Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Qupperneq 22
22 Helgarblað LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 r>v Hugmyndaríkt morð: Kívíávöxtur var morðvopnið Á mánudagsmorgni var hringt í morðdeild rannsóknarlögreglunnar í Orlando í Florida. Fyrir svörum varð John Linnet rannsóknarlög- reglumaöur og hlustaði á furðufrétt sem honum var sögð rétt si svona í símann. Konurödd sagði honum frá morði sem framið var í Arizona. Konan játaði að hún væri sjálf morðinginn. Hún bauð lögreglu- manninum að heimsækja sig og ræða málin. Linnet áleit í fyrstu að um einhvers konar gabb eða hrekk væri að ræða en ákvað samt að líta nánar á málið. Konan í símanum hafði gefið upp nafn konunnar sem hún sagðist hafa myrt. Fyrsta verk Linnets rannsóknarlögreglumanns var að hafa samband við lögregluyfirvöld í því lögsagnarumdæmi í Arisona þar sem morðið átti að hafa verið framið. Þar kannaðist enginn við að hafa fengið morðmál til rannsóknar sem tengdist nafni konunnar sem gefið var upp. Hins vegar var stað- fest að hin látna hafði dáið í um- dæminu. En þar sem ekkert benti til að glæpur hefði verið framinn var engin ástæða til að fara í saumana á dánarorsökinni. Krufning talin óþörf Linnet vildi samt sem áður leita af sér allan grun um aö glæpur hafi verið faminn og hafði aftur sam- band við lögreglu í Arizona og fékk staðfest að dánarvottorð hafði verið gefið út. Engir áverkar voru sýnleg- ir á líkinu og ekki þótti ástæða til að reyna endurlífgun þar sem kon- an var greinilega látin þegar að var Sérstæð sakamál komið. Að öðru leyti voru engin ummmerki sem bentu til að andlát konunnar hafi ekki borið að með eðlilegum hætti. Barnabam látnu konunnar var kallað til og gaf hann upp nafnið á lækninum sem annast hafði gömlu konuna. Sá læknir hafði gefíð út dánarvottorðið og engar ástæður séð til að líkið yrði krufið og dánar- orsökin athugðuð nánar þar sem sjúklingur hans hafði þjáðst af hjartabilun og var hjartastopp talin dánarorsökin. Þar sem læknirinn sá engin ummerki þess að glæpur hefði verið framinn var óþarfi að kalla til lögreglu. Christine Black kæföi ömmu sína með kívíávexti Öruggt er aö aldrei hefði komist upp um ódæöiö nema v'egna pess að samviskan kvaldi morðingjann sem hringdi í lögregluna og játaöi. Fimm árum eftir ódæði sitt sagði sam- viska morðingjans, sem var kona, til sín og hún gaf sig fram við lögreglu og ját- aði. En raunverulega hafði konan framið hið fullkomna morð með óvenjulegum hætti. Lík hinnar myrtu var grafið upp og kom þá hið sanna í ljós. Það liggur nú aftur í gröf sinni og morðinginn afplánar dóm sinn í fangelsi. Ég myrti hana Málið var nú orðið þvælið og sagðist Linnet rannsóknarlögreglu- maður ekki skilja hvað konunni í símanum kom til að játa á sig morð í Arizona þar sem hún bjó sjálf í Or- lando í Florida og er um þver Bandaríkin að fara á milli þeirra staða. Rannóknarlögreglumenn ákáðu nú að heimsækja símakonuna og leita nánari frétta. Hún heitir Christine Blac og var 35 ára að aldri þegar hér var komið sögu. Konan hafði mergjaða sögu að segja. Látna konan í Arizona var amma hennar, Helen Gerstung að nafni, og varð 88 ára gömul. Og staðfestingin á fyrsta símtalinu kom strax: „ Ég myrti hana,“ viðurkenndi Christine frammi fyrir rannsóknarlögreglu- mönnunum. Enn var hringt í sama lögsagnar- umdæmið í Arizona og gefnar upp- lýsingar um játningu Christine og skýrt frá því að þær væru allar til á segulbandsupptöku. Frumlegt morðvopn Helen Gerstung var