Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Qupperneq 11
10 DV LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Pálli er einn í heiminum Bandaríkin hafa siglt hraðbyri frá Evrópu á þvi hálfa ári, sem liðið er frá valdatöku George W. Bush forseta. Stjórn hans fer í vaxandi mæli fram eins og Palli, sem var einn í heiminum. Hún hefur þegar hafnað sex íjölþjóða- samningum, sem Evrópa styður eindregið. Ráðamenn í Evrópu kvarta um, að samráð af hálfu Bandaríkjanna hafi lagzt niður við valdatöku Bush. Hann tilkynni einhliða, hvað hann hyggist gera og leyfi aðstoð- armönnum sinum að fara opinberlega háðulegum orðum um sjónarmið, sem fulltrúar Evrópu halda á lofti. Bandaríkin vilja ekki striðsglæpadómstól, af því að hann kynni að ákæra bandaríska ríkisborgara. Þau vilja ekki aðgerðir gegn loftmengun, af því að þær skerða svig- rúm bandariskra oliufélaga. Þau vilja ekki bann við jarð- sprengjum og eiturefnum vegna hagsmuna hersins. Þetta er ekki gamla einangrunarstefnan, sem rikti í Bandaríkjunum fram undir fyrri heimsstyrjöld og var síð- an endurvakin eftir hana, er Bandaríkin vildu ekki taka þátt í Þjóðabandalaginu, sem þeirra eigin forseti hafði efnt til. Þetta er ný og einhliða heimsvaldastefna. Bandarískir kjósendur hafa lítinn áhuga á kveinstöfum frá Evrópu. Hin nýja og einhliða heimsvaldastefna nýtur stuðnings heima fyrir, þótt menn skirrist enn við að taka orðið sér í munn. Bandaríkin telja sig einfaldlega vera himnaríki, sem sé hafið yfir fjölþjóðasamninga. Hin nýja Bandaríkjastjóm styðst við gamlar upplýsing- ar um, að Evrópa sé lélegur bandamaður, af því að þar sé hver höndin upp á móti annarri, þegar til kastanna komi. Þetta er ekki lengur fyllilega rétt, því að Evrópa hefur fet- að sig varlega í átt til aukinnar samræmingar. Enn er Evrópa hernaðarlegur dvergur, sem getur ekki tekið til hendinni í eigin bakgarði á Balkanskaga án þess að hafa Bandaríkin með í spilinu. En það spillir líka metn- aði og getu Bandaríkjanna sem heimsveldis að vilja alls ekki sjá blóð hermanna sinna í sjónvarpi. Bandaríkin geta ekki stjórnað heiminum með ógnunum úr lofti. Þau verða að lokum að heyja styrjaldir sínar á jörðu niðri, þar sem blóð rennur óhjákvæmilega. Þau munu seint og um síðir átta sig á, að það kostar eigin mannslíf að reka heimsvaldastefnu forsetans. Efnahagslega hafa Bandaríkin ekki forustu um þessar mundir, því að Evrópa er orðin stærri eining og vex ör- litlu hraðar en Bandaríkin. Því væri skynsamlegt fyrir Bandaríkin að vera í góðu samstarfi við Evrópu og taka tillit til ýmissa sjónarmiða, sem þar ríkja. Slíkt gerðu allir forsetar Bandaríkjanna á síðustu ára- tugum, þar á meðal faðir núverandi forseta. Nýja, einhliða heimsvaldastefnan í Bandaríkjunum er róttækt fráhvarf frá þeirri stefnu og virðist helzt hugsuð sem leið til að afla forsetanum vinsælda bandarískra sérstöðusinna. Sennilegt er, að vikið verði frá þessari stefnu eftir fjög- ur ár, þegar nýr forseti tekur við. Ekki er víst, að sam- skipti Evrópu og Bandaríkjanna skaðist varanlega, þegar litið er til lengri tíma, til dæmis til áratugarins i heild. En skammtímaáhrifin eru óneitanlega óhagstæð. Nýlegar skoðanakannanir um gervalla Evrópu sýna mikla og eindregna andstöðu evrópskra kjósenda við Bush Bandaríkjaforseta og mörg helztu stefnumið hans. Þær hvetja ráðamenn