Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 I>V Fréttir Formaður Framsóknarflokksins kveður upp salómonsdóm á miðstjórnarfundi Framsóknar í gær: Skynsamlegt veiöigjald - eina leiöin til að sameina ólík sjónarmið, segir Halldór Ásgrímsson Framsóknarformaöur Halldór Ásgrímssofí, formaður Framsóknarflokksins, kom víöa viö í ræöu sinni á miöstjórnarfundi Fram- sóknarfiokksins í gær og kvaö þar meöal annars upp úr um aö hann teldi aö skynsamlegt veiöigjald þyrfti aö koma tit í sjávarútvegi. Hér ræöir formaöurinn viö flokksbræöur á fundinum. „Miðað við umræðumar í Fram- sóknarflokknum, á flokksþingi, á kjör- dæmisþingum og í opna umræðuhópn- um, sem hér hefur verið lýst nokkrum orðum, virðist mér það liggja ljóst fyr- ir að samstaða næst aðeins með mála- miðlun þannig að menn sættist á skyn- samlegt veiðigjald." Þetta sagði Hall- dór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, við upphaf miðstjómarfundar flokksins í Hafnarfirði í gær. Formaðurinn var þar að kveða upp salómonsdóm um stefnu flokksins varðandi fiskveiði- stjómunarmál eftir að í ljós kom að ekki var afgerandi niðurstaða úr skoð- anakönnun innan sjávarútvegsnefndar flokksins sem fór sérstaklega yfir þetta mál. Halldór bætti við: „Ég sé þessa einu leið til að sameina þá sem helst vilja enga sérstaka gjaldtöku yfirleitt og hina sem frekast myndu kjósa fym- ingarleiðina. Þessi leið er einnig í sam- ræmi við þær upplýsingar sem ég hef í starfi minu og samskiptum fengið um afstöðu og vilja flokksmanna i Fram- sóknarflokknum.“ Halldór hafði áður gert grein fyrir niðurstöðu umræddrar könnunar og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það geti orðið íslendingum þungbært að standa utan Myntbandalags Evrópu á sama tíma og við ætlum jafnframt að lúta samkeppnisreglum innri markaðar EES. Hann segir að Islend- ingar verði að ræða tengsl sín við evruna af hreinskilni, jafnvel þótt málið sé viðkvæmt. sjávarútvegsnefhdar flokksins sem skipuð var á síðasta flokksþingi og átti að skila niðurstöðum til þessa mið- „Það sem líklega kemur til með að hafa mest áhrif á stöðu okkar er evran sem fer í umferð eftir rúman mánuð. Hún verður gjaldmiðill á þeim innra markaði Evrópu sem við erum fullir aðilar að og keppum á. Hún verður ekki aðeins gjaldmiðill þeirra 12 landa sem taka hann upp um áramót heldur líka þeirra sem gerast aðilar á næstu árum,“ sagði Halldór í ræðu sinni á stjórnarfundar, sem hún og gerði. í þeirri greinargerð er hins vegar ekki tekin afstaða með einhverri einni leið miðstjórnarfundi Framsóknarflokks- ins f gærkvöld. „Við þessar aðstæður er það frumskylda Seðlabanka íslands að gera ftarlega úttekt á þessu máli... Hann verður jafnframt að svara þeirri erfiðu spumingu hVort við getum með sjálfstæðri íslenskri krónu varðveitt nauösynlegan stöðugleika á innri markaði þar sem einn gjaldmiðill er ráðandi “ -BG umfram annarri. Samkvæmt upp- lýsingum DV tóku 138 nefndarmenn þátt í skoðana- könnun þessari og þar af sögðust 72 vera hlynntir gjaldtöku en 62 voru alfarið á móti því að taka auðlindagjald í sjávarútvegi. Einnig var spurt sérstaklega um fymingarleið og veiðigjaldsleið og vora 66 hlynntir fymingu en 68 manns hlynntir veiðigjaldsleið- inni. Fram kom hjá Halldóri í ræðu hans i gær að nið- urstöður könnun- arinnar sýndu ekki afstöðu manna til þess hvemig ætti að útfæra þetta, t.d. hvort gjaldið