Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001
Helgarblað
DV
Nauðsynlegt að aðlaga þjóðarútgjöld þjóðartekjum:
Innlendar fréttir ví
Efnahagsvetur
eftir þensluskeið
- Þjóðhagsstofnun vill áfram aðhald í peningamálum og ríkisrekstri
Efnahagsumhverflð á Islandi hefur
tekið veruiegum breytingum upp á
síðkastið og er nú svo komið að ýmsir
sjá fyrir sér verulegan samdrátt og tala
jafnvel um að fjármálakreppa sé yfir-
vofandi. Á sama tíma fullyrða leiðtog-
ar rikisstjórnarinnar að ástandið sé
hvergi nærri svo slæmt, menn standi
vissulega frammi fyrir samdrætti en
allar helstu efnahagsforsendur séu í
lagi, staða útflutningsatvinnuvega sé
góð og því ekki tilefni til annars en
þokkalegrar bjart-
sýni á framhaldið
á næsta ári og sér-
staklega á árinu
2003. Þær efna-
hagsstærðir sem
oftast eru nefhdar
í umræðunni eru
vextir, ríkisflár-
mál, verðbólga,
gengi og hagvðxt-
ur. AHar spila þær
saman með flókn-
um hætti en
stjómmálamenn
og aðilar vinnu-
markaðarins era
hins vegar ekki á
einu máli um
hvemig þessu
samspili er háttað
eða hverjar afleið-
ingar ólíks sam-
spils muni vera.
Fróðlegt er hins
vegar að skoða sjónarmið hinna óháðu
sérfræðistofnana sem hér starfa, Seðla-
banka og Þjóðhagsstofnunar, og það
mat sem þær leggja á stöðuna.
Verðbólguspáin
Þegar Seðlabankinn kynnti nýja
verðbólguspá fyrr í þessum mánuði
var það gert á grandvelli umfangsmik-
illar greiningar á stöðunni. Grunn-
tónninn þar var sá að auknar líkur
væru á að verðbólgumarkmiðum
bankans yrði náð. Munaði þar mest
um þá hjöðnun sem orðið hefur í efna-
hagskerfmu og að útlit er fyrir að það
sem bankinn kallaði „fram-
leiðsluslaka" muni koma í staðinn fyr-
ir spennuna þegar liður á næsta ár. Á
það er bent að verðbólguspá bankans
fyrir þriðja ársfjórðung hafi gengið eft-
ir í meginatriðum en engu að síður
spáði bankinn nú nokkru meiri verð-
bólgu á þessu og næsta ári vegna
meira launaskriös og lægra gengis en
miðað var við í síðustu spá. Nú er spáð
8,5% verðbólgu frá upphafi til loka
þessa árs en 4% á því næsta, saman-
borið við tæplega 3% í spá bankans í
ágúst. Hugsanleg endurskoðun kjara-
samninga á næsta ári var þó sögð
valda óvissu um framvindu verðlags.
Genglssig
Már Guðmundsson segir i samtali við
DV ekki sjálfgefið að það setji verð-
bólgumarkmið eða verðbólguspár bank-
ans í hættu þótt krónan hafi verið að
veikjast mikið að undanfómu. Vissu-
lega geti það gerst ef þessi gengisþróun
heldur áfram en alls óvist sé að svo
verði. Það væri misskilningur að geng-
issig eitt og sér leiddi til verðbólgu, rétt-
ara væri að tala um að viðvarandi geng-
issig ylli verðbólgu. Tímabundið gengis-
sig geti vissulega valdið verðbólguskoti
en það jafhaði sig siðan og verðbólgan
færðist til fyrra horfs. Á þessu er hins
vegar sá mikilvægi fyrirvari að slíkt
tímabundið verðbólguskot setji ekki af
stað víxlhækkun launa, verðlags og er-
lends gjaldeyris. Aðspurður hvort eðli-
legt sé að líta svo á að verðbólguna megi
rekja til gengisþróunarinnar minnir
Már á að sú orsök sem á endanum verði
að rekja bæði verðbólguna og gengisþró-
unina til sé of mikil eftirspurn og of-
Þenslan
Ljóst er að þjóðin hefur eytt um efni fram og þar liggur frumorsök efnahagsvandans. Sérfræðingar telja að veturinn
fram undan muni reynast mörgum fyrirtækjum og skuldugum einstaklingum þungur.
