Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Síða 24
24 Helgarblað LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 DV Mest hötuðu táningar Bretlands Nú er búið að ákveða að sleppa þeim Robert Thompson og Jon Venables sem fyrir átta árum rændu hinum tveggja ára James Bulger úr verslunarmiðstöð og drápu hann við lestarteina. Málið er á allra vörum í Bretlandi og deilt er um hvort rétt sé að sleppa þeim. Þórunn Þorleifsdóttir kynnti sér málið. Tæp vika er liöin frá því að náðun- arnefnd úrskurðaði að þeir Robert Thompson og Jon Venables væru ekki hættulegir samfélaginu og yrði sleppt úr unglingafangelsi. Síðustu átta árin hafa þeir verið á deild fyrir afbrota- böm og unglinga og hefði Mannrétt- indadómstóllinn ekki gripið í taumana væru þessir átján ára menn á leiðinni í fangelsi fyrir fullorðna. Þeir hafa gengist undir meðferð og báðir segjast skilja hvað þeir hafi gert og sjá eftir því. Hugmyndin að ræna barni Þann 12. febrúar 1993 ákváðu þeir Robert og Jon að skrópa í skólanum og fara í Strand-verslunarmiðstöðina í Liverpool til að stela. Þeir stálu raf- hlöðum, blárri málningu, sælgæti og fleiru. Ekki er vitað hver átti hug- myndina að ræna barni en eftir eina misheppnaða tilraun til að hafa á brott með sér lítinn dreng sáu þeir James litla standa einan fyrir utan kjötbúð. Denise, móðir James, var inni að versla og þegar hún sneri sér Barátta Denise, móðir James, hefur barist gegn því að strákunum verði sleppt. við var drengurinn horfinn. Á spól- unni úr öryggismyndavél verslunar- miðstöðvarinnar mátti sjá Robert og Jon leiða drenginn út klukkan 15.42. Þeir fóra með James að skurði og lyftu honum upp og slepptu honum beint á höfuðið. Svo skildu þeir hann eftir hágrátandi en sneru þó aftur við og tóku hann með sér. Strákarnir ým- ist leiddu James eða báru hann þegar þeir gengu um fjölfarnar götur í Liverpool. Vegfarendur sem sáu þre- menningana héldu að þarna væru bræður að leika sér. Þeir gengu rúma þrjá kílómetra áður en þeir enduðu á lestarteinunum. Það er enn ekki vitað hvers vegna Jon og Robert ákváðu að drepa James. Var það af hræðslu við að nást sem þessir tíu ára drengir myrtu barnið? Eða langaði þá bara til að meiða það enn meira? Morðið átti sér stað einhvern tíma á bilinu 17.45 og 18.30 og byrjaði á því að þeir helltu málningu á andlit James og í vinstra auga hans. Þeir hentu múrsteinum og grjóti og lömdu hann með járnstöng. Þeir klæddu hann úr skóm og buxum og er talið að þeir hafi misnotað hann kynferðislega. Loks lögðu þeir lík hans á lestarteinana og huldu blæð- andi höfuð hans með múrsteinum. Þeir fóru áður en lestin kom. „Ég ætla aö lemja þessa stráka“ Eftir miðnætti fengu rannsóknar- lögreglumenn að horfa á myndböndin úr öryggismyndavélum verslunarmið- stöðvarinnar og sáu þá að þeir þurftu ekki að leita að fullorðnum barnaníð- ingi heidur tveimur bömum. Mynd- irnar voru síðan birtar í fjölmiðlum en þær vora óskýrar og ekki auðvelt að þekkja strákana aftur. Það voru fjórir strákar sem fundu lík James á járnbrautarteinunum tveim dögum eftir morðið. Aðkoman var ógeðfelld. Jon og Robert höfðu lagt James þvert yfir teinana þannig að líkið var í tveimur pörtum. Lögreglan fann um 60 sentímetra blóðuga jára- stöng, múrsteina og grjót með blóð- slettum á. Einnig fundust rafhlöður nálægt líkinu og átekin dós með blárri málningu. Syrgjendur héldu minningarstund um James við lestarteinana og Robert var meðal þeirra sem fóru þangað með blóm. Jon sýndi líka máiinu mikinn áhuga og spurði móður sína oft hvort búið væri að finna strákana. „Ef ég sé þessa stráka þá ætla ég að lemja þá,“ sagði hann. Það var ónafngreind kona sem benti lögreglunni á Jon Venables og Robert Thompson og þann 18. febrúar voru þeir sóttir heim og yfirheyrðir á sitt hvorri lög- reglustöðinni. Jon var lafhræddur og gat stundum ekki talað fyrir taugaóstyrk, en hann kenndi Robert um allt. Eftir langar og erfiðar yfir- heyrslur viðurkenndi hann loks sinn þátt í morðinu. Robert var hins vegar yfirvegaður og viðurkenndi ekkert. Hann sagði að Jon hafði hent múrsteinum í barnið og slegið það með járnstöng. Sjálfur sagðist hann hafa reynt að bjarga James. Hann sagöist hafa farið með blóm í