Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV DV-MYND HARI Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur „Ég er hugfangin af íslenskri náttúru, en það er ekki þar með sagt að ég þurfi alltaf að vera að velta mér upp úr dögginni, “ segir Steinunn. ,,Mér finnst stórkostlegt að geta blandað þessu; að vera í stórborg í útlöndum á veturna og að vera i sveit á íslandi á sumrin. Svo getur vel verið að sá dagur komi að ég ákveði bara að ég ætli að setjast að í sveitinni hér heima. “ Skrifa ekki um hamingju sama ást Ástarfögnuður er eitt af því erfiðasta að lýsa og það er m.a. þess vegna sem maður reynir það ekki. Maður skrifar um það fólk sem fer halloka í lífinu á einhvem hátt. Maður skrifar ekki um hetjur og heldur ekki um hetjur í ástinni, sem ná henni á sitt vald og „live happily ever after“. Mér finnst þetta suðaust- urhorn fullkomlega töfr- andi,“ segir Steinunn Sigurðardóttir þegar ég spyr hana um sögusvið nýrrar skáldsögu hennar Jöklaleikhúsið. „Pabbi minn var úr Vestur-Skaftafells- sýslu og hann fæddist miðja vegu milli Núpsstaðar og Kirkjubæjar- klausturs. Mér finnst landslagið þar - jökullinn og hafið - óviðjafn- anlegt. Þetta er minn uppáhalds- staður í veröldinni." - í mörgum bókum þínum eru fallegar náttúrulýsingar og ákaf- lega íslenskar. Ert þú mikill nátt- úrudýrkandi? „Já, ég er í rauninni barnalegur náttúrudýrkandi. Mínar sterkustu minningar frá því að ég var lítil snúast um að ég er ein úti í nátt- úrunni þar sem ég var í sveit, á bænum þar sem pabbi minn ólst upp. Sögusviðiö Papeyri I Jökla- leikhúsinu er u.þ.b. þar sem Höfn í Hornafirði er, en staðsetningin er það það eina sem er likt með Höfn í Hornafirði og Papeyri. Ég þekki ekkert til á Höfn, hef bara komið þangað nokkrum sinnum. Innblásturinn í bókina er bara hreinlega þetta land. Sögumaður- inn er mín málpípa þegar hann segir að Papeyri sé fallegasta bæj- arstæði á íslandi og þótt víöar væri leitað." Skrípislega borgin Reykjavík - Það er freistandi að spyrja hvers vegna svo mikill aðdáandi íslenskrar náttúru hefur flust bú- ferlum til Parísar. „Ég er hugfangin af islenskri náttúru, en það er ekki þar með sagt að ég þurfi alltaf að vera að velta mér upp úr dögginni," segir Steinunn. „Mér finnst stórkost- legt að geta blandað þessu; að vera i stórborg í útlöndum á vet- urna og að vera i sveit á íslandi á sumrin. Svo getur vel verið að sá dagur komi að ég ákveði bara að ég ætli að setjast að í sveitinni hér heima. En þegar ég ætla að vera með svona alhæfingar þá standast þær aldrei", segir Steinunn og horfir út um gluggann úr íbúðinni á efstu hæð við Laugaveg. „Þegar ég er hér í Reykjavík, þá iða ég í skinn- inu eftir því að skrifa alvöru Reykjavíkursögu. Þessar götur og þessi hús, ég er alin upp með þeim. Hér lék ég mér i æsku, hér skemmti ég mér unglingur með vinum mínum.“ Við tölum áfram um borgina Reykjavík og Steinunn segir að henni finnist hún vera svo skrýtin blanda af fegurð og ljótleika. „I Reykjavík er hægt að finna svo falleg og heilleg svæöi, en svo er sumt í henni svo skrípislegt. Ótrúlega skrípislegt. Það er leitun á öðrum eins ljótleika í borgum í þessum heimshluta, líkt og er að finna hér í Reykjavík. Og það er stórkostlegt fyrir einn rithöfund," segir Steinunn og uppveðrast öll, eins og hún sé þegar farin að hlakka til að skrifa um þessa skrípislegu borg. Ofbeldið yfir og allt um kring Ég spyr Steinunni svona eins og maður spyr rithöfunda: Hver var upphaflega hugmyndin að bók- inni? og hún virðist ætla að fá áfall yfir spurningunni. „Þetta er spurningin sem á að öllu jöfnu að vera hægt að svara. En ég get ekki svarað þessu! Ég segi bara ég veit það ekki,“ en sið- an hugsar hún sig um örlitla stund og segir: „Ég veit þó að eitthvað í umhverfínu á Höfn í Homafirði kveikti í mér. Og þetta með leik- húsið. Ég fór fyrst í leikhús þegar ég var fimm ára til að sjá Mann og konu og þar varð ég fyrir nokkurs konar dulrænni reynslu. Mér fannst ég hafa séð allt verkið áður og það gerðist eitthvað innra með mér. Ég var ofboðslega hrifin af leikhúsi þegar ég var lítil og er enn. Ég held líka - ef ég teygi mig aöeins lengra - að einhver angi af hugmyndinni sé úr Jólaóratorí- unni eftir Göran Tunström. Ég elska þá bók.