þensla í hagkerfmu. Þangað megi rekja
verðbólguþrýstinginn, launahækkan-
irnar, viðskiptahallann og á endanum
gengisþróunina.
Þjóðarútgjöld og tekjur
I þjóðhagsáætlun Þjóðhagsstofiiunar
frá því í haust kemur fram, eins og í
verðbólguspá Seðlabankans, að ákveðin
niðursveifla er þegar byrjuð I kerfinu.
Undanfarin ár hafa þjóðarútgjöld aukist
mun hraðar en þjóðartekjur sem þýðir
einfaldlega að mikill viðskiptahalli hef-
ur myndast. Slíkur halii stenst ekki til
lengdar, segir Þjóðhagsstofnun, og því
sé óhjákvæmilegt að laga þjóðarútgjöld
að þjóðartekjum. Þessi aðlögun er hafin
á íslandi og í þjóðhagsáætlun er einmitt
bent á að lækkandi gengi framan af ári
hafi leitt til minnkandi innflumings og
aukins spamaðar. Þóröur Friðjónsson,
sem nú vinnur ásamt stofnun sinni að
endurskoðun þjóðhagsspár vegna fjár-
lagavinnunnar, undirstrikar mikilvægi
þessarar aðlögunar: „Það er grundvall-
aratriði í mínum huga að slaka ekki um
of á í hagstjórninni fyrr en menn hafa í
nokkuð öruggu sjónmáli að viðunandi
jafnvægi sé að nást í utanríkisviðskipt-
um og að þær verðlagsspár og áætlanir
sem menn hafa gert standist. Þetta tel ég
vera forgangsatriði," segir Þórður Frið-
jónsson.
Birgir
Guömundsson
fréttastjóri
Sveiflur eðlilegar
En eftir stendur spumingin mn hvers
vegna gjaldeyrismarkaðurinn bregst við
með þessum hætti, þrátt fyrir áberandi
aðhaldssama peningamálastefnu og ít-
rekaðar yfirlýsingar bæði ráðherra,
þingmanna og fjármálaráðuneytis um
að ríkisfjármálin verði innan marka. Að
sögn Þórðar Friðjónssonar eru ákveðn-
ar sveiflur eðlilegar í genginu. „I stuttu
máli má segja að okkur virðist sem
gengisvísitala á bilinu 140-145 stig (var í
vikunni allt upp í 150 stig), sem er á
svipuðu róli og talað er um i verðbólgu-
spá Seðlabankans, sé nægjanleg til þess
að ná viðunandi jafnvægi í þjóðarbú-
skapnum miðað við að verðlagsspár
standist," segir hann. Hins vegar bendir
hann á að ákveðnar sveiflur i talsverð-
an tíma geti orðið á genginu miðað við
eitthvert jafnvægisgengi. í því sambandi
bendir hann á að gengið í fyrra og hitti-
fyrra var oft á tíðum mjög hátt en nú sé
það lágt. „En það er einfaldlega mjög
160
150
140
130
120
110
100
90
Þróun þjóðartekna og
útgjalda 1990 til 2006
o'............................:........
esa 1990 1995 2000 2005
Fjólublár vandi
Hér má sjá mynd af þeim efnahags-
vanda sem íslendingar standa frammi
fyrir. Fjólublái flöturinn milli ferlanna sýn-
ir það bil sem brúa þarftil að ná jafn-
vægi. Þjóðhagsstofnun sér fyrir sér að
endar verði ekki komnir saman árið
2006 en engu að síður verði ástandið
mun betra en nú.
erfitt að spá um gengissveiflumar frá
mánuði til mánaðar eða misseri til
misseris," segir Þórður. Hann telur ekki
ólíklegt að á einhverjum tima muni
menn aftur nálgast þetta jafnvægisgengi
sem áður er nefnt en hann treystir sér
ekki til að tímasetja það nákvæmlega -
hvort það verði á næstu vikum, mánuð-
um eða misserum - en telur aðspurður
hugsanlegt að það gæti orðið strax á
fyrstu mánuðun næsta árs.
