Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 38
46 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 Helgarblað r>v Eskihlíöin - þar sem morðiö var framiö / reiöi tók hann hnífinn og stakk honum í brjóst sér, svo aö af hlaust sár, en aö hans sögn sagöi unnustan þá: „Ég held aö þú heföir átt aö vera búinn aö gera þetta fyrr.“ Viö þessi orö hennar trylltist hann algjörlega, óö aö konunni meö hnífinn á lofti og stakk honum í síöu hennar. Sjómaðurinn stakk unnustu sína til bana í afbrýðiskasti: Ætlaði að nota hníf- inn á sjálfan sig þau skamitis Síðdegis sunnudaginn 2. mars árið 1958 var lögregla tilkvödd i risíbúð í Eskihlíð í Reykjavik vegna gruns um að kona hefði verið myrt þar. Þegar lögreglumenn komu á staðinn hittu þeir fyrir í íbúðinni fóður hinnar látnu og dóttur hennar, sextán ára, en þau höfðu komið að henni. Rannsóknarmönnum varð strax ljóst að í ibúð- inni höföu engin átök orðið og ekki var svo að sjá að hin látna hefði brotist um þegar hún var stung- in. Líkið lá á legubekk undir sæng með kodda undir höfði í einu her- bergi íbúðarinnar og ljóst þótti að hún hafði verið stungin. Stungusár voru greinilega djúp, rétt aftan og neðan við vinstri holhönd. Ailmikið blóð hafði runnið úr vit- um líksins og var sængin mjög blóð- ug. Líkið var kalt og stirðnað og talið var að konan hefði látist fyrir all- löngu, eða minnst 16-20 kiukkustund- um. Síðar kom i ljós að stungumar höfðu farið í gegnum lunga og hryggæð svo að konan hafði fengið af mikla blóðspýju og blóðið gusast út um munn og nef. Þetta olli bana á ör- skammri stund. í suðausturhomi herbergisins fannst hnífur úr ryðfríu stáli með tréskafti. Blað hans var 20 cm langt, stinnt, oddmjótt og al- blóðugt. Leit út fyrir að hnífnum hefði verið kastað á gólfið og að blóðdropar hefðu þá hrokkið upp á þilið. Undir legubekknum, sem líkið lá á, fannst hrátt stykki af bjúga, og var höggvið víða i það, sýnilega með beittum hníf. Tveir minni bitar af sams konar bjúga fúndust, annar á legubekknum við norðurvegginn en hinnágólfmu. var miður gott með köflum og virðist það einkum hafa stafað af áfengis- neyslu sjómannsins, geðofsaköstum hans þegar hann var undir áfengisá- hrifum og mikilli afbrýðisemi. Gekk þetta ósamkomulag oftar en einu sinni svo langt að U jókst afbrýðisemin dag frá degi og að sögn hans leiddi afbrýðisemin hann til þess að kaupa hníf þann sem síðar varö morðvopnið. Keypti hann hníflnn með það i huga að nota hann annaðhvort á sjálf- an sig eða unnustuna, þó frekar á sjálfan sig. Fannst honum hann ekki getað lif- prósögn mólsins rvr>ust'J| dansW'’ Rannsólo* lteldnr &**} íram tók ofan trúlof- Hann !íí oð SVIpT0 u ° mesfn l°k,ð morðm0 Ranns tí sW' Unnustinn játar Fljótlega féll grunur á unnusta hinn- af látnu, 32 ára gamlan sjómann ftá Grindavik, og var hann handtekinn. í fyrstu var skýrsla hans nokkuð á reiki og blönduð ósannindum, svo sem að tveir grímuklæddir menn, honum ókunnir, hefðu átt þátt í því sem fyrir kom. Líka sagði hann að unnustan hefði fyrst ráðist á hann og stungið með hnífnum en hann hefði þá stung- ið hana í reiði. Sjómaðurinn sá þó fljót- lega að sér, játaði að hafa myrt konuna og greindi frá því sem þeim fór á milli fyrir verknaðinn. Þremur árum fyrr höfðu hin látna og sjómaðurinn opinberað trúlofun sína og einn son áttu þau saman, tæpra þriggja ára. Samkomulag þeirra hringinn en fyrir fortölur sjómannsins og móður sinnar setti hún þó hringinn ætíð upp aftur. Stóð til að þau færu að búa saman og hafði sjómaðurinn fest kaup á íbúð- inni í Eskihlíð í Reykjavík til þess að ■ . .. jaf því mætti verða. Vann hann að standsídningu íbúðarinnar mánuðina fyrir morðið en hafði engu að síður að- Islenskir harmleikir SJöundl hlutl setur hjá foreldrum sínum í Grindavík og unnusta hans hjá