í Evrópu til að stinga við fótum og hindra framgang heimsvaldastefnunnar. Meðan Palli er einn í heiminum á forsetastóli Banda- rikjanna verða erfið samskiptin yfir Atlantshafið, þar á meðal fyrir þjóðir, sem vanar eru að tvístíga. Jónas Kristjánsson Þögull söngfugl ÉReynir Traustason fcy* ritstjórnarfulltrúi Laugardagspistill „Þú manst svo umfram allt að vera þægur í skólanum. Mennt er máttur og nú ríður á að spjara sig og vera fjölskyldunni til fyrirmyndar," sagði húsbóndinn og annað tveggja höfuða fjölskvldunnar, við barnið sem nú lagði leið sína í skólann í fyrsta sinni. Barnið horfði stórum blágráum augum á fóður sinn og spurði síðan af einlægni þess er þekkir ekki þann lygavef sem gjarn- an er fléttaður um fortíð og nútíð: „Pabbi, varst þú ekki alltaf stilltur í skólanum?" Faðirinn varð eitt augnablik kjaft- stopp. Hans fortíð var ekki til um- ræðu og síst átti hann von á því að fá óþægilegar spurningar þar sem hann lagði drengnum þær lífsreglur sem duga skyldu honum til þess að ná hæstu gráðu í menntun á því sviði sem hann sjálfur kysi sér. Fað- irinn reyndi því að slá á óseðjandi forvitni barnsins með því að lýsa lauslega örfáum sólskinsdögum í skólanum. „Mér gekk alltaf vel í landafræði," sagði hann. Barnunganum hafði verið kennt aö sækja hinu réttu svör og hann horfði stíft á fóður sinn og spurði enn: „Varstu stilltur í skólanum?" Hugur mannsins reikaði aftur um nokkra áratugi. Hann reyndi að finna staðfestingu þess að hann hefði verið stilltur þó ekki væri nema einu sinni eða tvisvar. Hvern- ig sem hann hugsaði fann hann ekki nein sérstök tilvik þar sem hann hefði borið af í hópi skólafélaga sinna fyrir sakir yfirvegunar og stillingar. Þvert á móti reis hver minningin af fætur annarri sem ekki hentuðu til þess að kenna ung- um skólapilti hinar réttu lífsreglur. Hann mundi þó til þess að hafa alltaf verið stundvís og ákvað að flagga því í þeirri von að barnið hætti þess- um leiðindaspurningum. Hann ræskti sig: „Ég mætti afskaplega vel i skólann." Barnið gaf sig ekki og sagðist ekki vera að spyrja um mætingar heldur hegðun. „Varstu stilltur eða ekki?“ endurtók hann og fór verulega i taugarnar á fóðurnum. Undir augna- ráði sonar síns gaf hann sig á vald minningunum. Faðirinn hafði á námsárunum orð á sér fyrir að vera fyrirferðarmikill og fara eigin leiðir sem oftar en ekki voru öfugum meg- in við þær einstefnugötur sem skóla- yfirvöld kortlögðu. Honum var lífs- ins ómögulegt að vera kyrr. Á stund- um var honum vísað úr tímum fyrir að geta ekki setið stilltur og prúöur. Svo langt gekk að hann var ómak- lega sakaður um að vera með njálg en þær glósur mörkuðu mjög barns- sálina. Einkunnabók hans var með skrautlegra móti enda virtist sem svo að kennarar hans þyrftu sífellt að vera tjá sig um hina og þessa at- burði sem nemandanum sjálfum fundust léttvægir. Á endanum náði hann að telja foreldrum sínum trú um að athugasemdir kennaranna væru óréttmætar og þeir væru með hann á heilanum sem brytist út í skriflegum ofsóknum. Söngtíminn í þeim skóla sem fóstraði hann í æsku var sá siður viðhafður að á slaginu klukkan átta á hverjum morgni stóðu öll skólabörnin tein- rétt á ganginum og sungu þjóðsöng- inn. Skólastjórinn var forsöngvarinn og hugmyndafræðin að baki söngs- ins var að sjálfsögðu sú að vekja þjóðerniskennd hjá börnunum, auk þess