Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Page 30
Helcjarblctcí I>"Vr
LAUGARDAGUR 4. IVIAÍ 2002
Fyrst og fremst
félagshyggjumaður
Steingrímur Hermannsson,
fyrri/erandi forsætisráðherra, ræðir um
pólitík, náttúruuernd, ríkisstjórnarsam-
starfið og Vinstri græna
ÞJÓÐIN LÍTUR SVO Á að þú sért sestur í helgan
stein,“ segi ég viö Steingrím Hermannsson. „Ég er að
reyna það,“ svarar hann. í framvindu samtalsins
kemur hins vegar í ljós aö Steingrímur er afar önn-
um kafinn maður og ef eitthvað er þá skortir hann
tíma. Hann situr í fjölmörgum stjórnum, þar á meðal
er hann formaður í Umhverfisverndarsamtökum ís-
lands, í stjórn Stofnunar Leifs Eiríkssonar, formaður
i Millenium Institute í Bandaríkjunum og enn þá, eft-
ir 40 ár, er hann formaður Surtseyjarfélagsins, í
stjórn Hollvinasamtaka Háskóla íslands, í stjórn
Hjartaverndar og hefur undanfarið verið önnum kaf-
inn við að aðstoða útgefendur mjög vandaðra kynn-
ingarbóka um hin ýmsu lönd heims. Auk þess er
Steingrímur önnum kafinn í sinni skógrækt í Borgar-
firðinum, spilar golf af kappi, fer í sund í hádeginu og
bregður sér á skíði með afadrengjunum hvenær sem
færi gefst. Svo er hann töluvert við smíðar, meðal
annars að ramma inn málverk Eddu, konu sinnar.
Þegar viðtaliö var tekið var Steingrímur nýkominn
heim frá ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á Kýpur þar
sem hann flutti erindi um Palestínu og þá glæpi sem
þar er verið að fremja.
Steingrímur lætur enn til sín taka í þjóðmálaum-
ræðunni þar sem hann varar við aðild að Evrópusam-
bandinu og brýnir fyrir þjóðinni að huga að náttúru-
verndarmálum. Talið berst fyrst aö andstöðu hans við
Evrópusambandsaðild.
- Er ekki óumflýjanlegt að íslendingar gangi í Evr-
ópusambandið?
„Alls ekki. Ég tel aö margt mæli gegn því að við
verðum aðilar að Evrópusambandinu. Fiskveiöistefna
sambandsins þjónar ekki hagsmunum okkar og þeir
sem ég hef talað við og tengjast sambandinu segja
undanþágu frá þeirri stefnu ekki koma til greina. En
svo er fjölmargt fleira sem ég legg ekki síður áherslu
á og vara við, eins og framsal sjálfstæðis okkar og
valds. Ég held að það sé út í bláinn aö halda því fram
að við myndum hafa áhrif innan þessa sambands. Við
myndum týnast í nefnda- og embættismannafargan-
inu í Brussel. Einnig verður aö gæta að því að efna-
hagsgrundvöllur okkar er allt annar en í aðildarlönd-
unum. Að mínu álliti kemur ekki til mála að fórna
genginu, því tæki sem við höfum þurft að grípa til
hvað eftir annað þegar bjátað hefur á í okkar helsta
atvinnuvegi. Þar að auki sýnist mér að við séum vel
sett, mitt á milli Evrópu og Ameríku. Við getum afl-
að okkur markaða nánast hvar sem er og eigum ekki
að fara inn fyrir múra Evrópusambandsins og þannig
gæti ég lengi talið. Ég tel því vera mikinn misskiln-
ing að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. En
ég er fylgjandi því að málið sé rætt, því þetta er stórt
mál, en við eigum að forðast allt óðagot.“
- Finnst þér sjálfsagt að forseti íslands tjái sig um
jafn viðkvæmt mál og þetta?
„Mér finnst að hann eigi að fara varlega í það.
Ræða hans á Norðurlandaþingi, sem ég hef lesið, var
tiltölulega saklaus, ef svo má að orði komast, en mér
er sagt að á fréttamannafundi hafi hann tjáð skoðun
sína í sterkari orðum og þar má vera að hann hafi
gengið fulllangt.“
Þörf á Vinstri grænum
- Þú ert yfirlýstur náttúruverndarsinni. Virkjana-
stefna ríkisstjómarinnar er þér greinilega ekki að
skapi en það er Framsóknarflokkurinn, þinn flokkur,
sem er í forsvari fyrir henni.
„Ég vil taka skýrt fram að ég vil nýta náttúruauð-
æfi en vil gera það af mikilli varúð. Ég er eindregið
þeirrar skoðunar að óspillt umhverfi þessa lands
verði stöðugt verðmætara. Að slíku landi er leitað um
allan hinn vestræna heim. Ég er sannfærður um að
byggja má upp mjög arðbæra þjónustu á þeim svæð-
um sem menn vilja virkja. Auk þess höfum við viss-
ar skyldur gagnvart okkur sjálfum og umheiminum.“
- Finnst þér þinn flokkur ganga fullharkalega fram
í virkjanamálum?
