen
Hún ték i Pikusögum á sviöi og
ætlar nú aö leikstýra kvikmynd.
Hvað varð af
Sue Ellen?
Linda Gray varð heimsfræg eft-
ir leik sinn sem Sue Ellen i
Dallas en hvarf svo að mestu úr
sviðsljósinu. Nú er hún sextug,
fráskilin og á tvö börn og eitt
barnabarn. Linda segir Sue Ellen
hafa verið athyglisveröustu kven-
persónu sápuópera níunda ára-
tugarins, þar sem hún hefði
barist við vondan eiginmann fyr-
ir tilverurétti sínum.
Linda er þessa dagana að und-
irbúa kvikmynd sem hún ætlar
sjálf að leikstýra og jafnvel leika
aðalhlutverkið í. Hún hefur ný-
lokið leik í Píkusögum í Atlanta
við mjög góðar viðtökur.
Linda segist ekki óttast aldur-
inn en segir bandarískt þjóðfélag
heltekið af æskudýrkun. „Slíkt
skapar gerviþrýsting,“ segir hún.
Hún heldur sér í formi með lík-
amsrækt, jóga og gönguferðum.
andi
Sleen
-þegar þú vilt aofta vel
Amerískar dýnur frá Serta og Sealy.
Scandi Sleep boxdýnur frá Norðurlöndunum
HÚSGAGNAHÖLLfN
Bíldshöfða 20, 110 Reykjavik
s. 510 8000, www.husgagnahallin.is