Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 21 DV Helgarblað Eini jökullinn á Vestfjörðum er Drangajökull. Á Skjaldfónn finnur maður fyrir nálægð hans. Margur göngumaðurinn kannast við að þeg- ar jökullinn og nágrenni hans er gengið er lítið sem ekkert um mó- fugl en mikið um ref. Tófan er svo spök í friðlandinu að hægt er að gefa henni mat úr lófa. Síðan fer hún gjarnan með bitann, grefur hann, kemur til baka og vill fá meira. Skynsamt dýr. En gjörsam- lega miskunnarlaust gagnvart mófuglum. Refurinn leggst á hreið- ur og ræðst á fugl. En refurinn er friðaður í friðlandi. Menn mega ekki fara upp fyrir ákveðna línu til að veiða hann. Allt dautt nema garg í berg- fugli Samhljómur er hjá bændum og sjómönnum í ísafjarðardjúpi sem DV ræddi við í vikunni um að ref- urinn hafi fjölgað sér um of á Horn- ströndum og sé búinn að útrýma mófugli þar. Fuglinn gerir a.m.k. ekki hreiður þar sem hann kemur ekki upp ungum. Alvara færist yfir Indriða þegar tófuna ber á góma. „Hún er skelfi- legur vágestur. Ég er ekkert á móti refnum en honum verður að halda í skefjum. Hann er búinn að hreinsa út nánast allt fuglalíf nema berg- fugl. Ég hélt að ekki þyrfti að standa í illdeilum við menn út af þessu,“ segir Indriði og á við samskipti hans og Áka Ármanns Jónssonar veiðistjóra og Páls Hersteinssonar, fyrrum veiðistjóra. „Það er ekki glæsilegt griðland þar sem ekkert heyrist á vorin nema brimniður og gargið i berg- fuglinum," segir Indriði. Lóan, þrösturinn, stelkurinn og mófugla- endur - allt er þetta að hverfa eða horfið á Homströndum. „Það er af- skaplega misráðið að mega ekki vinna greni upp fyrir ákveðna línu á hálendinu,“ segir bóndinn og bendir á reglur um ísland allt og vísar enn til veiðistjóra. „Ég er líka sannfærður um að tóf- an um land allt er að höggva stórt skarð í rjúpustofninn." „Og þingmenn Vestfirðinga eru vesalingar, eins og þið vitið,“ segir hann glottandi en skimar svo út um eldhúsgluggann. Hann er með ein- hvern neista í augunum og viröist hálfsár út i yfirvöld. Svo snýr hann sér aftur að gest- unum, tveimur hlaðakörlum úr Reykjavík, brosir glaður og reifur og fer með okkur út úr einstaklega snyrtilegu og smekklegu sveitaeld- húsinu. Við fórum út. í röð og reglu en samt í drasli? Úti í skemmu er allt í röð og reglu og reyndar allt af öllu. Þrjár tegund- ir af snjóþrúgum eru til dæmis hangandi uppi á þili. Allt vel með farið og við haldið. „Hér er greini- lega allt á sinum stað,“ hugsa drengirnir af mölinni. Indriði tekur upp hyssuna og segir okkur frá því þegar hann veiddi einn daginn 201 rjúpu - já tvö hundruð og eitt stykki! „Á hluta úr degi,“ segir hann. „Ég var orðinn skotfæralaus. En það er algjör hending að svona lag- að gerist. Veðrið var svo einstak- lega stillt og sérstakt og rjúpan spök. Maður var farinn að skjóta á þrjár í einu til að spara skotin." Indriði vill þó ekki gera of mikið úr þessum aflatölum. Við höfum orð á því að allt sé á sínum stað í skemmunni og inni í fjárhúsum þar sem Ágúst Skorri Sigurðsson, ungur maður úr Reykjavík, nýfluttur úr Kópavogin- um, er að taka til hendinni. „Nei, sko það á alveg eftir að taka til héma,“ segir Indriði - snyrti- mennið, kindakóngurinn, sextugsaf- mælisbarnið á þriðjudaginn, faðir- inn og tófuvinurinn - setjum síðasta orðið innan gæsalappa. Og maður- inn sem sigraðist á krabbameini, Indriði, er líka tilvonandi brúð- gumi. Hann er að koma suður. Með Lóu sína og sveitungana. Til hamingju með lífið. -Ótt Wf m W' i l \ 4k DV-MYNDIR GVA Náttúrubörnin Indriði og Lóa - á leið suður að gifta sig Þau hittust heima hjá sér. Ég var svo stálheppinn að fá hana tit mín sem ráöskonu, “ segir Indriöi. Lóa kom um voriö en strax eftir sumariö ákváöu þau aö rugta saman reytum og fóru m.a. í 3ja vikna ferö til Kanaríeyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.