Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 63
71 Cf LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001__________________ 33 V_____________________________________________________________________________________________íslendingaþættir 85 ára_____________________________ Andrés Magnússon, Heiömörk 18h, Hverageröi. 80 ára_____________________________ Bragi Sigurðsson, Heiöarbrún, Kópaskeri. Jóhannes Kristjánsson, Eyrarvegi 33, Akureyri. William B. Shirreffs, írabakka 16, Reykjavík. Þorleifur Jónsson, Skúlagötu 40a, Reykjavík. 75 ára_____________________________ Fríða Hjaltested, Furugeröi 11, Reykjavík. Gunnlaugur Jóhannesson, Kirkjubraut 56, Höfn. Hulda Jóhannsdóttir, Skeljagranda 6, Reykjavík. 70 ára______________________________ Eiríkur Ellertsson, Sæviöarsundi 8, Reykjavík. 60 ára______________________________ Hrafnhildur Sigurjónsdóttir, Háteigsvegi 4, Reykjavík. Sigurður Gunnarsson, Baugholti 17, Keflavík. 50 ára______________________________ Ásdís Helga M. Ólafsdóttir, Drafnargötu 13, Flateyri. Erna Björnsdóttir, Lækjarseli 5, Reykjavík. Hrefna Garðarsdóttir, Bjarnarhöfn 2, Stykkishólmur. Jóhanna Júlíusdóttir, Orrahólum 1, Reykjavík. Kristín Magnúsdóttir, Leifsgötu 25, Reykjavík. Metta íris Kristjánsdóttir, Lækjasmára 60, Kópavogi. Þuríður Freysdóttir, Brimhólabraut 10, Vestmannaeyjum. 40 ára______________________________ Anna María Sveinbjörnsdóttir, Safamýri 27, Reykjavík. Birgir Guðmundsson, Logafold 117, Reykjavík. Gíslný Bára Þóröardóttir, Suðurgötu 53, Hafnarfiröi. Guömundur Bjarnason, Tjarnarlöndum 15, Egilsstöðum. Guðmundur 0. Hilmarsson, Suöurvangi 17, Hafnarfirði. Hörður Baldvinsson, Bugöutanga 21, Mosfellsbæ. Hörður Filipsson, Akraseli 35, Reykjavík. Óskar Jónsson, Lyngheiði 12, Kópavogi. Sigurður Kristján Garðarsson, Ólafsbraut 38, Snæfellsbæ. Skúli Thoroddsen, Þrastarima 19, Selfossi. Smáauglýsingar £•53 bílar og farartæki húsnæði markaðstorgið atvinna einkamál 550 5000 Sextugur Jón Sæmundur Sigurjónsson sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu Dr. Jón Sæmundur Sigurjónsson, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneyt- inu og fyrrv. alþingismaður, Mið- vangi 127, Hafnarfirði, er sextugur í dag. Starfsferill Jón Sæmundur er fæddur á Siglu- flrði og ólst þar upp. Hann tók stúd- entspróf frá MA 1961 en var síðan við nám og störf næstu sextán árin í Þýskalandi nema árið 1970 er hann kom heim og lauk sveinsprófi í prentiðn. Hann lauk prófi í þjóðhag- fræðum 1969 við háskólann í Köln. Hann var aðstoðarkennari árið eftir og varði doktorsritgerð í hagfræði við háskólann í Köln 1974. Jón Sæmundur var deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu 1977-87, alþm. Norðurlands eystra fyrir Alþýðuflokkinn 1987-91, starfaði að sérverkefnum i heil- brigðis- og tryggingarmálaráðuneyt- inu 1991 og hefur verið verið sér- fræðingur í ráðuneytinu frá 1991. Jón Sæmundur hefur setið í fjölda stjórna og nefnda innanlands sem utan. Hann var í stjórn Knatt- spyrnufélags Siglufjarðar, HSÍ, FUJ á Akureyri, flokksstjóm og fram- kvæmdastjórn Alþýðuflokksins, átti sæti í Tryggingaráði og var formað- ur þess sem og stjórnar Lyfsölusjóðs og var formaður Siglflrðingafélags- ins i Reykjavík og nágrenni 1991—200Í og er virkur þátttakandi í Hornstrandafélaginu. Jón Sæmundur hefur átt sæti í fjölda nefnda. M.a. f samninganefnd um almannatryggingar við erlend ríki sem og fjölda þingnefnda. Hann var formaður lyfjahópsins sem samdi núgildandi lyflareglugerð, í þingmannanefnd EFTA og sótti alls- herjarþing SÞ og ráðstefnur Norður- landaráðs. Fjölskylda Jón Sæmundur kvæntist 28.12. 