Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 10
10
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Fyrsta stríð nýrrar aldar
Norðurbandalagið í Afganistan hefur reynzt Bandaríkj-
unum erfiður bandamaður í hefndarstríði þeirra gegn tali-
bönum og liði Osama bin Ladens. Það neitar að láta segja
sér fyrir verkum og reynir að hefta svigrúm vestrænna
hermanna, sem komnir eru til landsins.
í Afganistan hefur ógnaröld fylgt landvinningum Norð-
urbandalagsins í kjölfar loftárása Bandaríkjanna, svo sem
búizt hafði verið við. Það voru einmitt hryðjuverk þess,
sem ollu því, að landsmenn urðu fegnir, þegar talibanar
hrifsuðu til sín völdin í landinu á sínum tima.
Ferlið í Afganistan sýnir mátt og máttleysi bandarískra
yfirburða í hernaði. Engin ríki hafa neitt, sem nálgast
bandaríska tækni við loftárásir. Það hafði raunar áður
komið í ljós í átökum á Balkanskaga, að Evrópa hefur var-
anlega helzt úr lest framfara í lofthernaði.
Á móti þessu kemur, að Bandaríkin vilja ekki fyrir
nokkurn mun lenda í návígi við andstæðinga sína. Þau
vilja vera skýjum ofar og láta bandamenn hvers tíma um
átök á landi niðri. Þetta kom greinilega fram á
Balkanskaga og hefur verið staðfest í Afganistan.
Þetta takmarkar áhrif Bandaríkjanna. Bandamenn á
jörðu niðri hafa sínar eigin forsendur, sem þurfa ekki að
fara saman við bandarískar forsendur. Þess vegna réð
Evrópa miklu i Balkanstríðunum og þess vegna hefur
Norðurbandalagið ráðið miklu í núverandi stríði.
Stríð Bandarikjanna í Afganistan er fyrst og fremst
hefnd, sem Osama bin Laden og talibanar eiga skilið. Það
er engin frelsun þjóðar úr ánauð hryðjuverkamanna, bara
alþekkt skipti á harðstjórum. í stað trúarofstækismanna
suðursins koma eiturlyfjabarónar norðursins.
Stríð Bandaríkjanna í Afganistan er ekki heldur nein
marktæk aðgerð gegn hryðjuverkum í heiminum. Það er
einmitt eðli hinna valddreifðu samtaka, sem Osama bin
Laden hefur ræktað, að þau þrífast um allan heim, hvort
sem þau eiga áfram griðastað í Afganistan eða ekki.
Raunar hefur stríðið magnað hryðjuverk í heiminum.
Glæpastjórnir heimsins hafa notað tækifærið til að efla
kúgun minnihlutahópa undir því yfirskini, að þau séu að
taka þátt í stríðinu gegn hryðjuverkum. Þannig hefur
Kínastjórn magnað ofbeldið í Tíbet og Sinkíang.
Mannréttindi eru helzta fórnardýr framvindunnar. í
Bandaríkjunum og Bretlandi er verið að setja lög, sem tak-
marka borgaraleg réttindi. Fyrrum forusturíki mannrétt-
inda munu hér eftir ekki standast samjöfnuð við Evrópu,
sem nýlega hefur sett sér mannréttindasáttmála.
Þegar sigri verður fagnað yfir Osama bin Laden og tali-
bönum, þurfum við í leiðinni að átta okkur á takmörkum
sigursins. Hann mun ekki hindra frekari hryðjuverk,
hvorki á Vesturlöndum né í þriðja heiminum, og hann
mun siður en svo færa okkur nær betri heimi.
Striðið í Afganistan er fyrsta strið nýrrar aldar. Há-
tæknivætt herveldi reynir með loftárásum að fjarstýra
stríði milli hryðjuverkahópa í þriðja heiminum. Önnur at-
renna af slíku tagi kann að verða reynd fyrr en varir í ná-
grannaríkinu írak, ef sæmilega gengur í Afganistan.
Sérstaða Bandaríkjanna og einstefna í alþjóðamálum
hefur magnazt að undanförnu. Óhjákvæmilegt er, að sú
framvinda leiði til árekstra innan hins vestræna heims,
því að önnur sjónarmið ríkja á meginlandi Evrópu, þar
sem mikil áherzla er lögð á fjölþjóðlegt samstarf.
