Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 11 Skoðun nokkrar máltíðir fram í tímann. Málsverðunum var síðan raðað inn í eldhússkápana eftir geymsluþoli. Þannig hafði karlpeningurinn að- gang að fullkomnum vistum þá daga sem kvenfélagið var á ferð. „Er mögulegt að þú getir foreldað nokkrar máltíöir?" spurði hann konu sína niðurlútur en leit svo i augu hennar og sá stálblik í annars mildu augnaráði konunnar sem hann hafði svo lengi dáð og virt. „Nei, þetta er annars i lagi. Ég bjarga mér ... og börnunum," sagði hann snöggt. Jólalög Saumaklúbburinn var horfinn á vit írskra kaupahéðna. Á heimili hins yfirgefna húsföður vaknaði fólk við fyrstu skímu haustmorg- unsins. Unglingurinn var sendur í skólann en nú var orðin sú breyting á högum hans að hann varð sjálfur að smyrja nesti sitt. Sá siður hafði verið haldinn á heimilinu um áratugaskeið að jólalög mátti ekki spila fyrr en í byrjun desember. Feðginin ákváðu að breyta út af þeim vana og „Göng- um við í kringum ...,“ hljómaði um stofuna. „Eigum við að ná í jólatré líka?“ spurði faðirinn. Barnið horfði alvarlegt í bragði á föður sinn. Hún þagði um nokkra hríð en felldi svo dóm sinn: „Mamma myndi aldrei gera það. „ i Tekið var að halla að hádegi. Feðginin höfðu þegar hlustað á alla þá jóladiska sem tiltækir voru. Mað- urinn var ákveðinn í að sýna barn- inu að hann væri einstaklega skemmtilegt foreldri. Hann las svo sem tvær barnabækur og litaði með stúlkunni. Hvorki var hreyft við rúmum né annarri tiltekt sinnt. Þar kom að þreyta sótti að húsráðand- anum og hann lét sig síga niður í sófa og lygndi aftur augunum. Stúlkan maldaði í móinn og vildi að hann héldi áfram að vera skemmti- legur. „Mamma býr alltaf um rúm- in,“ sagði hún og horfði með spurn- arsvip á láréttan fóður sinn. „Náðu í kaffi fyrir mig,“ sagði hann og lýsti örþreytu sinni. Barnið hlýddi en þegar hún kom með kaffið var hann sofnaður. Klukkutíma síðar vaknaði hann við að stúlkan ýtti lauslega við hon- um. „Komdu,“ sagði hún. Leið feðginanna lá inn i herbergi. Hann sá að búið hafði verið um rúmið. Að vísu var ljóst að vönum höndum haföi ekki verið til að dreifa en búið hafði verið um. Sú litla horfði stolt á foöur sinn: „Það var ekki hægt að hafa þetta svona,“ sagði hún og uppskar hrós. Vegna vel unninna verka bauð húsfaðirinn börnunum í bíó. Kukk- an var orðin margt þegar sýningu lauk og hann ákvað að ekki væri tími til að annast kvöldmat og við mikil gleðilæti barn- anna pantaði hann pitsu. Næstu dagar liðu fljótt við leik og störf. Unglingurinn ryksugaði, bamið bjó um og maður- inn annaðist skipu- lagningu auk þess að þvo. Pitsusendlar komu á föstum tím- úm með bjargræði sem snætt var undir léttri jólatónlist. Heimkoma Tíminn flaug áfram og skyndilega var móðirin á tröppunum með þrjár útkýldar ferðatöskur. Litla stúlkan hljóp eins hratt og stuttir fæturnir drógu og hún kastaði sér i fang móður sinnar. „Þetta voru erfiðir dagar," sagði hún. Næstu klukkustundirnar fóru í að dásama þær írsku vörur sem leyndust í töskunum þremur og all- ir fengu eitthvað fallegt. f stað jóla- laga var spiluð þjóðlagatónlist af írskum uppruna. Úr eldhúsinu barst steikarlykt og allt var orðið eins og það var áður. latir og illa gefnir íslendingar, enda fer ómennskan ekki eftir húðlit. Þjóðremba En þrátt fyrir þetta þá hefur vara- formaður þjóðrembusinna skoðun og dagblað sem tekur hlutverk sitt hátíðlega speglar þann veruleika sem við blasir hverju sinni. Ég las þetta viðtal öðru sinni í gær. Ég sé því miður ekki neitt sem kallar á rándýrt þvarg fyrir dómstólum. Telji sveitastrákurinn svart fólk síðra en hvítt - þá er það hans eig- inn misskilningur. Sé þessi skoðun hans og fjöldamargra annarra prentuð í dagblað þá er það aðeins tjáningarfrelsið í framkvæmd. Furðulegt er að lesa málfræðilegar orðaskýringar í dómnum og verða vitni að húmorsleysi