að vekja þau almennt. Drengur- inn var ekki söngelskur að öðru leyti en þvi að hann hafði gaman af því að raula bítlalög. Þó fann hann eldmóðinn svella í brjósti sér þar sem hundrað mjóar raddir og einn bassi kyrjuðu Ó, Guð vors lands. Það var gott að vera íslendingur og hann tók undir. í skólanum var oftar sungið þvi söngtímar voru hluti af námsskránni. Hann var minna fyrir að syngja um dverga í fjallasal eða Þyrnirós sem svaf í eina öld. Á söng- skrá hans voru aðeins Bítlalög og sjálfur þjóðsöngurinn. Hann mætti að sjálfsögðu í söngtímana, enda óhugsandi að skrópa. Þar kom hann sér upp þeirri tækni að hreyfa var- irnar án þess að gefa frá sér hljóð. í seinni tíð er þessi list kölluð að „mæma“. Hijómsveitir sem slampast í gegnum það að syngja og leika inn á plötu en treysta sér ekki til að syngja og spila á sviði mæma gjarn- an þar sem meðlimirnir ástunda lát- bragðsleik við undir- leik af geisladiski. Söngtímamir voru framan af friðsamir og fagr- ar barnaraddir fylltu skólastofuna þannig að þeir sem áttu leið hjá stöldr- uðu gjarnan við og táruðust und- ir englasöngn- um. Meðal þeirra sem vikn- uðu voru ætt- menni drengs- ins unga. For- eldrar hans höfðu gjarnan orð á hinum undurfagra söng þegar; hann kom heim. Hann vildi ekki særa þau með því að upplýsa að hans strengur væri ekki hluti af þeirri hörpu sem þarna gaf frá sér hiná hreinu tóna. Hann hélt áfram að mæma og tók hrósinu í þögn og með örlitlu sam- viskubiti. Svo gerðist það að fleiri fóru að haga sér eins og sleppa und- an söngnum. Þetta þoldi hann illa og hann sá fyrir sér að ef allir mæmuðu þá yrði þögn og hann þá hugsanlega neyddur til að syngja um héraskinn og Þyrnirósu, að' ónefndum fjallasalnum. Sápukúlur Þannig háttaði til að nemendurnir mynduðu hóp í kringum pianóið. Strákurinn hafði komið sér fyrir á jaðrinum þar sem hann var eins langt utan sjónlínu kennarans og Breytinga er þörf Atgangur sá sem staðið hefur um heilbrigðiseftirlitið á Suðurlandi í nærfellt tvö ár sýnir ljóslega að þar er breytinga þörf. Þegar opinberir embættismenn fá ekki frið til að beina öllum starfskröftum sínum að svo mikilvægum málaflokki sem heil- brigðiseftirlit er þurfa viðkomandi ráðuneyti og stofnanir að grípa inn í. Annað er óviðunandi. Langvarandi átök Heilbrigðis- nefndar Suðurlands og Heilbrigðiseft- irlits Suðurlands má rekja til heim- sóknar heilbrigðisfulltrúanna að kjúklingabúinu á Ásmundarstöðum sem Reykjagarður á Hellu hefur rek- ið. Þar hafði mest mælst 80 prósent campylobactermengun. Heilbrigðis- fulltrúarnir vildu virkt eftirlit og gagngerar umbætur. Þeir vildu að neytendur væru upplýstir um hvað þeir væru að kaupa. Þar gengu þeir á vegg. Heilbrigðisnefndin, með Guðmund Inga Gunnlaugsson, sveitarstjóra á Hellu, í fararbroddi, lagðist eindregið gegn því að fjallað væri um campylobactermengun í einu stærsta kjúklingabúi landsins opinberlega. Síðar lagðist hún gegn því að fjallaö væri um slæmt ástand neysluvatns í Biskupstungum. Hún lagðist einnig gegn því að fjallað væri um umgengn- ismál í tengslum við „Fegurri sveitir 2000“. Loks lagðist hún gegn því að heilbrigðisfulltrúarnir mættu yfir- höfuð tjá sig við fjölmiðla. Slagorðið „Hreint Suðurland - hreinar sunn- lenskar afurðir" virkar eins og brandari á heimasíðu nefndarinnar í ljósi undangenginna atburða. Báðum megin við