“ - Er það hugmyndin um að heilt bæjarfélag taki breytingum þegar fengist er við listaverk? „Já, líf fólksins umtumast ýmist til góðs eða ills. Sumt fólk deyr og öðrum er gefið líf. Ef þú stígur skref sem er algerlega ófyrirséð, þá veit enginn hvað getur komið út úr því. Það er ein af hugmynd- unum, en ekki endilega grunnhug- myndin." - En það er enginn samur eftir? „Nei. Að byggja þetta stóra leik- hús er auðvitaö stórviðburður í lífi eins bæjarfélags. Það má nátt- úrlega lýsa þessu sem einu löngu maníukasti í kringum uppfærsl- una og leikhúsbygginguna. Þetta er bæði bjástur og athafnasaga." - Má ekki líka segja að sagan sé vandamálasaga? Við fáum m.a. lýsingu á hegðan tveggja alkó- hólista. „Ég hef ekki mikinn áhuga á alkóhólisma, en ég hef áhuga á fólki. Móðir sögumanns, alkó- hólistinn, veður yfir lif dóttur sinnar, er eins og sífellt yfirvof- andi náttúruhamfarir og stjórnar henni algerlega. í raun og veru er þetta andlegt ofbeldi, og ef maður ætlar að tala um það þá er þetta nokkuð áþreifanleg leið til þess að gera það. Mig langaði tii þess að sýna hvernig hún bregst við of- beldinu og hvernig hún fer að því að lifa þetta af. Mig langaði til þess að sýna sorg hennar, því þrátt fyr- ir sinn góða vilja, og þó að hún búi ekki einu sinni á sama stað og kerlingarhelvítið - þá kemst hún samt ekki út úr ofbeldinu. Það er yfir og allt um kring.“ Þessi rauði þráður ... - Svo er það náttúrlega þessi óhamingjusama ást. Þú ert nú al- veg sérfræðingur í að skrifa um hana. Alda i Tímaþjófinum, Sam- anta í Ástin fiskanna, núna Beatrís í Jöklaleikhúsinu ... „Já, ég játa það alveg, ástin er tema í bókunum mínum, hún er þessi rauði þráður,“ segir Stein- unn þar sem hún bjástrar við kaffi í eldhúsinu. „En hvaða rithöfund- ur með sjálfsvirðingu getur skrif- að um hamingjusama ást? Það er hægt að klára það á fimm blaðsíð- um - hafa þetta í hundrað daga eins og í Tímaþjófinum - og búið. Ástarfögnuður er eitt af því erfið- asta að lýsa og það er m.a. þess vegna sem maður reynir það ekki. Maður skrifar um það fólk sem fer halloka í lifinu á einhvern hátt. Maður skrifar ekki um hetjur og ekki heldur um hetjur í ástinni, sem ná henni á sitt vald og „live happily ever after“. Ég áttaði mig á því að ég er enn að fjarlægjast það mark - þessa hamingjusömu ást - maðurinn er enn óínáanlegri en í hinum bókunum." - Alda fékk hann í 100 daga, Samanta í nokkrar nætur, en Beatrís fær rétt aðeins að krafsa í hann. „Já og nú er spurning hvar þessi minimalismi endar. Senni- lega verður ástmögurinn ekki ann- að en hugmynd næst,“ segir Stein- unn og hlær. - í höfundarverki þínu er að finna ótrúlega margt í ótrúlega fjölbreytilegum formum. Hefur þú aldrei fengið á tilfinninguna að þú hafir „fundið þinn farveg“, nú haldirðu þig bara við skáldsögurn- ar, bara við ljóðin eða bara við smásögurnar? „Nei, þvert á móti. Ég er svo hrædd við að staöna. Ég held að ég sé með ofsóknarbrjálæði gagnvart því að verða á einhvern hátt vél- ræn. Ég sé að skáldsögurnar eru allar mjög ólíkar í laginu og það er ekki bara af þessari ofsahræðslu við að staðna, heldur geri ég þá kröfu til mín að ég fmni nýtt form fyrir nýtt efni, og það þýðir auðvit- að að ég er eilífur byrjandi. Þetta er öfgakennt orðalag, en mér líður þannig." Þegar Steinunn er spurð hvort hún sé byrjuð á næstu bók, er hún fljót til svars og segist alltaf vera byrjuð á næstu bók. Gefur hún sér aldrei tíma til þess að baða sig í aðdáuninni þegar bók er komin út og slappa bara af? „Nei, það geri ég ekki. Það er al- veg útilokað. Öfgakenndasta dæm- ið um mín vinnubrögð er þegar ég sendi lokaprófork af Hjartastað frá París. Þetta gerði ég um morgun og um hádegi fór ég i hina bókina sem ég var byrjuð á. Ég verð að halda áfram, það er ekki hægt annað. Þetta er mín vinna - mitt eina starf og ég vona að ég verði sá lukkunnar pamfíll að mér takist það áfram. Ég veit að það er ekki sjálfsagt.“ -þhs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.