Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 54
62
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV
Verkfall tónlistarkennara hefur staðið í rúman mánuð og er farið að raska högum
margra verulega. Ýmsir nemendur hafa misst œfingaraðstöðu sína og eiga alls
ekki víst að geta lokið námi á áœtluðum tíma. Tónlistarnám er dýrt og sumir
hafa haft að einhverju leyti lifibrauð sitt af tónlistarkennslu. Það er því þungt
hljóð í þeim sem stunda tónlistarnám í þessu landi.
Missti aðstöðu til æfinga og vinnu:
Rek fiðlubogann
upp í rjáfur
- segir Anna
„Ég verð að æfa mig sitjandi því
ef ég stend upp rekst fiðluboginn
upp í loftið. Ég bý nefnilega undir
súö,“ segir Anna Hugadóttir. Hún
er að læra á þrjú hljóðfæri, hvorki
meira né minna, fiðlu, víólu og pí-
anó. Auk þess kennir hún tónlist -
það er að segja þegar ekki er verk-
fall. „Við, þessir lengra komnu nem-
endur, höfum getað æft okkur í
skólanum en nú er hann lokaður,"
segir hún og bætir því við að nem-
endur á síðustu stigum séu oft beðn-
ir að kenna líka vegna skorts á fag-
fólki. „Ég er búin að missa mína æf-
ingaraðstöðu, vinnuaðstöðu, kenn-
ara og nemendur og það kemur sér
afar illa. Ég er í 200% námi og
kennslan er liður í að lifa af,“ segir
Anna sem er á lokasprettinum í
Hugadóttir sem er
fiðlunáminu. „Ég tek 8. stigið í vor,
ef Guð lofar. Svo er ég á 6. stigi á
víólunni en er að byrja á píanó og
ætlaði að reyna að taka 1. stig um
jól. Það verður víst ekkert af því,“
segir hún og er allt annað en kát.
Anna er 22 ára Reykvíkingur.
Hún kveðst hafa byrjað fremur
seint í tónlistinni, eða ekki fyrr en á
12. ári. Með náminu er hún í tíma-
vinnu hjá Styrktarfélagi vangefínna
og leigir uppi í risi hjá frænku
sinni. Segir ekki séns að vera á al-
mennum leigumarkaði, auraleysis
vegna. Hún er uggandi um framtið
tónlistarskólanna i Reykjavík þar
sem fræðsluráð vinni að því að færa
hluta tónlistarnáms inn í grunn-
skólana. „Þessar breytingar skapa
óöryggi og kollvarpa þvi skilvirka
í 200% námi
kerfi sem byggt hefur verið upp,“
segir hún. Sjálf stefnir hún þó að
því að verða tónlistarmaður og
kennari. „Það er víst ekki hægt að
lifa af því að vera bara annað hvort.
Þrítugir tónlistarmenn, sem eru að
koma frá námi í útlöndum, skuld-
settir upp fyrir haus, eiga sumir
ekki annarra kosta völ en setjast
upp á foreldra sína aftur, eins og
launin eru í dag,“ segir hún og bæt-
ir við. „Þó er þetta fólk oft í tvö-
faldri vinnu.“ -Gun.
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Vill verða tónlistarmaður og kennari
„Það er víst ekki hægt að lifa af því
að vera bara annað hvort, “
segir Anna Hugadóttir.
DV-MYND GVA
Æfir sig í kjallaranum
Tinna Sigurðardóttir vonar að skellirnir í útihurðinni á hæðinni fyrir ofan
standi ekki í sambandi við hávaöann.
Tinna Sigurðardóttir er bæði í söng- og píanónámi:
Ætlaði að helga tón-
listinni þennan vetur
„Ég á erfiðara með að stunda æf-
ingar þegar verkfallið er, sérstak-
lega í píanóleiknum," segir Tinna
Sigurðardóttir, söng- og píanónem-
andi í Tónlistarskóla Reykjavíkur,
sem venjulega sér henni fyrir æfing-
araðstöðu. Nú hefur hún bara kjall-
araibúð til að æfa sig í. Hana leigir
hún af foreldrum sínum en þau búa
á landsbyggðinni. Skyldu vera ein-
hverjir á hæðinni fyrir ofan sem
ekki þola píanóleik? „Ég veit ekki
hvort það er því tengt þegar ég
heyri útidyrahurðinni skellt. En ég
vona að svo sé ekki,“ segir hún og
brosir.