Þegar upp verður staðið, mun stríðið i Afganistan ekki
reynast hafa þjappað Vesturlöndum saman, heldur opnað
rifur, sem síðar verður erfitt að rimpa saman.
Jónas Kristjánsson
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001
DV
Jónas
Haraldsson
aöstoðarritstjóri
Laugardagspi
Tímabundin andneysla
„Andneysluhópurinn er
þeirrar skoðunar að
meirihluti þess sem við
kaupum sé óþarfi.
Þetta þótti mér athygl-
isverð skoðun og horfði
á sjálfan mig í þessu
Ijósi. í fljótu bragði gat
ég ekki séð að ég hefði
bruðlað ótæpilega ..."
þú og ef mig misminnir ekki þá
hefur þú hvorki keypt fót á börn-
in né sjálfan þig án minnar hjálp-
ar.“
„Það helgast bara af því,“ sagði
ég, „að mér er ekki treyst til þess.
Litaval, snið og stærðir falla ekki
í kramið. Ég er allur af vilja gerð-
ur.“
Afkvæmi okkar, sem þóknaðist
að dvelja heima þetta kvöldið,
glottu við matborðið. Þeim kom
dugleysi föðurins á innkaupasvið-
inu ekki á óvart. Það var á vitorði
heimilismanna að hann var hand-
ónýtur í búðum, leiddist að kaupa
og máta og taldi gömlu fötin vel
geta gengið. Dæturnar voru löngu
komnar fram úr honum og synirn-
ir miklir foðurbetrungar. Konan
hafði því undirtökin kvöldið
fyrir „Kaupum ekkert“-dag-
inn og nýtti sér stöðu
sína.
fi -.■' -
Samanburður á eyðslu
„Það væri fróðlegt," sagði kon-
an og teygði sig eftir grænmeti,
„að bera saman eyðslu okkar á
heimilinu. Þú,“ sagði hún og
beindi orðum sínum að eigin-
manninum, „segist aldrei eyða
neinu. Það kann að vera rétt að þú
farir ekki oft í búðir og látir hinar
smærri upphæðir eiga sig en má
ég minna þig á eitt, elskan mín,“
sagði hún og gerði sig sykursæta í
framan, „að það var til dæmis þú
sem keyptir bílinn í fyrra og varst
ekki í rónni fyrr en við fórum til
Þýskalands að sækja hann?“
„Hjá því varð bara ekki komist,
mín kæra,“ sagði ég. „Þetta var og
er alveg öðlingskerra og svo má
ekki gleyma því að gengið á þýska
markinu var alveg sérstaklega
hagstætt þegar ég skellti mér á
doríuna. Aðalatriðið var samt að
ég var að hugsa um þig. Þig lang-
aði þessi ósköp að ferðast um
Þýskaland og Norðurlöndin. Það
var miklu gáfulegra að kaupa bíl
til þess frekar en að leigja hann á
okurverði af einhverri þýskri bíla-
leigu. Fyrst við vorum búin að
kaupa bílinn á annað borð lá beint
við að taka hann heim.“
„Varst það ekki þú,“ sagði kon-
an og lét ekki slá sig út af laginu,
„sem keyptir jeppann í hittifyrra?
Var mikil'þörf á honum fyrir okk-
ur sem förum aldrei út af malbik-
inu?“ „Jú, sjáðu nú til,“ sagði ég,
„þá var ég líka að hugsa um þig og
þína hagsmuni. Ég vildi koma þér
heilli í sumarbústaðinn, hvernig
sem viðraði, sumar jafnt sem vet-
ur. Þú hlýtur að sjá að þetta var
nauðsyn og ekkert annað. Maður
fer ekki yfir Hellisheiðina um
hávetur nema á almennilegum
bíl.“
| „Það er gott að þú minnist á
sumarbústaöinn," sagði konan.
