Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Qupperneq 32
Helqarblctcf X>"V“ LAUCARDAGUR 4. IVIAÍ 2002 Alda Sigurðardóttir i/arð þjóðþekkt eftir leik sinn ímynd Hrafns Gunnlaugsson- ar, Hin helgu vé. Síðan eru liðin tíu ár og nú erAlda fræðslustjóri Verslunar- mannafélags Regkjavíkur auk þess sem hún situr f 12. sæti á Hsta Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. ALDA SIGURÐARDÓTTIR HAFÐI EKKI komið ná- lægt pólitík þegar hún settist í Stúdentaráð Háskóla íslands fyrir hönd Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta áriö 1998. „Þegar ég byrjaði í stjórnmála- fræði í Háskólanum tók ég þá ákvörðun að annaö- hvort skyldi ég sitja hjá og sætta mig við þær aðstæð- ur sem voru þar eða reyna að hafa áhrif á umhverfið en lesaðstaða námsmanna var til dæmis skelfileg,“ segir Alda sem fyrir nokkrum vikum lét af embætti varaformanns Varðbergs sem er ungliðahreyfing Samtaka um vestræna samvinnu. Af hverju Varð- berg? spyr ég og Alda svarar: „Þegar ég byrjaði í stjórnmálafræði stefndi ég fyrst að því að starfa við fjölmiðla en síðan heilluðu alþjóðastjórnmálin mig upp úr skónum. í framhaldinu fékk ég mikinn áhuga á NATO og tók virkan þátt á fundum Varöbergs." Vaka vann kosningarnar nú í ár í Háskólanum í fyrsta sinn í rúman áratug. Alda er glöð: „Já, þvílíkt gleðiefni," segir hún. „Það sem var líka merkilegt við þennan sigur var að allir stjórnmálaspekúlantar höfðu spáð því að Vaka myndi tapa. Og fyrst Vaka vann Röskvu sem hafði verið ósigrandi í áratug þá er allt mögulegt - líka í Reykjavík." Meira flolíkaflakk hjá ungu fólki í dag Fékkstu pólitískt uppeldi? Ertu kannski úr sósíal- iskri fjölskyldu? „Það voru ekki miklar pólitískar umræður á minu heimili, nema einstaka sinnum yfir kvöldmatnum. En eftir þvi sem ég lærði meira um stjórnmálafræði, því hrifnari varð ég af stefnu Sjálfstæðisflokksins. Kenn- ararnir komu úr öllum áttum svo þeir höfðu minnst áhrif á það, heldur fyrst og fremst höfðaði hugmynda- fræðin til mín. Hægri stefnan er rökréttari til að ná árangri og til að bæta hag íbúanna að mínu mati. Mér fannst það vera almennt stefnan í stjórnmálafræðinni þótt nokkrir róttækir vinstri vinir mínir muni seint skrifa undir það. Margir af þeim sem voru mjög vinstri sinnaðir þegar þeir hófu nám viðurkenndu að hafa færst til hægri þegar leið á námið, þótt þeir væru ekki beint orðnir hægri menn. Það er oft talað um að ungt fólk sé vinstrisinnað á þeirri forsendu að á þeim aldri lifa margir á kerfinu í gegnum skóla og námslán. Síðan þegar aldurinn færist yfir og fólk fer að fá tekjur verður fólk hægri- Hjarta mitt liggur hægra megin sinnaðra, vill minnka skatta og ráða sínum peningum sjálft. Það er athyglisvert sem kom fram í skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblað- ið í vikunni en þar kemur fram að fylgi Sjálfstæðis- flokksins hjá ungu fólki er meira en fylgi R-listans. Ungt fólk vill breytingar og ein af skýringunum fyrir því að fylgi Sjálfstæðisflokksins er svona mikið með- al ungs fólks er sú (fyrir utan að stefna flokksins er mjög góð) að ungt fólk gerir sér grein fyrir þvi að það þarf sjálft að greiða upp þær skuldir sem R-listinn hefur steypt borginni í; skuldir sem hafa safnast upp á góðæristímum." Þú hefur aldrei verið í vafa um að þú hafir valið rétta leið þegar þú fórst í Stúdentaráð fyrir Vöku? „Nei, hjartað lá hægra megin. Ég held að þegar fólk kynnir sér stefnu og hugmyndafræði flokkanna geri flestir sér fljótt grein fyrir því hvort þeir eru til hægri eða vinstri i pólitík, en þó er alltaf einhver hópur sem er óákveðinn og stundar flokkaflakk milli hægri og vinstri. Þetta er aöallega ungt fólk og þessi hópur er alltaf að stækka. Þetta er jákvæð þróun að því leytinu til að ungt fólk tekur málefnalega afstöðu í hverjum kosningum fyrir sig. Þessi nýja hugsun gerir það að verkum að flokkarnir fá meira aðhald og þurfa að standa sig betur.