Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 26
26
LAUGARDAGUR 24. NÓVBMBER 2001
DV
Helgarblað
Kynlíf
Áráttukynhegöun eða
ióna
Ingibjörg Jónsdóttir
skrifar um kynlíf fyrir
DV og Spegilinn
Valiö er byggt á umsögnum ! DV í vikunni.
Einar Kárason:
Óvinafagnadur. Sturl-
ungaöld í algleymingi.
Þórður Kakali situr að
sumbli í Niðarósi þegar
hann fær fréttir af
dauöa föður síns og bræðra í Ör-
lygsstaðabardaga og skundar heim
til hefnda. Spennandi saga þar sem
söguhetjur Sturlungu spretta lif-
andi fram. Mál og menning.
Lífið
í svörtu holunni
barátta
Konan í köflótta stólnum er per-
sónuleg reynslusaga um baráttu
Þórunnar Stefánsdóttur við þung-
lyndi. Hún fann gleðina og tilgang-
inn í lífínu eftir tíu ára glímu við
þennan sjúkdóm sem leiddi hana á
barm örvæntingar og sjálfsvígstil-
raunar. Frásögnin er óvenju mynd-
ræn og fágætlega einlæg lýsing á
ferðalagi frá djúpu myrkri til bjartr-
ar lífssýnar. Hún var í 23 ár gift
hæstaréttardómara, á tvær dætur
en er nú fráskilin. Þórunn Stefáns-
dóttir er blaðamaður og býr bæði á
íslandi og í Barcelona.
JPV-útgáfa gefur bókina út.
Nauðug í klúbbnum
Ég er kölluð Tóta og varð nauðug
viljug félagi í klúbbi sem hefur ver-
ið starfræktur um víða veröld svo
lengi sem mannkynið hefur gengið
upprétt. Nú er það svo að enginn
heilvita maður sækir um inngöngu
i þennan klúbb. Allir félagarnir
hafa verið skráðir í hann að þeim
forspurðum. Ég er ekki þar með að
segja að þetta sé vondur félagsskap-
ur.
Öðru nær.
Svo ég gefi ykkur smá sýnishorn
af félagatalinu get ég nefnt Abra-
ham Lincoln, forseta Bandarikjanna
og Winston Churchill, forsætisráð-
herra Bretlands, blaðamanninn
Mike Wallace, sem brosir til okkar
af skjánum í fréttaþættinum 60 mín-
útur og fjölmiðlarisann Ted Turner.
Margir rithöfundar leynast í
hópnum; Sylvia Plath, Virginia
Woolf, Ernest Hemingway, Mark
Twain og William Styron. Aragrúi
tónskálda og tónlistarmanna prýðir
listann og nægir að nefna þá
Tchaikovsky, Rachmaninoff, Kurt
Cobain og Michael Hutchence.
Einhvers staðar á þessum lista
stendur líka nafnið Tóta.
Ég starfa sem blaðamaður og er
búsett í Reykjavík og Barcelona. Ég
er fráskilin og á tvær uppkomnar
dætur. Þið þekkið mig ekki en við
það að kynnast mér gætu mörg ykk-
ar kynnst sjálfum ykkur betur. Þið
sem eruö, hvort sem þið gerið ykk-
ur grein fyrir því eða ekki, félagar í
klúbbnum. Við klúbbmeðlimirnir
höfum öll þjáðst af þunglyndi og
margir þeirra hafa látist af sjúk-
dómnum og fallið fyrir eigin hendi.
Sálarþjófur og morðingi
Það er ótrúlegt en satt að ennþá,
á tuttugustu og fyrstu öldinni, er
talað um þennan sjúkdóm í hálfum
hljóðum. Samt er þunglyndi svo al-
gengt að það er gjarnan talað um
það sem kvefpest and-
viðjum þunglyndis.
Þunglyndi er sjúkdómur sem hefur veirö mikiö í umræöunni undanfarin misseri. Bók Þórunnar um konuna í köflótta
stólnum varpar nýju Ijósi á þunglyndi sem er 'útbreiddara en marga grunar.
Þórarinn Eldjárn:
Grannmeti og út-
vextir. Afar
skemmtileg ljóð,
vandlega myndlýst af Sigrúnu syst-
ur, sem bæta geðið, meltinguna og
brageyrað. Vaka-Helgafell.
favixwc
Víð mælum meö
Vigdís Grímsdóttir: Frú
Ijósi til Ijóss. Saga um
skilyrðislausa ást og
fjarstæðukennda leit að
konu á mynd frá fram-
andi landi. Alvarlegum
atvikum er pakkað svo vandlega
inn í orðræðu ástarinnar að les-
andi er lengi að átta sig á óheilind-
um textans. Iðunn.