ætti að vera hátt eða lágt eða hvort það ætti að vera afkomutengt. „Skoðana- könnunin lýtur ekkert að byggðamál- um, smábátamálum, brottkasti eða öðram slíkum álitamálum. Ég hef oft látið í ljós þá skoðun mína, sem for- maður Framsóknarflokksins, að okkur ber skylda til að ná eins almennri sam- stöðu um þessi mál og frekast eru unnt. Ég hef oftsinnis tekið fram að ég get séð fyrir mér mismunandi leiðir að sameiginlegu marki í þessum málum. Ég hef ekki viljað útiloka neinar meg- inleiðir, hvorki veiðigjaldsleið né fym- ingarleið, en lagt áherslu á að ekki verði gengið svo nærri atvinnuvegin- um að fyrirtækin lendi í rekstrarvand- ræðum af þessum sökum," sagði Hall- dór í ræðunni. -BG Halldór Ásgrímsson vill ræöa tengsl við evruna af hreinskilni: Dugar krónan okkur? - til aö viðhalda stöðugleika, spyr Halldór Seðlabankann Eigendur húss Kvennaathvarfsins segja nýtingu forkaupsréttar ekki eiga aö koma neinum á óvart: Stórmál fyrir Sjónvarpið Það er stórmál fyr- ir Sjónvarpið að við- hafa vinnubrögð sem viðhöfð voru í brott- kastsfréttunum. Þetta segir Árni Mathiesen sjávarút- vegsráðherra á Eyja- fréttum.is. Ámi vísar til frétta Stöðvar 2 um dópviðskipti sem voru sviðsettar og spyr hvort hið sama gildi um þessar fréttir Sjónvarps. Perlan auglýst Perlan í Öskjuhlíð verður auglýst til sölu um helgina. Sex fasteignasal- ar áttu fund með Innkaupastofnun í gær og fara i skoðunarferð um Perluna í dag. Það eina sem stendur í vegi fyrir sölu Perlunnar er gerð lóða- leigu- og eignaskiptasamninga. Út- varpið greindi frá. Tónlistaruppeldi í hættu Kjaradeilda tónlistarkennara og sveitarfélaga stefnir tónlistarkennslu og -uppeldi í hættu, þá ekki síst á lands- byggðinni. Þetta segir í ályktun frá sveitarstjóm Eyjafjarðarsveitar. Þai- er skorað á deiluaðila að leita allra leiða til að málið fái farsælar lyktir. íslendingar þunglyndir Notkun íslendinga á geðdeyfðar- lyfjum var á síðasta ári 50% meiri en meðal Svía og 270% meiri en meðal Færeyinga. Aðeins virðist draga úr vextinum hjá okkur á yfirstandandi ári. Nokkur árstíðasveifla er til stað- ar þegar ársfjórðungstölur era skoð- aðar. Frá þessu segir á heimasíðu heilbrigðisráðuneytis. Allir í vinnu Ekki hafa áður mælst fleiri starf- andi en nú í nóvember eða 155.900 manns. Atvinnuþáttaka mældist Vissu hvað til stóð í heilt ár DV-MYND HARI Nýtt húsnæði Kvennaathvarfsins Kostaöi 54 milljónir króna en fæst ekki afhent fyrr en 1. júní á næsta ári. Húsnæöið er í miöbæ Reykjavíkur, rétt hjá einum af hinum umdeildu súludansstööum borgarinnar. Afkomendur Einars Sigurðsson- ar, útgerðarmanns í Vestmannaeyj- um, sem krafist hafa útburðar Kvennaathvarfsins úr húsi sem þeir hafa keypt á Bárugötu, segja mikla rangfærslu vera í orðum lögmanns athvarfsins i DV í gær. Ekkert lof- orð hafi verið gefið um að athvarfið fengi að sitja lengur í húsinu en til 15. nóvember eins og Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur láti liggja að. Árni Erlingsson, eiginmaður Auðar Einarsdóttur og kaupandi hússins, segir að í heilt ár hafi kvennaathvarfskonum mátt vera ljóst hvert stefndi. „Það er akkúrat eitt ár síðan ég hringdi í fasteigna- söluna og tilkynnti að ég myndi höfða mál til ógildingar þessum samningi. Nú eru meira en tveir mánuðir síðan kveðinn var upp dómur í Hæstarétti. Frá og með þeirri mínútu sem dómurinn var kveðinn upp var ljóst að þær áttu að fara úr húsinu. Við konan mín erum búin að borga þetta hús og höfum reitt fram mikla peninga. Við eigum húsið en fáum ekki að komast þangað inn. Við neyddumst því til að höfða útburðarmál. Menn verða að hlíta hæstaréttardómum, svo einfalt er það. Ætlar stjórn Kvennaathvarfs- ins síðan enn að ota samtökunum í kostnaðarsöm málaferli til þess eins að geta setið sem hústökufólk að Bárugötu tvö í nokkrar vikur?