Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Page 26
26 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Rannsóknir sýna fram á tengsl peninga, menntunar og hamingju: Líf shaming j an ákvörðuð á menntaskólaárum Fólk er mestalla ævina að eltast við að uppfylla hamingjustaðla sam- félagsins en staðalimyndin er grannur, heilsuhraustur einstak- lingur með fallega fjölskyldu, fina menntun og góð laun. Ekki tekst öll- um að uppfylla öll þessi skilyrði og eru dæmi um að þótt flest sé til staö- ar í lífi fólks sem ætti að framkalla freyðandi hamingju þá er raunin oft önnur. Hamingjan er nefnilega ekki geymd í hanskahólfum milljóna- jeppa. Hamingjusama þjóöin Fyrir allmörgum árum var gerð könnun meðal allra heimsins landa og kom út úr því að íslendingar væru hamingjusamasta þjóð al- heimsins. Margir töldu að þetta væri eitthvert bull en aðrir vildu ekki hugsa til þess hvernig öðrum þjóðum liði fyrst þessu væri svona farið. Síðan þessi könnun var gerð hef- ur efnahagsleg velsæld íslendinga aukist til mikilla muna. Því er hald- ið fram aö íslendingar séu afar vel settir efnahagslega þrátt fyrir að skuldastaða heimilanna sé ekki eins og best verður á kosið. Þrátt fyrir þessar framfarir í efnahagslegu til- liti hefur á þessum tíma aukist mjög notkun geðlyfja og er nú svo komið að 4% íslendinga á aldrinum 18-25 ára eru á svokölluöum geðdeyfðar- lyflum. ASÍ og peningarnir Þróunin á islandi er ekki ólík því sem gerst hefur viða erlendis. í Bretlandi hafa laun stjórnenda hækkað um tæp þrjátíu prósent á síðustu tveimur árum og má gera ráð fyrir að Bandaríkin séu enginn eftirbátur Evrópu í þessum efnum. Bandarískur prófessor við Uni- versity of Southern California, Ric- hard Easterlin, hóf að rannsaka tengsl peninga og hamingju fyrir nokkrum árum og komst að þeirri niðurstöðu að það er sama hversu há laun verða, það eykur ekki ham- ingjuna í lífi fólks. Þetta þýðir þó ekki að Grétar Þor- steinsson og félagar i ASÍ geti hreinsað skrifborðin sín og einbeitt sér að einhverju öðru en kjaramál- um. Easterlin sýnir fram á það í rannsóknum sínum að sterk tengsl eru milli tekna og hamingju. Niður- stöður Easterlins eru því samhljóða því sem fram hefur komið í rann- sóknum síðustu áratugi. Eftir því sem menntunin er betri er líklegra að tekjurnar hækki og hamingjan aukist, ef ekki á borði þá í orði. Hamingjan innan seilingar? Ef samhengi tekna og hamingju væri svona einfalt þá væri lífið mjög einfalt og hamingjan myndi aukast eftir því sem aldurinn og tekjurnar hækkuðu. Easterlin segir því ekki svo farið. Hann heldur þvi fram að í lífi fólk sé einhver ham- ingjufasti, þ.e. að á ákveðnum tíma lífsins sé ákveðið hvert hamingju- meðaltalið verði. Samkvæmt þessu getur maður verið viss um að ef ná- granni manns var ríkur og ham- ingjusamur árið 1990 þá er hann það að öllum líkindum enn þá. Vonin um að hamingjan sé innan seilingar er því íjær manni nú en við upphaf þessarar greinar. Og enn versnar það því samkvæmt rann- sóknum Easterlins er lífshamingjan ákvörðuð á menntaskólaárunum. Þá er hópurinn sem fólk tilheyrir nokkuð sammála um lífsstíl óháð ijárhag íjölskyldnanna. Þeir sem ekki halda áfram upp í háskóla eru þó líklegir til að byrja starfsferil sinn óhamingjusamari en hinir og það sem verra er, þeir eru enn óhamingjusamari þegar honum lýk- ur. Heitt + kalt = volgt Ef staðhæfingar Easterlins reyn- ast réttar þá er ólíklegt að lífsham- ingjan taki stökk til hins betra á næsta ári eða þarnæsta. Og taki hún stökkið er eins gott að búa sig undir verulega niðursveiílu á ham- ingjuskalanum einhvem tímann síðar. Því eins og við vitum úr meðaltalsfræðum þá er meðaltalið af sjóðandi heitu og ísköldu bara volgt. -sm Ríkasti maður jaröar Bill Gates er ríkasti madur jaröar og býr líklega í dýrasta einbýlishúsi á hnett- inum. Samkvæmt kenningum bandarísks prófessors