Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Blaðsíða 37
45 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað Ágúst er stjórnarformaður Ágúst er fjallamaður af lífi og sál. Hann starfaði mikið með Flugbjörgunarsveitinni eða „Flubbunum“ eins og þeir eru kallaðir. Hann er með réttindi sem leiðsögumaður og fer alltaf í eina gönguferð á ári. í sumar öslaði hann úr Lakagígum i Núpsstaðaskóga með hóp ferðamanna. sótt í kæliborð stórmarkaðanna í stað þess að borða á veitingastöðum. Þetta er enn ein sönnun þess að fjölþjóða- menningin verður okkur til góðs því í þessum geira matvælamarkaðarins er mikill vöxtur og ör,“ segir Ágúst Látum verkin tala Bakkavör hefur fram til þessa verið lítið áberandi í íslensku viðskiptalífi. Er það gott eða slæmt? „Það er auðvitað viljandi gert að láta verkin tala en þegar fyrirtækið er skráð á Verðbréfaþingi þá fer ímynd þess að skipta meira máli. Gengi hluta- bréfa virðist oft skapast meira eftir prófll og ímynd fyrirtækja en eftir rekstrarárangri. Það snýst mikið um hugmyndir og álit frekar en undirliggj- andi rekstur eins og dot.com bólan sannaöi eftirminnilega. Menn virtust um hríð gleyma að hugsa um undir- liggjandi verðmæti í rekstrinum og horfðu bara til fjallanna. Það hefur verið okkar stefha að vera ekki með stórar yfirlýsingar heldur láta verkin tala.“ Ferðast í 200-250 daga - Þeir bræður skipta þannig með sér verkum að Lýður er forstjóri og sér um fjármái félaganna en Ágúst er stjómarformaður og sinnir markaðs- málum og saman em þeir bræður ábyrgir fyrir stefnumótun. Fram- kvæmdastjórar em yfir ölium dóttur- fyrirtækjum en þeir bræður vinna ekki á neinum einum stað nema þá í höfuðstöðvunum i Kaupmannahöfh. „Við eram mjög mikið á ferðinni í fyrirtækjunum og tökum mikinn þátt í stefnumótun félaganna og reynum að vera vel heima í rekstri þeirra.“ Þessu fylgja mjög mikU ferðalög, eða 200-250 daga á ári, og bræðurnir segja það vera höfuðástæðuna fyrir því að þeir eru fluttir til Kaupmannahafnar með sínar fjölskyldur. Eftir kaupin á Katsouris em 77% starfsemi Bakka- varar í Bretlandi og það má vel skilja þá bræður svo að þessi breyting gæti kallað á flutning til Bretlands. Ágúst er giftur Þuríði Reynisdóttur kennara en Lýður er giftur Guðrúnu Rut Eyjólfs- dóttur sölustjóra. Þau eiga son sem er rétt orðinn tveggja ára en Ágúst og Þuriður em bamlaus. Kreppan er hugarástand Það er mikið talað um kreppu og samdrátt um þessar mundir og menn tilbúnir til að halda því fram að þjóðfé- lagið sigli hraðbyri inn í djúpa lægð. Hvað finnst þessum framsæknu bræðrum um þessar spár? „Aflinn er góður og afurðaverð hef- ur aldrei verið hærra. Það vantar að minu mati allar forsendur fyrir því að hér sé að koma kreppa en mér sýnist við vera á góðri leið með að tala okkur inn í kreppu. Vaxtastigið er auðvitað fráleitt en að öðra leyti sýnist mér að kreppan sé að verulegu leyti hugará- stand,“ segir Lýður. Tilheyrum engu sjávardýri Þeir bræður segjast ekki tilheyra neinum armi neins kolkrabba, hákarls eða smokkfisks eins og menn vilja stundum flokka viðskiptalifið í á ís- landi. „Við tilheyrum engu sjávardýri." Þeir komu inn í viðskiptalifið af frystihúsgólfinu án mikillar viðkomu í langskólanámi. Lýður var í fimmta bekk í Verslunarskólanum þegar Bakkavör var stofnuð og gaf sér tíma til að ljúka því námi þrátt fyrir miklar annir í hrognaverkuninni. „í dag snýst þetta mn að beita viður- kenndri aðferðafræði við að leysa ákveðin verkefni og það er þekking sem menn tileinka sér og hvort það er gert á skólabekk eða í lífinu sjálfu skiptir ekki öllu máli,“ segir Lýður. Fjöllin og feröalögin Ágúst fékkst við nám í Fjölbrauta- skólanum í Ármúla en kláraði ekki stúdentspróf en varð sér úti um leið- sögumannsréttindi og hefur til þessa dags fengist við að leiðsegja ferðamenn í gönguferðum um hálendi íslands. Ágúst lærði til fjallamennsku á sínum yngri árum í Flugbjörgunarsveitinni og er því „Flubbi" eins og þeir em kall- aðir og vilja skilgreina sig sem mjög metnaðarftilla fjallamenn. „Ég fór seinast sem leiðsögumaður í ifa lært stjórnun að öðru teyti af starfinu iast í frístundum sínum líka. leiðslu erlendis og einbeitti sér að vel reknum óskráðum félögum með gott sjóðstreymi. „Kaupþing hefur staðið sig gífurlega vel og það er viðurkenning fýrir ís- lenskt fiármálalíf hvemig þeir hafa komið út í samanburði við erlenda risabanka. Það hefur munað miklu um stuðning þeirra i þeim verkefnum sem við höfum staðið í.