Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Page 56
Tilvera LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 I>V íslandsmót skákfélaga - fyrri hluti: Það neikvæða og jákvæða við erlenda keppendur íslandsmót skákfélaga fór fram í Eyjum um síðustu helgi og varð að sjálfsögðu sögulegt. Það byrjaði með að þoka í Reykjavík og á Akureyri fór að hrella skákmenn sem til Eyja vildu fara þannig að aðeins þeir sem voru forsjálir og tóku Herjólf á hádegi voru komnir á vel réttum tima en mótið átti að hefjast kl. 20 á föstudagskvöldið. Eftir mikið japl, fum, fuður og ófærð I lofti komu hinir svo flestir með seinni ferð Herjólfs um kl. 22 og þá var hægt að hefja taflmennsku eftir mótmæla- fundi og tilheyrandi skoðanaskipti. Vart þarf að taka fram að mótshald- ið var Heimaeyjarmönnum til mik- ils sóma. Ef hann Kári hefði ekki sett smástrik í reikninginn hefðu flestir brosað út að eyrum. Undanfarin ár hefur baráttan um íslandsbikarinn staðið á milli Tafl- félags Reykjavíkur og Taflfélagsins Hellis. Síðast þegar annað félag vann titilinn var 1992. Það var Tafl- félag Garðabæjar og að sjálfsögðu var ég í því liði. Taflfélag Reykjavík- ur vann í fyrra og var ég einnig í þvi liði. Menn héldu að sú yrði einnig raunin í ár, að þessi félög myndu berjast í „bróðerni“ um titil- inn. En nú er öldin önnur - ég og fleiri á mínum aldri ekki eins víö- sýnir og uppreisnargjarnir og 1968! Jóhann Þórir Jónsson er því miður allur en maður kemur í manns stað. Hrafn Jökulsson er einlægur skáká- hugamaður og vill veg skákarinnar sem mestan. Sama má segja um hinn nýja forseta SÍ, Hrannar Björn Arnarsson. Og þeir félagar eru að gera góða hluti. Við erum nokkrir sem mótmælum stundum; stundum er það aldurinn og skortur á víð- sýni, stundum höfum við þó, gömlu strákamir í Taflfélaginu, rétt fyrir okkur. En þeir eru þó með nýjar og skemmtilegar hugmyndir. I ár mætti Hrafn með sex erlenda stórmeistara: allir sómamenn ög gamlir og góðir kunningjar nema hann Luke McShane frá Stóra-Bret- landi, ungur efnispiltur og gaman að tala við hann og föður hans sem kom með til fulltingis. Þessir ágætu menn tefla fyrir Hrókinn og ég verð að segja eins og er að ég sé jákvæðu hlutina við þetta og auðvitað þá nei- kvæðu líka. Heimurinn er að breyt- ast á nýju árþúsundi og verður mað- ur ekki að reyna að skilgreina hlut- ina eftir því? Ef menn geta ekki safnað liði innanlands til að vinna titilinn verða þeir að leita út fyrir landsteinana og kaupa lið fyrir of fjár. Ekkert bannar það en heldur finnst mér þetta hégómlegt! Þarna skrifaði hinn neikvæði Sævar Bjarnason. Hins vegar verður að líta á það að alltaf er fengur að fá er- lenda sterka stórmeistara í heim- sókn. Það auðgar skáklistina, við losnum við að tefla við sömu góðu félagana ár eftir ár og þaö vekur meiri athygli á keppninni. Islands- mót skákfélaga kom í Ríkissjón- varpinu. Það hefur ekki gerst að neinu marki í áratugi og í raun erum við að reyna að koma okkar göfugu skáklist á framfæri og fá fleiri til að uppgötva hinn skemmti- lega skákheim. Taflfélag Reykjavíkur er efst eins og er - tókst að leggja vini vora og hræður, höfuðóvininn Helli. í vor gerum við upp við útlendingaher- sveitina Hrókinn. Mér er til efs að Hannes Hlífar Stefánsson Hefur tök á Ivan Sokolof. Hefur fimm vinnlnga gegn einum samanlagt í skák- um sem þeir hafa teflt. þá verði í því liði nokkur maður, búsettur á Islandi, hvað þá kunni hið ástkæra, ylhýra, en hjá okkur í skákinni er nóg að kunna að tefla því við erum allir af sama meiði sprottnir. Lítum nú á það sem málið snýst um. Fyrst mátar Hannes Hlífar sem, ásamt Jóhanni Hjartarsyni, er sómi okkar, sverð og skjöldur, Ivan Sokolov sem er stigahærri en nokk- ur íslenskur skákmaður hefur nokkurn tíma orðið. En þeir bíta hraustlega frá sér enn þá og fleiri á leiðinni. Jákvætt, já, jákvætt mál. Eftir skák þeirra félaga á fimmtu- dagskvöldið í Ráðhúsinu er staðan á milli Hannesar og Ivans 5-1 Hann- esi í vil. Ivan Sokolov hefur nálægt 2700 stigum. Hannes hefur alla burði til að rjúfa þann múr á næsta ári, fyrstur íslendinga. Hvítt: Hannes Hllfar Stefánsson Svart: Ivan Sokolov Spánski leikurinn (Berlínarmúrinn) Vestmannaeyjum (2), 20.10. 