Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 18
18 Helgarblað LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 DV Lífið hefur leikið við mig - skrautlegt lífshlaup Jóns Laxdals komið á bók Jón Laxdal leikari er senn sjö- tugur en hann fæddist á Isafirði í júní 1933, yngstur 12 systkina. Jón hefur lifað sérlega litríku og skrautlegu lífi þar sem hann hefur starfað sem leikari og leikhússtjóri í Austurríki, Sviss og Þýskalandi í nærri 40 ár. Lífssaga Jóns er nú komin út á bók eftir Harald Jóhannsson en það er Skjaldborg sem gefur út. Við skulum grípa niður í bókina þar sem segir frá æskuárum Jóns á ísafirði. „Minningar um æskuár min eru mest tengdar yndislegum föður, ást- ríkri móður, ljúfum systkinum svo og æskuvini mínum, Kristni. Við tveir áttum okkar eigin veröld. Við sögðum hvor öðrum sögur sem við sömdum sjálfir og áttum sameigin- lega drauma sem enduðu með brott- för hans úr lífinu. Tilfinningum mínum og tilhneigingum gerði ég mér ekki grein fyrir fyrr en síðar, að þær tengdust Kristni. Þetta var ekki líkamleg ást heldur platónsk og miklu fyllri og dýpri en bara vin- átta. Mér verður oft hugsað til þess að ástin og hamingjan ganga á mis í tíma og maður kemst ekki að því fyrr en árum seinna að þetta var Jón Laxdál leikari hefur ékki lifað hefðbundnu lifi. Hann lærði leiklist á ís- landi og íAusturríki, er þekktastur á íslandi fyrír leik sinn í kvikmyndum eftir skáldsögum Halldórs Laxness, Paradísarheimt og Brékkukotsannál. ástin, þetta var hamingjan og þá er það orðið of seint, svo að segja.“ í rúminu í 12 tíma Jón lauk leiklistarnámi á íslandi en hélt síðan til náms í Max Rhein- hardt Seminar í Vínarborg. Hann fór með öðrum nemendum í skólan- um í leikferð um Þýskaland og eins og oft gerist þegar ungt fólk er á ferð kemur ýmislegt fyrir. Jón gekk heldur hratt um gleðinnar dyr eitt sinn og fór illa fyrirkallaður á svið í Dinkelsbuhl í Svartaskógi. Að lok- inni sýningu brotnaði Jón saman og grét eins og barn þegar hann gerði sér ljóst hve hætt ferill hans var kominn og sór þess dýran eið að Litla fjölskyldan í Kaiserstuhl Talið fré vinstri: Katerina með Jón yngri, Vaclav, Jón Laxdal eldri og Katerinka. halda Bakkusi utan leiksviðs eftir þetta. Huggun hans á þessari erfiðu stund barst úr óvæntri átt. „Glæsilegur ungur piltur sem var sviðsstjóri og ljósameistari sýning- arinnar og kærasta hans, ung leik- kona sem lék með mér í verkinu, komu til mín upp á búningsher- bergi og aðstoðuðu mig við að af- klæðast og taka af mér farðann. Ég klæddist á ný með aðstoð þeirra. Þau tóku mig svo með sér upp á her- bergi sitt í Schluchsee Hotel þar sem okkur sýningarfólkinu var ætl- að að búa en við áttum framundan fjögurra daga frí. Þau afklæddu mig og síðan sig og tóku mig svo í rúmið með sér. Þau voru bæði afskaplega falleg og ynd- isleg. í þessu rúmi dvöldum viö svo næstu 12 klukkustundir, fórum ekki í mat og áttum unaðslega fagrar stundib. Þetta var aðferð þeirra til að koma mér út úr örvingluninni, til að bjarga Lassa litla.