Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 59
67 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 DV Tilvera KRAKKAR! Sölubomba sumarsins - kom þægilega á óvart, segir útgefandi Hálendishandbókarinnar Billy Crystal: Myndin er ekki aðal- eru komin á alla útsölustadi „Við vorum vissulega bjartsýn með bókina en þessar góðu viðtökur komu okkur samt þægilega á óvart. Af íjölmörgum tölvuskeytum sem okkur hafa borist á jeppar.is frá ánægðum ferðalöngum er greinilegt að höfundi hefur tekist ætlunarverk sitt,“ sagði Þórarinn Friðjónsson, framkvæmdastjóri Skerplu, í sam- tali við DV. Skerpla gaf í vor út Hálendis- handbókina eftir Pál Ásgeir Ás- geirsson sem er leiðsögubók um ökuleiðir, gönguleiðir og áfanga- staði á hálendi íslands, 256 blaðsíð- ur, prýdd miklum íjölda mynda og korta. Þórarinn sagði að önnur prentun bókarinnar væri nú á þrotum hjá útgáfunni eftir að prentuð hefðu verið sex þúsund eintök. Nú er ný prentun á leið í búðir því ætla má að það sé draumur margra jeppa- manna að fá bókina í jólagjöf. „Hálendishandbókin er ekki bara leiðsögubók heldur líka uppspretta hugmynda og nauðsynlegt að hafa_ hana við höndina þegar jeppamenn eru að skipuleggja ferðalög komandi sumars og láta sig dreyma um að kanna ókunnar slóöir," sagði Þórar- inn. „Hún er því ekki síður skemmti- leg til lestrar að vetri en sumri.“ Vísaö á náttúrurperlur Einn af ánægðum hálendisfórum sem keypt hafði bókina sendi Skerplu þetta tölvuskeyti: „Þessi bók er algjör snilld, ég er búinn að lesa hana og það er alveg ótrúlegt hvað maður hefur keyrt framhjá mörgum náttúruperlum sem maður hafði bara ekki hug- mynd um eða gaf sér ekki tíma í að njóta vegna vankunnáttu á staðhátt- um. Takk kærlega fyrir þetta frá- bæra framtak." Hálendishandbókin lýsir flestum algengustu og vinsælustu ökuleið- um á hálendi íslands, vísar á hent- ugar gönguleiðir, gististaði, nátt- úruvætti og réttir lesandanum þannig lykilinn að þeim Qársjóði sem hálendi íslands er. Eitt af helstu markmiðum bókar- innar er að rétta ferðalöngum lykil- inn að íslenskri náttúru og í raun- inni reka þá út úr bílnum en mörg vel varðveitt leyndarmál hálendis- ins eru oft rétt við slóðina eða veg- inn og ekki þarf að ganga mörg skref eða aka langt til að uppgötva þau. Bókin lýsir erfiðum og sein- Út um allt með Útivist Það er alltaf eitthvað í gangi hjá Útivist og þetta verður helst á næst- unni. Sunnudagur 18. nóvember Helgafeli / Valaból Gengið verður frá Kaldársseli, yfir Helgafell og meðfram Valabóli, sem er hellir sem skátar m.a. notuðu í útleg- um sínum hér áður. Komið verður nið- ur að Kaldárseli aftur. Fararstjóri: Gunnar Hólm Hjálmars- son Brottför: BSÍ kl. 13.00 Verð kr. 1100/félagar - 1300/aðrir Mánudagur 19. nóvember Ungliðastarf - Kynningarfundur Hallveigarstíg 1, kl. 20.00 Ert þú unglingur eða átt þú ungling sem hefur áhuga á útivist. Fæðingarár 1988 -> ca 1991/2. Kannski áttu þá samleið með okkur. Við stefhum að ferðum eingöngu ætl- uðum unglingum, auk þess sem sérfar- arstjóri yrði í sumum okkar stærri ferðum fyrir þennan aldurshóp. Fé- lagsstarf hér í bænum er líka með í myndinni og ýmislegt sem skipuleggj- andi þessa starfs, Helga