er líklegt aö hafi Gates veriö hamingjusamur í menntaskóia þá sé hann þaö enn og verði áfram þótt hann missti alla peningana sína. Hamingjusamur og heimskur Mr. Bean er ekki þekktur fýrir depurö. Hann er hamingjusamur þrátt fýrir aö búa viö slæman kost í lélegrí íbúö í Lundúnum. Kannski hann hafi veríö ánægöur í menntaskóla. Kynlrf___________________________________________________________________ Þroskast börn ekki kynferðislega? r$ ^ um kyniíf fyrir - er hægt að ræða kynferðisþroska barna an þess ad fara 1 hnut? ÐV og spegiiinn Fyrr í mánuðinum reit ég tvo pistla um börn sem kynverur. Skömmu síðar barst mér bréf frá móður þriggja ára stúlku sem sagð- ist alltaf lesa pistlana mína á Spegl- inum á Vísir.is og að henni þætti þeir oft á tíðum bráðskemmtilegir og fræðandi aflestrar. En nú var henni brugðið eftir lestur á pistlum eftir mig um börn sem kynverur. Hana sveið að ég skyldi blanda sáman bömum og kynlífi í pistlun- um. Sömuleiðis óttaðist hún að inni- hald þeirra gæti orðiö vatn á myllu þeirra sem misnota börn kynferðis- lega. Ég er henni þakklát fyrir bréfasendinguna því það er greini- legra erfiðara að fjalla um tabúefni sem þetta í kynferðismálum en ég hélt. Varasamt að lesa um kynlíf Það er mikið nöldraö í fjölmiðl- um, a.m.k. ef maður les pistla hinna og þessara blaðamanna. Núna vil ég nöldra yfir atferli sem ég ræð alls engu um - lestrarvenjum lesenda kynlífsþistla. Mér er umhugaö að koma skoðunum mínum á framfæri á sæmilegan skýran hátt. Ég vona að móðirin sem sendi mér bréfið hafi náð að lesa pistlana spjaldanna á milli en ekki skautað yfir fyrir- sagnirnar. Síðastnefndi lestrarmáti er nefnilega varasamur því þá snar- aukast líkurnar á að „lesandinn" slíti umfjöllunarefnið úr samhengi. Þetta er enn hættulegri lestrarmáti ef innihald greinarinnar er ennþá „tabú“ í almennri umræðu. Þeir sem lásu umrædda pistla, frá upp- hafi til enda, hafa væntanlega tekið eftir að ég varaði einmitt við þeirri tilhneigingu að líta á böm og kynlíf út frá forsendum, skilgreiningum og reynsluheimi fullorðinna. Viðbrögð mömmunnar eru á margan hátt lýsandi eða dæmigerð fyrir þau viðhorf sem ég tók fyrir í umræddum pistlum: Að fullorðnir væru hræddir við að tengja orðið kynlíf við börn. Að sumu leyti er þetta eðlilegur ótti því af og til dynja á foreldrum fréttir um ein- staklinga sem misnota börn kyn- ferðislega. En þessi ótti endurspegl- ar líka, að mínu mati, hversu tak- markaðan skilning fullorðnir leggja í þetta blessað kynlífshugtak og hversu erfitt það er fyrir okkur að húgsa um það nema út frá eigin for- sendum. Þessu verðum við að breyta. Tilvistarkreppa hugtaka í milljónasta skiptið: Með hugtak- inu kynlíf er átt við hvers konar hegðun sem hefur beina skírskotun til okkar sem kynvera. Kynlíf þarf ekkert að hafa með beina þátttöku í kýnmökum að- gera, sérstaklega ekki ef maöur er á bamsaldri (börn þykjast stundum hafa samfarir sem hluti af leik, sum reyna það jafnvel í alvörunni en þá getum við rétt ímyndað okkur hyort þau leggi ekki annan skilning í atferlið en full- orðnir.) Kynlíf snýst alls ekki bara um kynhegðun heldur líka tilfinningar, hugsanir og viðhorf. Börn sýna kyn- hegðun sem er eölileg MIÐAÐ við þeirra aldur og þroska. Kynferðis- legt atferli bama tengist m.a. sjálfs- mynd þeirra út frá kynímynd (til- finningin um hvaða kyni maður til- heyri). Þau eru m.a. að MÓTA við- horf til eigin líkama og þróa tilfinn- ingar sem m.a. varða blygðun og líkamsímynd. Þau LÆRA viðhorf til kynhlutverka af einstaklingum í nánasta umhverfi, þau KYNNAST hvemig fólk, t.d. foreldrar og ætt- ingjar, sýnir hvað öðru umhyggju í daglegu lífi og ótal margt fleira. Hvernig er hægt að halda því fram að börn séu ekki að þroskast kyn- ferðislega? Það má heldur ekki mis- skilja mig þannig að ég telji að börn séu bara kynverur, það er af og frá. En kynlífsþroskinn, ef