„Ég man ekki betur en það vær-
ir þú sem leitaðir sem óður mað-
ur að landi. Ég fann enga sér-
staka þörf hjá mér að koma mér
upp öðru heimili en við eigum
hér. Kostaði hann kannski ekki
neitt?“
„Mango, segirðu, elskan. Það
væri kannski ekki vitlaust að
kíkja á hana um helgina," sagði
ég og kaus að taka „Kaupum
ekkert“-daginn af dagskrá. „Ég
ætti kannski að skreppa með
þér. Er ekki komið jólastuð í
mollið? Spumingin er bara: á
hvorum bílnum ættum við aö
fara?“
skuldir möglunarlaust. Samt
vissi ég innra með mér að rekstr-
arkostnaður heimilisins er um-
talsverður. Gat verið að aðrir
væru eyðslusamari en ég, konan
eða börnin? Ég ákvað að taka
málið upp við kvöldverðarborðið.
Það er eini tíminn sem einhverj-
ar líkur eru á að fjölskyldan hitt-
ist.
Bruðl?
„Þeir eru að opna Mango í
Smáralindinni," sagði konan þeg-
ar við settumst. Heilsíðuauglýs-
ing í blaði blasti við. „Það væri
gaman að kíkja þangað um helg-
ina og bera hana saman við
Mango á Spáni og ekki síður Zöru
í Smáralind og vita hvort eitt-
hvað fallegt er að finna á mig eða
stelpurnar."
„Veistu hvaða dagur er haldinn
hátíðlegur á laugardaginn?"
spurði ég konuna
sem kom af
fjöllum.
„Það er
„Kaup-
um
ekk-
ert“-
dagurinn." „Hvaða bull er þetta?"
sagði konan. „Á þetta að vera ein-
hver sneið til mín?“ hélt hún
áfram. „Ertu að segja að ég fari of
oft í búðir og bruðli með pening-
ana okkar?“
„Ja, nei, nei,“ tautaði ég ofan í
bringuna. „Ég var bara að nefna
þennan alþjóðlega sparnaðardag.
Það er aldrei of varlega farið,
ekki síst ef við siglum hraðbyri
inn í verðbólgu og kreppu."
„Ég sé ekki að við þurfum að
láta einhverja furðufugla í út-
löndum segja okkur fyrir verk-
um,“ sagði konan. „Ég kaupi ef
mér sýnist og ekki síður á ein-
hverjum tilbúnum degi. Þú hefðir
reyndar gott af því að koma með
mér í Smáralindina og kíkja í
búðarglugga. Það er ekki bara
mitt verk að kaupa inn fyrir
heimilið, hvort heldur er matur
eða fot á fjölskylduna.“
Ég hafði rennt mér á hálan ís
með því að nefna þennan furðu-
dag því konan hélt sig áfram við
útgjöld heimilisins. „Ætli það sé
ekki ég sem kaupi frekar í mat-
Ég heyrði í fyrsta skipti orðið
andneysluhópur I gær. Ég hélt í
sakleysi mínu að þetta tengdist
spíritsima á einhvern hátt, að
þetta væri andleg neysla fólks eða
eins konar miðilsfundur. Við
nánari athugun komst ég þó að
því að svo er ekki. Andneysluhóp-
urinn er á veraldlegum nótum, þó
á þann veg að hann vill draga úr
veraldlegu sukki, vekja fólk til
umhugsunar á þeirri ofneyslu
sem nútímaþjóðfélag þjáist af.
Andneysluhópurinn stendur því
fyrir alþjóðlegum „Kaupum ekk-
ert“-degi, en hann er einmitt
haldinn hátíðlegur í dag.
Þessi alþjóðlegi dagur var vist
haldinn hátíðlegur í fyrra. Eng-
um sögum fer af því hvernig gekk
að spara úti í hinum stóra heimi
þann dag en svo mikið er víst að
hann fór meira og minna fram
hjá okkur íslending-
um. Við vorum
enda á hápunkti
neyslufyllirísins.
Hvorki Visa né
Euro fundu fyrir
samdrætti fyrir
réttu ári en þau
góðu kortafélög
eru okkur helst
til trausts og
halds þegar við
viljum spandera
örlitlu umfram
getu.
Andneysluhóp-
urinn er þeirrar
skoðunar að
meirihluti þess
sem við kaupum
sé óþarfi. Þetta
þótti mér athygl-
isverð skoðun og
horfði á sjálfan
mig í þessu ljósi.