“ Jón hittir Vaclav Jón Laxdal hefur aldrei gert sam- kynhneigð sína að neinu launungar- Argangurinn saman Útskriftarnemar úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1954. Sitjandi: Jón Laxdal, Helgi Skúlason og Guðmundur Pélsson. Standandi: Guðrún Þ. Stephensen, Þóra Friðriksdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir og Sigríður Hannesdóttir. Ben Affleck: Hvar er Bond- stúlkan? Leikarinn Ben Affleck er rómaður fyrir kvenhylli sina en hefur ekki að sama skapi haldist lengi á vinkonum. Meðal frægra kærasta hans eru meðal annars leik- konan Gwyneth Palt- row sem lengi vermdi ból hans en er nú horfm á braut. Þaö sem Ben og talsmenn hans eru tregir th að upplýsa er nákvæmlega hvenær einni kærustu sleppir og önnur tekur við. Lengi vhdu menn ekki upplýsa hvort hann og Palt- row væru hætt að vera saman eða ekki. Nú er hið sama uppi á teningnum með núverandi kærustu hans sem er leikkona að nafrii Famke Jenssen. Einn daginn segja menn að hún og Affleck séu hætt að vera saman en þau sjást síð- an daginn eftir arm í arm á almanna- færi eða í kossaflangsi á næturklúbbum. David snýr aftur: Duchovny er þarna úti Flestir sakna átakanlega hins geð- þekka pilts, Fox Mulders, þegar horft er á sjónvarpsþættina X-Files sem sýndir eru á Stöð 2. í stað Fox, sem leikinn var af David Duchovny, er kominn sérlundað- ur maður sem leikinn er af Robert Patrick. Þótt þættirnir sjáfflr standi enn fyrir sinu er mikih missir af Fox. Aðdáendur hans ættu þó ekki að fella of mörg tár því liklegt er að Fox Mulder snúi aftur í systurlegan faðm Dönu Scuhy þótt ekki verði það í sjónvarpstækjum landsmanna heldur á hvlta tjaldinu. Það stendur nefhhega th að gera aðra kvik- mynd um X-files parið Mulder og Scully. LUdegt er talið að Robert Patrick sé ekki par sáttur við að falla algjörlega í skuggann af gamla brýninu. David Duchovny er sagður sáttur við að snúa tU baka þrátt fyrir að hafa skU- ið heldur illa við þættina. David er sagð- ur fá um 750 mffljónir króna fyrir við- vUcið. Nú er bara beðið eftir því hvem- ig Duchovny og Anderson muni vinna saman því hún er stjarna þáttanna núna en ekki hann. Veðurspáin gerir ráð fyr- ir frosti. * David Duchovny. Ben Affleck. Jónas Sen í samkvæmi með draugum Ég fór á minn fyrsta miðilsfund þeg- ar ég var þrettán ára gamaU. Það átti sér nokkurn aðdraganda. Gömul kona passaði mig þegar ég var lítih, og hún var ekki nein venjuleg bamfóstra. Hún var skyggn, las i boha og hafði miðUs- hæfileika. Þegar hún passaði mig fékk ég aUtaf fúht af pönnukökum með sykri og svo spáði hún fyrir mér á eft- ir. Ég hef haft áhuga á dulrænum fræð- um síðan ég man eftir mér, og ég talaöi ávaUt við gömlu konuna um andleg mál þegar ég var búinn að fá spádóm- inn. Einn góðan veðurdag prófuðum við að fara í andaglas, en þá var ég tólf ára gamall. Andaglasið heppnaðist ágætlega og við ákváðum að gera svona tilraunir reglulega. Thraunimar urðu fljótlega að einhvers konar skyggnhýsingafundum, sem fóm þannig fram að ég hélt i hönd gömlu konunnar en hún sagði mér skilaboðin frá öndunum. Smám saman gekk þetta lengra, og á endanum var konan farin að faha í alvöru trans, en hinir fram- liðnu töluðu í gegnum hana viö mig einan. Ég var þá þrettán ára. Við héldum svona miðhsfundi nán- ast vikulega í um tvö ár, en á endanum fékk ég leiða á þeim. Þetta vora samt ekkert slæmir fundir, ég fékk aUs kyns heUræði frá draugunum, og ég varð ekki var við að þeir gerðu mér nokk- urt mein. Kona sem ég kynntist löngu seinna sagði mér reyndar að ég hefði getað orðið geðveikur á svona kukli, en það kom úr hörðustu átt því hún þóttist sjálf hafa verið kaþólskur dýr- lingur í fyrra lífi. í seinni tið hef ég ekki farið á marga miðUsfundi. Eiginlega man ég bara eft- ir tveimur. Annar var haldinn á nýald- armóti á SnæfeUsnesi fyrir um átta árum. Þetta var skyggnUýsingafund- ur meö