dómarans. Þessi dómur er að mínu mati hneyksli. Nú er ég alfarið á móti fordómum af öllu tagi, þar á meðal kynþátta- fordómum. Ég hef kynnst fólki um víða veröld sem er með ýmsan húð- lit og flest mikið mannkostafólk. En það hjálpar nýbúum akkúrat ekki baun að Hlynur Freyr hefur verið dæmdur í 30 þúsund króna sekt fyr- ir að tala um þeldökkan mann með staf. Hann hefur engan málstað, eignast enga fylgismenn en samt tel- ur hann sig hafa skoðanir sem verði að koma fram. Frelsi okkar byggist á því að allir megi hafa skoðun og viðra hana. Svo er ekki lengur. „Nýbúar hafa reynst okk- ur prýðilega og það eina sem mér finnst skorta á er að þeir lœri íslensku, setji sig inn í íslensk mál- efni og umgangist íslend- inga sem jafningja sína. Ribbaldar og vandrœða- menn eru oftar en ekki hvítir, latir og illa gefnir Islendingar, enda fer ómennskan ekki eftir húðlit.“ Þrettán prósent, já Það var ekkert smáræði sem stjórnmálafræðingur við Háskóla fs- lands tók upp í sig á baksíðu DV á fimmtudag. Þar sagði Svanur Krist- jánsson prófessor að sér virtist Sam- fylkingin „vera að þróast yfir í eitt mesta klúðrið i stjómmálasögu lýð- veldisins". Þetta eru stór orð og æði þung frá virtum fræðimanni sem hefur fylgst náið með framvindu stjómmálanna á vinstri vængnum í áratugi. En miðað við tölurnar í umtalaðri skoðanakönnun DV frá því á fimmtudag, sem tala sínu máli, eru þau líklega rétt. Ríflega þrettán prósenta fylgi sem Samfylkingin hefur nú er ekki ein- asta áfall fyrir þetta nýja stjórn- málaafl, sem átti að færa ferskleika inn í íslenskt stjórnmálalíf, heldur miklu fremur öflugt kjaftshögg. Það er ofarlega í pólitísku minni þess sem þetta skrifar að vígreifir for- ystumenn flokksins strengdu þess heit að afla hreyfingunni að minnsta kosti þriðjungs fylgi þjóð- arinnar í fyrstu þingkosningunum sem hún tók þátt í fyrir rífum tveimur árum. Niðurstaða þeirra var brotlending en veruleikinn núna er pólitískt flugslys. Misheppnuð tilraun! Svanur Kristjánsson prófessor segir í DV á fimmtudag að „ef aðrar skoðanakannanir staðfesta þessar niðurstöður þýði þetta einfaldlega að sú tilraun aö gera Össur að for- manni Samfylkingarinnar hefur ekki tekist". Og prófessorinn bætir við: „Samfylkingin virðist ekki valda því undir forystu Össurar að marka sér trúverðuga stefnu og koma henni á framfæri." Þetta er rétt hjá stjórnmálafræðingnum sem þarna bendir umbúðalaust á vanda þessa flokks sem hefur ekki tekist að sýna hver hann er og hvað hann vill. í sama blaði á sama degi bendir formaður, Össur Skarphéðinsson, á að þessar niðurstöður séu úr takti við þann veruleika sem hafi birst honum á síðustu vikum. Þetta leiðir hugann að því hvort Össur fylgi takti þjóðarinnar. Hann fer einatt fram með nokkrum gassagangi og á stundum er yfirlýsingagleði hans fullmikil. Margt hefur hann gert vel, svo sem að benda fyrstur manna á efnahagsvillur stjómvalda á síðasta vetri, en þungann að baki þeirra orða hefur skort sakir þess að úlfurinn hefur svo oft verið nefndur. Traust og pólitísk ára í pólitík skiptir traust miklu máli en ekki síður pólitisk ára og geðslag manna. Össur og flokkur hans hafa á síðustu misserum verið í pólitísk- um eltingaleik. Þingmenn Samfylk- ingarinnar hafa gjarna stokkið á mál eins og hungraðir úlfar ef þeim hefur sýnst þau verða til þess að hnekkja á þingmeirihlutanum. í stað þess að fylgja pólitískri megin- línu sem fólk skilur og getur auð- veldlega haft eftir á mannamótum virðist Samfylkingin haga seglum eftir vindi. Kárahnjúkamálið er þar gott dæmi - og reyndar raunalegt. Sú mynd sem almenningur hefur af Samfylkingunni er óljós. Fólk á ekki auðvelt með að henda reiður á helstu stefnumálum hennar. Það er afleitt fyrir flokk sero ætlar sér stóra hluti. Jafnvel nýtt merki flokksins segir minna en önnur merki í pólitískri skreytilist. Þar er einn rauður