Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 30
30
Helgarblað
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001
I>V
Skólastúlkur flettu ofan
af hvítri þrælasölu
Tilviljun og
þrautseigja tveggja
ungra skóla-
stúlkna í San
Francisco leiddi til
þess að upp komst
um glæpsamlegt
smygl á fólki til
Kaliforníu og hvíta
þrælasölu í kjölfar
þess. Starfsemi af
þessu tagi er út-
breidd í Norður-
Ameríku eins og
víðar þar sem fólk
frá fátækum lönd-
um leitar betri lífs-
kjara en hefur ekki
önnur ráð en þau
að greiða bófa-
flokkum fyrir að
taka að sér að
koma því til fyrir-
heitna landsins.
Fjölmörg dæmi
eru um hvernig
þessu fólki reiðir
af er það sekkur í hafið með leka-
byttum eða kafnar í gámum eða er
tekið á strönd eða við landamæri og
sent til baka. Aðrir eru seldir í
ánauð í þeim löndum sem leitað er
til. Víða eiga ólöglegir innflytjendur
ekki annarra kosta völ en að gerast
þrælar misindismanna sem halda
yfir þeim verndarhendi í nýju og
ókunnu landi.
Kynnt er til sögu Megan
Greenwell, 16 ára stúdent í Berkeley
University Hight. Eins og margir
bandarískir unglingar hafði hún
varla tíma til að sinna öllu því sem
hún tók sér fyrir hendur. Auk
námsins stundaði hún æfingar í
skylmingum, gekk í matreiðslu-
skóla og sinnti öllu því sem til
þurfti til að halda Tim kærasta sín-
um ánægðum. Hún vann líka við
skólablaöið The Jacket. Allt þar til
að Megan spann þráð glæpasögu úr
lopaspotta, sem barst í hendur
hennar í nóvember 1999, skrifaði
hún ekki um annað en mat, tísku-
fréttir og sagði frá lifsstíl ungra
Kaliforníubúa.
Óþefur
Þá var það að vinkona hennar,
Iliana Montauk, sem var fréttastjóri
skólablaðisins, bað Megan að skrifa
frétt um dauða inverskrar stúlku,
sem var jafnaldri þeirra og bjó rétt
við skólann. Hvorugri þeirra datt í
hug að verkefniö ætti eftir að draga
óhugnanlegan dilk á eftir sér.
Megan hóf aö kynna sér aöstæður
stúlkunnar og bjóst ekkí við að neitt
óvenjulegt kæmi í ljós. En eftir
rúma viku voru skólasystumar
búnar að komast á spor fólkssmygl-
ara og þrælasala sem leiddi til þess
að flett var ofan af glæpum þeirra.
Blaðakonurnar á litla skólablaðinu
voru mánuði á undan öðrum fjöl-
miðlum að rann-
saka málið og
koma upp um
glæpina.
Enskukennari
þeirra, Rick
Ayers, sagði um
blaðakonurnar
að þær heföu far-
ið að öllu eins og
færir atvinnu-
menn. Hann var
tilsjónarmaður
með skólablaðinu
og fylgdist með
frá byrjun og
skynjaði fljótt að
þær stöllur höfðu
gott fréttanef og
þegar þær skynj-
uðu óþef gáfust
þær ekki upp
fyrr en ljóst var
hvaöan hann
kom.
Mjór vísir
Allt hófst þetta með því að tilsjón-
armaðurinn las stutta blaðafrétt um
dauða 16 ára gamallar indverskrar
stúlku sem hét Sitha Vemireddy og
dó af kolsýringseitrun i íbúð í
Berkeley. Fyrir slysni andaði hún
að sér lyktarlausu gasinu. Sagt var
frá slysinu til þess að vara við lifs-
hættulegu gasinu. Að öðru leyti
þótti dauði stúlkunnar ekki frétt.
En Ayers lék forvitni á að vita
hver stúlkan var og hvort hún hefði
verið nemandi í skólanum þeirra.
I—
Lakireddy Bali Reddy
Hann var höfuöpaurinn í skipulagöri
hvítri þrælasölu.
í ljós kom að það var hún ekki.
En kennari af asískum uppruna
heyrði um fyrirspurnir stúlknanna
og sagði þeim að hana grunaði að
Sitha hefði verið seld í ánauð. í því
tilfelli væri líklegast að hún hefði
verið neydd til að afla tekna til að
greiða farið til Bandaríkjanna, en
þetta verður æ algengara í Kalifom-
íu sem víðar.