“ Árni segir að forkaupsréttar- ákvæði erfingj- anna hafi verið þinglýst í afsali. Það sæti því furðu að húsið hafi ver- ið selt án þess að þetta kæmi fram. Enn undarlegra sé að í ljósi þessa skuli Kvennaat- hvarfskonur festa kaup á dýru hús- næði á mesta pöbbasvæði Reykja- víkur undir starfsemina. Og það með fullri vitneskju um aö þar yrði ekki hægt að flytja inn fyrr en 1. júní á næsta ári. Bíða niðurstöðu Héraðsdóms Jóna Sigurlín Harðardóttir, fram- kvæmdastjóri Kvennaathvarfs, seg- ir að samtökin biði nú eftir aö út- burðarmálið verði tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. „Við erum búin að festa kaup á öðru húsnæði, en þar er í gildi leigusamningur svo við komumst ekki þar inn fyrr en næsta sumar. Nú snýst málið um hvað þessi hæfl- legi frestur þýðir sem erfingjar gáfu yfirlýsingar um fyrir rétti.“ Jóna segir hins vegar engin úrræði í hendi varðandi húsnæði ef starf- semin verði nú borin út. Hún segir þó alveg ljóst að haldiö verði áfram og konur þurfi ekki að óttast að starfsemin hætti. Þórlaug Jónsdóttir, rekstrarstjóri Kvennaathvarfsins, staðfesti í sam- tali við DV í gær aö kaupverðið á nýja húsnæðinu væri 54 milljónir króna, en upphaflega hafi verið sett á það 60 milljónir. -HKr. Frændur finna olíu Missti rúm 80 kíló Góðar bækur og kjameðlis- fræði Efnahagsvetur eftir þenslu- skeið Haraldur Jónsson Innlent fréttaljós Erlent fréttaljós Helgl Ellertsson Pílagrímur og poppari Bíll ársins Leit að fyrirsætu Herbert Guömundsson Vigdís Grímsdóttir DV-bílar Stakk unnustuna til bana Rómantísk náttúrufræði Kalkúnninn er hátíðarfæða Þjóösögur og huliöshelmar Islenskir harmleikir Tímamót DV-matur B!am í dag 83,6% nú um miðjan nóvember 2001 en fyrir réttu ári mældist hún 83,2%. Þetta kemur fram í mælingum Hag- stofunnar. Þá er 2,4% vinnuaflsins án vinnu og í atvinnuleit nú í nóvember. Hlífarmál í rannsókn Stjórn Lífeyrissjóðsins Hlífar hefur fengið endurskoðendur til að kanna starfsemi sjóðsins síðustu tvö ár, eft- ir að upp komst meint misferli eins sjóðstjóra Kaupþings, sem er sonur fyrrv. framkvæmdastjóra Hlífar. Mál framkvæmdastjórans er og hjá Rikis- lögreglustjóra. Sólon fær styrk Gerð myndarinnar Sólon íslandus fékk í gær 24,5 milljón kr. í fram- leiðslustyrk frá kvikmyndasjóði í Þýskalandi. Sólon íslandus er byggð á skáldsögu Davíðs frá Fagraskógi. Hún fjallar um líf og ástir Sölva Helgasonar. Handrit skrifuðu Klaus Richter og Margrét Rún Guðmunds- dóttir, sem er leikstjóri. Haldiö tíl haga Vegna fréttar í DV á miðvikudag um sættir sveitarstjórans og slökkviliðsstjórans í Hrísey er nauð- synlegt að leiðrétta orðalag. Notað var orðið „laminn" sem var of sterkt og réttara aö segja að til hnippinga hafi komið. Rétt Þóra í DV í gær í þætt- inum Spurt og svar- að þar sem Þóra Ákadóttir, bæjarfull- trúi Sjálfstæðis- flokks á Akureyri, var tekin tali birtist röng mynd. Hér birtist rétt mynd af réttri Þóru. -sbs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.