punktur. Og basta. Ekki er vitað hvort sá punktur er endir eða upphaf einhvers í ís- lenskri pólitík, en rauður er hann og væntanlega til vitnis um blóðuga fortíð samsteypunnar sem stendur að þessu nýja samstarfi á vinstri vængnum. Að finna taktinn Samfylkingin þarf að finna takt- inn í íslenskri pólitík. Samfylkingin þarf að sanna fyrir almenningi að hún fylgi pólitískri meginlínu. Sam- fylkingin þarf að sanna fyrir fólki að hún hlaupi ekki eftir hverju sem er i þeim eina tilgangi að láta taka eftir sér. Samfylkingin þarfjákvæða mynd af sér og starfi sínu en ekki að koma einatt fram fyrir skjöldu og gera lítið úr verkum annarra. Fólk kýs aðallega tvennt í alþingiskosn- ingum: menn og meginleiðir. Og þessu tvennu verður tvennt að fylgja: traust og skýrleiki. Vandi Samfylkingarinnar er ekki ólíkur vanda sjálfstæðismanna í Reykjavík. Pólitík D-listans í Reykjavík er nöldurpólitík. Borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík virðast ekki gera margt annað en aö leita eilíflega að póli- tískum marblettum í starfi meiri- hlutans og lemja þar lengi og dug- lega undir smelli ljósmyndavél- anna. ímynd D-listans í Reykjavík er veik og ekki ósvipuð ímynd Sam- fylkingarinnar. Bæði öflin eru í pólitískum eltingaleik til að reyna að vekja á sér athygli. En hvað þau vilja vita fæstir. Þrír leiðtogar Á íslandi eru þrír leiðtogar í póli- tík sem standa undir nafni. Þeir heita Davíð Oddsson, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Þessir leiðtogar tala skýra pólitík og enginn efast um að það sem þeir segja er ærleg meining þeirra. Þessir leiðtogar eru ekki í pólitískum eltingaleik og þá skiptir engu hversu margar myndir eða fyrirsagnir birtast um þá í dagblöð- unum. Þeim nægir að koma af og til fram í fjölmiðlum og tala þá af slík- um þunga að menn efast ekki eitt augnablik um efndirnar. Þetta heitir pólitík, list og ákveðni. Hún er ekki öllum gefin. Sannfæringin er alger og hún varir. Þessir leiðtogar eru forvígismenn flokka eða hreyfmga sem hafa nokk- uð sterka og skýra mynd í hugum almennings. Vinstri grænir eru á móti einkavæöingu en Sjálfstæðis- flokkurinn er hlynntur henni. Vinstri grænir eru á móti hemum á heiðinni en Sjálfstæðisflokkurinn er hlynntur veru hans þar. Vinstri grænir vilja ekki virkja við Kára- hnjúka en Sjálfstæðisflokkurinn tel- ur það í lagi. Og svo framvegis. Sömu búningarnir Þetta skilur fólk. Meginlínur eru því að skapi. Valið er auðveldara eftir þvi sem línurnar eru skýrari. Það er ekki auðvelt að halda með liði sem er alltaf að skipta um bún- inga. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir skipta aldrei um búninga. Þeir eru í bláu og rauðu. Og stuðningsmennirnir ýmist elska blátt eða rautt. Þessi einfalda mynd af íslenskri pólitík er ekki að breyt- ast. Pólamir eru enn þeir sömu: hæfilega opinn hægriflokkur er á öðrum pólnum og tiltölulega lokað- ur vinstri flokkur er á hinum kant- inum. í reynd hefur lítið breyst í ís- lenskri pólitík þrátt fyrir umrótið á vinstri kantinum. Fjórfiokkurinn hefur styrkst í sessi og er fráleitt á forum. Hinn löngum ljúfi Sjálfstæð- isflokkur, sem minnir á köflum á sallarólegan krataflokk í Smálönd- unum, er feitur sem fyrr. Gamla Alþýðubandalagið er komið í úti- legu og kemur skemmtilega af fjöll- um í hverri könnuninni af annarri. Þar á milli eru tveir miðjuflokkar, hvor með þrettán prósenta fylgi. Og kannski er það einmitt svo að þjóð- in breytist ekki þó flokkarnir reyni. Á íslandi eru þrír leiðtogar í pólitík sem standa undir nafni. Þeir heita Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Þessir leiðtogar tala skýra pólitík og eng- inn efast um að það sem þeir segja er œrleg meining þeirra. K "■ /• n k\ Wm ' '4 ' 1 é r fHfSf 1118 v b i wiy 1 1 '••v'-vHI A é -•■ 4HH á, ■>'*■ > .1 k<<sa % /KL ■ t
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.