borðið Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er rekið af sunnlenskum sveitarfélög- um. Forráðamenn þeirra vilja halda uppi öflugu atvinnulífi. Það kemur illa við þá ef t.d. matvælafyrirtæki í ríki þeirra eru gagnrýnd fyrir slæ- lega umgengni og skort á hreinlæti, svo ekki sé talað um sjúkdómavald- andi mengun. Það getur nærri hver staða forráðamannanna er ef þeir sitja í heilbrigðisnefnd, sem er yfir- boðari heilbrigðiseftirlitsins. Enda hefur það komið á daginn á Suður- landi að harkalegir árekstrar hafa orðið vegna hagsmunagæslu í héraði annars vegar og virks heilbrigðiseft- irlits hins vegar. Núverandi formað- ur nefndarinnar hefur sagt við DV um „Reykjagarðsmálið" að „ekki síst“ yrði að passa sig á því að sá sem væri fjallaö um yrði ekki fyrir „stór- felldu tjóni“. Hann minntist ekki á tjón samfélagsins upp á hundruð milljóna vegna fjölda campylobacter- sýkinga í neytendum. LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 11 Skoðun ósvífni hinna þöglu félaga sinna, sem ruddust inn á hans svið, ákvað hann að grípa til aðgerða. Framan af reyndi hann að gefa nærstöddum olnboga- skot en sökudólgarnir héldu sínu striki. Svo rann upp sá söngtími að honum var nóg boðið. Við hlið hans var stór rumur sem mæmaði nú eins og vitlaus maður á meðan fylgitónar Hamraborgarinnar fylltu stofuna. Fé- laginn gapti i þögn svo ógurlega að sást ofan í kok. Drengurinn leitaði ákaft lausna á vandanum. Að baki hans var handlaug og á henni var sápa. í þögulli reiði og hefnigirni teygði hann sig í sápuna og stakk henni ákveðið upp í ruminn sem skellti saman gómum og klippti sápuna í sundur. Munnur hans laukst aftur upp og úr barka hans barst ösk- ur sem var allt að því ómennskt. Kór- inn og kennarinn fóru samtímis út af laginu og þeim opinmynnta svelgdist á og hann ýmist hrækti sápuspæni eða blés sápukúlum sem svifu um stofuna og sprungu. Algjört uppnám var í bekknum og þegar síðasta sápu- kúlan var sprungin hófust vitnaleiðsl- ur. Rumurinn fékk málið og við sak- bendingu benti hann á hinn þögla söngfugl. Rekistefnan sem varð í kjöl- far söngtímans var óþægileg, bæði drengnum og foreldrum hans. Hann varð að lofa því að víkka út söngsvið sitt og hætta að mæma. Hann valdi þann kost frekar en vera rekinn tíma- bundið úr skóla. Mæmaö á ný Fyrsta skóladaginn fylgdi faðirinn með fortiðina syni sínum til skóla. Drengurinn var enn að biðja um fal- legar sögur frá skólagöngu pabbans sem enn hafði ekki fundið sögu sem hentað gæti til uppbyggingar. Hann sagði barninu frá þjóðsöngnum en lét annarra söngtíma ógetið. Þá ákvað hann að hrista af sér spurningarnar. Eiginkona hans og móðir drengsins var einstaklega kyrrlát og yflrveguð. Á samleið þeirra hafði hún annað veifið lýst skólagöngu sinni sem ein- staklega sléttri og felldri. Konan hafði að eigin sögn alltaf fylgt reglum og ekki mundi hún eitt dæmi um að hún hefði staðið að uppreisn í skóla sín- um. Maðurinn dáði mjög konu sína og þegar hann lét hugann reika til baka sá hann fyrir sér einstaklega settlega skólastúlku með fléttur, rauðan skúf í peysu. Þegar sonur hans ýjaði enn að skóla- sögum leit hann ábúðar- fullur á hann. „Talaðu við mömmu þína um þessi mál. Skólamálin eru hennar deild.