Of lágt gengi
Már Guðmundsson aðalhagfræðingur
tekur að nokkru í sama streng og bend-
ir á að ef verðbólguspá Seðlabankans
gangi eftir sé ljóst að verðbólgan verði
töluvert lægri á fyrstu mánuðum næsta
árs en hún hefur verið upp á síðkastið.
„Raungengið er um þessar mundir
verulega fyrir neðan jafnvægisgengi.
Spurningin er sú hvenær og hvemig
það snýr við aftur og að hve miklu leyti
það verður fyrir tilstilli hærra nafn-
gengis eða meiri verðbólgu. Það er ekki
útilokað að á fyrstu mánuðum næsta
árs verði komin upp sú staða að menn
geti með trúverðugum hætti sagt að þeir
séu að ná tökum á verðbólgunni."
Tímasetningar
Tfmasetningar eru hins vegar algert
lykilatriði varðandi það hvemig þessi
þróun gengur eftir. í febrúar þurfa að
vera komin fram ótvíræð merki um að
verðbólgudraugurinn sé unninn. Þá fer
fram endurskoðun á verðbólguforsend-
um kjarasamninga - en fari svo að þeim
verði sagt upp má búast við að algerlega
ný staða komi upp í efnahagsmálum á
íslandi. Allir útreikningar og verðbólgu-
spár era þar af leiðandi með þeim fyrir-
vara að samningar verið ekki lausir og
sú víxlverkun verðbólgu, launa og er-
lends gjaldeyris sem Már Guðmundsson
talaði um hér að ofan fari af stað.
Hvorki Már, Þórður Friðjónsson né, að
því er best verður séð, nokkur annar
virðist trúa því að verðbólguforsendur
kjarasamninganna muni standast. Um-
skiptin í þessari verðbólguþróun gerast
einfaldlega ekki með þeim hætti, segir
Þórður. Hins vegar er ljóst af yfirlýsing-
um forystumanna launþega að þeir eru
mjög ófúsir til að segja upp samningum
og líkumar á að þeir geri það ekki
aukast í réttu hlutfalli við batnandi
efnahagshorfur.
Tveir kostir
Gangi sú þróun eftir sem ríkisstjórn-
in miðar við og bæði Már Guðmunds-
son og Þórður Friðjónsson telja hugsan-
lega, þrátt fyrir mikla óvissu, mun laun-
þegahreyfingunni verða stillt upp
frammi fyrir tveim kostum: Annars veg-
ar að gera sig ánægða með að stjómvöld
séu þrátt fyrir allt að ná tökum á verð-
bólgu með tilheyrandi vaxtalækkun og
styrkara gengi og efnahagslegum stöð-
ugleika. Hins vegar að segja upp samn-
ingum og tefla efnahagslegri afkomu
launþega jafnt sem annarra í tvísýnu.
Rétt er að undirstrika að veruleg óvissa
er um að þessi markmið stjórnvalda ná-
ist, eins og greina má af málflutningi
bæði Þórðar og Más. En hvort heldur
sem er kallar staðan augljóslega á lang-
an og tilþrifamikinn pólitískan dans rik-
isvaldsins og aðila vinnumarkaðarins,
einkum launþega. Slikt er einfaldlega
óhjákvæmilegt ef stjómvöld ætla að
gera sér vonir um að geta selt verka-
lýðshreyfingunni það að fóma uppsögn
fýrir vilyrðin ein og betri horfur. Trú-
legt er hka að eitthvað fleira en betri
horfur þyrfti að vera í þeim pakka
„hvort sem það verður eitthvað skatta-
legs eðlis eða annað," eins og einn
stjómarþingmaður orðaði það.