mér leyfist að nota það hugtak í víðum skiln- ingi, er einn liður í fjölbreyttum þroskaferli hjá þeim. í áðumefndum pistlum benti ég á nauðsyn þess að fullorðnir gerðu sér grein fyrir að til er þróun eða ákveðið ferli meðal barna sem hefur að gera með eðlilegan kynlífsþroska æskuáranna. Stelpan eða strákur- inn vaknar jú ekki einn góðan veð- urdag, daginn eftir ferminguna, og er skyndilega orðin(n) „kynvera“ með öllu því tilfinningalegu bram- bolti sem svonefndu kynþroska- skeiði á að fylgja. Kannski byrjar „kynþroskaskeiðið" ekki við tíu, tólf ára aldur heldur miklu fyrr? Þá getum við bara notað orðið „kyn- þroski" yfir öll árin, frá fæðingu og fram á grafarbakkann? En þetta orð - kynþroski - hefur hlotið ákveðinn sess sent það tíma- bil ævinnar þegar líkaminn breytist í líkama unglings og barneignir verða líkamlega mögulegar. Vegna þessa tel ég hæpið að einnig sé hægt að nota þetta hugtak yfir þann feril sem á við um kynferðisþroska/kyn- lífsþroska. Kannski er ógerningur og barnalegt óraunsæi að halda að hægt sé að breyta merkingu fólks á orðinu „kynlíf'. Það er eins og það sé rígbundið við að þýða bara eitt: Kynmök. Þá er vandinn í rauninni sá að þegar fólk á við kynmök sín á milli í daglegu tali þá notar það allt of oft orðið „kynlíf'. Þetta er svolít- ið skondið - að vinna við fag þar sem ekki er á hreinu hvað felst..í... jnerkingu orða. I vikunni sá; ég viðtal við hjúkrunar- fræðing á heilsu- gæslustöð sem var að fjalla um „kyn- hegðun/kynferði (sexualitet)" - þarna var komin enn ein útgáfan á. hvað sexu- alitet eða kynlíf virð- ist standa fyrir hjá þessum kollega mín- um. Sjálfri finnst mér bæði kyn- hegðun og kynferði heyra undir KYN-LÍF (líf okkar sem þetta eða hitt kynið). íslendingar eru enn að læra inotkun hugtaksins kynlíf sem Norðurlandabúar nefna „seksu- alitet“ og enskumælandi fólk „sexu- ality“. Kannski gæti orðið „kynferð- isþroski" í staðinn fyrir notkun á orðinu „kynlífsþroski“ útrýmt ótt- anum um að maður sé að stuðla að kynferðislegri misnotkun ef notað er orðiö „kynlifsþroski"? En kannski ætti ég bara að snúa mér að nýjum starfsvettvangi og læra t.d. húsgagnasmíði, þá þarf enginn að velkjast í vafa um hugtök eins og hamar eða hefill! Tabú I títtnefndum pistlum ítrekaði ég einnig mikilvægi þess að fullorðnir gerðu sér skýra grein fyrir því að böm leggja ekki sömu merkingu í hegðun og tilfinningar tengt því að vera kynvera og við hin sem erum eldri og eigum að teljast þroskaðri og greindari. En í alvöru talað, þroski bama sem kynvera er greini- legt tabúefni hérlendis. Það sýnir þögnin (nema hjá mömmunni sem skrifaði bréfið til mín), bæði meðal almennings og að það virðist vera nógu áhugavert viðfangsefni meðal íslenskra fræðimanna. Ég botna ekki neitt í þessari fælni fræði- manna hérlendis á að rannsaka „kynferðisþroska / kynlífsþroska" barna nema sú tregða endurspegli áðurnefnda hræðslu og hugtakamis- skilning. Ég hefði talið þetta sérlega verðugt rannsóknarefni því er ekki þörf á að vita hvað telst eðlilegur kynferðisþroski/kynlífsþroski barna samhliða aukinni umræðu um kynferðislega misnotkun barna? Er ekki einfaldlega skynsamlegt og þarft að þekkja þroska barna að þessu leyti? Allir sem sinna börnum að einhverju ráði lenda í tilvikum, eða eiga eftir að gera það, sem tengj- ast börnum og kynferðis/kynlífs- þroska. Og þá er ég bæði að tala um fótluð börn sem ófotluð, þroskaheft börn sem önnur. (Enn meira tabú er að tala um kynlíf og fötlun eða i tengslum við þroskahefta.) Jæja, er ég ekki búin að nöldra nóg um tilvistarkreppu orða i kyn- lifi!? Ég þarf bara smábiðlund. Ég man hvað það tók langan tíma fyrir orðið „samkynhneigður" að festast í sessi. Um langt skeið var manni boðið upp á orðskrípi eins og „örvkynja" eða „kynvilltur", t.d. í lesmáli Moggans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.