“ Hann hugsaði með sér hve snilldarleg tæklun hefði átt sér stað á vandamálinu. Hann gat ekki logið að barninu um skólagöngu sína og gat auðvitað ekki heldur sagt sannleikann. Strákurinn fengi nú verðuga fyrirmynd. Hann raulaði lagstúf fyrir munni sér en barnið greip fyrir eyrun. „Æi, pabbi, hættu þessi gauli,“ sagði barnið og all- ur harmur æsku hans braust fram. Hann hætti umsvifalaust að syngja. hægt var. Við hlið hans voru félagar hans sem framan af vetri sungu hver með sínu nefi. Beint framan við kennarann stóðu fyrirmyndarnem- endurnir sem flestir voru stúlkur. Þegar söngvararnir á jaðrinum þögn- uðu einn af öðrum fann hann að í óefni stefndi. 1 reiði sinni vegna Úr barka hans barst ösk- ur sem var allt að því ómennskt. Kórinn og kennarinn fóru samtímis og þeim op- svelgdist á og t hrœkti sápu- blés sápukúl- sem svifu um stofuna og sprungu. Margir viðmælendur DV, þar á meðal sveitarstjórnarmenn á Suður- landi, hafa bent á nauðsyn þess að „Um þetta snýst barátta heilbrigðisfulltrúanna í hnotskurn, virkt heil- brigðiseftirlit, neytenda- vernd og tjáningarfrelsi. “ taka heilbrigðiseftirlitið og þar með starfsmannamál úr höndum heilbrigð- isnefndarinnar og setja undir ríkið. Þar með geti heilbrigðiseftirlitið starf- að óháð hagsmunum einstakra sveit- arstjórna. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra hefur sett fram þá hugmynd að færa allt matvælaeftirlit í landinu á eina hendi í landbúnaðar- og mat- vælaráðuneyti. Þá væri allt undir ein- um hatti, yflrdýralæknir, heilbrigðis- eftirlit og HoOustuvernd. Ekki leikur vafi á að slíkt kerfi yrði miklu skil- virkara heldur en það sem nú er við lýði. Mikill árangur Enda þótt heilbrigðisfuUtrúarnir á Suðurlandi hafi ekki fengið starfsfrið síðustu tvö árin hafa þeir fengið miklu áorkað. Þrátt fyrir að þeir hafl þurft að mæta í yfirheyrslur hjá lög- reglu og viðtöl í umhverfisráöuneyti að undirlagi heObrigðisnefndarinnar, svara ítrekuðum bréfum hennar og ávirðingum, starfa við sifeUt áreiti hennar, þá hafa þeir komið ýmsu til leiðar. Umræðan um þá vágesti sem campylobacter og salmonella eru opn- aðist vegna baráttu þeirra tU að fá að koma upplýsingum til neytenda. Um- ræðan átti stóran þátt í því að kjúklingabændur vönduðu sig. Það var allra hagur, því enginn neytandi kaupir vöru sem kemur úr sýktu búi. Um þetta snýst barátta heilbrigðisfuU- trúanna í hnotskurn, virkt heilbrigð- iseftirlit, neytendavernd og tjáningar- frelsi. Stjórnsýsla og pólitík Nú hefur Davíð Oddsson tjáð sig í tvígang um Kárahnjúkamálið, fyrst í „Skriðuklaustursræðunni", sem ein- hver kaUaði svo og flutt var í ríkis- sjónvarpið, og síðan í sérstakri „stjórnarráðsræöu" sem flutt var á Stöð 2 í fyrrakvöld. í stjórnarráðsræð- unni ítrekaði Davíð aUt það sem hann hafði sagt á Skriðuklaustri og bætti við athyglisverðum skýringum. For- sætisráðherra telur að Skipulagsstofn- un hafl ekki einvörðungu verið hlut- dræg í umfjöllun sinni um mats- skýrslu Landsvirkjunar heldur hafi hún beinlínis brotið lög. Það sæi hann í hendi sér sem lögfræðingur og það ættu menn að geta séð, jafnvel þótt þeir væru ekki lögfræðingar. Hins vegar sagði hann líka að hann teldi óeðlilegt að fara að tjá sig meira um þessi lögbrot á meðan málið væri í kærumeðferð. Þetta er merkileg nið- urstaða því ef það er ekki viðeigandi að forsætisráðherra tjái sig um hvaða lögbrot verið er að fremja hvernig get- ur það þá verið viðeigandi að hann sé yfirleitt að