Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Síða 21
21
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001_________________________________________
X>v _____________________________________________ Helgarblað
Framlag íslands
„Þau voru svo flott aö ég var gráti
næst af þjóöarstolti og óþolandi þaö
sem eftir liföi kvölds því mér fannst
enginn standast samanburö viö
landann. “
örskamma tíma og sýnir að allt er
hægt ef vilji og brennandi áhugi eru
fyrir hendi.
Breikið er best
Að öðru ólöstuðu varð ég hrifnust
af breikdansinum og söngleikjasöngn-
um. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað
krakkarnir gátu gert við líkamann á
sér í breikinu og hvernig þetta varð á
endanum keppni á milli fárra út-
valdra. Söngleikjasönghópurinn tók
lög úr West Side Story, Oliver Twist
og Les Miserables þannig að gæsahúð-
in hvarf aldrei alveg af handleggjun-
um. Þau enduðu á titillaginu úr kvik-
myndinni Fame og þá kom djassdans-
hópurinn og dansaði með og það fór
um mig unglingahrollur enda var ég
14 ára þegar sú frábæra mynd var
frumsýnd!
Hvaða vandamál?
Mér til mikillar furðu gekk alltaf
öll tækni og allt skipulag eins og í
sögu. Hin klassíska setning „tæknin
er eitthvað að stríða okkur“ var aldrei
notuð í sirkustjaldinu í Karlstad. En
allt tæknifólk var eins og þátttakend-
ur afskaplega ungt. Það voru kynn-
arnir tveir líka, Mari og Rasmus, hún
leikkona og hann tónlistarmaður,
bæði sænsk og alveg pottþétt. Þau
voru sniðug og skemmtUeg með stutt
„skjets" á milli atriða þegar þurfti að
flytja míkrófóna, stilla upp dóti eða
taka það niður aftur. Þó að ýmsar
upplýsingar sem maður er vanur að fá
á listviðburðum - eins og hvað sé ver-
ið að spila og eftir hvern - hafi sárlega
vantað var nóg af öðrum heimildum
um hátíðina. Bæði var verið að vinna
að heimildarkvikmynd alia dagana,
og var fyrsti hluti hennar sýndur á
laugardagskvöldið, og á hverjum degi
var gefið út lítið dagblað með fréttum
gærdagsins úr listsmiðjunum og af
sviðinu og slúðrað um hverjir væru
orðnir skotnir i hverjum o.s.frv.
Einnig var alltaf spurning dagsins
(það er víða vinsælt), og á baksíðunni
voru skilaboð sem þátttakendur gátu
sent ritstjórninni og hún valdi síðan
úr og birti. í fimmtudagsblaðinu voru
þessi skilaboð á baksíðunni: ERU TIL
SMOKKAR SEM ÉG GET FENGIÐ
LÁNADA? í sviga fyrir neðan skrifar
ritstjórnin: „(Ef við eigum að vera
hreinskilin þá höfum við ekki hug-
mynd um hvað þetta þýðir en náinn
vinur ritstjórnarinnar hefur þýtt
þetta svona: Veiðistöngin er úti í
gar-ði, sæktu hana).“ Ungur húmor!
Öll dýrin í skóginum eru vinir
Ég fór til Karlstad beint úr versl-
unarmannahelgarhrjáðu landi þar
sem allar umræður snerust um
nauðganir og annað ofbeldi og þau
sjónarmið virtust vera ríkjandi,
a.m.k. hjá einhverjum forsvars-
mönnum útihátíða, að svoleiðis sé
óhjákvæmilegt þegar unglingar
safnast saman. Þess vegna var svo
yndislegt að upplifa listahátíðina
Ung i norden þar sem ekkert leiðin-
legt gerðist - öll dýrin í skóginum
voru vinir, eins og skáldið sagði.
Þau þurftu að vísu að fara eftir
tveimur reglum var mér sagt. Þau
Flottir breikarar
„Mér fannst ótrúiegt aö sjá hvaö krakkarnir gátu gert viö líkamann á sér í breikinu og hvernig þetta varö
á endanum keppni á milli fárra útvaldra. “
þurftu að mæta á réttum tíma og
þau máttu ekki drekka. Þessum
reglum fóru allir eftir. Þannig að
þetta er líka hægt. Meira að segja
höfðu íbúar Karlstad ekkert nema
gott um það að segja að litli bærinn
þeirra fylltist af norrænum ungling-
um af öllum stærðum og gerðum.
Það var eitthvað alveg lífsauk-
andi að vera þama, og maður varð
að hafa sig allan við til að verða
ekki hálfheilagur yfir því hvað allt
var gott og skemmtilegt. Enda sögðu
íslensku þátttakendumir mér að
þetta hefði verið „alveg æðislegt".
Þau vildu alls ekki fara heim og
einn ungur maður gekk svo langt að
segja að þetta hefðu verið bestu dag-
ar lífs hans! Ég hlakka til þegar Ung
i Norden kemur til íslands og ég öf-
unda þá unglinga sem fá að vera
með. Ég hef aldrei óskað þess að
verða unglingur aftur fyrr en í Karl-
stad eina helgi í ágúst 2001.
DV, Karlstad: Sif Gunnarsdóttir
Fame í Norden
„Þau enduöu á titillaginu úr kvikmyndinni Fame og þá kom djassdanshópur-
inn og dansaöi meö og þaö fór um mig unglingahrollur enda var ég 14 ára
þegar sú frábæra mynd var frumsýnd!“
Miðasölusími: 568 8000
BORGARLEIKHUSIÐ
fSLENSKA LEIKHÚSGRÚPPAN
36-JOÖOO
“ \
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR OG
fSLENSKA LEIKHÚSGRÚPPAN KYNNA:
ÞU TÁRAST AF HLATRI!
YFIR 6000 MANNS
HAFA SÉÐ:
í borgarleikhúsinu
SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU 25. ÁGÚST
Á SPRENGHLÆGILEGASTA GAMANLEIKRITI ÁRSINS.
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX!!!!!!!!!!!!!