“ Ekki bara sjávarfang - Bakkavör byggir veldi sitt frá upp- hafi á sjávarfangi en í dag em ferskar unnar sjávarafurðir um 15% af veltu fyrirtækisins. 33% em ídýfur og sósur, 20% eru tilbúnir réttir og sérhæfður skyndimatur þjóðarbrota eru mjög vaxandi þáttur í framleiðslunni. Þetta em t.d. kínarrúllur, samósur, smáboll- ur og fleira. „Við einbeitum okkur að ferskum þægindamat með stutt geymsluþol, mat sem ekki er frystur eða þurrkað- ur. Alls kyns matur úr menningu framandi þjóða nýtur stöðugt meiri vinsælda og þann mat vilja menn geta Ágúst og Lýöur stjórna Bakkavör Bræðurnir leigðu sér lítið frystihús suöur með sjó og þar stóðu þeir sjálfir og söltuðu hrogn og gerðu það sem gera þurfti. Það er iangur vegur frá fyrsta 20 þúsund kallinum yfir til hins nýja fyrirtækis en ættaö eigið fé þess mun veröa á biiinu 8-9 milljarðar króna. skemmtilega ferð í sumar,“ segir Ágúst. „Ég hef alltaf fengist við þetta og tek helst alltaf einn túr á sumri. Við geng- um frá Lakagígum í Núpsstaðarskóg á vegum íslenskra fjallaleiðsögumanna sem em góðir vinir mínir og reyndar nokkrir þeirra fyrrverandi starfsmenn Bakkavarar á ýmsum tímum. Það var afar gaman að vinna fyrir þá og þetta var siarksamt og skemmtilegt ferða- iag.“ Þeir brœður ólust upp á Seltjamamesi, ekki langt frá Bakkavör, þaðan sem skinnklæddir forfeður okk- ar böksuðu með áraskip, löðrandi í lýsi í sleipu fjörugrjótinu. Það var árið 1986 sem Lýður, Ágúst og Guðmundur Lýðsson faðir þeirra stofnuðu lítið fyrir- tœki sem fékk nafnið Bakkavör en þeir bræður tóku fljótlega algerlega við öllum rekstri og skuld- bindingum fyrirtækisins. „Fyrirtækið var stofnað sem sérhœft hrogna- vinnslufyrirtæki til þess að útvega Svíum og Norð- mönnum söltuð þorsk- hrogn. Við fórum að kaupa hrogn af bátum og togur- um. Áður komu hrognin ekki í land nema með óslœgðum fiski eða var hent í sjóinn. “ Það kemur í ljós að Lýður hefur einnig mikinn áhuga á ferðalögum þótt hann elti bróður sinn ekki um fjöllin. Hahn ferðast um hin ýmsu heimshom og fór síðast til Asíu og Suður-Ameríku. „Þó ég ferðist mikið í vinnunni þá ferðast ég líka þegar ég á frí.“ Völd, ábyrgð og umbun - En hvemig stjórna bræður sínu viðfeðma fyrirtæki? Hvaða stjórnunar- stíl beita þeir? „Að dreifa ábyrgð, treysta mönnum og verðlauna þá eftir árangri," segja þeir bræður og em enn næstum sam- hljóða. „Það verður að láta völd, ábyrgð og umbun fara saman. En þá verður mað- ur lfka að þora að sleppa hendinni af verkum og afsala sér völdum. Það erf- iðasta er að fylgjast með yfirmönnum sem maður telur nær víst að séu að gera mistök og stilla sig um að grípa inn í. Um leið og maður gerir það þá er maður búinn að taka ábyrgðina af við- komandi og það er ekki gott. Samt verður auðvitað að grípa inn í stund- um en það getur verið erfitt að fylgjast með þessu úr fjarlægð. Það borgar sig til lengri tíma litið að leyfa mönnum að gera mistök og læra af því, þótt það kosti fyrirtækið pen- inga.“ í ljósi þess sem bræðumir hafa sagt um stefnuyfirlýsingar en jafnframt lát- ið í það skína að þeir hafi stefht að því markmiði að eiga og byggja eitt af stærstu fyrirtækjum á íslandi er freist- andi að reyna að fá þá til að segja eitt- hvað um framtíðina og framtíðará- form. „Okkar markmið hafa alltaf verið svo agressíf að þegar við höfum sagt frá þeim höfum við verið álitnir geggj- aðir svo það er best að segja ekkert. Það hafa margir spámenn vaðið uppi sem hafa gefið út stórar yfirlýsingar um að þeir ætli að sigra heiminn á morgun án þess að neitt hafi gerst. Það er ekki spennandi að vera í þeim hópi. Við ætlum að halda áfram að vaxa og dafna og fyrirtækið hefur aldrei verið i betri stöðu til þess en einmitt núna. Ef við stöndum okkur vel með þetta verkefni eru okkur allir vegir færir.“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.