Bragi Ólafsson: Gœlu-
dýrin. Tilvistarvandi
Emils S. Halldórssonar
er háalvarlegur þar sem
hann kemur sér í eink-
ar pínlega aðstöðu á
sínu eigin heimili. Það er stundum
svo óþolandi erfitt að vera maður
að það verður alveg drephlægilegt.
Bjartur.
Jón Atli Jónasson:
Brotinn taktur. Smá-
sagnasafn eftir nýjan
höfund, napurt og kald-
hæðið á yfirborðinu en
undir er kvikan.
Húmorinn er svartur en hárfínn og
raddir sögumanna, hvort sem er
bama eða fullorðinna, sannfær-
andi. Forlagið.
BHOTIXN
TAicnm
kynferðisleg vanlíðan?
- þú rædur meira yfir kynhvötinni en hún ræður yfir þér
Getur kynhegðun verið óviðráðan-
leg eða áráttukennd? Það kæmi mér
ekki'á óvart að stór hluti lesenda kink-
aði núna kolli væru þeir inntir eftir
svari. í hugskotssjónum birtast mynd-
ir á borð við ungan mann sem nánast
eyðir öllum vökustundum límdur við
pomósíðumar á Netinu eða ... örvænt-
ingarfúllt sprand þar Sem lífið snýst
um það eitt að tryggja sér öraggt að-
gengi að nýjum bólfélögum.
Kynhegðun, eins og allt annað í líf-
inu, getur gengið út í öfgar og verið
fólki fjötur um fót. Vandinn er bara sá
að það er ekki auðvelt að vera sam-
mála um hvað felst í öfgum af þessu
tagi og gildir það bæði um leikmenn og
fagfólk. Hvenær er kynhegðun „óvið-
ráðanleg" eða „áráttukennd"? Vegna
þess að menn eru ekki á eitt sáttir
hvað þetta atferli felur í sér hafa þeir
sem virkilega þjást vegna áráttukyn-
hegðunar sáralitla möguleika á að leita
sér viðeigandi aðstoðar.
Rannsóknir eru af skornum
skammti
Á kreiki era margar hugmyndir um
þetta fyrirbæri. Hins vegar er afskap-
lega lítið vitað um raunveralegt eðli
vandans, einfaldega vegna þess að
rannsóknir era enn af of skomum
skammti. Patrick Cames, einn þeirra
sem hvað mest hafa hampað kynlífs-
fiknarhugmyndinni, heldur þvi til
dæmis óhikað fram að kynlífsfíkn sé
„prógressíf ‘ - þ.e.a.s. kynlífsfiknin fari
stigversnandi ef ekkert er að gert og
endi óhjákvæmilega með því að við-
komandi fremji einhvem kynferðis-
glæp. Þó fyrirfmnast engar rannsóknir
sem hafa getaö sýnt fram á beint sam-
hengi þama á milli. Á meðan óvissa
ríkir um hvað felst i áráttukynhegðun
eða kynlífsfíkn er hægur leikur fyrir
leikmenn að tefla fram sínum skýring-
um á fyrirbærinu. Nægir þar að nefna
þá sem hafa kynnst AA-fræðunum en
sumir þeirra taka hiklaust undir það
að fyrirbærið „kynlífsfíkn“ sé til. Þú
bara skiptir um orðið fyrir framan „-
fíkn“ og þar hefur þú sjúkdóminn og
um leið meðferðarúrlausnina.
Hluti af stærri vanda
Margir hafa orðið til að gagnrýna
þessa nálgun og fínnst hún fullmikil
einfóldun. Ég er í þeim hópi. í fyrsta
lagi era kynferðisleg samskipti annað
og meira en það að innbyrða eitthvað
á borð við mat eða vin. Fyrir meiri-
hluta fólks snúast kynmök heldur ekki
bara um spennulosun. Flestir ráða líka
meira yfir kynhvötinni og tUfínning-
um sínum en þá grunar en ekki era
allir tilbúnir að skoða þennan mögu-
leika. Að sama skapi er ekki vinsælt
að líta á þann möguleika að kynlífs-
áráttan sé í rauninni eitt birtingar-
formið eða einkenni á slæmum kvíða,
niðurbrotnu sjálfsmati og/eða þung-
lyndi. Einnig hefur verið bent á tengsl
áráttukynhegðunar víð persónuleika-
truflanir, vímuefnamisnotkun og
sterka andfélagslega hegðun.