„Mér finnst þeir einblina of mikið á stóriðju. Ann-
ars vil ég leiðrétta þann misskilning að ég sé á móti
álverum, þau geta fylgt með, en mér finnst of mikil
áhersla lögð á þau. Ég vil miklu fremur sjá eflingu
annars iðnaðar á Austfjörðum, til dæmis ferða-
mennsku sem ég tel að sé vænlegur kostur. Ég vildi
líka sjá menntasetur eflt á Egilsstöðum. Ég er sann-
færður um að eitt það besta sem gert hefur verið í
byggðamálum hér á landi undanfama áratugi var
stofnun Háskólans á Akureyri. í skjóli hans hefur alls
kyns hátækni og önnur fyrirtæki dafnað. Mjög fróð-
legt væri að gera úttekt á áhrifum
Háskólans á Akureyri. Ég vil sjá svipað menntaset-
ur sett upp á Egilsstöðum.“
- Nú virðist Framsóknarflokkurinn líta á Vinstri
græna sem höfuðandstæðinga sína. Ertu sáttur við
þær áherslur?
„Mér sýnist hins vegar mjög
vafasamt að samþykkja ríkis-
ábyrgð til eins fyrirtækis. Oðru
máli gegndi ef ríkisstjórnin
hefði ákveðið að efia Iftœkni
og lyfjaiðnað almennt og þeim
fyrirtœkjum væri veitt ríkis-
ábyrgð sem fullnægðu settum
skilyrðum. Eg óska deCODE
sannarlega góðs gengis, en
sumir segja að erfiðar gangi en
búist var við. Staðreyndin er
líka sú að lyfjaiðnaður þar sem
leitast er við að þróa ný lyf á
grundvelli genagagna hefur
ekki gengið eins vel og menn
gerðu sér vonir um. “
„Ég vil ekki gagnrýna núverandi forystu Fram-
sóknarflokksins. Þar verða menn að fara sínar leiðir.
Ég hef oft sagt að af öllum þeim mönnum sem ég hef
kynnst í ólíkum flokkum man ég ekki eftir neinum
sem var slæmur maður. Þetta eru allt menn meö sín-
ar meiningar og eru heiðarlegir stjómmálamenn. Við
megum fagna þvi íslendingar að búa ekki við þá spill-
ingu í stjómmálunum sem virðist landlæg víða i Evr-
ópu. Ég vil alls ekki líta á Vinstri græna sem höfuð-
andstæðinga. Langt í frá. Vinstri grænir eru meö
áherslur sem ég get vel tekið undir, eins og til dæm-
is í náttúruvernd og umhverfismálum. Ég held að við
værum ákaflega illa stödd ef við hefðum engan slíkan
flokk.“
Davíð of einráður
- Finnst þér ríkisstjómarsamstarfið hafa skaðað
Framsóknarflokkinn?
„Flokkar hafa farið heldur illa út úr því að vera
lengi í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn því hann er
svo stór og áhrifamikill. Ég væri að minnsta kosti
hræddur við þriðja kjörtímabilið. Því verður ekki
neitað aö forsætisráðherra virðist ráða því sem hon-
um sýnist. Mér finnst Halldór Ásgrímsson standa sig
vel. Hann er þróttmikill og atorkusamur. En mér þyk-
ir flokkurinn hafa færst til hægri og Davíð of einráð-
ur. Það er ekki hollt. Mér þótti leitt þegar Halldór
flutti fyrir hönd forsætisráðherra frumvarpið um að
leggja niður Þjóðhagsstofnun sem mér hafði verið
tjáð að Framsóknarflokkurinn styddi ekki. Þjóðhags-
stofnun er sú stofnun sem gagnaðist best þegar unn-
ið var að þjóöarsáttinni sem gerð var árið 1990. Þjóð-
hagsstofnun var tekið sem óháðri stofnun og því var
treyst sem hún sagði. Þjóöhagsstofnun vann fjölmargt
fleira en þjóðhagsspá, mat til dæmis áhrif alls konar
aðgerða. Hver á nú aö gera það? Auk þess hefði ég
viljað sjá Þjóðhagsstofnun þróast í það að sinna í
meira mæli langtímaspám. Ég er formaður í stofnun
í Bandaríkjunum sem heitir Millennium Institute og
þar hafa menn þróað mjög athyglisvert módel þar
sem tilraun er gerð til að spá á mjög breiðum grund-
velli um langtímaáhrif alls konar aðgerða. Ég tek
þetta módel aðeins sem dæmi. Við ættum að spyrja
okkur ýmissa spuminga, eins og til dæmis hvort ekki
sé arðbært að efla menntakerfið. Ég tel að svo sé. Er
fjárfesting i því kannski arðmeiri en í álbræðslu?