I fljótu bragði gat
ég ekki séð að ég
hefði bruðlað
ótæpilega auk
þess sem ég
borga skatta og
Hnattsýn eða heimaværð
í upphafí vikunnar lagði um-
hverfisráðherra fram á þingi
skýrslu um niðurstöðu loftslagsráð-
stefnunnar í Marrakesh i Marokkó
sem lauk fyrr í þessum mánuði
með sögulegu samkomulagi. Eftir
þetta samkomulag ættu iðnríkin,
sem enn eru eftir í þessu ferli, að
geta byrjað að undirbúa fullgild-
ingu Kyotobókunarinnar og eru
vonir bundnar við að bókunin nái
að taka gildi strax á næsta ári. Um-
hverfissinnar um allan heim hafa
fagnað þeim árangri sem náðist í
Marrakesh og líta á þetta sam-
komulag sem fyrsta skrefið í langri
göngu til að ná betra jafnvægi í
vistkerfíð.
Málatilbúnaður
Markið var vissulega sett hærra
í Kyoto en það hefur kostað ýmsar
fórnir og hrossaprang að ná málinu
þangað sem það er komið nú, ekki
síst eftir að ljóst varð að Bandarík-
in, sem voru ábyrg fyrir um 36%
koltvíoxíðlosunar iðnríkjanna við-
miðunarárið 1990, ætluðu ekki að
vera með. Hér er um gríðarlega
mikið hagsmunamál fyrir nær all-
ar þjóðir að ræða og það ætti því
ekki að koma á óvart að hvert ríki
eða ríkjabandalag um sig hafi verið
á varðbergi og viljað gæta sinna
efnahagslegu hagsmuna, án þess þó
að ganga svo langt í þeirri hags-
munagæslu að spilla fyrir að þetta
mikílvæga allsherjarsamkomulag
náist. ísland er þar engin undan-
tekning og sker sig ekki úr hvað
það varðar að fulltrúar landsins í
fjölþjóðlegum samningaviðræðum
stjómast fyrst og síðast af því að
tryggja að hlutur þjóðarinnar verði
eins góður í þessu samkomulagi og
hægt er. Sú hagsmunagæsla tókst
með eindæmum vel og rikisstjórn-
in, með umhverfisráðherra í broddi
fylkingar, hitti einfaldlega á sann-
færandi málatilbúnað, sem önnur
ríki jafnt sem erlendir umhverfls-
sinnar töldu fullkomlega boðlegan,
og skipti þá engu þótt þessi málatil-
búnaður gagnaðist í leiðinni stefnu
stjórnvalda í uppbyggingu stóriðju
í landinu.
Íslenska ákvæöiö
Þessi málflutningur snýst um
hið svokallaða íslenska ákvæði
sem felur i sér undanþágu frá al-
mennum losunartakmörkunum
vegna nýrrar stóriðju á íslandi eft-
ir 1990 sem hefur það í för með sér
að losun eykst um meira en 5%.
Ákvæðið nær til koltvíoxíðs og það
skilyrði fylgir að þessi stóriðja
verður að vera knúin með endur-
nýjanlegri orku, auk þess sem ýmis
önnur umhverfisvinsamleg skil-
yrði fylgjá líka. Ástæðan fyrir því
að þessari undanþágu er tekið jafn
vel og raun ber vitni er ekki sú að
íslendingar séu svo smáir og veikir
að þeir verðskuldi að fljóta með í
Kyotobókuninni sem farþegar.
Þvert á móti er henni vel tekið
vegna þess að loftslagsbreytingar
eru hnattrænt vandamál og krefj-
ast hnattrænna viðbragða og í ís-
lenska ákvæðinu felst hnattrænn
ávinningur. Sú stóriðja sem notar
endurnýjanlega orku er vinsam-
legri lofthjúp jarðar en sú stóriðja
Sú stóriðja sem notar
endumýjanlega orku er
vinsamlegri lofthjúp
jarðar en sú stóriðja sem
notar kol eða olíu sem
orkugjafa.
sem notar kol eða olíu sem orku-
gjafa. Þetta er ekkert flóknara en
það. Þess vegna er rökrétt að beina
stóriðjunni frekar í átt að endumýj-
anlegum orkugjöfum, sem er gert í
íslenska ákvæðinu.