sinum foreldrum á Skólavörðustíg. Sagði sjómaðurinn að sér hefði virst unnustan litt ánægð með íbúðina og að sér hefði virst hún draga allt á langinn með að sambúð þeirra hæfist. Af þeim sökum hefði sótt á sig grunur um ótryggð hennar við sig en ljóst þykir að sá grunur hafi verið ástæðulaus eða á misskilningi byggður. Engu að síður Aökoman ægilegri en orö fá lýst, sagöi m.a. í blööunum dag- ana eftir moröiö Fljótlega féll grunur á unnusta hinnar látnu, 32 ára gamlan sjó- mann frá Grindavík, og var hann hand- tekinn. í fyrstu var skýrsla hans nokkuö á reiki og blönduö ósannindum, svo sem að tveir grímuklæddir menn, honum ókunnir, heföu átt þátt í því sem fyr- ir kom. Líka sagöi hann aö unnust- an heföi fyrst ráöist á hann. að ef hann missti hana né geta unnt neinum öðrum manni að njóta hennar. Æfði sig á bjúganu Föstudagskvöldið fyrir morðið kom sjómaðurinn til Reykjavíkur og fór að mála í íbúðinni. Unnustan kom ekki til hans það kvöld og sagði hann hafa bor- ið við annríki. Morguninn eftir keypti hann bjúgað og koníaksflösku en þeg- ar hann kom aftur heim i íbúðina sett- ist það að honum að unnustan hefði ekki komið kvöldið áður og flaug það að honum að stytta sér aldur með hnífnum. í því sambandi reyndi hann hnífmn á bjúganu sem hann kastaði síðan frá sér í herberginu. Eigi beitti hann þó hnífnum á sjálfan sig í þetta sinn en hélt áfram að vinna í ibúðinni þar til unnustan kom til hans um kaffi- leytið. Þau borðuðu kvöldmat hjá for- eldrum hennar og fóru síðan fótgang- andi í Eskihlíðina. Hana langaði á dansleik en það vildi hann ekki og urðu deilur á milli þeirra um það en þær hjöðnuðu. Þau drukku koníakið og hugðust blanda það i gosdrykk en enginn upptakari var í seilingarfjar- lægð og sagði sjómaðurinn viö yfir- heyrslur að þá hafi honum dottið í hug að nota hnífinn á flöskuna. Hnífmn lagði hann svo á náttborðið. Skömmu síðar lentu þau aftur í orðakasti og fór hann þá að brigsla henni um ótryggð við sig. í reiði tók hann hnífinn og stakk honum í brjóst sér, svo að af hlaust sár, en að hans sögn sagði þá unnustan: „Ég held að þú hefðir átt að vera búinn að gera þetta fyrr.“ Við þessi orð hennar trylltist hann algjör- lega, óð að konunni með hnífinn á lofti og stakk honum í síðu hennar. Varð yfir sig hræddur Sjómaðurinn mundi ekki eftir því að hafa stungið unnustu sína oftar en einu sinni en hann rámaði í að hann hefði lagt hana út af á legubekkinn og breitt ofan á hana sængina. Ekki mundi hann hvort hún var með með- vitund en kvaðst hafa orðið yfir sig hræddur, klætt sig í utanyfirblússu og farið út í skyndi. Þá lá leið hans á bifreiðastöðina Hreyfil þar sem hann keypti ákavitis- flösku og tók sér leigubíl til Grindavík- ur til foreldra sinna. Þeim sem urðu á vegi hans á þeirri leið, bílstjóranum og ráðskonu í vinnuskúr þar sem hann hafði skamma viðdvöl, sagði hann ósanna sögu um tilurð áverkans á brjósti sér en þegar hann kom heim til foreldra sinna brast hann í ofsafenginn grát og sagði þeim að hann hefði drep- ið unnustu sina. Faðir hans sagöi við yfirheyrslur að hann hefði engan trún- að lagt á sögu sonarins en sagt honum að leggja sig. Hann þvertók hins vegar fyrir það og sagðist ætla að fyrirfara sér en ætlaði fyrst að kveðja systur sínar tvær sem bjuggu á öðrum stað í bænum. Hann sagði þeim sömu sögu og foðumum en mágur hans og bróðir fóru þá með hann til læknis í Njarð- vík sem skoðaði sár hans og kom honum fyrir á sjúkrahúsinu í Kefla- vik. Þar var hann til hádegis daginn eftir en þá tók hann leigubíl til Reykjavikur. Sagðist hann hafa ætlað að fara til foreldra unnustu sinn- ar og „gefa sig fram“ en misst » kjarkinn og látið leigubilinn aka sér til Grindavikur á ný. Þar var hann „eirðarlaus og talaöi um að fyrirfara sér“ uns lögreglan í Reykja- vík