Tinna átti heima hér í Reykjavík
fyrstu sjö árin en flutti þá til Pat-
reksfjarðar og hóf sitt tónlistarnám
þar. Hún kveðst hafa átt heima í
Odda á Rangárvöllum síðan hún var
tiu ára og stundað nám við Tónlist-
arskóla Rangæinga á Hvolsvelli í
nokkur ár. Þaðan lá leiðin í Tónlist-
arskóla Reykjavíkur og nú er hún á
7. stigi á píanó og 4. stigi í söng.
„Upphaflega kom ég hingað suður í
menntaskóla líka en er búin með
hann og þessi vetur átti að vera
helgaður tónlistinni. Þá fer hann
svona,“ segir Tinna og er greinilega
sár.
Stúlkan er samt ekki aögerðalaus.
„Ég er í mörgum störfum til að fjár-
magna þetta dæmi,“ segir hún og
telur svo upp vinnustaðina: Bóka-
safn Tónlistarskólans, íslensku óp-
eruna og Matstofu Vesturbæjar í
Tæknigarði. Á siðastnefnda staðn-
um kveðst hún bara vera einn dag í
viku. „Ég var búin að sleppa þeirri
vinnu til að hafa meiri tíma fyrir
tónlistina en endurheimti svo starf-
ið þegar verkfallið fór að dragast á
langinn," segir hún. En hvernig list
henni á ástandið í tónlistarmálun-
um? „Ástand er einmitt rétta orðið.
Mér finnst þetta afleitt. Þetta er
búið að vera erfltt hjá mér og ég er
að rífa mig upp úr dálítilli lægð.
Reyndar er ég búin að segja það í
tvær vikur en nú held ég það sé að
gerast." -Gun.
Bæði í kennara- og einleikaradeild:
Er aö búa mig undir að veröa blankur
- segir Þórarinn Már Baldvinsson
Þórarinn Már Baldvinsson er 24
ára tónlistarnemi sem spilar á
viólu. Hann er bæði í strengjakenn-
aradeild og að læra undir burtfarar-
próf í víóluleik. „Ég er svona að búa
mig undir að veröa blankur," segir
hann og kaldhæðnin leynir sér
ekki. Hann kveðst hafa stefnt að því
að ljúka námi í vor í báðum deild-
um en veit ekki hvemig það fer ef
verkfallið dregst enn á langinn.
„Það verður stíft," segir hann og
kveðst eiginlega vera með öndina í
hálsinum yfir þessu.
Þórarinn Már er búinn að læra á
hljóðfæri í 15 ár. Byrjaði að læra á
fiðlu og skipti svo yfir á víólu.
Fyrstu árin nam hann í sinni
heimasveit, Aðaldalnum, þar sem
hann stundaði námið í Hafralækjar-
skóla. Siðan lá leiðin til Akureyrar
í menntaskóla og þar sá Tónlistar-
skóli Akureyrar um músíkuppeldið.
Svo kom hann hingað tO Reykjavík-
ur og hélt ótrauöur áfram í tónlist-
inni, undir handleiðslu kennara
Tónlistarskóla Reykjavíkur. í þeirri
von að hann fái haldið sínu striki
stefnir hann á framhaldsnám er-
lendis á næsta ári. En hvemig eyð-
ir hann dögunum í verkfalli tónlist-
arkennara? „Ég bara reyni að æfa
mig og halda mér við,“ segir hann
og viðurkennir að honum bregði við
æfmgaraðstöðuna í skólanum. „Ég
leigi ibúð i fjölbýlishúsi og veit svo
sem ekkert hvernig nágrönnunum
líður undir þessu sargi minu en
þeir mega eiga það að enn þá hafa
þeir ekki kvartað."
Verkfall tónlistarkennara setur
ekki aðeins strik i reikning Þórar-
ins hvað námið áhrærir heldur hef-
ur það líka mikil áhrif á afkomu
hans. Hann hefur nefnilega líka at-
vinnu sína af tónlistarkennslu.
„Þetta er þreföld krísa hjá mér,“
segir hann og vill sem minnst segja
um útlit og horfur í verkfallsmál-
um. „Maður verður að vera bjart-
sýnn en ég óttast að þetta leysist
ekki fyrir jól.“ -Gun.
í þrefaldri krísu
Þórarinn Már kveðst vera með öndina í hálsinum yfir ástandinu í verkfallsmálum.