Kennarinn, Amina Patel, nefndi
Þær Megan og Tliana
gáfust samt ekki upp því
að þœr höfðu komist á
snoðir um hve gjörólíkt
líf þeirra var miðað við
jafnöldru þeirra sem bjó í
sama hverfi en lifði samt
i allt öðrum heimi. Um
það sagði Iliana að á
meðan Sitha berðist við
að halda lífi og öðlast
frelsi vœru vandamál
hennar þau helst í hvaða
verslunarklasa hún œtti
að versla og hvort hún
ætti að lita táneglurnar
rauðar eða bleikar.
San Francisco var vettvangur helstu umsvifanna.
Þrautseigja þeirra kom upp um þræiasalann
Megan Greenwali, til vinstri, og lliana Montauk sem komu upp um víötæka
glæpastarfsemi í skólablaöi sínu.
einnig indverska veitingahúsið
Pasand Madras Cuisine þar sem
talið var að Sitha hefði starfað.
Megan fór þangað og sagði veit-
ingastjóranum að hún væri að
skrifa ritgerð um indverska menn-
ingu og bað um að fá að eiga viðtal
við einhvern þjónanna. Þá var kall-
að á framkvæmdastjóra veitinga-
hússins og bað hann Megan að yfir-
gefa staðinn hið bráðasta því að
ekkert af starfsfólkinu kærði sig um
að tala við hana.
Framkoman vakti grunsemdir
Megan og tóku þær stöllur sig til og
gengu fram og til
baka um hverfið
og stöðvuðu aila
þá sem litu út fyrir að vera frá Ind-
landssskaga og lögðu fyrir þá spurn-
ingar.
Tveir heimar
Stúlkurnar náðu tali af að
minnsta kosti tveim persónum sem
vissu í hvers konar klípu Sitha var.
Þær staðfestu að hún hefði verið í
svokallaðri skuldbundinni ánauð
sem þýddi að hún var að vinna af
sér farið til Bandaríkjanna. En þetta
fólk vildi ekki ræða málið nánar því
náið samband er á milli þeirra sem
koma frá þessum heimshluta.
Þær Megan og Iliana gáfust samt
ekki upp því að þær höfðu komist á
snoðir um hve gjörólíkt lif þeirra
var miðað við jafnöldru þeirra sem
bjó í sama hverfi en lifði samt i allt
öðrum heimi. Um það sagði fliana
að á meðan Sitha berðist við að
halda lifi og öðlast frelsi væru
vandamál hennar þau helst i hvaða
verslunarklasa hún ætti að versla
og hvort hún ætti að lita táneglurn-
ar rauðar eða bleikar.
Og áfram var haldið að rannsaka
örlög Sitha og urðu blaðakonumar
stundum að sleppa kennslustundum
og unnu fram á nætur við að ræða
við fólk og leita upplýsinga. Þar sem
þær voru ekki af unglingsaldri og
spurðu oft spuminga sem viðmæl-
endum þeirra þóttu ekki beinlínis
gáfulegar voru margir miklu laus-
málli en ef harðsnúnir lögreglu-
menn eða fréttamenn væru að yfir-
heyra. Þær gerðu sér þetta ljóst og
notfærðu sér ungan aldur og áber-
andi reynsluleysi til að fá aðra til að
leysa frá skjóðunni.
Margslungin glæpastarfsemi
Fréttin um örlög Sitha var svo
birt í skólablaðinu The Jacket 10.
desember 1999. Þar sagði að stúlkan
sem látist haföi af gaseitrun hefði
verið í „skuldbundinni ánauð“.
Hefði henni verið smyglað frá Ind-
landi af Vijay Lakireddy sem var
þrítugur sonur
umsvifamikils
kaupsýslu-
manns í hverfinu. Heitir sá
Lakireddy Bali Reddi og var 62 ára
að aldri þegar upp komst um athæfi
þeirra feðga.
Sitha vann í veitingahúsinu
Pasand Madras og við gólfþvott og
hreingerningar í blokkinni sem hún
bjó í.
Um miðjan janúar árið 2000 voru
þeir feðgar handteknir og ákærðir
fyrir að hafa smyglað fátækum
stúlkum frá Indlandi til Kaliforníu
og ýmist látið þær þræla og hirt
ágóðann af launum þeirra eða gert
stúlkurnar út sem gleðikonur. í ljós
kom að þeir höfðu ginnt stúlkurnar
til að koma til Bandarikjanna og
höföu tangarhald á þeim þar sem
þær voru ólöglegir innflytjendur og
áttu ekki annarra kosta völ en að
þræla fyrir þrælmennin.