Erfiður vetur
Eftir stendur sú staðreynd að lands-
menn þurfa að taka á sig þá erfiðleika
sem fylgja því að laga þjóðarútgjöldin að
þjóðartekjunum. Hugsanlega lendir það
hlutfallslega þyngst á ASÍ-félögum eins
og svo oft áður. En þjóðin sem heild hef-
ur eytt um efni fram og það er komið að
skuldadögum. Aðspurður um það mál
sagði Már Guðmundsson, aðalhagfræð-
ingur Seðlabankans: „Já, ég reikna með
að þetta geti orðið erfiður vetur fyrir
ýmis fyrirtæki, svo og skuldsett launa-
fólk.“
Sjóðstjóri í varðhald
Ungur sjóðstjóri hjá Kaupþingi,
Einar Valdimarsson, var í vikunni
hnepptur í gæsluvarðhald vegna
ijársvika. Þau eru talin nema
minnst þemur milljónum króna og
munu hafa staðið yfir í alllangan
tíma. Lögreglan vinnur að rann-
sókn þessa máls. Samverkamenn
sjóðstjórans unga í þessu mál, sem
fyrrum vinnufélagar hans hjá Kaup-
þingi segja harmleik, voru faðir
hans sem var framkvæmdastjóri
Lifeyrissjóðsins Hlífar og starfsmað-
ur íslandsbanka.
Samfylkingin sterk
Samfylkingin er sterkari en um-
hverfið og flokkurinn sjálfur taldi.
Þetta segir Össur Skarphéðinsson,
formaður Samfylkingarinnar, eftir
landsfund flokksins sem var um sl.
helgi. í ályktun landsfundarins seg-
ir að reisa þurfi við íslenskt efna-
hagslíf „bernskubrek fjármagns-
markaðarins". Þá voru Evrópumál-
in í brennipunkti og ákveðið að í al-
mennri atkvæðagreiðslu yrði ákveð-
ið á hvaða kúrs flokkurinn sigldi i
þeim málum.
Gen.is í kyrrstöðu
Þrotabú ættfræðifyrirtækisins
Genealogia Islandorum hf. er í kyrr-
stöðu en búið er að lýsa kröfum í
búið sem nema hátt í 400 milljónum
króna. Málaferli sem Genealogia
höfðaði gegn Friðriki Skúlasyni ehf.
og íslenskri erfðagreiningu ehf.
stöðva uppgjör. Ljóst er að þrotabú-
ið væntir hárra fjárhæða úr hendi
Friðriks og Erfðagreiningarinnar,
jafnvel hundraða milljóna, sem
gætu dekkað gjaldþrotið.
Ekkert nema uppsögn
Ekkert annað en
uppsögn kjara-
samninga í febrúar
er í spilunum, segir
Halldór Björnsson,
formaður Starfs-
greinasambandsins,
í DV í dag. Forystu-
menn launþega sátu
á rökstólum í vikunni og á fimmtu-
dag funduðu þeir með forsætisráð-
herra um verðbólgumál. Halldór tel-
ur ólíklegt að annað en uppsögn
kjarasamninga komi til greina sem
mótsvar við verðbólguþróuninni.
Sjúkraliöar semja
Kjarasamningur Sjúkraliðafélags
íslands og samninganefndar ríkis-
ins var undirritaður í Karphúsinu
um miðnæturbil á miðvikudags-
kvöld. Samningurinn gildir til nóv-
emberloka 2004. Samningar viö
Reykjavíkurborg náðustu síðar í
vikunni. Kristín Á. Guðmundsdótt-
ir, formaður Sjúkraliðafélagsins,
segist ánægð.
Úttekt á Sólheimum
Ríkisendurskoðun er að hefja út-
tekt á málum í Sólheimum i Grims-
nesi. Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir, þingmaður Samfylkingar,
segir að sér virðist að þar eystra sé
lögð meiri áhersla á margt annað en
þjónustu við fatlaða. Hún segist
ekki sjá hvernig vistvæn ræktun,
höggmyndagarður og ferðaþjónusta
tengist þjónustu við fatlaða.