Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 36
36
Helgarblað
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001
DV
DV-MYNDIR HILMAR PÓR
Þeir bræöur segjast hafa skýran stjórnunarstíl
„Þaö verður aö láta völd, ábyrgö og umbun fara saman. En jbá veröur maöur
líka aö þora aö sleppa hendinni af verkum og afsala sér völdum. Þaö erfið-
asta er aö fylgjast meö yfirmönnum sem maöur telur nær víst aö séu aö
gera mistök og stilla sig um aö grípa inn í. “
Bræðurnir
í Bakkavör
- Ágúst og Lýður Guðmundssynir stofnuðu Bakkavör fyrir 15
árum með 20 þúsund krónur í hlutafé. í dag er Bakkavör með
nærri 2.000 starfsmenn og starfsemi í níu löndum
að er óhætt að slá því föstu að
bræðumir Lýður og Ágúst
Guðmundssynir séu í hópi
yngstu forstjóra stórfyrirtækja á ís-
landi en þeir eru 37 og 34 ára gamlir.
Ágúst er stjómarformaður og Lýður
forstjóri í fyrirtæki sem heitir Bakka-
vör Group hf. sem hefur hægt og hljótt
vaxið á undanfömum 15 áram úr því
að vera bílskúrsíyrirtæki sem saltaði
þorskhrogn upp í að verða eitt af
stærstu fyrirtækjum í íslensku við-
skiptalífi.
Þegar kaup Bakkavarar Group hf. á
breska matvælafyrirtækinu Katsouris
Fresh Foods Ltd. vora undirrituö fyrr
í vikunni áttu sér stað stærstu fyrir-
tækjakaup í íslenskri viðskiptasögu.
Kaupverðið er 15,6 miiljarðar ís-
lenskra króna og þrír breskir bankar
munu fjármagna kaupin auk þess sem
fyrri eigendur KFF munu fá hluta
kaupverðsins' greiddan í formi hluta-
bréfa í Bakkavör. I framhaldinu munu
nokkur stærstu fjármálafyrirtæki og
bankar í íslensku viðskiptalifi samein-
ast um hlutafjárútboð í Bakkavör sem
verður trúlega tæpir þrír milljarðar.
Eftir kaupin verða starfsmenn
Bakkavarar um 1.900 talsins og áætluð
velta fyrirtækisins árið 2002 er um 20
milljarðar króna. Fyrirtækið er með
starfsemi i níu löndum og á verksmiðj-
ur í Bretlandi, Chile, Svíþjóð, Frakk-
landi og sölu- og dreifingarfyrirtæki í
Póllandi og Þýskalandi og höfuðbæki-
stöðvamar era i Danmörku.
Sjáumst á Kafftvagninum
Nú skyidu menn ætla aö tveir bræð-
„Okkar markmið hafa
álltaf verið svo agressíf að
þegar við höfum sagt frá
þeim höfum við verið
álitnir geggjaðir svo það
er best að segja ekkert. Það
hafa margir spámenn vað-
ið uppi sem hafa gefið út
stórar yfirlýsingar um að
þeir cetli að sigra heiminn
á morgun án þess að neitt
hafi gerst. Það er ekki
spennandi að vera í þeim
hópi. “
ur, sem era orðnir sannkallaðir jöfrar
í íslensku viðskiptalifi, myndu helst
vilja funda við langborð úr gleri með
pípandi farsíma og einkaritara á þön-
um i bakgrunninum. Það er ekki svo.
Það er svart og krassandi morgunkaffi
í Kaffivagninum á Granda þar sem
sjórinn er innan seilingar og fer nokk-
uð vel á því þar sem veldi Bakkavarar
kemur úr sjónum í upphafi. Það er
myrkur og kuldi og bræðumir ekki
fastagestir þama enda búsettir í Kaup-
mannahöfn þar sem höfúðstöðvar
Bakkavarar era. Við næsta borð situr
einhver veðurbarinn hópur fastagesta
sem gjóa forvitnislega til okkar augum
því menn í jakkafótum era sennilega
frekar sjaldséðir á Kaffivagninum.