Skortur á sýn
rænni sýn þegar umhverfissinnar á
íslandi gagnrýna íslenska ákvæðið
og kalla það „ölmusu" og að við
göngum til þessa samstarfs sem
betlikerling. Þröng séríslensk póli-
tísk sjónarmið ráða þessari afstöðu,
vegna þess að íslenska ákvæðið ger-
ir stóriðju á íslandi eftirsóknarverð-
ari og líklegri en ella, sem aftur er
stóriðjuandstæðingum eðlilega ekki
að skapi. Það er í rauninni allt önn-
ur spurning hvort menn eru á móti
stóriðju á íslandi eða ekki - þar
snýst málið um vemdun íslenskrar
náttúru, hagkvæmni virkjana, og
framtíðar atvinnuuppbyggingu,
ekki sist á landsbyggðinni. í því
samhengi eru hnattrænar loftslags-
breytingar ekki í forgrunni. Auðvit-
að mun þessi stóriðja losa gróður-
húsalofttegundir en ef þessi stóriðja
risi annars staðar þá yrði losunin
margfalt meiri og dýrari - en eng-
um dettur í alvöm í hug að slík
stóriðja muni ekki rísa einhvers
staðar.
Samfylkingarforystan lagðist á
sínum tíma gegn íslenska ákvæðinu
í Kyotobókuninni en hefur nú söðl-
að um og litur á þetta ákvæði og þá
losunarkvóta sem því fylgja sem
hugsanlegan skattstofn fyrir auð-
lindagjald í framtíðinni, samkvæmt
því sem Stefán Jón Hafstein upp-
lýsti í DV í vikunni. Það virðast því
einungis vera einhverjir talsmanna
Vinstri grænna sem enn tala af heift
gegn islenska ákvæðinu og ræður
þar augljóslega meiru heimakær
pólitísk afstaða þeirra til virkjunar-
mála á íslandi en hnattræn sýn nú-
tíma umhverfisverndar.
Það ber því vott um skort á hnatt-
______11
Skoðun
Hvað skal gera?
Alltaf aukast útgjöldin - skipting útgjalda eftir málaflokkum í milljónum króna Reikningur 1999 Fnimvarp 2002 Rekstrargrunnur Hækkun 1999 til 2002 %-hækkun
fllmenn opinber þjónusta 11.233 14.237 #11111;
Löggæsla og öryggismál 8.985 11.145 IM
Fræðuslumál 16.150 21.110 jSK
Heilbrigðismál 48.824 58.595 2wm
Almannatryggingar og velferðarmál 38.299 51.929 liiMMI—1
Húsnæðis-, skipulags- og hreinsunarmál 1.787 2.039 14S
Menningar- og kirkjumál 7.638 9.302 !2HH;
Eldsneytis- og orkumál 1.619 1.913
Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál 11.510 12.992 iW8l.
Iðnaðarmál 714 736 í 3,1%
Samgöngumál 11.924 15.950 wmm
Önnur útgjöld vegna atvinnuveganna 3.284 4.227 ■BMBB
Önnur útgjöld ríkissjóðs 37.036 35.118 f -5,2%
Samtals 199.003 239.293 2o,2m
Samkvæmt alþjóðlegum staðli Sameinuðu þjóðanna. Heimild: Fjárlagafrumvarp 2002
Forystumenn verkalýðshreyfingar-
innar hafa fulla ástæðu til þess að
hafa áhyggjur af ástandi efnahags-
mála og hvort forsendur kjarasamn-
inga séu þar með brostnar. Stjórnend-
ur og eigendur banka og fjármálafyr-
irtækja mega með réttu bera kvíð-
boga fyrir afkomu og stöðu sinna við-
skiptavina. Atvinnurekendur og ein-
staklingar þurfa að bera þungar
byrgðar vegna gríðarlegs vaxtakostn-
aðar. Allir hafa ástæðu til að bera ugg
í brjósti fyrir efnahagslegri afkomu
sinni í framtíðinni ef ekki verður rétt
haldið á málum á næstu vikum og
mánuðum.
Þeir hagfræðingar og stjórnmála-
menn sem hvað duglegastir eru að
spá efnahagslegri lægð eða jafnvel
kreppu munu fyrr eða síðar hafa rétt
fyrir sér. Slíkt er eðli efnahagslifsins.
