Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Page 27
27 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 JPV__________________________________________________________________________________________________Helgarblað „Klám er einfaldlega úti um allt í þessu landi. Á landamœrum Austurrik- is og Þýskalands standa ferðalöngum til boða fleiri hóruhús en barir. Þar er því gert út á kyn- lífsferðir frá ríku ná- grannarikjunum. í Prag ganga vœndishúsin und- ir nafninu nœturklúbbar eða herraklúbbar. Þá er að finna í öllum hverf- um borgarinnar. Einnig ber mikið á erótískum verslunum sem oft á tíð- um hafa margbreytta þjónustu að bjóða. “ Búdapest, „Hollywood" fulloröinsmyndanna Spánska fyrirtækið Privat Media Group Inc. notar aðallega Búdapest við framleiðslu fullorð- insmynda sinna. Auk þess að framleiða myndbönd og DVD dreifa þeir einnig efni gegnum vefsíðu sína, PrivateCinema.com. „Öll sú tækniþekking og tækja- kostur sem er til staðar i Búda- pest gerir hana að Hollywood klámmyndanna," segir talsmaður spánska fyrirtækisins, Raymond Duck, og bætir við að Tékkland sé aðallega notað þegar mynda þarf á fallegum stöðum. Fyrir kvikmyndaunnendur má þess geta að þessar vikurnar eru þeir að taka upp framtíðar klámmynd- ina, Virtualia 3, í gotneskum kastala í Suður-Tékklandi. Það blæs því byrlega fyrir Tékka hvað klámið varðar og ekki er líklegt að eftirsókn í fallegar stúlkur í ævintýrahöllum og köstulum minnki. Allavega ekki meðan þeir hafa þær til hóflegrar leigu og viljugar ófeimnar bó- hemískar blómarósir halda aftur af launakröfunum sínum. Jón Benjamín Einarsson DV, Prag neskar stúlkur hefur aukist árlega um 50%. Aðalsölumarkaðurinn eru bandarísk netfyrirtæki." Berbrjóstakvöldin vinsælu Til að fullnægja eftirspurninni á dökk- eða ljósbláum myndum starfa 15 módelþjónustur eins og Helena rekur í Prag. Hún telur að um 5000 stúlkur hafi atvinnu sína að meira eða minna leyti í gegnum þessar módelskrifstofur. Og atvinnutæki- færin eru margs konar. Algengt er að barir og billjard-búllur haldi svokölluð berbrjóstakvöld, ýmist eitt eða fleiri á viku. Þá leigja þeir ungar þjónustustúlkur frá módel- þjónustunum til að gleðja viðskipta- vini sína. Ef stúlkurnar sjálfar eru spurðar um ástæðu atvinnuvals síns er svar- ið undantekningarlaust: Vegna pen- inga. Viðskiptafræðineminn Radka er eingöngu í ljósbláa iðnaðinum til að íjármagna skólagöngu sína. Hún getur með tveggja tíma vinnu þénað álíka mikið og meðal-Tékki gerir á viku og ef hún skiptir yfir í dökk- bláar stellingar getur hún tvöfaldað launin sín. Nekt á almannafæri Þessi stúlka striplast á aimarmafæri í Prag. Tilgangurinn er að framieiöa djarfar myndir til sölu. löngum til boða fleiri hóruhús en barir. Þar er því gert út á kynlífs- ferðir frá ríku nágrannaríkjunum. í Prag ganga vændishúsin undir nafninu næturklúbbar eða herra- klúbbar. Þá er að finna í öllum hverfum borgarinnar. Einnig ber mikið á erótískum verslunum sem oft á tíðum hafa margbreytta þjón- ustu að bjóða. Þessir staðir allir auglýsa sig blygðunarlaust með áberandi neonskiltum, bæklingum og dreifiritum. „Það eru að minnsta kosti 1000 vændishús í Prag,“ segir Jan Eisler, meðeigandi Escort.cz, sem er leitar- og þjónustuvefur fyrir 170 fylgdar- þjónustur, hóruhús og einkaklúbba í og umhverfis Prag. Þessar þjónust- ur bjóða allt frá þreyttum, ódýrum húsmæðrum upp í starfandi fyrir- sætur tískuheimsins. Blautleg 12 tíma skemmtun með tékkneskri feg- urðardís getur kostað yfir 1000 Bandaríkjadali. Tíminn er þó samn- ingsatriði og ef vasarnir og visa- kortið þola meira geta ferðamenn dögum saman slegið um sig á kaffi- húsum bæjarins með „boðlegum" kvenmanni. Escort.cz rekur einnig ókeypis „gleðibanka" þar sem vænt- anlegir viðskiptavinir geta flett upp myndum af stúlkum. Þar má fá upp- lýsingar um verð og gæði vörunnar, til að mynda