Tíu ára aðdragandi
Það liggur beinast við að spyrja þá
bræður um aðdraganda þess að Bakka-
vör kaupir gróið matvælafyrirtæki í
Bretland fyrir 15,6 milljarða. Varla ger-
ist það á fáum vikum?
„Við höfum lengi þekkt til þessa fyr-
irtækis og heimsóttum það reyndar
fyrst árið 1990 og höfum fylgst með
þeim síðan,“ segir Ágúst en Bakkavör
á fyrirtæki í Frakklandi sem er í sama
geira og Katsouris Fresh Foods.
„Þeir eru stærstir og leiðandi á
markaðnum í rétti sem heitir tara-
samalata og grískur réttur búinn til úr
þorskhrognum. Við heimsóttum þá til
þess að fá þá til að kaupa af okkur
þorskhrogn en það tókst reyndar ekki.
Síðan bar það til tíðinda að við
keyptum fyrirtæki í Bretlandi i fyrra
sem hét Wine and Dine en heitir núna
Bakkavör Binningham. Það vill
þannig til að fjölskyldan sem átti Wine
and Dine þekkir vel Katsouris-fjöl-
skylduna. Þetta era allt Grikkir sem
ólust upp saman á Kýpur.
Katsouris-fjölskyldan fylgdist með
kaupum okkar á Wine and Dine af
miklum áhuga. í framhaldinu var
ákveðið að setjast niður með þeim og
heija viðræður um kaup.“
Lýður bætir við að helstu fiölskyldu-
meðlimir Katsouris séu að verða
komnir á eftirlaunaaldur og engin
samkeppni hafi verið um kaup á fyrir-
tækinu sem hafi gert málið auðveldara
viðureignar. Katsouris er 20 ára gam-
alt fyrirtæki sem aldrei hefur verið
auglýst til sölu.
„Það má segja að með kaupunum á
Wine and Dine höfum við unnið okkur
rétt til þess að kaupa Katsouris," segir
Lýður.
„Það sem okkur finnst athyglisvert
er að þessi fiölskylda skuli í raun vera
tilbúin að festa rúmlega tvo milljarða í
íslensku efnahagslífi,“ segir Lýður.
„Það sem gerist nú er að allur arður
af þessu fyrirtæki kemur til íslands.
Þetta er gott fýrir okkur og gott fyrir
íslenskt atvinnulíf að fá svona stóra og
mikla fiárfestingu. Þetta er mjög öflugt
fordæmi og skapar mikið traust á því
viðskiptaumhverfi sem er hérna
heima.“
Stjórnendur skoðaðir líka
Kaup eins og þessi gerast ekki í einu
vetfangi þvi samningaviðræður og út-
tektir sem nauðsynlegar era taldar
hafa staðið í nærri heilt ár áður en
skrifað er undir. Þessar kannanir eru
meðal þeirra viðamestu sem íslenskt
fyrirtæki hefur gengist undir og meðal
annars voru stjómendur Bakkavarar
sendir í ítarlega læknisskoðun sem
hluta af rannsókninni. Þeir reyndust
vera við hestaheilsu.
Þeir bræður hafa í tengslum við
þessi kaup lokið lofsorði á þær breyt-
ingar sem núverandi ríkisstjóm hefur
gert á íslensku viðskiptaumhverfi.
„Það munar mest um skattlagningu
á arði sem skiptir miklu máli og eins
þau loforð sem gefin hafa verið um
heimildir til þess að gera upp f er-
lendri mynt,“ segir Lýður.
„Svo ber að nefna afnám svokall-
aðra verðbólgureikningsskila sem fær-
ir okkur á sama standard með bókhald
og aðrar Evrópuþjóðir era á. Við höf-
um undanfarin ár verið utan alþjóð-
legra staðla þvi það er í rauninni kraf-
ist óðaverðbólgu til þess að fyrirtæki
megi gera upp eins og tíðkast hefur
hér.“
- Eru heimildir til þess að gera upp
í erlendri mynt fyrsta skrefið til að
leggja niður krónuna sem gjaldmiðil?
„Það væri auðvelt að rökstyðja það
en sanngjamt væri að segja að þetta
minnkaði vægi krónunnar," segir
Ágúst.
