Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2001, Side 51
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 E* V Tilvera i 59 Af heimsmeisturum í desember er áætlaö að halda stórmót í henni Moskvu í tilefni þess að þá verða liðin 90 ár frá fæðingu Mikhaíls Botvinniks, fyrrverandi heimsmeistara, en hann er látinn. Þeir Kasparov, Kramnik og Karpov verða líklega með og er ætlunin að þeir tefli 4 skáka einvígi hver við annan. Verðlaunaféð mun nema um 600.000 dollurum svo eftir töluverðu er að slægjast. Það skrýtna er að mót þetta rekst á heimsmeistarakeppni FIDE. í raun og veru er þetta þó ekki skrýtið því að skákmenn eru ekki miklar félagsverur. Því betri sem þeir eru því undarlegri eru þeir fé- lagslega. Þetta er mín skoðun og fleiri eru á sama máli; þetta er nokk- urs konar þumalputtaregla. Ég er á þeirri skoðun að „K 3“ séu ekki miklar félagsverur, enda eru þeir í félaginu vegna sameiginlegra hags- muna. Það hefði verið gaman að sjá Anand þarna en ekki er víst að hann hefði vUjað vera með. En mót með 3 keppendum þýðir að einn hvílir meðan 2 tefla. En þau eru sem sagt sameinuð, „K-in 3“, enda hafa allir þrír verið á tindinum og vita að það er kalt á toppnum. En að varna öðr- um leið er leiðinlegt til afspurnar. Karpov er t.d. á niðurleið mikilli en þeir fjandvinir hans rétta honum spotta svo hann geti verið með í minningarmóti um látinn heims- meistara. En svo eru 2 aðrir fyrrver- andi heimsmeistarar á lífí, Vassili Smyslov og Robert Fischer. Viktor Kortsnoj og David Bronstein hafa verið nálægt titlinum en þeir eru kannski of auðveldir viðureignar í dag? Ég var að hlusta á viðtal við Bobby Fischer, reyndar 2 ára gamalt, við filippseyska útvarpsstöð. Það var um aðaláhugamál Bobbys, alheims- samsæri gyðinga (?). En hann talaði um að hann vildi tala við íslenskan fjölmiðil og endurtók það nokkrum sinnum. Það þarf að fá góðan skák- mann sem þekkir sögu Fischers vel til að spjalla við kappann svo að við- talið fari ekki út í dellu sem enginn nennir að hlusta á: ég býð mig fram. Fischer tók það sérstaklega fram að hann tæki ekkert fyrir viðtalið. Við- tölin eru á Netinu, slóðin er http://queen.chessclub.com/philche ss/bobby.htm. Menn geta allavega heyrt í meistaranum og lært nokkur ný vesturheimsk orðatiltæki, m.a. eitt skondið, „Jewnited States of America". Og þar er netfang, leyni- netfang, sem tekur við pósti til Ro- berts James (Fischers). Það er eigin- lega ekki hægt að hjálpa fréttahauk- um og aðdáendum hins 58 ára gamla heimsmeistara. Tap og jafntefli í 7. umferð á HM í Aþenu. Stefán Kristjánsson gerði jafntefli við þýska alþjóðameistarann Dimitrí Bunzmann (2509) í 7. um- ferð Heimsmeistaramóts ungmenna sem fram fer í Aþenu í Grikklandi. Stefán hefur 4 vinninga og er í 23.-29. sæti. Bragi Þorfinnsson tap- aði fyrir norska skákmanninum Daniel Hersvik (2241) og hefur 3 vinninga og er í 55.-69. sæti. Tap gegn Sviss, 4-6, í 1. um- ferð Guðmundar Arasonar-móts- ins íslenska unglingaliðið tapaði 4-6 í fyrstu umferð á Guðmundar Ara- sonar-mótinu sem nú fer fram í Olt- en í Sviss. Mótið er keppni á milli unglinga frá íslandi og Sviss. Davíð Kjartansson, Guðjón Heiðar Val- garðsson og Guðmundur Kjartans- son sigruðu í sínum viðureignum. Björn ívar Karlsson og Aldís Rún Lárusdóttir gerðu jafntefli. Tvær kóngs-indverskar skákir En lítum á handbragð jafnaldra Karpovs, Jan Timman. Hann tefldi þessa skák á móti týndra skák- sveina í Amsterdam um daginn. Ekkert markvert gerðist alla skák- ina í sjálfu sér fyrr en andstæðing- ur hans bjó til svikamyllu handa sjálfum sér og varð að lúta í gras. Hvítt: Jan Timman (2597) Svart: Boris Avrukh (2598) Kóngs-indversk vörn Lost Boys Open Amsterdam Niðurlöndum (7), 17.08. 2001 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. d4 0-0 6. Be2 e5 7. d5 a5 8. Bg5 h6 9. Bh4 Ra6 10. Rd2 De8 11. Bf6 BfB 12. Bg4 Bg4 13. Dg4 Rb4 14. 