Við nánari rannsókn hlóðust upp
enn fleiri sannanir fyrir hegðan
þeirra og voru fjársvik, íjárkúgun
meðal sakarefna og skattstofan
komst að miklu svindli og undan-
drætti frá skatti.
Megan og fliana sögöu síðar að
þrátt fyrir allt hefði Sitha ekki látið
lífið til einskis. Atburðarásin hefði
ráðið því að lífi og heiðri fjölda ann-
arra stúlkna var bjargað með því að
gera glæpafeðgana skaðlausa og
vekja athygli á fyrirbærinu „skuld-
bundinni ánauð“.
Sérstæð sakamál
msm.
Refsiglaðir Ameríkanar
Utanríkismálanefnd breska
þingsins hefur skorað á Tony Blair
að beita áhrifum
sínum til að fá
George W. Bush
til að draga úr
eða helst afnema
dauðarefsingar.
En forsetinn
þykir helst til
refsiglaður og
fer dauðarefsing-
um fjölgandi í Bandaríkjunum. Á
síðasta ári voru 98 manns teknir
þai’ af lifi í opinberum aftökuklef-
um en aðferöirnar eru mismunandi
eftir rfkjum. Rafmagnsstóll,
gasklefi eða eitursprautur eru þeir
kostir sem þeim dauðadæmdu
standa til boða.
Breskir þingmenn segjast hafa
áhyggur af opinberu aftökunum og
gera samanburð á fjöida böð-
ulsverka í Bandarfkjunum og öðr-
um ríkjum þar sem refsingar þykja
meö harðasta móti. í Sádi-Arabíu
voru 103 teknir opinberlega af lífi
á samanburðarárinu og 100 í
Kongó. Þykja Bandaríkjamenn
vera í heldur slæmum félagsskap í
þessum efnum þótt þeir nái ekki
nema bronsinu í keppninni um
flestar aftökur.
Kjaftfor dauðamatur
Fjöldamorðinginn
Panzram var hengd-
ur í Leavernworth-
fangelsi árið 1930.
Siðustu orð hans í
þessu lífi voru:
„Flýtið ykkur,
asnarnir ykkar. Ég
gæti hengt tíu menn
meðan þið eruð að
slóra við að hengja
einn.“
Þessi orðljóti glæpamaður var
einn duglegasti fjöldamorðingi
Bandaríkjanna. Hann játaði á sig
21 morð, meðal annars á samfanga
sínum sem var líka í dauðadeild.
Hann var aðeins átta ára þegar
hann var fyrst handtekinn fyrir
drykkjuskap og óspektir og sfðar
fyrir fjölda innbrota og aðra glæpi.
Þegar náðunamefnd fór fram á
að lífi hans yrði þyrmt skrifaði
dólgurinn Hoover forseta og sagð-
ist eiga stjómarskrárbundinn rétt
til að verða hengdur. Hann sagði
að eina leiðin til að bæta fólk væri
að drepa það.
Óheiöarlegur vatnssali
Fyrrverandi kaupsýslumaðm-
ársins í Bretlandi situr nú í fang-
elsi fyrir svik og er nú skuldugur
upp fyrir haus en var áður auðgur
maður, eða að
minnsta kosti
barst hann mikið
á, bjó í höll, átti
áberandi dýra
bíla, veðhlaupa-
hesta og lét fyrir-
tæki sitt greiða
unnustu sinni ríf-
leg laun fyrir það
eitt að vera trúlof-
uð sér.
David Petrie kom vföa við í við-
skiptalífinu og var einn af drauma-
prinsum frjálsa markaðskerfisins.
Einna best tókst honum upp sem
forstjóri fyrirtækis sem setti lind-
arvatn á flöskur og seldi. Long-
town Bottled Water hf. náði af-
bragðsgóðum samingum við versl-
anakeðjm- og vatnið rann út strið-
um straumum.
Það var þó einkum tvennt sem
forstjórann vanhagði um: heiðar-
leika í viðskiptum og lindarvatn.
Haim lét fyrirtækið setja venjulegt
kranavatn á flöskurnar og stóðst
það hvergi nærri þær heilbrigðis-
kröfur sem gerðar em til diykkjar-
vatns og komst allt upp og þegar
farið var að athuga reikninga
kaupsýslumannsins frækna kom
sitthvað fleira fram í dagsljósið.
Þegar Petrie losnar úr prfsund-
inni verðm hann að taka til hend-
inni að borga óreiðuskuldir og
koma sér í sviðsljós viðskiptanna á
ný.