handtók hann um kvöldið. Greindarvísitala 76 í geðheilbrigðisrannsókn á sjómann- inum kom í ljós að greind hans reynd- ist langt fyrir neðan meðallag, greind- arvísitala 76 (meðallagið mun vera 100) - greindaraldur 11 ár og 4 mánuðir. í álitsgerðinni segir m.a.: „Um er að ræða treggefmn og tilfinningalega van- þroska mann. Hann er seinn til máls og greinilega aftur úr miðað við jafn- aldra sína. Honum hættir til nokkuð ofsalegra skapbrigða en er fljótur að jafna sig aftur. Um eða upp úr 18 ára aldri fer hann að drekka, og kemur það fljótt í Ijós, að honum hættir til að vera sérlega erfiður við vín, og lendir hann hvað eftir annað í handalögmáli undir þeim kringumstæðum." í niðurlagi segir: „Hann er hvorki geðveikur, geðveill né fáviti, heldur mjög treggefmn maður og hætt til ofsa- legra tilfinningaviðbragða, sem að auki hefur neytt áfengis i óhófi meira og minna i 13-14 ár; og verður að gera ráð fyrir, að vanþroska heili hans hafi þolað þaö illa og því komið fyrr fram en venjulegt er ýmis einkenni eftir langvarandi áfengiseitrun, svo sem ön- uglyndi og sjúkleg afbrýðisemi. Undir áhrifum áfengis verður hann svo til þess að bana unnustu sinni í ofsareiði." Refsing sjómannsins var ákveðin 16 ára fangelsi. 1982 Ný tegund krabbameins í mars árið 1982 birtist frétt í DV sem fjaUaði um „óvenjulegt afbrigði af krabbameini“ sem fjórir ungir Danir hefðu fengið. Þegar fréttin er skrifuð er einn þeirra þegar látinn. LEGGSI HEtZT AKYH, VILlTft KARLMENN „Þessi tegund krabbameins er kölluð karposis sarcom og lýsir sér m.a. sem æxli f meltingar- færum og eitlum. Sjúkdómurinn hefur áður næstum því eingöngu þekkst í Mið-Afríku, en síðan sumarið 1981 hefur hans orðið vart í Bandarlkjunum og þá helst hjá kynviUtum karlmönn- um. Hjá öllum voru ónæmis- varnir Ukamans mjög skertar og er taUð að ástæðan fyrir því sé að kynvilltum er hættara við al- varlegum smitsjúkdómum ef fyUsta hreinlætis er ekki gætt við samfarir.“ Árið 1982 þótti ekki ljóst hvort sjúkdómurinn væri smitandi eður ei, „en hann lýsir sér a.m.k. sem sUkur“, seg- ir í fréttinni. Bryndís fékk aldrei frí í sama mán- uði birtist frétt í DV sem greindi frá því að Bryndís Schram, sem þá hafði séð um Stundina okkar 1 þrjú ár, hefði sagt starfi sínu lausu. „Mig langar einfaldlega til að breyta til og það er best að hætta áður en alUr verða hundleiðir á mér,“ sagði Bryndis af þessu tilefni. „Þetta er ótrúlega lýjandi til lengdar. Aldrei frf allan vetur- inn, sama hvort eru jól eða páskar.“ í lok fréttarinnar er þvi komið á framfæri að Bryndís sé á lausu og hana vanti vinnu. Reyklaus dagur Það sem helst bar tU tíðinda 9. mars 1982 var að reyklaus dagur var haldinn í fyrsta skipti. Á forsíðu DV birt- ist hópur glaðbeittra starfs- manna prentsmiðjunnar Odda, sem eindregið höfðu verið hvatt- ir til þess að láta tóbakið eiga sig þennan dag. Margir þeirra höfðu tekið áskoruninni og sum- ir hugðust hætta alveg: „Maður nennir ekki þessu reykingaves- eni,“ sagði einn starfsmaðurinn. Mörg fyrirtæki fóru að dæmi Odda og hvöttu starfsmenn sína til þess að reykja ekki 9. mars. Óþarft er að taka það fram að þetta var áður en fyrirtæki bönnuðu starfsmönnum sínum einfaldlega að reykja í vinnunni. Belushi allur Leikarinn John Belushi fannst látinn á hótelherbergi í byrjun mars 1982. í erlendum fréttum Leikarinn dó af eiturefnanotkun isanianleiliarínii llanuvarðiiöu DV kemur það fram nokkrum dögum eftir að látið var tilkynnt að leikarinn andaðist ekki af „eðUlegum ástæðum" eins og fyrst var taUð heldur af of stór- um skammti af kókaín- og heróínblöndu, sem hann spraut- aði sig með. John Belushi var einungis 33 ára gamaU þegar hann lést og hafði þá einkum öðlast frægð fyrir leik sinn í Blues Brothers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.