2001 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 RfB Berlínarafbrigðið svokallaða. í 3. umferð á minningarmóti Jóhanns Þóris Jónssonar, en 4. umferð fer einmitt fram í dag, kl. 17, í Ráðhúsi Reykjavíkur, lék Ivan 3. Bc5 og skákinni lauk með jafntefli þrátt fyrir frumkvæði Hannesar lengi vel. 4. 0-0 Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 9. Rc3 h6 10. Hdl+ Ke8 Það er ekki á hverjum degi sem íslenskur skák- maður tekur tvo af fremstu skák- mönnum heims í kennslustund. Kasparov rembdist eins og rjúpan við staurinn í London í fyrra við að finna rétta leikaðferð í þessu af- brigði. Hannes hefur teflt þetta áður svona, í Egyptalandi, og Kaspi hermdi eftir honum á skákmóti í Wijk aan Zee fyrr á árinu og lagði þá Kramnik loksins í þessu afbrigði, Berlínarmúrnum svokallaða, og þóttu það mikO tíðindi. Fáir vissu þó að Kaspi hafði gengið í smiðju til Hannesar og grunar mig að Ivan Sokolov hafi ekki vitað það!? 11. b3! Be6 12. Bb2 a5 13. a4 Hd8 14. Re2 Hxdl+ 15. Hxdl Bd5 16. Rel g5 17. Rc3 Be6 18. Re4 Be7 19. Rf3 KfB. Svartur teflir greinilega til jafn- teflis en Hannes er eins og fiskur í vatni hér og slær á alla tilburði til mótspils. 20. Rf6 c5 21. g4 Rg7 22. h3 Bc8 23. Rd2 Re6 24. Rc4! b6. Allar þessar tilfæringar eru aðeins fyrir lengra komna að botna í! Aðal- atriðið er að svarta staðan veikist hægt og rólega af illvígum sjúkdómi og siðan er bara að hirða afrakstur- inn. Hann Hannes Hlífar, okkar, á ekki langt eftir í allra fremstu röð! 25. Re3 Bxf6 26. exf6 h5 27. Rd5 hxg4 28. hxg4 Bb7 29. Be5! Rf4. Þessi aumkunarverði leikur er nauðsynlegur til að koma í veg fyr- ir að svörtu peðin falli. Það hlut- skipti svarts bíður þá aðeins lengur. 30. Bxf4 gxf4 31. f3 Hh3 32. Hd3 Kg8 33. Kg2 Hg3+ 34. Kf2 Bxd5 35. Hxd5 Hh3. Hvítur leikur og vinnur! 36. Hg5+! Kh7 36. -Kf8 tapar strax eftir 37. Hh5 og peðsendataflið er gjörtap- að. 36. Kh8 er aðeins gálgafrestur, 37. Ke2! Hh2+ 38. Kd3 Hf2 39. Hg7! Og hvítur verður á undan að ná drottningu eða máta, hvíti kóng- urinn skundar á vettvang, eða sam- stæð frípeð hvíts renna upp! Og að lokum 36. Kh8 37. Ke2! Hh2+ 38. Kd3 Hh6 39. Hf5! Og vinnur létt! Sá á kvölina sem á völina. 37.Hg7+ Kh8 38. Hxf7 Hh2+ 39. Kgl Hxc2 40. g5 1-0. Skák þessi þótti einna æsilegust á íslandsmóti skákfélaga í Eyjum. Gamall vinur minn, sem ég dró úr Flugleiðavél 1978, er nú einn af liðs- mönnum Hróksins og heitir Nick de Firmian stórmeistari. Nick hefur ævinlega verið mér þakklátur fyrir að fá að sjá fegurð landsins að sum- arlagi í fríi nokkra daga. Hann hef- ur verið íslandsvinur æ síðan og notar hvert tækifæri til að komast til íslands en hefur því miður að- eins í þetta eina skipti, 1978, komið að sumarlagi. Hann hreifst mjög af fegurð Vest- mannaeyja og viH endilega komast þangað með konu og börn í frí í framtíðinni. Nick sagði um þessa skák að hann vonaðist til að það yröum við, íslendingar, sem gerðum út um málin á Islandsmóti skákfé- laga en ekki þeir málaliðarnir. Nick býr í kóngsins Kaupinhavn og á danska konu. Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Bragi Þorflnnsson Nlmzo-indversk vöm. Vestmannaeyjum (4), 21.10. 2001 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 c5 5. g3 b6 6. Bg2 Bb7 7. 