Harðardóttir, hefur upp í erminni og ætlar að kynna á þessum fundi. Komdu endilega og kynntu þér hvað er að gerast. Fræðslukvöld/fararstjóm = fyrsti hluti = Rötun í næstu viku, miðvikudag og fimmtudag 21./22. nóvember, hefst röt- unamámskeið þar sem kennt verður á áttavita og GPS. Þessi tvö kvöld verð- um við að Hallveigarstíg 1 og kynnust göldrum þessa nauðsynlegu rötunar- tækja en á miðvikudaginn 28. nóvem- ber fórum við síðan og látum reyna á þessa kunnáttu okkar í vettvangsferð við/utan borgarmarkanna. Leiðbeinandi er Gunnar Björgvins- son / LAMBI Verð er kr. 1.500 og félagsaðild er skilyrði. Skráning og frekari upplýsingar á skrifstofú í síma 561-4330 Opið hús 29. nóvember Síðasti fimmtudagur mánaðarins / Opið hús i Vídalín Gunnar Hólm Hjálmarsson, formað- ur SAMÚT, ^allar um skipulag miðhá- lendisins og hugsanlega nýtingu þess. Allir velkomnir. Landroverinn læöist miili steina. Hálendishandbókin segir til vegar um ökuleiöir, gönguleiöir og áfangastaöi á hálendi íslands. Þaö er ekki alls staöar greiöfært og hér sést fjallabíll höfundar smokra sér milli steina í svokölluöu Þverárgili sem ekiö er um á leiöinni úr Hungurfit noröan Tindfjalla og áleiöis í Mosa viö Markarfljót. fórnum slóðum við jökulrendur eins og Gæsavatnaleið til jafns við þægi- legar eyðibyggðaslóðir við sjávar- siðuna eins og til dæmis Langanesi sem lætur ekki mikið yfir sér en þar leynist mikill fjársjóður. Mjög ítarlegur kafli er í bókinni um öræfi Austfjarða og hálendis sem að hluta til verður breytt var- anlega ef virkjunaráætlanir stjórn- valda verða að veruleika. Þarna leynast heitar uppsprettur, undar- legir fossar og heitar náttúrulegar sturtur sem lesandi er leiddur til. Höfundur bókarinnar, Páll Ásgeir Ásgeirsson, er þaulvanur ferðamað- ur og fjallafari sem hefur ferðast um hálendi íslands akandi og gangandi um árabil. Hann hefur auk þessarar bókar skrifað leiðsögubækur fyrir göngufólk um hálendi Islands og Hornstrandir. -sm atriðið Billy Crystal leikari þurfti á góðri mynd að halda. Hann er á góðri leið með að verða frægastur fyrir að vera leikar- inn sem kynn- ir alltaf ósk- arsverðlaunin. Bllly Crystal Hann lék siðast Hann leikur í í American mynd sem heitir Sweethearts Monters Inc. sem fékk ekk- ................. ert sérstaklega góða dóma. Nú leikur hann aðalhlutverkið í kvikmynd sem heitir Monsters Inc. og er lentur í undarlegri stöðu. Fyrirtækið sem dreifir Mon- sters Inc. í Ameríku hefur gert samning við kvikmyndahús um að sýna kynningarmynd um nýjustu Star Wars myndina á undan Monsters. Þetta þýðir það að hinir fjöl- mörgu aðdáendur Star Wars munu hópum saman kaupa sig inn á myndina aðeins til þess að sjá „treilerinn" úr Star Wars. Þetta verður samt skráð sem aðsókn á Monsters Inc. án þess að það sé neitt að rnarka. Þetta finnst mörgum hið ein- kennilegasta mál því þetta þýðir að Monsters Inc. verður meðal allra vinsælustu mynda ársins á pappirnum þótt fáir hafi séð hana. MUNIÐ EFTIR OKKUR TANNÍ OGTÚFA Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeím fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur til líknarmála. <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.