“ Harður skrápur Þegar fólk fer inn í eldlínu stjórnmálanna er ljóst að ekki verða allir sáttir við persónuna. „Ég þekki það úr stúdentapólitíkinni." Truflar það þig ekkert? „Nei, ég held að háskólapólitíkin hafi kennt mér margt; þá þurfti ég að mynda ákveðinn skráp. Og þaö er staðreynd að það er sama við hvern er talað, það má alltaf búast við því að allavega helmingurinn sé ósammála og hafi aðrar skoðanir á málunum. Maður þarf að vera meðvitaður um þá staðreynd. Það má ekki taka allt inn á sig. Maður á bara að hlusta á eig- in rödd.“ En af hverju ferðu í borgarmálin? „Það var haft samband við mig og þar sem ég hef áhuga á stjórnmálum var erfitt að segja nei.“ Þetta hefur verið eins og með forsetaframbjóðend- urna um árið: það komu margir að máli við mig? „Ég sá þarna tækifæri, líkt og í Háskólanum,“ seg- ir Alda og brosti. „Og af því ég er ung gera margir ráö fyrir því að áherslur mínar séu mestar á menntamál og leikskólamál. Menntamál eru auðvitað mikið hags- munamál og ég legg mikla áherslu á þau en mér finnst borgin ekki hafa sinnt hlutverki sínu nógu vel; Reykjavíkurborg hefur ekki staðið sig sem skyldi í því að útvega næg hjúkrunarrými og hlúa að öryrkj- um. Móðir mín er öryrki og ég þekki þvi aðstæður mjög vel af eigin raun. Þótt félagsþjónustan sé að mörgu leyti mjög góð og starfsfólkið sé gott þarf að hlúa sérstaklega að þeim hópi sem þarf á aðstoð hennar að halda. Það er ekki eina málið því að ég hef búið í miöbæn- um síðustu ellefu ár og hef horft upp á hann hrörna. Það þarf meðal annars að gera miðbæinn íjölskyldu- vænni.“ Ástfangin af starfinu „Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða leikkona. Mér fannst mjög gaman að leika. Ég lék lítið aukahlutverk í Hvíta víkingnum eftir Hrafn Gunnlaugsson árið 1990,“ segir Alda þegar kvikmyndaferilinn berst í tal. „Árið 1992 lék ég í mynd Hrafns, Hin helgu vé. I kjöl- far þeirrar myndar fór ég á kvikmyndahátíðir í ísra- el og Noregi. Nokkru síðar sá ég auglýst í sjónvarp- inu eftir leikkonu á aldrinum 18-25. Mér fannst það frekar spennandi og sagði við kærastann minn að ég ætti kannski að sækja um. Þá hringdi síminn. í sím- anum var norskur kvikmyndahúsaeigandi sem hafði tekið eftir mér á blaðamannafundi á Den Norske Film Festival í Noregi. Þaö vantaði íslenska stelpu til að leika í samnorrænni sjónvarpsþáttaröð sem hét Hotel Oslo. Ég fór í prufur og fékk að lokum hlutverkið og var þrjá mánuði við tökur í Noregi. Ég lék Vigdisi og þegar ég spurði handritshöfundinn af hverju persón- an héti Vigdís þá sagðist hann ekki hafa munað eftir neinu öðru íslensku kvenmannsnafni, nema þáver- andi forseta okkar.“ En leiklistin hefur orðið undir? „Já, ég stefndi alltaf á háskólanám og sé ekki eftir því. Að taka þátt í leiklistinni var mikið ævintýri en mig langaði ekki að leggja hana fyrir mig. Ég verð þó að játa að ég nýt mín best í skapandi umhverfi og þótt ég starfi ekki beint við listir þá er ég í skemmtilegu og skapandi starfi sem fræðslustjóri VR.“ Leiklist, fræðslustjórn, stjórnmál ... Hvernig er framtíðin? „Ég held áfram í mínu starfi; ég er pínu ástfangin af starfinu, það er svo fjölbreytt og skemmtilegt. En hvað framtíðin ber í skauti sér er að Reykvíkingar geti vonandi orðið stoltir af borginni sinni og setji Reykjavik í fyrsta sæti.“ -sm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.