Áráttukynhegðun er vel þekkt sem
eitt af mögulegum einkennum maníu
hjá fólki með geðsjúkdóminn oflæti-fá-
læti. í maníunni missir það dóm-
greindina, er ef til vill haldið ofsakæti
og veður yfir eigin mörk og annarra.
Það skal engan undra að við þessar að-
stæður geti kynhegðunin farið úr
böndunum. Fyrir utanaðkomandi fólk
með takmarkað innsæi og skilning á
eðli þessa geðhvarfasjúkdóms getur
verið erfitt að átta sig á hvað er að ger-
ast.
Erfiöleikar með náin tengsl?
Ákveðinn hluti þeirra sem sjúk-
dómsgreina sig sjálfa sem „kynlifs-
flkla“ er fólk sem á erfítt með náin
tengsl. Þá getur hentað vel að vera
„kynlífsfikill“ því þá þarf maður að
vera sérstaklega mikið á varðbergi í
nánum samskiptum. Sem sjálfstimpl-
aður kynlifsfíkill hefur ekkert breyst í
sjálfu sér; viðkomandi á ennþá erfitt
með náin tengsl - núna bara með öðr-
um formerkjum (eins konar hin hliðin
á sama peningi). Stundum er auðveld-
ara að geta sagt að sjúkdómurinn hafí
hlaupið með mann í gönur fremur er
að horfast í augu við sársaukafullar af-
leiðingar af hegðun sinni. Hið grátlega
er líka að þeir sem þjást af meiddum
samskiptum og stimpla sig sem kyn-
lífsfíkla takmarka þar með möguleika
sína á aö læra að tengjast öðrum og
verða hæfari i kynferðislegum sam-
skiptum.
Hætta á þröngsýni
Að skella kynhegðun á sjúkdóms-
básinn hentar prýðilega siðapostulum
og þeim sem hallast að þröngsýnum
kynlífsviðhorfum. Þannig er hug-
myndin um kynlífsfíkn vatn á myllu
þeirra sem telja kynhegun af „hinu
illa“ o.s.frv. Það er til urmull af dæm-
um í sögu homo sapiens þar sem kyn-
hegðun var fordæmd fyrir það eitt að
vera frábragðin eða vera ekki stunduð
af mörgum. Það er ekki ofsögum sagt
að fáfræði skapi fordóma, sérstaklega
þegar kynlífið er annars vegar. Að
kynlíf sé sjúkdómur sem getur steypt
manni í glötun (fíknin kastar manni jú
„á botninn", sbr. samlíkinguna við
áfengisfíkn) passar líka prýðilega inn i
heimsmynd einstaklinga sem era full-
ir blygðunarkenndar á sér sem kyn-
verum og kunna hvorki að gleðjast yfir
eigin munúð né annarra.
Má vanlíðan, tengd kynhegð-
un, ekki vera til?
Þótt manni geti liðið ilia yfir ein-
hverju þarf það ekki að þýða að maður
sé fíkill eða haldinn einhverri áráttu.
Það sama er upp á teningnum í kynlífi.
Það er til aragrúi af eðlilegum ástæð-
um fyrir kynferðislegri vanlíðan sem
þarf ekkert að hafa með sjúkdóma að
gera. Öllum geta orðið á mistök (eöa
reynsla eins og einhver sagði!). Að
þeim orðum slepptum get ég flækt mál-
in enn meir með þvi að segja ykkur að
„of mikil kynhegðun" geti bent til
heilaskemmda, truflana í innkirtlum
eða aukaverkana vegna lyfíatöku.
Hugir koma saman
Á vissum tímabilum ævinnar getur
fólk virst vera algerlega háð hvað öðra
og þeim tengslum sem það fær út úr
sameiginlegum ástarleikjum - og snýst
lífið þá nákvæmlega ekkert um áráttu-
kynhegðun - þótt það gæti litið þannig
út! Hver man ekki eftir fyrsta langa, al-
varlega ástarsambandinu þar sem
parið sá ekki sólina hvort fyrir öðra og
var saman öllum stundum (þetta með
að „hanga saman á klofinu!"). Það er
ekki að ástæðulausu að þetta tímabil
er gjama nefnt „tilhugalífið", þar sem
hugir koma saman. En þetta er eðlilegt
fyrirbæri í byijrm sambands - „límið“
sjálft, og hefur ekkert með áráttukyn-
hegðun eða kynlifsfikn (hvað svo sem
það er) að gera.