vog og mál, auk annars sem minna máli skiptir. Stúlkurnar greiða mánaðargjald fyrir mynd sína og Jan Eisler segir það kapps- mál sitt að upplýsingarnar séu í samræmi við raunveruleikann. Þannig getur viðskiptavinur, sem telur sig hafa keypt köttinn í sekkn- um (miðað við upplýsingar vefsins). komið fram kvörtunum sínum. Þetta er að hans sögn einstök þjón- ústa, miðað við sams konar vefi. Skilgreining á klámi óljós Tékkneskt lagaumhverfi er einnig afar vingjarnlegt í garð þess- arar starfsemi. Jiri Dastych, sem vinnur í tölvuglæpadeild lögregl- unnar, segir erfitt að hafa hemil á kláminu og tengdri starfsemi þar sem það sé illa skilgreint i lögum. Hann einbeitir sér að barnaklámi og unnendum þess en segir að það sé þó ekki algengt að finna slikt á tékkneskum klámþjónustuvefjum. Þeir klámkóngar sem rætt var við voru sammála um að Tékkland bæri höfuð og herðar yfir önnur lönd þegar um erótík er að ræða. Ungverjaland sé aftur á móti ofar í hörðu klámi. Þrátt fyrir það skarta Tékkar alþjóðlegri, dökkblárri stór- stjörnu í þessum unaðsiðnaði. Það er glæsikvendið Sylvia Saint. mæta á tökustaði. Vandamál sem er með öllu óþekkt í Austur-Evrópu. Tom Ray er meðeigandi Aphrod- itas.com sem selur framleiðslu sína til ýmissa netfyrirtækja í gegnum vörumerkið Euronudes.com. Hann hefur aðra skýringu á vinsældum austur-evrópsku myndanna en Ben Labor. Hann vill meina að neytend- ur þessarar netskemmtunar séu orðnir leiðir á „bandarískri sílikon- fegurð" og vilji sjá náttúrlegar og upprunalegar stúlkur. Einn fjölmargra ljósmyndara sem sækja efnivið sinn í austurveg er Denis Defrancesco. Hann vinnur bæöi í Búdapest og Prag og selur til fjölmargra vefsíðna og tímarita. Hann segir fegurð stúlkna á þessu svæði vera tryggingu fyrir eftirsókn í myndirnar. Það er jafnvel til í dæminu að stórframleiðendur eró- tísks afþreyingarefnis fljúgi með módelin til heimalands ljósmyndar- ans. Vegna ásóknar í módel frá Tékklandi hafa sprottið upp módel- skrifstofur ýmiss konar. Ein þeirra er rekin af Helenu Porkertovu og heitir Intermodel. Þar starfa um 300 stúlkur við að fullnægja erótískum þörfum netneytenda. „Ljósmyndar- arnir sem versla við okkur eru aðal- lega frá Bandaríkjunum, Hollandi, Frakklandi, Svíþjóð og Bretlandi. Þónokkrir þeirra eru staddir hér núna og ásóknin í að mynda tékk- Klámið liggur í loftinu - Ástæða þess að svo auðvelt er að fá Tékka til að helga sig kláminu liggur ekki síst í umhverfinu og við- horfi yfirvalda og almennings til þess. Klám er einfaldlega úti um allt í þessu landi. Á landamærum Aust- urríkis og Þýskalands standa ferða- Búdapest er Hollywood Búdapest er stundum kölluö París austursins en í heimi klámmyndaframleiöenda er hún Hollywood Evrópu. Sérferð Visa korthafa Þrjár nætur í Sevilla og 4 nætur í Albufeira. Bráðskemmtileg ferð þar sem þú upplifir allt í senn menningu Andalúsíu, töfra Sevilla og flatmagar á gylltum ströndum Portúgais. Fararstjóri er Hrund Guðjónsdóttir. Hljómar Þessir gömlu skarfar heilluöu meöal annars kollega sína, Olsen-bræöur, upp úr skónum. Hljómar bræddu Olsen helt fremragende“ sögðu bræöurnir kr. á mann í tvíbýli með sköttum Hljómar frá Keflavík hafa svo sannarlega látið til sín taka að undanförnu. Þessi fornfræga sveit steig á svið með Olsen- bræðrum á Broadway um sl. helgi og hélt uppi slíku stuði eft- ir sýninguna að Olsen-bræður létu hafa eftir sér baksviðs: „De er sgu meget gode. Helt frem- ragende!" Forráðamenn Broadway ákváðu strax að efna til sérstaks Hljómadansleiks laugardaginn 25. ágúst og eiga gestir staðarins von á að upplifa hina einstöku Hljómastemningu langt fram á nótt. Auk þess að leika öll sín bestu lög verða ýmsar perlur sjö- unda áratugarins á boðstólum. Forsala aðgöngumiða er hafin á Broadway. Skoðunarferöir greiðast sérstaklega. Sviðsljós

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.