Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Side 16
16 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 I>V Helgarblað Kerfið er á stöðug- um flótta - Jón Ólafur Skarphéðinsson segir frá sonarmissi og baráttunni fyrir sannleikanum um Skerjafjarðarflugslysið „í okkar baráttu fyrir aö hið sanna og rétta um flugslysið í Skerjafirði verði leitt í ljós hefur aldrei verið þrýst á okkur um að hætta baráttunni, þvert á móti. Hins vegar hafa viðbrögð kerfis- ins ekki verið uppörvandi. Kerfið, með örfáum undantekningum, hefur verið á stöðugum flótta und- an staðreyndum málsins og því að sannleikurinn verði leiddur í ljós. Ég hef það á tilfmningunni að hvarvetna í kerfinu sé verið að reyna að setja lok á pottinn." „Hvítþvottur meö sterkrl klórblöndu* Þetta segir Jón Ólafur Skarp- héðinsson, faðir Jóns Barkar Jónssonar, sem lést þann 16. júní sl. af völdum flugslyssins í Skerja- firði um verslunarmannahelgina í fyrra. Jón Börkur lést síðastur þeirra sem lentu í þessu slysi en sex manns voru í flugvélinni. Flugslysanefnd hefur fyrir nokkru skilað skýrslu um orsakir slyssins en Jón Ólafur og fleiri hafa gagn- rýnt harðlega þá rannsókn. í sl. viku kom svo úttekt frá Al- þjóðaflugmálastofnuninni þar sem segir að eðlilega hafí verið staðið að rannsókn slyssins. Jón Ólafur gefur ekki mikiö fyrir þá úttekt, segir hana vera pantaðan „hvít- þvott með sterkri klórblöndu", eins og hann kemst að orði. Beiöni Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra til Alþjóðaflug- málastofnunarinnar um áður- nefnda úttekt hafi verið þannig sett fram að niðurstaðan hafi varla getað orðið önnur. Fyrst og fremst hafi beiðnin snúist um að kannaðar yrðu starfsaðstæður Flugslysanefndar en hins vegar hafi ekki verið farið ofan í saumana á Skerjafjarðarslysinu rétt eins og brýn nauðsyn væri á. Til þess hafi hinir erlendu skoð- unarmenn ekki haft umboð. Allt beri þetta glöggan vitnisburð um flótta kerfisins undan staðreynd- um málsins. Skelfilegt ástand „Þetta er búin að vera mikil lífs- reynsla," sagði Jón Ólafur þegar hann settist niður með blaða- manni DV á skrifstofu sinni í Læknagarði Háskóla íslands. Jón Ólafur er prófessor í lífeðlisfræði, sem hann segir að hafi vissulega gefið sér vissa innsýn í þá óskap- legu baráttu sem sonur hans háði allt þar til yfir lauk. Jón Börkur dvaldist lengstum á Landsspítal- anum í Fossvogi og var þar í MYNDIR E.ÓL. Faölrlnn „Ég vissi fljótlega að ástand Jóns Barkar væri alvarlegt en gaf ekki upp vonina og vonaöi aö hann kæmist út úr þessu nokkurn veginn óskaddaöur. Síöar uröu staöreyndir Ijósar og baráttan viö ástand hans fór aö snúast um einn dag í einu - og stundum skemmri tíma," segir Jón Ólafur Skarphéöinsson meöal annars hér í viötalinu. höndum frábærs starfsfólks, segir faðir hans. „Ég vissi fljótlega að ástand Jóns Barkar væri alvarlegt en gaf ekki upp vonina og vonaði að hann kæmist út úr þessu nokkurn veginn óskaddaður. Síð- ar urðu staðreyndir ljósar og bar- áttan við ástand hans fór að snú- ast um einn dag í einu - og stund- um skemmri tíma.“ Jón Börkur hlaut í raun lítil sjá- anleg meiðsl í slysinu. „Hann hlaut hins vegar mjög þungt höf- uðhögg, áreiðanlega þegar vélin skall í sjóinn. Ástand Jóns Barkar var í rauninni skelfilegt. Hann gat ekkert tjáð sig og lítið sem ekkert hreyft sig viljastýrt. Þá fékk hann tíð spennu- eða spasmaköst sem fólu í sér gífurlega líkamlega áreynslu og þá rennsvitnaði hann. Ég fór til dæmis oftast til hans seinnipartinn og sat hjá honum fram yfir miðnætti. Eftir þann tíma fór ég stundum heim með þrjá umganga af fotum sem hann hafði rennbleytt af svita við áreynsluna," segir Jón Ólafur. Vlnlr velttu mlkinn stuftn- Ing Flugslysið í Skerjafirði varð þann 7. ágúst í fyrra. Jón Ólafur og Hólmfríður Jónsdóttir, eigin- kona hans, voru, ásamt dætrum sínum tveimur, stödd fyrir austan fjall og ætluðu á Selfoss að sækja Jón Börk og Sturlu vin hans á Sel- ORFA SKREF SEM GERA SÓLBAÐIÐ NOTALEGRA: 1. Röltu niður á strönd með bakpokann 2. Taktu koddann upp úr bakpokanum, 3. Dragðu handklæðið upp úr bakpokanum á bakinu. blástu hann upp og lokaöu fyrir loftgatið. og snúðu honum á rönguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.