„Önnur lönd í Evrópu með smáar
myntir eins og Norðurlöndin hafa
haldið í sínar myntir en leyfa fyrir-
tækjum að gera upp í öðram mynt-
um.“
Byrjuðu í hrognunum
- Þeir bræður ólust upp á Seltjam-
amesi, ekki langt frá Bakkavör þaðan
sem skinnklæddir forfeður okkar
böksuðu með áraskip, löðrandi í lýsi í
sleipu fiöragrjótinu. Það var árið 1986
sem Lýður, Ágúst og Guðmundur
Lýðsson faðir þeirra stofnuðu lítið fyr-
irtæki sem fékk nafnið Bakkavör en
þeir bræður tóku fljótlega algerlega við
öllum rekstri og skuldbindingum fyrir-
tækisins.
„Fyrirtækið var stofnað sem sérhæft
hrognavinnslufyrirtæki til þess að út-
vega Svíum og Norðmönnum söltuð
þorskhrogn. Við fórum að kaupa
hrogn af bátum og toguram. Áður
komu hrognin ekki í land nema með
óslægðum fiski eða var hent í sjóinn
nema stuttan tíma á vorin þegar hrogn
og lifur vora á borðum landsmanna.
Við söltuðum fyrstu tvö árin, síðan
fóram við út í frystingu og síðan i full-
vinnslu."
Fyrstu misserin var Bakkavör ekki
fiárhagslega öflugt fyrirtæki, stofnað
með lágmarkshlutafé sem á þessum
árum var nam 20 þúsund krónum.
Bræðumir leigðu sér lítið frystihús
suður með sjó og þar stóðu þeir sjálfir
og söituðu hrogn og gerðu það sem
gera þurfti. Það er langur vegur frá
fyrsta 20 þúsund kaUinum yfir til hins
nýja fyrirtækis en ætlað eigið fé þess
mun verða á bilinu 8-9 milljarðar
króna. Þannig má segja að Bakkavör
hafi sprottið upp úr grasrótinni eða
öllu heldur risið upp úr flæðarmálinu
svo notað sé nærtækara lfkingamál.
Fyrst er að lifa af
„Fyrstu árin snerist reksturinn
fyrst og fremst um að lifa af og ná að
græða smá-pening svo hægt væri að
lifa af þessu,“.segir Ágúst.
„Mér skilst að 70% fyrirtækja sem
stofnuð era á íslandi verði gjaldþrota
og það stóð aldrei til hjá okkur.“
- En þegar tveir ungir bræður byrja
með 20 þúsund króna hlutafé í gömlu
frystihúsi suður með sjó, hvert ætla
þeir? Er stefnan skýr frá fyrsta degi?
„Við ætluðum ailtaf að verða stór-
ir,“ segja þeir bræður næstum sam-
taka.
„Við fórum fljótlega í stefnumótandi
áætlanagerð méð okkar lykilstarfs-
mönnum og 1992 gerðum við áætlun tii
ársins 2000 og tveimur árum seinna til
ársins 2005. Það er óhætt að segja að
við eram þar sem við ætluðum okkur
að vera á þessum tímapunkti.“
Vöxtur í kyrrþey
Þótt lítið hafi borið á Bakkavör á
undanfórnum árum var það fyrir
kaupin á Katsouris orðið býsna stórt á
íslenskan mælikvarða. Bakkavör velti
5 milljörðum á síðasta ári og var með
300 starfsmenn og hagnaður var 250
milljónir fyrir skatta á síðasta ári.
Þeir bræður voru einu hluthafamir
til 1995 þegar Grandi hf. eignaðist 40%
í fyrirtækinu og það gerði þeim kleift
að byggja tvær nýjar verksmiðjur í
Reykjanesbæ og það breytti fyrirtæk-
inu endanlega úr því að vera hráefnis-
framleiðandi yfir í að vera fullvinnslu-
fyrirtæki.
1998 hófst samstarf Bakkavarar við
Kaupþing sem Ágúst og Lýður segja að
hafi skipt sköpum.Fljótlega fór Bakka-
vör að kaupa fyrirtæki í matvælafram-
Lýður er forstjóri
Hann lauk viö Verslunarskólann þrátt fyrir annríki í hrognasöltuninni en segist ha
sjálfu. Þótt hann feröist mikiö í vinnunni flnnst honum gaman aö feri