1963 Birgit Henriksen, f. 12.8. 1942, kennara. Foreldrar Birgitar: Olav Henriksen, síldarsaltandi á Siglu- firði, og k.h., Sigrún Guðlaugsdóttir húsmóðir, en þau eru bæði látin. Dóttir Jóns Sæmundar og Birgit- ar: Ragnheiður, f. 10.2.1968, lögfræð- ingur við Mannréttindadómstólinn í Strassborg. Systir Jóns Sæmundar er Stella Margrét, f. 3.12. 1935, tannfræðingur í Reykjavík en maður hennar er Ingvar Jónasson víóluleikari og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Jóns Sæmundar: Sigur- jón Sæmundsson, f. 5.5. 1912, fyrrv. prentsmiðjustjóri og heiðursborgari Sigluflarðar, búsettur á Siglufirði, og k.h., Ragnheiður Jónsdóttir, f. . 2.1. 1914, d. í ágúst 2000, húsmóðir. Ætt Sigurjón er sonur Sæmundar, út- vegsb. í Lambanesi í Fljótum, Krist- jánssonar, b. þar, Jónssonar. Móðir Sæmundar var Sigurlaug Sæmunds- dóttir frá Fellum í Sléttuhlíð. Móðir Sigurlaugar var Björg, en systur hennar voru Her- dís, ættmóðir Páls sendiherra, Tryggva banka- stjóra og Herdísar ritstjóra; Katrín á Barði, ættmóðir Þuríðar söngkonu og Katrínar alþm.; Margrét, móðir Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra, og Guðrún, amma Sigurðar Nordal. Björg var dóttir Jóns, pr. á Undir- felli, Jónssonar og Bjargar Vídalín, systur Ragnheið- ar, ömmu Einars Benediktssonar skálds. Móðir Sig- urjóns var Herdis, systir Guðrúnar, ömmu Daviðs Stef- ánssonar. Herdís var dóttir Jónasar, b. í Minni-Brekku, Stefánssonar. Móðir Herdísar var Anna Jðnsdótt- ur. Ragnheiður er dóttir Jóns St. Mel- stað, b. á Hallgilsstöðum í Hörgár- dal, bróður Eggerts, fyrrv. slökkvi- liðsstjóra á Akureyri, og Halldórs læknis, föður Skúla tónskálds. Jón var sonur Stefáns, b. í Múla, Jónas- sonar, afa Guðmundar Jónassonar rútubílaforstjóra. Móðir Jóns var Margrétar Eggertsdóttir, smiðs á Fossi í Vesturhópi, bróður Helgu, langömmu Björgvins Schram. Egg- ert var sopur Hafldórs, prófasts á Melstað, Ámundasonar, smiðs og málara í Syðra-Langholti, Jónsson- ar. Móðir Margrétar var Ragnheið- ur Jónsdóttir, stúdents frá Leirá, Árnasonar. Móðir Jóns stúdents var Halldóra Kolbeinsdóttir, pr. og skálds í Miðdal, Þorsteinssonar. Móðir Ragnheiðar var Albína, langamma Einars Vilhjálmssonar, spjótkastara. Albína var dóttir Pét- urs Þorkels, b. á Svertingsstöðum í Kaupangssveit, Hallgrímssonar, en hún var af Randversætt í Eyjafirði og Reykjahlíðarætt. Fimmtugur Guðmundur Vignir Óskarsson formaður slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Níutíu og fimm ára Jóhanna Dagmar Björnsdóttir fyrrv. fatahönnuður og saumakona Guðmundur Vignir Óskarsson, formaður og framkvæmdastjóri Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Laugateigi 3, Reykjavík, verður fimmtugur á mánudaginn. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi í pípulögnum frá Iðnskólanum í Reykjavík 1972, meistararéttindum 1975, lauk fram- haldsnámi í neyðarflutningum frá Borgarspítalanum 1982 og bréfa- skóla Norges Brandskole 1988. Guðmundur hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur 1976 og var þar slökkviliðs- og sjúkraflutninga- maður til 1992. Guðmundur Vignir varð formað- ur heildarsamtaka slökkviliðs- manna 1990 og er nú formaður og framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna. Guðmundur sat í stjórn Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar 1985-92, sat í 1. nefnd BSRB 1989, um stefnumótun samtakanna í Evr- ópumálum, vann að fyrstu reglu- gerð um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna 1991 og aö endurgerð hennar 1994 og 2000, sat í stjórn Brunamálastofnunar ríkisins 1997-2000, var varaformað- ur skólanefndar Brunamálaskólans 1994-1996, varaformaður verkfalls- nefndar Starfsmannafélags Reykja- víkuborgar í verkfalli BSRB 1984, formaður Vinnudeilusjóðs BSRB 1988, formaður húsnæðishóps BSRB frá 1991 og sat í fulltrúaráði Ráð- gjafarstöðvar heimilanna, sat í nefnd umhverfisráðherra um varn- ir og viðbrögð við mengunaróhöpp- um á landi, er fulltrúi BSRB í sam- starfi heildarsamtaka norrænna bæjarstarfsmannafélaga frá 1999, situr í stjórn BSRB frá 2000 og í Brunamálaráði frá ársbyrjun 2001. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 2.6. 1994 Örnu Hólmfríði Jónsdóttur, f. 10.9. 1953, lektor á sviði leikskólafræða og stjórnunar og forstöðumanni námsbrauta í leikskóla- kennarafræðum og leik- skólafræðum til diplómu við KHÍ. Foreldrar henn- ar: Jón M. Bjarnason, f. 26.10. 1931, rafvirkja- meistari i Hafnarfirði, og Jónína Þorsteinsdóttir, f. 14.08. 1932, fyrrv. röntgentæknir við Pjórð- ungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Guðmundur kvæntist 23.10. 1976 Margréti Björnsdóttur, f. 1.7. 1956, þjónustufulltrúa. Foreldrar hennar: Björn Jónsson, f. 10.11. 1931, d. 8.11. 1983, flugstjóri, og Inga Dóra Guð- mundsdóttir, f. 9.4. 1935, banka- starfsmaður. Guðmundur og Mar- grét skildu 25.8. 1987. Sonur Guðmundar og Örnu: Vignir Örn, f. 13.11. 1989, nemi í Laugarnesskóla. Börn Guðmundar og Margrétar eru Björn Elmar, f. 8.6. 1976, stöðu- mælavörður í Reykjavík; Inga Dóra, f. 11.10. 1977, nemi í grafískri hönn- un við Western Kentucky Uni- versity. Sonur Örnu af fyrra hjónabandi: Hrafn Kristjánsson, f. 30.10. 1972, íþróttakennari við grunnskólann á Isafirði, en sambýliskona hans er Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, f. 31.7. 1972, blómaskreytari á Isafirði, og dóttir hennar er íris Ösp Gunn- arsdóttir, f. 16.1. 1993. Systkini Guðmundar: Finnlaug Guðbjörg, f. 20.2. 1938 húsmóðir í Reykjavík; Ingibjörg Auður, f. 11.8. 1939, d. 6.9. 1997, húsmóðir í Reykja- vík; Einar Gunnar, f. 24.7. 1943, bif- vélavirki í Reykjavik; Ingvar Ellert, f. 11.9.1944, d. 24.3.1992, myndlistar- maður í Reykjavík; Svavar Tryggvi Ómar, f. 20.11. 1946, deildarfulltrúi hjá Orkuveitu Reykjavíkur; Hall- dóra Björk, f. 1.11. 1953, matreiðslu- maður í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar voru Ósk- ar Ingvarsson, f. 12.9. 1903, d. 25.3. 1977, leigubifreiðastjóri, og Ellen Elma Ida Jensen, f. Severinsen 17.9. 1917, d. 18.8. 