Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Síða 19
LAUCARDAGUR 4. MAÍ 2002
Helqctrhlað H>'V
■a
meincifræðin gat veriö fólgin en þar er ákveðinn hluti
af meinafræðináminu að vera í starfsnámi á réttar-
meinafræðistofnun.
„Það má segja aö þar hafi áhuginn kviknað. Ég var
varla stigin inn í stofnunina í Boston þegar mér var
boðið með í dómsal til að hlýöa á vitnisburð réttar-
meinafræðings í morðmáli. Á næstu dögum helltist
inn mikið af áhugaverðum málum þar sem glöggt
kom í ljós hvað vettvangsrannsóknin skiptir stundum
öllu máli. Síðan hafði ég tækifæri til að fara á vett-
vang með réttarmeinafræðingi, fyrir utan að vera við
fleiri tugi af krufningum. Þama áttaði ég mig á því að
þetta væri það sem ég vildi sérhæfa mig i.“
- DV hefur fyrir satt að vinnubrögð Þóru á vett-
vangi og mikill áhugi hennar hafi vakið athygli með-
al lögreglumanna en hún vill ekki viðurkenna að
vinnubrögð hafi neitt breyst við morðrannsóknir.
„Ég beiti aðeins þeim vinnubrögðum sem ég lærði
og lögreglumenn vita um áhuga minn og ég tel að það
sé ómetanlegt að fara á vettvang."
Fyrsta krufningin erfið
- Mörgum flnnst krufningar skuggaleg iðja og
margar sögur eru til af því hvernig fyrsta krufningin
er manndómsvígsla meðal læknastúdenta og þá líða
þeir oft út af.
„Þetta eru áreiðanlega eðlileg og mannleg viðbrögð.
Á því stigi meinafræðinnar sem stúdentar kynnast
krufningum em þeir lítið farnir að vera inni á spítöl-
um og fyrir marga er þetta í fyrsta sinn sem þeir sjá
látinn einstakling. Þaö tekur tíma að venjast því.“
- Fannst þér það erfitt?
Mér fannst fyrsta krufningin mín sem ég
framkvæmdi sjálf mjög erfíð. Sennilega
vegna þess að þetta var ung kona, nán-
ast jafngömul og ég, sem hafði dáið úr
krabbameini. Ég hugsaði mikið um ald-
ur hennar og hugsaði: hvers vegna hún en ekki ég?
Svo venst þetta og sjálfsagt fær maður ákveðna skel.
Þetta starf verður samt aldrei hversdagslegt þvi það
eru engar tvær krufningar eins. Stundum finnur
maður eitthvað sem enginn vissi um, jafnt lítil mein
sem engan þátt áttu í dauða viökomandi og stór mein
sem öllum duldust og ollu andlátinu. Ég geri mér vel
grein fyrir því að meðal lækna eru krufningar ekki
eftirsóttar og mér finnst þeir fara mikils á mis.
Mannslíkaminn er alveg ótrúlegur og það eru oft und-
arlegir hlutir sem maður finnur og sér. Margir halda
að meinafræðingar sitji bara við smásjá alla sína
starfsævi og hafi aldrei nein samskipti við þá lifandi.
í Bandaríkjunum hefur þetta starf á sér þá ímynd að
það sé stórskrýtið fólk sem leggur þetta fyrir sig.
Þetta er auðvitað tómur misskilningur."
Litla samfélagið
- Það eru strangar reglur um það hverjir eigi að
vera viðstaddir krufningar. í sjúkrahúskrufningum
eru tveir læknar viðstaddir. í réttarkrufningum er
Þóra yfirleitt ein en nema um manndráp sé að ræða,
þá kveða lögin á um að tveir réttarlæknar skuli vera
viðstaddir og þá er Gunnlaugur Geirsson einnig á
staðnum. Það var fyrst eftir heimkomu Þóru sem
unnt var að framfylgja þessu ákvæði laganna um
réttarkrufningar vegna manndrápa. Þóra segir að til
skamms tíma hafl þetta verið karlastarf nær ein-
göngu líkt og önnur læknisfræði. Konur sækja í
þetta í vaxandi mæli og í Boston voru konur í meiri-
hluta meðal nema sem voru samferða Þóru í hennar
námi. í litlu samfélagi eins og íslandi, þar sem að-
eins tveir réttarlæknar starfa, hlýtur sú hætta að
vera fyrir hendi að læknirinn þekki persónulega
þann sem hann þarf að kryfja.
