Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Qupperneq 18
8 Helga rblacf 13 V LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 Réttar- meinafræðingurínn 'i ÞÓRA KOM HEIM FRÁ NÁMI og starfi í Boston sumariö 2000 og við það fjölgaði réttarmeinafræðing- um á íslandi um 100% því það var aðeins einn fyrir og Þóra er fyrst íslenska kvenna til að gegna starfi réttarmeinafræðings. Þetta er því ekki starf sem fólk er almennt í snertingu við svo það liggur beinast við að spyrja Þóru í hverju starfið sé eiginlega fólgið. „Réttarmeinafræðingur er læknir sem er sérfræðing- ur í því að gera krufningar til þess að komast að dán- arorsök og dánaratvikum. Krufningarnar sjálfar eru langmestur hluti starfans en hluti af rannsókninni til að komast að dánarorsökum og dánaratvikum er stundum að skoða vettvang. í ákveðnum tilvikum fylgjum viö síðan málinu eftir alla leið í dómsal þar sem bera þarf vitni,“ segir Þóra sem hefur bækistöðv- ar sínar á sýkladeild Landspítala - háskólasjúkrahúss en sökum plássleysis fær hluti af Rannsóknastofu Há- skólans þar inni en réttarmeinafræðin heyrir þar undir. Einhvers staðar í þessum byggingum í kjallara er krufningarstofa. Við fáum ekki að koma þar inn. Þangað fær enginn að koma nema réttarmeinafræð- ingurinn og aðstoðarmenn hennar, samstarfsmenn og lögreglan. Engir óvígðir. Réttarmeinafræðingar eru einnig í vissum tilvikum fengnir til þess að skoða bíla sem grunur leikur á að hafi átt þátt í umferðarslysum þar sem ekið var á gangandi vegfaranda og keyrt burt og leita þá að vefjaleifum. „Við skoðum einnig farartæki þar sem grunur leik- ur á að fórnarlamb hafi verið flutt af geranda til að losa sig viö eða fela líkið og leitum við þá að ákveðn- um ummerkjum um lífsmörk hjá fórnarlambinu með- an á flutningi stóð. Ef fólk hverfur en ekkert lík finnst og grunur leikur á að um manndráp hafi verið að ræða erum við stundum kvödd á heimili viðkom- andi til að athuga hvort þar finnist t.d. blóðblettir blandaðir heilavef eða beinflísar úr höfuðkúpu sem myndu sanna að viðkomandi væri látinn þótt líkið finnist ekki.“ Þetta er mynd af veskinu sem Þóra rannsakaði og staðfesti að væri gert úr mannshúð. Mér fannst fyrsta krufningin mín sem égframkvæmdi sjálf mjög erfð. Sennilega vegna þess að þetta var ung kona, nánast jafngöm- ul og ég, sem hafði dáið úr krabbameini. Ég hugsaði mikið um ald- ur hennar og hugsaði: hvers vegna hún en ekki ég? Svo venst þetta og sjálfsagt fœr maður ákveðna skel. Þetta starf verður samt aldrei hversdagslegt því það eru engar tvœr krufningar eins. Veskið var úr mannshúð Þóra hefur viðtæka reynslu af ýmsum sérverkefnum af þessu tagi sem lenda utan þess venjulega. í starfi sínu í Boston rakst hún á margt undarlegt og segir mér þessu næst söguna af veskinu sérkennilega. „Þetta var verkefni sem reyndar var beint til míns yfirmanns en hann fól mér að leysa úr því. Málið sner- ist um veski sem grunur lék á aö hefði verið gert úr mannshúð. Þetta er einkennilegur gripur sem komst eftir krókaleiðum til Rauða krossins á vesturströnd Bandaríkjanna. Þar höfðu menn áhuga á að gefa vesk- ið til Holocaust-safnsins i Washington ef það