1972, húsmóðir. Guðmundur Vignir og Arna taka á móti gestum í félagsheimili Þrótt- ar í Laugardal laugard., 24.11. milli kl. 18.00 og 20.00. Jóhanna Dagmar Björnsdóttir, Keldulandi 21, fyrrv. fatahönnuður og saumakona, verður níu- tíu og flmm ára á morg- un. Starfsferill Jóhanna fæddist að Brunnum í Suðursveit og ólst þar upp. Hún flutti til Reykjavíkur 1932, var þar fyrst við húshjálp og nám í kjólasaumi, m.a. hjá Nönnu Áberg og saumastofunni Feldi. Hún lærði kápu- og dragta- saum, öðlaðist meistararéttindi og vann við það. Eftir seinna stríð vann Jóhanna m.a. við þrif hjá Borgarbókasafninu til 1962 og síðar m.a. hjá Rann- sóknastofu Háskólans i lyfiafræði og Lyflaverslun ríkisins til 1965. Fjölskylda Sonur Jóhönnu og Harald Hols- vik, loftskeytamanns og síðar iðn- rekanda frá Syvde í Noregi, er Har- ald Sigurbjörn Holsvik, f. 23.3. 1944, loftskeytamaður og rafvirki, kvænt- ur Gígju Sólveigu Guðjónsdóttur. Foreldrar hennar eru Guðjón Mar- teinsson, f. 21.8. 1922, d. 12.10. 1989, skipstjóri og yfirverkstjóri, og Guð- rún Sigríður Guðmundsdóttir, f. 13.11. 1926, húsfreyja. Börn Haralds og Gígju eru Guð- jón Dagbjörn f. 7.10. 1969, kvæntur Valbjörgu Þórðardóttur en börn þeirra eru Gígja Björg, f. 11.2. 1996, og Þórður, f. 29.9. 2000; Guðrún Dag- mar, f. 15.2. 1972 en maður hennar er Grétar Ólafsson. Systkini Jóhönnu: Björg, f. 13.11. 1896, d. 18.1. 1983, Brunnum; Sigríð- ur, f. 1.8. 1898, d. 25.8. 1946, í Hest- gerði; Jóhann Klemens, f. 29.8. 1900, d. 4.1.1996, Brunnum; Helga, f. 11.4. 1905, Brunnum, Brunnavöllum, nú á Höfn. Foreldrar Jóhönnu voru Björn Klemensson, f. 27.11. 1869, d. 19.11. 1911, oddviti að Brunnum, og k.h., Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 23.11. 1863, d. 14.4. 1955, húsfreyja. Ætt Björn var bróðir Klemensar, föð- ur Sigtryggs ráðuneytisstjóra. Björn var sonur Klemensar, b. á Geir- bjarnarstöðum, Jónsson- ar, b. á Gnýsstöðum, Ólafssonar, bróður Sig- urðar, langafa Jakobs skipstjóra, föður Jakobs fiskifræðings. Móðir Klemensar var Una Jóns- dóttir, b. á Illugastöðum, Gíslasonar. Móðir Unu var Ingveldur frá Holti í Svínadal, systir Þóru, langömmu Guðmundar Björnssonar landlæknis og Jóseflnu, móður Sig- urðar Nordal og Jóns Eyþórssonar. Ingveldur var dóttir Sigurðar Jóns- sonar, af Eiðsstaðaætt. Móðir Björns var Sigríður Péturs- dóttir, í Brúnagerðj, bróður Guð- rúnar, langömmu Árna alþm. frá Múla, föður Jóns Múla og Jónasar. Þá var Guðrún langamma Krist- bjargar, ömmu Sigurðar Þingey- ings og Jónasar búnaðarmálastjóra. Önnur systir Péturs var Guðrún, amma Kristbjargar, ömmu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Móðir Sigríðar var Halldóra Páls- dóttir frá Brúnagerði, systir Sigur- bjargar, ömmu Jónasar frá Hriflu. Jóhanna var dóttir Jóhanns, for- manns í Borgarhöfn, bróður Torfa sýsluskrifara, langafa Þórs fyrrv. þjóðminjavarðar. Annar bróðir Jó- hanns var Guðni, afi Brynjólfs Bjarnasonar, heimspekings og ráð- herra, og langafi Ingibjargar, móður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Jóhann var sonur Magnúsar, pr. í Eyvindarhólum, Torfasonar, pr. á Breiðabólsstað, Jónssonar, í Hruna, Finnsonar, biskups Jónssonar. Móð- ir Jóhanns var Guðrún Ingvarsdótt- ir, frá Skarði, systir Kristínar, ömmu Gunnars Thoroddsens for- sætisráðherra. Móðir Jóhönnu var Jóhanna, dóttir Bjargar Björnsdóttur, b. í Borgarhöfn, Jónssonar, b. þar, Björnssonar. Móðir Björns í Borgar- . höfn var Björg Steinsdóttir, af Kálfafellsætt, systir Þórðar, langafa meistara Þórbergs. Þórður var einnig afi Sigurðar, langafa Egils Jónssonar alþm. Björg var dóttir Steins, ættföður Kálfafellsættar, Jónssonar. Jóhanna tekur á móti gestum að Spóahöfða 25, Mosfellsbæ, sunnud. 25.11. frá kl. 16.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.