fjölmörgum andlega sinnuðum áhorfendum sem vora sumir hverjir i indíánabúningi. Það var aulaleg sam- koma. Miðihinn var ein taugahrúga og náði ekki sambandi við einn einasta draug. Hún innti fundargesti eftir því hvort einhver kann- aðist við hitt eða þetta sem vofumar sýndu henni, en ekk- ert stóðst fyrr en hún spurði hvort einhver kannaðist við ein- hvem sem hefði dáið. Hinn miðUsfund- urinn sem ég fór á var mun merkUegri. MiðiUinn var bresk kona og var fúndur- inn haldinn i Sálar- rannsóknarfélagi íslands siðasta vor. Fundurinn byrjaði á því að konan féU í trans en breyttist svo í aldraðan Kín- verja sem ávarpaði fimdargesti á bjag- aðri ensku. Ég veit ekki alveg hvemig hún fór að þessu, en áður en fúndur- inn byrjaði gaf hún þá skýringu að lík- ami hennar myndaði svonefnt útfrymi sem hinir framliðnu notuðu tU að gera sig sýnilega. Samkvæmt konunni lagð- ist útfrymið yfir andlit hennar og lík- ama og breytti henni í mynd andans sem var í sambandi. Konan skipti þannig um ham mörgum sinnum á fundinum. í eitt skipti blés hún út og varð að spikfeitum gömlum bónda, en síðar að einhverju sem helst líktist górUlu. Margh fundargestanna könn- uðust við svipina, en sjálfur þekkti ég engan. Hið skrýtna við þetta aUt var að það var engin sérstök stemning þarna inni. Þetta var bara eins og hver önnur við- undrasýning. Vissulega gerðist margt einkennUegt, en það var ekkert háleitt þama á ferðinni. Enda er megnið af draugunum sem ég hef hitt á miðUs- fundum ekkert þroskaðra en ég eða hver annar. Það er því varla mikffl ávinmngur, svona í andlegum skUn- ingi, að fara á slíka samkomu. Sumh hafa að vísu reynt að komast í samband við andans stórmenni í gegnum miðla. Þar á meðal er bresk kona, Rosemary Brown, sem ég veit ekki hvort enn er á lífi. Hún varð fræg fyrh um tuttugu árum fyrh að halda þvi fram að Beethoven, Chopin og fleiri tónskáld semdu tónlist í gegnum hana. Þessi verk vora gefin út á plötu, og ég hlustaði á hana á sínum tíma. Mig minnir að mér hafi ekki fundist þetta merkUeg tónverk, enda hef ég ekki orðið var við þau á tónleikaskrám Jónas Sen skrifar í semni tið. Eg veit ekki heldur tU þess að þau hafi verið gefin út. Kannski hefur tónskáldunum bara farið svona aftur við það að deyja. En reyndar er tónlistin sjálf verðugt tæki tU að komast í snertingu við ann- an heim. Hún hefur verið notuð frá örófi alda í þeim tUgangi, og enn þann dag í dag kyija tíbetskh búddamunkar og leika á ýmis hljóðfæri tU að komast í upphafið hugarástand. Sumum tón- skáldum tekst líka að skapa vægast sagt annarlega stemningu með verk- um sínum. Tónlist getur brúað bUið á miUi and- legs veruleUca og hversdagsins, og orð- ið til þess að maður fær alveg nýja sýn á raunveruleikann. Ég tel mig hafa fundið smjörþefinn af yfirskUvifiegri nærvist á tónleikum, auðvitað ekki öU- um, en þegar það hefur gerst þá hefur það verið alveg einstakt. Munurinn á slíkri reynslu og þvi sem gerist á mið- Usfundum er sá að maður upplifir hið andlega beint í gegnum breytt hugar- ástand, en ekki óbeint í gegnum miðU. Mér fmnst það miklu merkUegra. Ég er sannfærður um að sumir miðlar eru ekta, en miðUsfundir era bara ekki rétti vettvangurinn ef maður er að sækjast efth andlegum upplifunum. Þá er beha að hlusta á tónlist. Sum tónlist hefur þann einstæða eiginleika að gera alla heimsins miðla óþarfa, og þegar hún hljómar þá er það engu likt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.