„Það hefur enn enginn sem ég þekki komið til
mín. Ég veit ekki hvernig ég myndi bregðast við
því.“
- Er eitthvað í þessu starfi sem þér finnst vera erf-
iðara en annað?
Þóra Steffensen réttarmeinafræðingur er fyrst íslenskra kvenna til að gegna því starfi. „Mér finnst þetta ein-
faldlega nijög spennandi starf. Síðan ég byrjaði í meinafræðinni hefur ntér alltaf fundist afar áhugavert að
komast að því af hverju fólk deyr.“
„Mér finnast krufningarnar sjálfar ekki erfiðar og
sömu sögu má segja um vettvangsrannsóknir. Þetta
er vinnan manns og maöur venst þessu og sinnir því
eins og hverju öðru. Erfiðast finnst mér að tala við
aðstandendur í sumum tilvikum. Lögum samkvæmt
er dánarvottorð sem inniheldur dánarorsök og dán-
aratvik lokað en nánustu aðstandendur og að sjálf-
sögðu lögregla fá að vita um niðurstöður krufningar.
Ættingjar hafa stundum samband við mig og vilja fá
að vita nákvæmlega hvað gerðist og þá kemur þaö
oft til minna kasta að ræða við þá. Þetta fólk kemur
þá til mín í viðtal ef það vill. Þetta geta verið erfið-
ar stundir en geta verið gagnlegar fyrir báða.“
- Starf Þóru er þess eðlis að það er freistandi að
spyrja hana hvað hún geri þegar hún er ekki að
vinna, hvort hún fjarlægi sig með einhverjum hætti
frá starfi sínu?
„Það er afskaplega erfitt að komast burt úr vinn-
unni. Það er alltaf eitthvað sem þarfnast umhugsun-
ar. Það er ekki i hverri krufningu sem dánarorsök
er ljós í lok krufningar. Oft lýkur málinu ekki fyrr
en framhaldsrannsóknir hafa farið fram og það tek-
ur tíma og í millitíðinni er maður oft að velta þess-
um ráðgátum fyrir sér. Svo liggur það í hlutarins
eðli aö maður getur átt von á símhringingu frá lög-
reglunni hvenær sem er. Þetta hefur samt truflað
mitt fjölskyldulíf minna en það gerði stundum i
Bandaríkjunum þar sem allir dagar ársins eru eins.
Þar vann ég eitt sinn níu helgar í röð fullan vinnu-
dag auk virku dagana. Ég var satt að segja orðin
nokkuð þreytt."
Lífið er dýrmætt
- Sennilega hafa margir sínar hugmyndir um starf
réttarmeinafræðinga úr sjónvarpsþáttum og bíó-
myndum og nægir að nefna þáttaraðir eins og Cross-
ing Jordan og CSI. Er eitthvað líkt með raunveruleik-
anum og sjónvarpsheiminum? „Raunveruleikinn er
aldrei eins og sjónvarpið. Svo eitt dæmi sé tekið af
því sem tröllríður svona þáttum þá kemur sérfræð-
ingur á vettvang og lítur lauslega á látinn mann og
segir síðan nákvæmlega hvenær hann dó. í raunveru-
leikanum er ákaflega erfitt að ákvarða dánarstund og
því erfiðara eftir þvi sem lengra líður frá. Það er
aldrei hægt að ákvarða það upp á klukkuslag nema
maður sé viðstaddur.“
- Þóra gegnir sérstæðu og undarlegu starfi sem er
samt heillandi og við að ræða við hana verður manni
ljóst að hún hefur mikla ástríðu fyrir starfinu.
„Það aö vera réttarmeinafræöingur gerir mann
ákaflega meðvitaðan um hve dauðlegur maður er.
Maður skyldi aldrei taka það sem gefið að vakna að
morgni. Þótt við eigum auðvitað að skipuleggja okk-
ur og lífið eins og maður verði áttræður þá má mað-
ur ekki gleyma að njóta lífsins og litlu hlutanna og
sinna fjölskyldunni." -PÁÁ