Þeir er nú spá fyrir um að íslending-
ar sigli út úr efnahagslegri lægð
munu einnig um síðir hafa rétt fyrir
sér. Allri hríð slotar um síðir. Hversu
lengi við sem erum fullir bjarfsýni
þurfum að bíða, ræðst af því hvort
gripið verður til skynsamlegra að-
gerða á sviði opinberra Qármála,
samhliða breyttri stefnu í peninga-
málum áður en það verður of seint.
Á krossgötum
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
stendur á krossgötum í efnahagsmál-
um. Nú reynir á eftir gott gengi und-
anfarin ár. Með réttu hefur forsætis-
ráðherra haldið þvi fram að fall krón-
unnar sé meira en efnislegar ástæður
standa til. Lækkandi verð á krónunni
hefur aukið enn frekar á vanda
margra, hvort heldur heimila eða fyr-
irtækja, þó útflutningsfyrirtæki ættu
með réttu að njóta góðs af. En gengis-
fall - eða gengishrap - krónunnar
undanfarnar vikur og mánuði er ekki
rót vandans sem við er að glíma,
heldur aðeins sjúkdómseinkenni. Og
sjúkdómurinn verður ekki læknaður
með smáskammtalækningum eða
hálfkáki tO skamms tíma. Hér mun
reyna á ríkisstjórnina og þá fjármála-
ráðherra sérstaklega, sveitarstjómir
(sem margar hafa flotið sofandi að
feigðarósi) og Seðlabankann sem því
miður hefur þrátt fyrir allt stigið of
fast á bremsumar.
Því miður hefur aðhald í opinber-
um fjármálum ekki verið eins og
nauðsynlegt hefur verið undanfarin
ár - skiptir engu hvort litið er á rik-
issjóð eða sveitarsjóði. Gleðin hefur
borið menn af leið og góðærið hefur
gert þeim kleift að fresta því að taka
á krónískum vandamálum í opinber-
um fjármálum.
Meirihluti sveitarfélaga hefur sýnt
fyrirhyggjuleysi í fjármálum. Hins
vegar er borin von til þess að þeir
sem stýra fjármálum sveitarfélaga
hér á landi taki sig taki á komandi
ári. Þvert á móti bendir flest tO að
þess verði freistað að halda veislunni
örlítið áfram enda kosningar á kom-
andi vori.
Varnimar sem standa eftir eru því
rikissjóður og Seðlabanki.
Hvað á Geir að gera?
Stærsta verkefni alþingismanna og
þó sérstaklega Geirs H. Haarde og rík-
isstjórnarinnar er að tryggja skyn-
samlega afgreiðslu fjárlaga fyrir kom-
andi ár. Þegar litið er yfir þróun rík-
isútgjalda á undanfórnum árum er
erfitt að halda því fram að sérstakrar
aðhaldssemi hafi verið gætt. Eins og
sést á meðfylgjandi mynd hækka út-
gjöld ríkissjóðs um 40 milljarða króna
frá árinu 1999 til komandi árs nái fjár-
lagafrumvarpið fram óbreytt. Reynsl-
an sýnir hins vegar að þingmenn
kunna sér sjaldan hóf rétt um jólin
þegar fjárlög eru afgreidd.
Með frjálsum fjár- ^
magnsflutningum
hefur orðið
mikil breyt-
ing á hlut- ..Æ
verki ríkisfjármála, eins og bent er á í
greinargerð með fjárlagafrumvarpinu:
„Þannig er ekki hægt að beita þeim
með sama hætti og áður til að breyta
raunstærðum í efnahagslífinu með
skjótvirkum hætti. Þess í stað verður
hlutverk ríkishármála í ríkari mæli
en áður að tryggja stöðugleika í efna-
hagsmálum þegar til lengri tíma er lit-
ið. Þetta verður best gert með því að
tryggja viðunandi afgang á rekstri
ríkissjóðs og að skattalegt umhverfi í
landinu miði að því að ná fram sem
mestri hagkvæmni, hvort sem er i
rekstri heimOa eða fyrirtækja."
Hér er ekkert ofmælt og aUt rétt.