tjá sig um að hann telji að verið sé að fremja lögbrot?! Þessi málatilbúnaður gengur iUa upp og sennilega veit forsætisráðherra sjálf- ur að þessi málatilbúnaður er með því veikara sem frá honum hefur komið og að hann er að gefa á sér höggstað með honum. Stimplað sem lögbrot Nú er það náttúrlega rétt hjá Davíð að málið er enn í kærumeðferð og sá hluti ummæla hans sem snýr að því að óeðlUegt sé að hann tUgreini sér- stakar lögfræðilegar ástæður fyrir skoðunum sínum er fuUkomlega eðli- legur. Það er hins vegar óeðlUegt, eða að minnsta kosti óheppUegt, að hann sem löglærður forsætisráðherra sé að stimpla málið sem lögbrot. Slíkt eru í rauninni stjórnsýsluleg og tæknileg afskipti æðsta manns framkvæmda- valdsins af máli sem er stjórnsýslu- lega séð á ábyrgð annars ráðherra, umhverfisráðherra. Á hinn bóginn liggur fyrir að málið er líka pólitískt stórmál og því er ekki óeðlUegt að Davíð hafi á því almenna pólitíska skoðun, enda er jú yfirlýst stefna rík- isstjórnarinnar að byggja Kára- hnjúkavirkjun og fyrr mætti nú vera ef sjálfur forsætisráðherra mætti ekki tala fyrir þeirri stefnu. Hann hlýtur því að geta fjahað um úrskurð skipu- lagasstjóra undir pólitískum for- merkjum með almennum hætti og undrast eins og hann viU á þvi hve stjórnarandstaðan var snögg að lesa hann og móta sér skoðanir. Hann get- ur jafnvel látið uppi þá skoðun að honum finnist úrskurðurinn almennt hlutdrægur - eins og hann gerði í stjórnarráðsræðunni - en hann fór hins vegar yfir strikið þegar hann blandaði lögfræðinni í málið. Kára- hnjúkamálið er nefnilega í eðli sínu tvíþætt og báðir hlutar þess eru í gangi samtímis. Annars vegar er það pólitíska hitamálið og svo er hins veg- ar í gangi lögformlegur kæruferiU sem á eftir að fara til umhverfisráð- herra til stjórnsýslulegs úrskurðar. Faglegt og pólitískt Vitaskuld tengjast þessir þættir og enginn getur í raun ætlast til þess að pólitískur ráðherra geti IjaUað með fullkomlega ópólitískum hætti um úr- skurðinn þegar þar að kemur, ekki frekar en hægt er að tala um það að úrskurður Skipulagsstofnunar sé í eðli sínu ópólitískur. Allar ákvarðan- ir og allir úrskurðir hljóta að taka mið af þeirri hugmyndafræði og við- horfum sem sá sem úrskurðar byggir á. Þannig gæti pólitískur umhverfis- ráðherra feUt fullkomlega eðlUegan og faglegan úrskurð sem gengi gegn úr- skurði Skipulagsstofnunar einfaldlega vegna þess að sjónarhomið er annað og nýjar upplýsingar liggja fyrir. Til þess er jú málskotsrétturinn til ráð- herra settur inn í lögin. Sá sem þess- ar línur ritar hefur áður bent á það hér á þessum vettvangi að úrskurður Skipulagsstofnunar er í raun stórpóli- tískur þó hann geti jafnframt talist vera fuUkomlega faglegur. Varúðar- reglan sem þar er beitt er í eðli sínu pólitísk afstaða, en það er jafnframt pólitísk afstaða sem bundin var í lög í fyrra, og nú reynir einfaldlega á túlk- un þessara laga. En þótt óhjákvæmi- lega séu margir snertifletir miUi hinn- ar lögformlegu og stjórnsýslulegu hliðar málsins og málsins sem póli- tísks hitamáls er ekki þar með sagt að menn verði ekki að leitast við að halda þessu tvennu aðskUdu. Geri menn það ekki er einfaldlega verið að gengisfeUa aUa stjórnsýslu og sérstak- lega það stjórnsýsluferli sem tengist kærum varðandi mat á umhverfis- áhrifum. Telji stjórnvöld að lögin um umhverfismat séu