Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 19 I>V Davíð Oddsson Sjón Á Móeiöarhvoli. í Inghóli Svavars. hann dvalist mikið á Eyrarbakka við gerð skáldsögu sem á að koma út fyrir næstu jól. Sjón segist á Eyrarbakka kappkosta að vera Sunnlendingur. Versla í kaupfé- laginu þar á staðnum, kaupa í matinn vörur frá sunnlenskum framleiðendum og lesa um helstu tíðindi í héraösblöðum. Fleiri andans menn dveljast einnig á Suðurlandi. Á sl. ári keypti stórforstjórinn Ólafur Jó- hann Ólafsson, í félagi við fleiri, jörðina Götu í Hrunamanna- hreppi. Þar standa nú yfir fram- kvæmdir og ljóst er af þeim að þarna eigi að verða sannkallaður sælureitur. Gísli Sigurösson, list- málari og fv. Lesbókarstjóri Mogg- Bjarni Þórarinn Eidjárn Daníelsson Skáldiö í Gull- Kaffihús í Hólm- bringu. inum. . ans, situr löngum á óðali feðra sinna í Úthlíð í Biskupstungum og að Laugarvatni situr Ólafur Örn Haraldsson þingmaður og skrifar Pólsögur. Breiðafjörður heiliar Breiðafjaröarsvæöið heillar einnig marga listamenn en þar voru forðum helstu menningarset- ur þjóðarinnar og helgir dómar. Nýlega hafa Bjarni Daníelsson, stjórnandi íslensku óperunnar, og félagi hans, Björn Árnason, for- maður Félags íslenskra hljómlist- armanna, opnað kafFihús í Stykk- ishólmi. Á Kjarláksvöllum á Fells- strönd í Dölum er sumarsetur Helga Þorgils myndlistarmanns Friðjónssonar. Breiðafjarðareyjar hafa einnig verið vinsælar meðal listamanna. Sigurjón Sig- Randver Þorláks- hvatsson son Annes og eyjar. Skíöastaöir á Skaga. í Flatey eiga til dæmis hús Atli Heimir Sveinsson tónskáld og Guðmundur Páll Ólafsson, ljós- myndari og rithöfundur. Einnig hefur aukist áhugi manna fyrir að festa kaup á heilu eyjunum. Björk Guðmundsdóttur söngkonu fýsti um skeið aö kaupa Elliðaey á Breiðafirði en ekkert varð úr þeim kaupum. Annar listamaður varð þó heppnari í eyjakaupum, Sigurjón Sighvatsson kvikmynda- framleiðandi, sem hreppti Arney. Sú eyja liggur út af Skógarströnd og þar á Sigurjón jörð og aöra til á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þá hefur Sigurjón, í félagi við Sigurð Gísla Pálmason kaupsýslumann, nýlega fest kaup á húseignum á Eiðum á Héraði. Sjálfur á Sigur- jón svo heilan fjörð fyrir austan, Hellisfjörð, sem er skammt frá Norðfirði. Félagi Davíðs Oddssonar úr Út- varp Matthildi, Þórarinn Eldjárn, leitar uppruna síns á hverju sumri og heldur norður í land og situr þar við skriftir. Gullbringa í Svarfaðardal var gamalt kot sem tilheyrði höfuðbólinu Tjörn, þar sem Kristján Eldjárn, forseti Is- lands, faðir Þórarins, var fæddur og uppalinn. Gamla húsið í Gull- bringu, sem byggt var árið 1912, var í eigu Kristjáns en þar á eftir- lifandi fjölskylda hans sér nú sælureit. „Ég fer norður í sumar og ætla ég að vera þar í bygginga- framkvæmdum,“ segir Þórarinn sem ætlar með Ingólfi bróður sín- um að stækka húsiö í Gullbringu. En þótt hamarinn og sögin verði helstu verkfæri Þórarins í sumar verður fartölvan ekki langt und- an. Skáld þarf alltaf að geta sest niður og skrif- að. Væntanleg er frá hendi Þórarins í haust ljóðbók „ ... fyr- ir börn og barnalegt fólk,“ eins og hann sjálfur kemst að orði. „Ég er að mestu búinn að koma henni frá mér en vel má vera að ég breyti einhverju ef ég fæ nýjar hugljómanir," segir Þórarinn sem telur gott fyrir lista- menn eins og raunar alla aðra að geta reglulega skipt um umhverfi. Ekki endilega að fara út á land heldur eitthvað þangað sem fólk hristir upp í sjálfu sér. Úr Svarfaðardalnum sést síðan út í Hrísey þar sem Árni Tryggva- son leikari rær til fiskjar á hverju sumri og á sunnanverðri eynni er Kristófershús, þar sem Ingólfur Margeirsson hefur mörg sumrin setið við ævisagnaskrif. Edda Helörún Bachman Kaupir í Bjarnar- firöi. Sumarsetur leikaranna Leikarar landsins hafa einnig margir hverjir komið sér upp sumar- setrum úti á landi þar sem þeir sitja löngum. Þarna má nefna þá Jóhann Sigurðarson og Sigurð Sigurjónsson sem veiða mikið í Hörðudalsá í Döl- um, enda leigutakar árinnar. Félagi Sigurðar úr Spaugstofunni, Randver Þorláksson, er síðan talsvert á sumri hverju á jörðinni Skíðastöðum á Skaga sem er skammt norður af Sauðárkróki. Jöröina á Randver við sjötta mann. „Við höfum átt þessa jörð í ellefu ár, eignuðumst hana löngu áður en það varð að einhverri mannadellu að kaupa sér jarðir," seg- ir Randver, sem segir að á Skíðastöð- um kappkosti menn að slappa af og „vera til“ eins og hann kemst að orði. Fleiri leikarar hafa einnig átt sér verustað úti á landi þangað sem þeir leita til að hlaða batterí- in fyrir störf á leiksviðinu sem oft eru átakamikil. Á Þurá i Ölfusi er sumarsetur Gunnars Eyjólfsson- ar, Edda Heiðrún Backman hefur nýlega keypt jörð í Bjarnarfirði á Ströndum, Gísli Alfreðsson og Bessi Bjamason eiga sér sumar- hús austur við Þingvallavatn og í Borgarfirði er sumarhöll sjálfs Þjóðleikhússtjórans, Stefáns Bald- urssonar. -sbs jg^Smáauglýsingar sölutilkynningar og afsöl DV 550 5000 Meö 10 raða seðli í Lottóinu* færðu miða sem gefur þér möguleika á að komast í dagsferð með fjölskylduna til Kaupmannahafnar- í Tívolí! Á hverjum laugardegi í sumar verður Tívolífarmiði dreginn út í beinni útsendingu á Stöð 2, Sýn og Rúv. Hver miði gildir fyrir f/óra! Taktu tíu raðir og komdu með til Köben - í Tívolí! "Gildir einnig fyrir Víkingalottó. AUK 700-1-824 sia.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.