0-0 Bxc3 8. bxc3 d6 9. d5 0-0 Karl Þor- steins hefði án efa getað orðið stór- meistari, hann var nálægt því á sín- um tíma. En á besta aldri, rétt fyrir þrítugt, dró hann sig að mestu frá skákiðkun - fór að starfa í sínu fagi, viðskiptafræði. Hann lagði danska stórmeistarann Henrik Danielsen í Eyjum og hefur litlu gleymt. En hér á hann í höggi við ákveðinn ungan mann sem stefnir til meiri metorða í skákinni og er meira en 15 árum yngri. Bragi Þorfinnsson er ekkert lamb að leika við! 10. Rh4 e5 11. e4 Ba6 12. De2 He8 13. Bh3 Rbd7 14. Bg5 Bc8 15. a4 h6 16. Bd2 Rh7. Þetta eru allt mjög skáklega séð „menntaðir" leikir og ljóst að pilt- arnir kunna ýmislegt fyrir sér! 17. Ha2 Rg5 18. Bg2 Rf6 19. f3 Bd7 20. Hfal Hb8 21. Be3 Dc8 22. Dd2 Da6 23. Bxg5 hxg5 24. Dxg5 Dxc4 25. Dd2. Sannkölluð baráttuskák og und- ir kraumar mikil spenna. Flestir stórmeistarar hefðu verið full- sæmdir af taflmennskunni. Nú er boginn spenntur hjá báðum - eins gott að þeir geigi ekki! 25. - Da6 26. Bfl c4 27. Rg2 Hbc8 28. Re3 Hc5 29. Hb2 b5 30. Hb4 Hec8 31. Da2 Db6 32. axb5 Hxb5. Hér héldum við strákarnir í Taflfélag- inu að Bragi væri að snúa á Karl. En Karl Þorsteins ólst upp i TR og vann sína glæstustu sigra undir merkjum þess félags. Svo hann var sýnd veiði en ekki gefin! 33. Dxa7! Hxb4 34. cxb4 Dxb4 35. Da5 Db2 36. Da3 Dd4 37. Hdl Db6 38. Kg2 c3! 39. Rc4 Hxc4?! Tímahrakið, spennan og adrenalíniö flóði! Nú fara undarlegir hlutir að gerast. Best var sennilega 39. c2! 40. Hcl Dd4 41. Hxc2 Rxe4 með mjög tví- sýnu tafli þar sem svartur virðist standa örlítið betur. En ungu mennirnir eru óhræddir við að fórna og víst er fórnin djúp!! 40. Bxc4 De3 41. Dcl. Karl er gamalreyndur skákmað- ur og sér ábyggilega eftir því að hafa ekki fengið sér kaffibolla eða te og róað hugann. Þá hefði hann sennilega ekki leikið 41. Dcl held- ur 41. Da8+ Kh7 42. Da2 Bg4! 43. Hfl Rxe4! 44. fxg4 Rd2 45. Dc2+ e4 46. Bg5 og hvítur er líklega með unnið?! Staðan er full af öðrum möguleikum en við fyrstu athugun virðist hvítur standa betur! En nú fær Bragi ótrúlegt tækifæri! 41. - Bh3+ ??!! Snilldin verður stund- um til fyrir misskilning. Bragi hélt að hann væri að vinna og það hélt Karl líka! Eftir hinn gerða leik held ég að Karl hafi unna stöðu. Hjálpi mér allir heilagir, ekkert er víst í heimi hér. Hér á Bragi snilldarvinningsleik hefði hann fengið sér nokkra sopa i við- bót af kaffinu, sem hann var þó búinn að ná sér í, hefði hann án efa komið auga á hann! 41. Rg4!! Athugum fyrst 42. Dc2. En Þröstur Þórhallsson stórmeistari var fljót- ur að sjá við því, 42. Ba4!! og hvit- ur getur gefið með þokkalegri samvisku! 43. Dxa4 DÍ2+ 44. Kh3 Dxh2 45. Kxg4 g6! Og hvítur verð- ur mát i 5. leik eins og lesendur geta skemmt sér við að flnna! 42. Kxh3 Dxf3. Enn er smátaugatitringur í gangi og Karl sér möguleikann Rh5 fylgt af Rf4+ og hvíta staðan hryn- ur. En hann á björgunarleik! 43. Hel Rh5 44. Be2 Rf4+ 45. Dxf4 og vinnur! Mér er öllum lokið! 43. Hfl Dg4+ 44. Kg2 Dxe4+ 45. Hf3 Dxc4 46. Dxc3 De2+?! Betra var 46. Da2+ 47. Khl Dxd5 með þokkalegum vinningsmöguleikum fyrir Braga. 47. Hf2 O-l. Hér fékk Bragi sér kafflsopa með skjálfandi höndum. Það tekur á aö tefla. Karl uppgötv- aði strax að Bragi var aðeins að njóta augnabliksins, eftir 47. Dxf2+ 48. Kxf2 Re4+ er öllu lokið. Hann gafst því upp saddur lífdaga eins og sagt var hér í eina tíð! Eftir 47. Kgl er erfltt að sjá vinning fyrir svartan, 47. - Dxd5 48. Dc8+ Kh7 49. Dh3+ með þráskák. Og erfitt að bæta svörtu stöðuna. Karl hélt að hann gæti teflt tO vinnings með 47. Kh3 en líklega hefur hann ekki séð 47. - Re4 sem vinnur! T.d. 48. Dc8+ Kh7 49 Df5 Kh6! Já, það er ekkert lát á ævintýrunum í Eyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.