Verkefnum eins og þessum ættum við að sinna. Slíkt
var einu sinni kallað skipulagshyggja og ég var sagð-
ur aðalpostuli hennar og menn höfðu horn í síðu mér
vegna þess. Það er hins vegar mín skoðun að ætíð sé
til bóta að líta fram á veg.“
- Ertu andvígur ríldsábyrgð deCODE?
„Já, ég er andvígur henni. Ég tel að þessi ríkis-
ábyrgð stríði gegn öllum hefðbundnum aðgerðum á
þessu sviði. Að vísu hef ég staðið að ríkisábyrgðum
og ég tel þær koma til greina í vissum tilfellum. Árið
1989, þegar rikisstjórnin var nýtekin við og stóð
frammi fyrir 30 til 40 af hundraði verðbólgu, var um
tvennt að ræða, annaðhvort að fella gengið um 30 af
hundraði eða reyna hægfara lendingu. Þeir þrír
stjórnarflokkar sem þá stóðu að ríkisstjórn, Fram-
sóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag,
voru allir sammála um það, ásamt verkalýðshreyfing-
unni, að freista þess að ná hægfara lendingu. Það
tókst með því að ríkið kom með ríkisábyrgð á tveim-
ur sjóðum, Atvinnutryggingarsjóði og Hlutafjársjóði,
sem báðir veittu lán til allra útflutningsfyrirtækja
sem fullnægðu skilyrðum sem stjórnir þessara sjóöa
settu. Þetta var sem sagt almenn aðgerð. Mér sýnist
hins vegar mjög vafasamt að samþykkja ríkisábyrgð
til eins fyrirtækis. Öðru máli gegndi ef ríkisstjórnin
hefði ákveðið að efla líftækni og lyfjaiðnað almennt
og þeim fyrirtækjum væri veitt ríkisábyrgð sem full-
nægðu settum skilyrðum. Ég óska deCODE sannar-
lega góðs gengis, en sumir segja að erfiðar gangi en
búist var við. Staðreyndin er líka sú að lyfjaiðnaður
þar sem leitast er við að þróa ný lyf á grundvelli
genagagna hefur ekki gengið eins vel og menn gerðu
sér vonir um.“
Græðgin of stjómsöm
- Fylgistu með borgarmálunum og kosningaslag R-
og D-lista?
„Ég geri það. Sonur minn er eins konar ritstjóri hjá
þeim í R-listanum. Annars er ég orðinn nokkuð latur
að hlusta á stjórnmálaumræður. Ég hlustaði til dæm-
is ekki á síðustu eldhúsdagsumræður.“
— Ertu sáttur við R-listasamstarfið?
„Já, ég er mjög sáttur við það. Ég er að verða
meiri velferðarsinni með árunum. Sumir segja að
ég sé orðinn vinstrisinni, en fyrst og fremst er ég fé-
lagshyggjumaður. Ég tel það ekki síður skyldu okk-
ar nú en áður að sinna jöfnuði í þjóðfélaginu. Mér
hrýs hugur við þeirri ójöfnu tekjuskiptingu sem er
að verða svo áberandi. Ég hef alltaf verið mjög
hlynntur einstaklingsframtakinu og það er mis-
skilningur hjá sumum að ég sé á móti því. Þegar ég
var í pólitíkinni kölluðu sumir framsóknarmenn
mig meira að segja einstaklingshyggjumann og
meintu það í neikvæðri merkingu. Ég tel að eftirlit
með einkaframtakinu sé hins vegar ákaflega nauð-
synlegt. Menn eru farnir að gera eitt og annað til að
komast undan því að greiða eðlileg gjöld til þjóðfé-
lagsins. Greitt er inn á reikninga á Cayman Islands,
Virgin Islands og öðrum skattaparadísum. Þannig
losna menn við að greiða til velferðarþjóðfélagsins
en nýta sér samt þjónustu þess. Þeir senda börnin
sín f skólann og ef þeir verða veikir leggjast þeir
inn á sjúkrahús. En þeir borga ekki það sem þeim
ber. Ég óttast að miklu meira sé um þetta en sést á
yfirborðinu.
Ég hef alltaf sagt að ekkert þjóðfélag verði
sterkara en einstaklingarnir sem byggja það. Menn
eiga að sjálfsögðu að fá að spjara sig. Hins vegar
sýnist mér að græðgin sé farin að stjórna allt of
miklu. Mér hrýs hugur þegar ég les greinar þar sem
því er beinlínis haldið fram að græðgin sé nauðsyn-
leg. Eigingirni og græðgi eru verstu eiginleikar
mannsins og mega aldrei fá lausan tauminn."
-KB