reyndist vera „ekta“. Saga veskisins nær aftur til Póllands í seinni heimsstyrjöldinni. Pólskur skæruliði tók þátt í að króa af eða fanga hóp Gestapomanna í Póllandi. Einn þeirra henti einhverju frá sér og einn skærulið- inn fann þar lítið svart veski sem er merkt meö áletr- uninni: auf echten Menschenleder sem þýðir: úr ekta mannshúð. Hann geymdi þetta í áratugi og það var síð- an barnabarn hans sem kom því á framfæri við Rauða krossinn. Við töldum okkur síðan geta staðfest að veskið væri úr raunverulegri mannshúð, kynntum nið- urstöður okkar á ársþingi American Academy of For- ensic Sciences og ég geri ráð fyrir að veskið hafi fariö á safnið þótt ég viti það ekki fyrir víst.“ Þóra segir að nokkrum vikum eftir þetta hafi borist í hendur þeirra lampaskermur sem sama saga fylgdi, þ.e. að grunur léki á að hann væri strekktur með mannshúð. Sögur af þessu tagi um nýtingu „afurða“ gyðinga með þessum hætti í útrýmingarbúðum Þjóð- verja í seinni heimsstyrjöldinni hafa verið lengi á kreiki. Lampinn sem Þóra rannsakaði reyndist ekki vera með mannshúð en veskið staðfestir að sögur af þessu tagi eru engar þjóðsögur. - Skyldi þetta hafa verið fallegur hlutur? „Það er mjög óvenjulegt að sjá þetta og handleika það. Ég veit ekki hvort ég myndi segja fallegt," segir Þóra og finnur fyrir mig mynd af þessum sérkennilega hlut. Réttarmeinafræðingar hefja námsferil sinn á því aö læra læknisfræði. Síðan tekur við meinafræði sem sérgrein og síðan er réttarmeinafræði undirsérgrein innan meinafræðinnar. Réttarmeinafræði sem slík er mun betur skilgreind sem sérfag í Bandaríkjunum heldur en Evrópu. Á réttarlæknum og réttarmeina- fræðingum er sá faglegi munur að réttarlæknar fjalla einnig um lifandi fólk en réttarmeinafræðingar fást að- eins við þá látnu. Þóra er gift bandarískum tölvufræðingi, Gary Myers, og þau eiga tvö börn, fimm og átta ára. Hún segir að það sé mun öruggara og þægilegra umhverfi að ala upp börn á íslandi. Þóra hóf sitt nám í Linköp- ing í Sviþjóð en eftir ársdvöl þar flutti hún sig um set til Boston þar sem hún lauk prófi í réttarmeinafræði. Þar starfa sjálfstæðar réttarmeinafræðistofnanir á fjár- lögum frá hverju fylki og heyra undir heilbrigðisráðu- neyti. Þessar stofnanir starfa mun sjálfstæðar en víða annars staðar tíðkast. Stærstu stofnanir af þessu tagi hafa rétt til að taka lækna í sérnám í réttarmeina- fræði. „Þar er mikilvægt að geta í réttarsal sýnt fram á að maður hafi lokið öllum tilskildum réttindum því verj- endur reyna oft að fá vitnisburð dæmdan ógildan á þeim forsendum að maður sé ekki fullgildur." Að kryfja eða ekki Þóra dvaldi í Boston í sex ár við nám og störf og kom heim sumarið 2000. Skyldi vera mikill munur á starfsumhverfi hennar hér heima samanborið við Ameríku? „Það er mjög ólíkt. Hér eru réttarkrufningar gerð- ar að beiðni lögreglu og sýslumanna þannig að ég sem réttarlæknir hef ekkert að segja um það hverjir eru krufnir og hverjir ekki. Einstöku sinnum getur verið álitamál hvort krufning eigi að vera réttarkrufning eða sjúkrahúskrufning. Þarna vegur álit héraðslækna jafnan mjög þungt enda er regla að þeir séu kallaðir á vettvang þegar fólk deyr