minn- ingarathöfnina svo James myndi sjá að hann hugsaði til hans. Hann ótt- aðist að James myndi ganga aftur og ofsækja sig. Yfirheyrslumar stóðu í þrjá daga og réttarhöld voru sett í nóvember 1993. Réttlæti fyrir James? Robert og Jon voru kallaðir barn A og B i réttarhöldunum. Barn A (Robert) grét aldrei og virtist vera sama um hvað fram fór. Fjölmiðlar kölluðu hann kaldan og fólk hafði minni samúð með honum en með hinu tilfinninganæma barni B sem grét í gegnum öll réttarhöldin. Verj- UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í uppsteypu og fullnaðarfrágang vegna viðbyggingar (4. áfanga) við Foldaskóla. Verkið felst í uppsteypu og öllum frágangi innanhúss og utanhúss ásamt lóðarfrágan- gi. Einnig er um að ræða breytingar á hluta af eldra húsnæði skólans. Helstu magntölur eru: Steypumót: 6.500 m2 Steypa: 980 m3 Flísalögn újti: 350 m2 Léttir innveggir: 470 m2 Loftræsilagnir: 1.600 m Pípulagnir: 4.000 m Raflagnir, pípur: 3.600 m Hellur og malbik: 2.000 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 31. júlí 2001 kl. 11.00 á sama stað. BGD94/1 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í viðhald raflagna í 10 grunnskólum Reykjavíkur. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu okkar á kr. 1.000. Opnun tilboða: 25. júlí 2001 kl. 11.00 á sama stað. BGD95/1 INNKA UPASTOFNUN REYKJA VÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík-Sími 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang: isr^rhus.rvk.is andi Roberts reyndi að sýna fram á )aö að sanngjöra réttarhöld væru Jon Venables. N4RO A&SítX RbvfféN Dato /C' —at v/allatt Lafte Robert Thompson. Myrtur viö lestartelnana Sviösett mynd af strákunum aö leiða James viö lestarteinana þar sem þeir myrtu hann. ómöguleg þar sem fjölmiðlar í Bret- landi höfðu kallað strákana ómennsk skrímsli. Jon og Robert fylgdust ekki með réttarhöldunum heldur horfðu tómlega út í loftið og virtust ekki skilja það sem fram fór. Það var fyrst þegar upptökur af yfirheyrslunum voru spilaðar sem strákarnir lögðu við hlustir. Báðir vildu vita hvað hinn hafði sagt. Þeir voru fundnir sekir um morðið og dæmdir fyrst í átta ára fangelsi en því var svo breytt í tíu og loks í fimmtán ár. Um leið og nöfn sakborninganna voru birt þurftu for- eldrar þeirra að flýja undan árásum reiðs múgs og hafa nú tekið sér ný nöfn og búa í nágrenni við samastað drengjanna. Árið 1999 komst Mann- réttindadómstóllinn í Strassborg að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn mannréttindum strákanna og þeir fengu því að koma fyrir náðunar- nefnd sem ákvað að þeim yrði sleppt. Það er óhætt að segja að Robert og Jon séu mest hötuðu táningar Bret- lands og þeim hafa borist margar hót- anir. Öryggis þeirra vegna fá þeir því ný nöfn og^ kennitölur þegar þeim verður sleppt. Þeir verða undir stöð- ugu eftirliti og mega ekki hittast né fara til Liverpool. Við minnsta afbrot fara þeir umsvifalaust í fangelsi. Fjöl- miðlum hefur verið bannað að reyna að hafa upp á þeim en óttast er að eitt- hvað verði birt á Internetinu eða er- lendis sem gæti komið upp um dvalar- staði þeirra. Denise, móðir James, hefur stöðugt minnt á málið og hún kom af stað herferðinni Réttlæti fyr- ir James (Justice for James) þar sem hún berst gegn því að strákunum verði sleppt. Hún hvetur framtíðar- kærustur og vini tvlmenninganna að birta myndir af þeim á Netinu. Málið hefur vakið miklar umræður í Bret- landi og flestir virðast vera á móti því að drengjunum verði sleppt. Vinur Denise hélt því fram í hvassri blaða- grein nýlega að þeir hafi ekki hlotið neina refsingu heldur fengið rándýra menntun og þjónustu sérfræðinga sem öðrum lágstéttarunglingum sem aldrei hafa brotið af sér er ekki veitt. AOt þetta hefur vakið miklar deilur meðal almennings og í fjölmiðlum sem ekki síst snerta skoðanir á því hver sé tilgangur refsingar? Ef hann er hefnd þá ætti að láta Robert og Jon rotna í fangelsi. En ef refsing er til þess ætluð að koma í veg fyrir glæpi þá gæti þetta verið skref í rétta átt. En spurningin er ekki lengur hvort Ro- bert og Jon séu hættulegir samfélag- inu heldur hvort samfélagið sé hættu- legt þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.