á einhvern hátt gölluð og virki ekki í samræmi við pólitískan meirihlutavUja þjóðarinn- ar er miklu hreinlegra að breyta lög- unum en að vera að sveigja þau til með pólitískum þjösnaskap. Umræðan Spyrja má líka hvort það spiUi ekki fyrir hinni pólitísku umræðu að menn blandi þessum málum mikið saman. Ljóst er af viðbrögðunum við ummælum Davíðs að stjórnarand- stæðingar benda réttUega á að staða Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra sem stjórnsýsluvalds sé veik þegar forsætisráðherrann í rík- isstjórninni sem hún situr í hafi lýst þvi yfir að úrskurður skipulagsstjóra fari á svig við lög. TU viðbótar þessari stjómsýslulegu gagnrýni forsætisráð- herra kemur pólitískur þrýstingur frá flokkssystkinum umhverfisráðherrra, en bæði HaUdór Ásgrímsson, formað- ur Framsóknarflokks, og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hafa verið með miklar yfirlýsingar í mál- inu. Þó að þeirra ræður hafi fyrst og fremst snúist um pólitískt mat á úr- skurði skipulagsstjóra, en ekki stjórn- sýslulegt eða lögfæðilegt mat eins og hjá forsætisráðherra, þá er þar óneit- anlega líka bein gagnrýni á úrskurð- inn sjálfan. Fyrir vikið beinist hin pólitíska umræða að stjórnsýslulegum þáttum og stjórnsýsla og pólitík renna saman í eitt. Hin pólitiska umræða hættir þá að snúast um kosti og gaUa Kárahnjúkavirkjunar og möguleika íslendinga í virkjunar- og atvinnumál- um og fer að verða umræða um stjórn- sýslu og lagatæknUeg atriði, rétt eins og umræðan um Eyjabakka snerist á köflum minnst um kosti og gaUa fram- kvæmdanna sjálfra heldur um ágæti þess að fara í framkvæmd án um- hverfismats á grundveUi gamals virkj- unarleyfis. Skipt um hest? Þess vegna er það merkilegt að sjálfur forsætisráðherra skuli hafa forgöngu um að koma umræðunni i þennan blandaða farveg og vekur í raun nokkra furðu því það þjónar í raun ekki hagsmunum hans sem virkjunarsinna. Þvert á móti hefur hann nú gert umhverfisráðherra sín- um stjórnsýslulega eftirleikinn mun erfiðari en eUa og gefiö pólitískum andstæðingum færi á að draga hæfi hans í efa í þessu máli. Pólitískt hefur hann ekkert unnið. Stjórnarráðsræða Davíðs í fyrradag, þar sem hann segir ekki við hæfi að útlista frekar meint lögbrot Skipulagsstofnunar, bendir tfl að hann sjái sjálfur að það var mál- stað hans ekki til framdráttar að blanda í umræðuna þessum ásökun- um um lögbrot. Það gæti líka verið skýringin á því að forsætisráðherr- ann lætur frá sér fara þessa sérkenni- legu yfirlýsingu um að það sé viðeig- andi að saka Skipulagsstofnun um lögbrot á meðan úrskurður hennar er í kæruferli, en að það sé ekki viðeig- andi að segja í hverju lögbrotið felist á meðan málið sé í kæruferli. Það geta jú komið upp skrýtnar stöður ef menn lenda í því að skipta um hest í miðju straumvatni. En spurningin er bara sú hvort það sé ekki of seint að skipta um hest og reyna að halda pólitíkinni og stjórnsýslunni aðgreindum. Skað- inn sé skeður og þetta haustið í það minnsta muni menn grauta öllu sam- an og setja samasemmerki milli póli- tíkur og stjórnsýslu. Telji stjómvöld að lögin um umhverfismat séu á einhvern hátt gölluð og virki ekki í samrœmi við pólitískan meirihluta- vilja þjóðarinnar er miklu hreinlegra að breyta lögunum en að vera að sveigja þau til með þjösnaskap.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.