grafin í Elm- hurst í Illinois, sem er norðarlega 1 Mið-Vesturrríkjunum, en þaðan var hún og þar var heimili hennar lengstum og var nú málið orðið í hæsta máta víðfermt. Þar sem rann- sóknin náði til þriggja ríkja um Bandaríkin þver og endilöng þurfti að ganga frá mörgum skýrslum til að fá leyfi til að grafa líkið af Helen upp til nánari skoðunar. Samtímis því að rannsókn var haldið áfram í Arizona voru gögn send til morðdeilarinnar í Orlando þar sem Linnet og aðstoðarmenn hans voru á fullri ferð að sannreyna játningu Christine Black og fékk ríkissaksóknari Florida gögnin í hendur. Segulbandið með játningunni var spilað aftur og aftur en það var eina sönnunargagnið sem enn var komið fram í málinu. Faðir Christine var viðstaddur þegar hún var tekin til yfirheyrslu. Án nokkurs hiks játaði Christine á sig glæpinn sem annars var full- kominn. „Ég notaði plastpoka og teppi.“ Faðir hennar sat stjarfur og harmi sleginn þegar dóttir hans skýrði lögreglumönnunum frá því að öldruð móðir hans hafði verið kæfð. “Ég tróð kivi upp í hana,“ sagði Christinie þegar hún skýrði frá verknaði sínum án þess að séð yrði að minningin hefði minnstu áhrif á hana. Þeir sem önnuðust yfirheyrsluna báðu Christine að skýra frá at- Kista myrtu konunnar tekin úr grófinni í lllinois, en hún var myrt i Arizona Þaö var ekki fyrr en líkiö var krufið aö sönnun fékkst fyrir aö þarna haföi veriö framið hiö fullkomna morö. John Linnet, rannsóknarlögreglumaður í Orlando Var í fyrstu vantrúaður þegar ókunn kona hringdi í hann og játaöi á sig morö sem hún kvaðst hafa framiö i Arizona sem er í þúsunda km fjariægö. Hann hóf þó rannsókn sem endaöi meö því aö upp komst um hiö „fullkomna morö“. Ríkissaksóknari Flórída Lawson Lamar, hafði samstarf viö rannsóknartögregtumenn þæöi í Ftórída og Arizona til aö réttlætinu yröi fullnægt. burðarásinni þegar hún myrti ömmu sina. „Hún var sofandi þegar ég kom inn í svefnherbergið með plastpoka, teppi og kívíávöxt. Ég setti pokann yfir höfuð hennar og hún vaknaði og streittist á móti þeg- ar ég tróð kívíávextinum upp í hana og niður í kok. Svo hélt ég um nef hennar og munn þar til hún kafn- aði.“ Leyfi fékkst til að grafa lík Helen Gerstung upp. Var það krufið og rannskað með tilliti til þess að dauða hennar haföi ekki borið að með þeim hætti sem dánarvottorðið frá Arizona hljóðaði upp á. Krufningin leiddi i ljós að leifar af kivi voru í hálsi líksins og fleira kom í ljós sem sannaði að Ijótur verknaður hafði verð framinn. Christine Black var handtekin og ákærð fyrir morð að yfirlögðu ráði. Nú var eftir að framselja hana til Arizona þar sem glæpurinn hafði verið framinn. Eftir nokkurra mánaða mála- flækjur var Christine Black send til Arizona þar sem ráttarhöld yfir henni hófust í apríl 1999. Rannsóknarlögreglumaður frá Orlando var viðstaddur réttarhöld- in. Hjá honum kom fram að Christine hafði verið spurð hvers QBSEBK vegna hún hefði myrt ömmu sína á svo kaldrifjaðan hátt. „Af reiði," var eina svarið sem fékkst um ástæðu morðsins. Cristine Black var fundin sek um morð af fyrstu gráðu, eins og það er kallað í Ameríku, en það þýðir morð að yfirlögðu ráði án þess að neinar málsbætur finnist. Hún var dæmt til 25 ára fangelsisvistar, lífs- tíðarfangelsins. Hún afplánar dóm- inn í fangelsi i Arizona þar sem hún framdi glæpinn. Vandamál forríku frúarinnar Hvers vegna leitaði hún á subbulegustu krár borgar- innar og umgengst þar úrköst þjóðfélagsins?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.