0-0 Rc2 15. Hadl Rd4 16. Rf3 h5 17. Dg3 Rf3 18. Df3 Bg5 Margir stöðubaráttuskákmenn væru ánægðir með hvítu stöðuna. En það er vandi að brjóta upp svörtu stöðuna. 19. Rb5 Dd7 20. De2 h4 21. h3 Kg7 Það á ekki að skipta upp á drottning- um hér? Ég myndi leika 22. b3 og stefna að a3 og b4 og c5 og svo framveg- is. En það er kannski hægara sagt en gert! 22. Dg4 Dg4 23. hg4 Hfc8 24. Hd3 Kf8 25. g3 hg3 26. fg3 Ke7 27. Kg2 c6 28. dc6 Hc6 29. b3 a4 30. Hdf3 Hf8 31. Rc3 ab3 32. ab3 Ke6 33. Rd5 Bd8 34. Hal Bg5 35. Hf2 Hb8 36. Ha7 Bd8 37. Ha4 Ha6 38. Hfa2 Ha4 39. Ha4 Kd7 40. b4 Kc6 41. Ha2 Bg5 42. Hf2 Hf8 43. Kf3 Hh8 44. Kg2 Hh7 45. Hf3 Hg7 46. Ha3 Hg8 47. Ha7 Hb8 48. Kf3 Bd8 49. Ke2 Bg5 50. Kd3 Bd8 51. Kc3 Næsti leikur svarts er sjálfsmorð, „harakiri" 51. „Bg5 heldur stöðulegu jafnvægi. En heppnin fylgir þeim sterka? Nei, svona er skákin! 51. - Bb6 52. b5 Kc5 53. Rf6 1-0. Loek van Wely er ungur og sigraði á mótinu til heiðurs týndu skákstrákun- um. Hér sjáum við vandað handbragð frá honum: Hvltt: Loek van Wely (2695) Svart: Alexei Shchekachev (2546) Kóngs-indversk vörn. Lost Boys Open Amsterdam NED (7), 17.08. 2001 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f4 c5. Þetta afbrigði er kallað flögurra peða árásin í kóngs-ind- verskri vörn. Bragi Þorflnnsson og bróðir hans, Björn, hafa hafið afbrigði þetta til vegs og virðingar hér heima og ekki síst erlendis. 6. d5 0-0 7. Rf3 b5. Nú mætti kalla þetta Benkö-bragð eða Volgu-bragð eins og Rússar segja. 8. cb5 a6 9. a4 Bb7 10. Bd3 ab5 11. Bb5 Ra6 12. 0-0 Rc7 13. Bc4 Ba6 14. Rd2 Dc8 15. Ha3 Rd7 16. De2 Rb6 Nokkuð venjuleg uppstilling hjá báðum. Svartur á að forðast uppskipti í þessari stöðu en gerir það ekki. Verð- ur það hans banabiti. 17. Ba6 Da6 18. Da6 Ra6 19. a5 Rd7 20. Rc4 Rb4 21. g4 Hfb8 22. Kg2 Ha7 23. Hb3 Hab7 24. Kf3 Bd4 25. g5 Ra6 26. Hb7 Hb7 27. Ke2 Hb4 28. Kd3 Hb8 29. Bd2 f5 30. gf6 Bf6 31. Hal Rb4 32. Ke2 Ra6 Hvita staöan er góð og peð að auki þýðir að aðeins er tímaspursmál hvenær höggið fellur. 33. Ra4 Bg7 34. Rab6 Rf6 35. e5 Re8 36. Bc3 Hd8 37. Kf3 Rec7 38. ed6 ed6 39. Hel Rb5 40. Bg7 Kg7 41. He7 Kh8 42. Kg4 Rd4 43. Re3 Rb4 44. Kg5 Kg8 Jæja, ég læt ykkur þetta eftir í bili! 45:-Rg4 1-0.-------------- Afmælishátíð Hellis fer fram í dag Taflfélagið Hellir var stofnað 27. júnf 1991. Félagið átti því 10 ára af- mæli í sumar og hyggst halda upp á það 25. ágúst. Afmælismót Hellis verður haldið í nýju húsnæði félags- ins, Álfabakka 14a, sem er aðeins steinsnar frá fyrra húsnæði. Nýja húsnæðið er einnig í Mjódd og er sami inngangur og hjá SPRON og hefur félagið aðstöðu á þriðju hæð. Mótið hefst kl. 14.00 og eru góð verðlaun í boði. 5|íi2./október KSerferð fyrir I.GARD korthafa Fararstjori: Einar Thoroddsen Komdu með í sólríka vikuferð þar sem dvalið verður á hinu glæsilega Paraiso de Albufeira íbúðahóteli. Einar leiðir þátttakendur um spennandi heima portúgalskrar vínframleiðslu og hópurinn eyðir heilum degi í vínhéraðinu fagra, Alentejo. Nægur tími fyrir sól, sjó og verslunarferðir. Fullt verð 62.900 kr. t Ferðaskrifstofan SÓL hf. • Grensðsvegi 22 • Sfml 5450 900 • www.sol.is ^^Smáauglýsingar byssur, feröalög, feröaþjónusta, fyrir ferðamenn, fyrir veiöimenn, gisting, golfvörur, heilsa, hesta- mennska, Ijósmyndun, likamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útilegubúnaöur... tómstundir Skoðaðu smáuglýsingarnar á vfsir.li 550 5000 ÞÆR ERU KOMNAR AFTUR - OG SAMA ÓTRÚLEGA VERÐIÐ!!! Bátakerra 5,2 m. Verðkr. 115.600, fleiri gerðir Stærð 122x244 cm, burðargeta 480 kg, 12“ dekk, m/sturtu og samanbrjótanleg. Verð kr. 48.800 ósamsett Skoðið Únralið á www.goddi.is Kerrameð mótorhjólastand, stór. Verð kr. 61.100 fleiri gerðir. Kerra með bátastand. Verð kr. 40.900 GODDI Auðbrekku 19 • sfmi 544-5550, fax 544-5551 • veffang: goddi.is netfang: goddi@goddi.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.