í heimahúsum." Lögin segja til um að ef einhver grunur sé um voveiflegt mannslát eða slíkur grunur gæti síðar risið skuli krufning ávallt fara fram. Undir þetta falla mann- dráp, sjálfsvig og slys og andlát utan sjúkrastofnunar þar sem andlátið er skyndilegt. „Þegar um er að ræða eldri einstakling með t.d. langa sögu um erfiðan sjúkdóm og hefur hrakað hægt og rólega og deyr síðan í heimahúsi án þess að nokk- ur grunur sé um neitt voveiflegt eru slíkir eir.stak- lingar oft ekki krufnir." - Rís þá stundum ágreining- ur um það hvort skuli kryfja fólk eða ekki? „Það er yfirleitt ekki ágreiningur um andlát í heimahúsum en það geta komið upp tilvik þar sem einstaklingur deyr á sjúkrahúsi en kringumstæður geta verið þannig að það sé ekki alveg ljóst hvort skuli fara fram réttarkrufning eða sjúkrahússkrufning.“ - Það leiðir af sjálfu sér að krufningar á íslandi eru íjölmargar og síðan Þóra kom heim til starfa sumar- ið 2000 hefur hún framkvæmt 280 réttarkrufningar. „Heildartala réttarkrufninga er þó hærri þar sem Gunnlaugur Geirsson kryfur þegar ég er í burtu og það var ekki fyrr en seint á síðasta ári að ég fór að gera réttarkrufningamar á Akureyri. Áður voru þær framkvæmdar af meinafræðingnum sem starfaði þar en eftir að hann komst á eftirlaun og hætti tók ég við þeim. Fjöldi þeirra sveiflast eðlilega milli ára. Árið 2000 voru þær mjög margar en aftur nokkru færri árið 2001. Árið í ár hefur síðan verið mun fjörugra á þessu sviði en sami tími í fyrra.“ Mjög spennandi starf - Þóra segir að í Ameríku sé það daglegt brauð fyr- ir réttarmeinafræðinga að mæta í réttarsal þar sem morð eru þar mun tíðari en á íslandi. Hér á landi eru vettvangsrannsóknir og vitnaleiðslur eðlilega ekki daglegt brauð en Þóra fer þó oft á vettvang með lög- reglunni og segist frekar vilja það en ekki þegar um manndráp eða grunsamlegt mannslát er að ræða. „Á stofnuninni þar sem ég vann í Boston voru um 200 morð á ári tekin til rannsóknar og við vorum ekki svo mörg sem unnum þarna svo þetta var daglegt brauð og stærri hluti af starfinu en hér. Bæði eru morð þar tíðari og akstur undir áhrifum alls konar efna sem síðan leiðir tO slysa og manndrápa mun al- gengari." - Nú er það svo að mörgum finnst þetta tiltekna starf frekar óhugnanlegt og Þóra viðurkennir að inn- an læknisfræðinnar sé þetta viðfangsefni ekki sér- staklega vinsælt. En skyldi eitthvað sérstakt hafa orð- ið til þess að hún valdi sér þennan starfsvettvang? „Mér finnst þetta einfaldlega mjög spennandi starf. Síðan ég byrjaði í meinafræðinni hefur mér alltaf fundist afar áhugavert að komast að því af hverju fólk deyr. Að skoða það sem veldur sjúkdómum. Það er áhugavert að greina sjúkling með einhvern sjúkdóm eins og t.d. lungnakrabbamein en það er margfalt áhugaverðara að halda á hinu eiginlega meini í hönd- unum og sjá það í réttu samhengi. Það er oft mikill leyndardómur af hverju fólk deyr og það er sá leynd- ardómur sem heillar mig.“ - Þóra segist framan af námsferli sínum hafa haft mikinn áhuga á fylgjum og fóstrum og það var eigin- lega ekki fyrr en í Boston að hún sá í hverju réttar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.