Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 50
62 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 Helgarblað ________________________________________________________________________________________________py Fox hjálpar til Leikarinn Michael J. Fox, sem þjá- ist af Parkinsonsveikinni, aðstoðaði nýlega Kalíforníuháskóla í San Francisco við að ýta í gang fjársöfnun, þar sem takmarkið er að safna 1,4 milljörðum dollara til styrktar lyfla- rannsóknadeild skólans, en deildin hefur einmitt einbeitt sér að rann- sóknum á áðurnefndum sjúkdómi. „Það var mjög ánægjulegt að að geta orðið að liði, en veikindin mín hafa opnað augun mín fyrir mikilvægi rannsóknarstarfsins," sagði Fox, sem sjálfur hefur stofnað sjóð til styrktar '•annsóknum á Parkinsonsveikinni. Siginkona Fox, leikkonan Tracy PoO- an, á nú von á þeirra fjórða barni og á von á sér eftir tvær til þrjár vikur. Um milljón Bandaríkjamanna þjást í dag af Parkinsonsveikinni og þar á meðal eru þau Janet Reno fyrrum rík- issaksóknari og hnefaleikakappinn Muhammad Ali. Lagt á toppinn: Funerals á ferð um landið Bandaríski blaðamaðurinn og poppfræðingurinn Neil Straus, sem skrifar um tónlist fyrir New York Times, er staddur hér á landi í tengslum við tónlistarhátíðina Airwaves. I grein eftir Straus, sem er að flnna á heimasíðu New York Times, heldur hann vart vatni yfir íslenskri tónlist. Hann gengur svo langt að halda því fram að ísland sé vin í eyðimörkinni þar sem listir og menning ná að blómstra og dafna á undursamlegan hátt. Funerals Straus heillaðist svo af hljóm- sveitinni Funerals að hann fékk hana til að fara í stutt tónleikaferða- lag nú um helgina. Poppfræðingur- inn ætlar að fara með og segja frá tónleikunum i New York Times á næstunni. Hljómsveitin Funerals er sett saman úr nokkrum hljómsveitum: Kanada, Trabant, Ó. Johnson og grjóni og Apparati. Viðar Hákon Glslason, bassaleik- ari í Funerals, segir að þau séu sex í hljómsveitinni og öll hlakki mikið til að spila á Krákunni, Kántribæ og öllum hinum stöðunum vegna þess að það sé svo gaman að vera í Funerals. „Við komum aftur í bæ- inn á sunnudaginn og verðum með tónleika í Vesturporti á Vesturgötu um kvöldið og ég reikna með að fyrrverandi hljómborðsleikar úr Spashing Pumkins hiti upp fyrir okkur,“ segir Viðar hróðugur. „Við hittum hann fyrir stuttu og hann hélt að það væri á hreinu nema að hann lenti í einhverju hrikalegu." Allt á billjón Þorsteinn Skúlason hjá Thule-út- gáfunni, sem gefur út Funerals, seg- ir að hljómsveitin muni spila í Grundarfirði, á Stokkseyri, Akur- eyri og víðar. „Straus var nýbúinn að ferðast með Marilyn Manson í sjö vikur áður en hann kom hingað til að fylgjast með Airwaves. Hann varð yfir sig hrifinn af Funerals og heldur því fram að hljómsveitin verði næsta íslenska hittið. Honum varð einnig mjög tíðrætt um ágæti hljómsveitarinnar Apparats og taldi hana reyndar athyglisverðustu sveitina á Airwaves." Að sögn Þorsteins bað Straus sér- staklega um að Funerals færi í tón- leikaferð svo hann gæti skrifað um hana. „Við erum búnir að vera á billjón að redda öllum og hljóm- sveitin lagði af stað um sexleytið á fimmtudag." -Kip Hljómsveitin Funerals Viöar Hákon Gíslason bassaleik- ari, Lára Sveinsdóttir, söngvari og harmónikuleikari, Þorvaldur Grön- dal hljómborðsleikari, Ó. Johnson gítarleikari og Ragnar Kjartansson söngvari rétt áöur en lagt var af stað. Trésmiðja Heimis Guðmundssonar heftir undanfarin ár haft í smíðum stórglæsileg sumarhús/heilsárshús á viðráðanlegu verði. Húsin henta mjög vel hvort sem er fyrir einstaklinga eða starfsmannafclög og fást í hinum ýtnsu stærðum. Allar nánari upplvsingar fást í s: 892 3742 eða á www.tresmidjan.is Stundum líkt við Bardot Franska glæsipian Laetitia Casta, sem lék í myndinni um Ástrík gall- vaska, fæddi á dögunum stúlkubarn sem hún á með sínum kærasta, ljósmynd- aranum og myndbandaleik- stjóranum Stephane Sedna- oui. Laetitia, sem þykir undurfógur, hefur undan- farið búið í New York, þar sem hún hefur stundað sýningarstörf, en hefur ný- lega fest kaup á íbúð í mið- borg London. „Ég vil frek- ar búa i London en París, því þar get ég farið i bæ- inn án þess að þekkjast, en í París er ég betur þekkt og verð frekar fyrir ónæði,“ sagði Laetitia. Laetitia, sem er 23 ára og fædd og uppalin á Korsíku, var uppgötvuð þeg- Laetitia Casta Ofurfyrirsætan Laetitia Casta, sem þykir líkjast Brigitte Bardot, eignaö- ist barn í síöustu viku. ar hún var 15 ára í bað- strandarferð með foreldr- um sínum og hefur siðan verið ein vinsælasta sýn- ingarstúlka Madisons fyrir- tækisins. Hún hefur nú ákveðið að leggja sýningar- störfin á hilluna og snúa sér alfarið að leiklistinni, en þar þykur hún einnig sæmilega liðtæk. Eftir Ást- ríksmyndina, árið 1999, hefur hún fengist við nokk- ur hlutverk, m.a. í mynd- inni „Savage Souls“ þar sem hún lék á móti John Malkovich, en til þessa hef- ur frammistaða hennar þótt misjöfn og hefur henni stundum verið líkt við sjálfa Brigitte Bardot, sem fór lengra á útlitinu en leikhæfileikunum. Pavarotti sýknaður af skattsvikaákærum Stórtenórinn Luciano Pavarotti var á föstudaginn sýknaður af öll- um ákærum um skattsvik, sem að sögn hans sjálfs hafði nær lagt líf hans í rúst. Skattayfirvöld á Ítalíu höfðu ákært Pavarotti fyrir að skjóta undan sköttum á árunum 1989 til 1995, sem hann hefði átt að greiöa í heimahéraði sínu, Modena. Pavarotti hélt þvi aftur á móti fram að honum bæri ekki að greiða skatta í Modena, þar sem hann ætti lögheimili í Monte Carlo, þekktu frí- ríki þeirra ríku sem komast vilja hjá þvi að greiða of mikla skatta. „Ég er enginn skattsvikari," sagði Pavarotti. „Ég hef alltaf greitt það sem mér ber.“ Pavarotti, sem ekki var viðstadd- ur dómsuppkvaðninguna, sagðist ánægður með niðurstöðuna og sagð- ist ekki hafa búist við öðru en sýkn- un, en að öðrum kosti hefði hann átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann stendur í málaferlum Luciano Pavarotti Pavarotti var sýknaöur af ákæru ítalskra skattayfírvalda. vegna skattamála, því árið 1999 var hann dæmdur til að greiða ítalska ríkinu 4,6 milljónir dollara og í fyrra sættist hann á að greiða 11 milljónir dollara í skatta og sektir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.