Mikilvægt er að þingmenn hafi skiln-
ing á þessu og taki á við afgreiðslu
fjárlaga. Þegar við bætist að útgjöld
Fjármálaráðuneytið telur
að útgjöld heilbrigðis-, fé-
lagsmála- og mennta-
málaráðuneytanna verði
nær 22,5 milljörðum
króna hœrri árið 2005 en
áœtlað er á þessu ári.
þessa árs fara umtalsvert fram úr því
sem reiknað hefur verið með og sagt
er tO um í fjárlögum er varlegt að
ætla að útgjöld á komandi ári séu
verulega vanáætluð í frumvarpinu.
Liðlega 40 miUjarða hækkun frá 1999
þrjú eru með yfir helming aUra ríkis-
útgjalda.
Spá fjármálaráðuneytisins sýnir á
hvaða viUigötum við erum í ríkisfjár-
málum.
Mikilvægt er jafnframt að skerpa
enn frekar á hugmyndum ríkisstjórn-
arinnar i skattamálum, en hún hefur
boðað róttækar breytingar á komandi
misserum og árum. Flest er þar til
hins vegar - raunar svo að hægt og
bítandi gæti ísland orðið alvöru kost-
ur fyrir erlend fyrirtæki - sumt er
hins vegar miður. Að svo komnu máli
er að líkindum ekki rétt að afnema
með öllu verðbólgureikningsskU fyrir-
tækja, a.m.k. ekki á meðan verðbólga
fer mikið yfir 3% á heOu ári. Og það
er langt frá því að skynsamlegt sé að
hækka tryggingagjöld á fyrirtækjum,
enda ekki sist íþyngjandi fyrir fyrir-
tæki sem standa hvað verst.
Samhliða skattalegum aðgerðum og
auknu aðhaldi og niðurskurði i ríkis-
útgjöldum kann að vera skynsamlegt
fyrir fjármálaráðherra að auka erlend-
ar lántökur ríkissjóðs verulega. Stórt
erlent lán til ríkissjóðs sem notað væri
til að greiða niður erlendar skuldir
gerir að öðru óbreyttu tvennt; styrkir
íslensku krónuna og leiðir tO lægri
vaxta. Hærra gengi krónunnar hefur
hins vegár áhrif á verðlag - verðbólga
verður lægri - sem aftur gefur Seðla-
bankanum tækifæri tO að stuðla að
verulegri vaxtalækkun og sú vaxta-
lækkun ætti að öðru óbreyttu að hafa
veruleg áhrif á fjármagnskostnað fyr-
Hvernig þróast útgjöldin?
— í miiljónum króna flætlun 2001
2005 spá Hækkun 2001 til 2005 í %
Heilbrigöisráðuneytið 83.526 98.041 E. 17,4 g§
Menntamálaráðuneytiö 25.187 30.035 "WSKEéHh
Félagsmálaráðuneytið 16.333 19.445 jjPPKya. Heimild: Fjáriagafrumvarpið 2002
til næsta árs er þvi í besta faUi van-
reiknuð um nokkra miUjarða.
Verkefnið er því niðurskuröur út-
gjalda sem auðvitað verður erfitt,
enda gott tækifæri sem góðærið gaf
úr greipum runnið.
Ekki bara niðurskurður
En verkefnið er ekki aðeins nið-
urskurður ríkisútgjalda heldur
ekki siður að koma í veg fyrir sjálf-
virka hækkun útgjalda tU framtíð-
ar. Fjármálaráðuneytið telur að út-
gjöld hedbrigðis-, félagsmála- og
menntamálaráðuneytanna verði
nær 22,5 miUjörðum króna hærri
árið 2005 en áæfiað er á þessu
ári. Þetta er svipuð upphæð
og rann tO menntamála-
ráðuneytisins í heild á
liðnu ári. Ráðu-
neytin
irtækja og heimilanna. AUt hjálpast
þetta að við að ná aftur því jafnvægi
og því sjálfstrausti sem nauðsynlegt er
tU að við íslendingar sjáum aftur tæki-
færin sem eru aUs staðar en við
komum ekki auga á i þung-
lyndiskasti.
Og það eina sem
þingmenn þurfa að
gera er að bretta upp
ermar og hafa hemO
á góðmennskunni.