Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Side 51
LAUGARDAGUR 4. MAf 2002 /7 e l c) a rb l ct c) J3V 51 Á Litla-Hraun fyrir lífstíð ÁRIÐ 1946 VAR FELLDUR mjög sérstakur dómur í héraði í Reykjavík. Þar var ungur síbrotamaður dæmdur til dvalar á „viðeigandi hæli“ í stað refsing- ar. Þá var ekkert sérstakt hæli fyrir afbrotamenn svo ekki verður ráðið af dómnum hvert rétturinn ætlað- ist til að hann yrði sendur. Dómur þessi er einnig einkennilegur í ljósi þess að afbrotamaðurinn virðist ekki hafa verið sérlega hættulegur samborgurum sinum. Afbrot hans voru fyrst og fremst afbrot en einnig mjög undarleg hegð- un á köflum sem talin er hafa stafað að hluta til af stjórnlausri og mikilli neyslu amfetamíntaflna. Síbrotamaðurinn sem hér eftir verður nefndur Simbi en hann stundaði lengi sjómennsku sér til lífs- viðurværis og þvældist um öll heimsins höf. Simbi var ekki alveg venjulegt barn því hann hefur sýnilega verið haldinn einhverri stjórnlítilii athafnaþrá og var fyrst kærður fyrir þjófnað þegar hann var tíu ára gamall og þótt málum hans væri þá vísað til barna- verndarnefndar virðist það ekki hafa slegið neitt á virðingarleysi hans fyrir lögum og reglu því á 14-16 ára aldrinum komst hann í kast viö lögin svo tugum skipti. Yfirleitt voru afbrotin smávægileg, hnupl og ölvun og þess háttar. Hann virðist hafa lagt þjófnað á hiliuna að mestu eftir stuttan en afkastamikinn feril milli 16 ára og tvítugs en eftir það er hans einkum getið í sambandi við ölvun á almannafæri. Elvld fáviti en gelding gæti hjálpað? Á árunum 1937 og 1938 dvaldi Simbi um tíma á Kleppi og þar var Helgi Tómasson yfirlæknir beðinn að rannsaka hann sérstaklega og við skulum líta á skýrslu hans: „Hann er hvorki fáviti né geðveikur en verður að teljast geðveill (psykopat). Ræður þar vafalaust mest um meðfætt upplag hans og sennilega óheppilegt upp- eldi og vandræðafélagsskapur svo að hann lendir í þjófnaði, alls konar öðrum glæpum og virðist nú vera orðinn samviskulaus með öilu ef svo ber undir. Það er sennilegt að hjarta- eða æðakerfisveila hans hafi haft nokkra þýðingu sem sé þá að þegar hann þegar sem barn þreyttist fyrr þess vegna. Þegar hann er þreyttur hættir honum til að verða úrillari, nervös og hvorki hann sjálfur né foreldrar hans eða aðrir at- huga ástand hans sem skyldi. Hann lendir í æ fleiri og fleiri árekstrum, veður á frekari, striðnari, lygnari og ágengari svo honum hættir enn meira að standa á sama. Mér er ekki ljóst hvað unnt er að gera við svona mann hér á landi. Læknismeðferð kemur varla til greina nema ef vera skyldi fullkomin kastration (geld- ing) áður en allir hinir óheppilegu eiginleikar festast enn þá meira í honum." Svo virðist sem Simbi hafi þarna rétt naumlega sloppið við geldingu að læknisráði þótt ekki verði ráöið af gögnum málsins hvers vegna yfirlæknirinn taldi það svo hentuga lausn. Allt um það þá slapp Simbi aftur úr höndum læknavísindanna og hóf aftur að fást við smáþjófnaði og fékk fjóra dóma árið 1939. Hann strauk úr landi áður en til afplánunar þeirra kom og þvældist um Evrópu, Ameríku og Suður-Am- eríku næstu rúmlega þrjú árin á samtals 14 skipum ýmist sem háseti eða laumufarþegi. Þegar hann kom heim aftur til íslands í árslok 1942 var hann við ýmis störf í nokkur misseri en endaði síðan á Litla-Hrauni í 50 daga fyrir ítrekaðan ölvunarakstur en var þá náð- aður í tilefni af lýðveldisstofnuninni. Eftir stríð tókst honum að fá starf sem húsvörður á hóteli og dvaldi þar en var síðan dæmdur til ótíma- bundinnar vistar eftir mikla innbrotahrinu á árinu 1946. Um ævintýri hans á stríðsárunum segir dr. Helgi við dómsrannsókn 1946: „Við rannsóknina er hann rólegur og skýr, fyllilega áttaður á stað og stundu, engar ofskynjnanir eða mis- skynjanir. Minni hans er ágætt og á köflum frábært." Þetta er sérstök athugasemd í ljósi þess að Simbi mun hafa verið illa eða ekki læs og kvaðst fyrir dómi hafa lesið eina bók um ævina en hún hét: Mr. Lewis in Sing Sing og eignaðist hann hana á siglingum sín- um svo hann virðist hafa verið stautfær á ensku. Síðan segir dr. Helgi: „Ævintýrin sem hann hefur á ferðum sínum lent í, hæfa mjög þessu upplagi hans. Ósvífnin hefur ágerst enn meira í honum á stríðsárunum, hysterísk frekjuköst og æfing í alls konar yfirskinsátyllum til að ljúga sig frá hinu eða þessu. Margs konar klækir og hrekkjabrögð sem hann hefir lært af ýmsum sem hann hefur verið með á þessum ferðalögum hafa og stuðlað að því að þroska hann til þess að verða „full- komnari" glæpamann." Árið 1946 bjó Simbi á hótelinu þar sem hann hafði verið húsvörður um hrið og deildi herbergjum með vini sínum á likum aldri. Þeir félaga neyttu am- fetamíntaflna í stórum stO og virðist það ekki hafa haft regluleg góð áhrif á Simba sjómann. Hann og félagi hans stunduðu innbrot í stórum stíl og á tæpum átta mánuðum frömdu þeir félagar alls átta innbrot í Reykjavík. Stundum voru innbrotin augljóslega í fjáraflaskyni og réðust þeir þá til inn- göngu í fyrirtæki og verslanir og stálu oft umtalsverð- um upphæöum. Stundum voru innbrotin hins vegar heldur af undarlegra taginu. Þeir brutust t.d. inn í Þjóðleikhúsið sem þá var hálfbyggt og var tilgangur- inn sá að Simbi fengi að prófa söngrödd sína á svið- inu en hann taldi sig vera óuppgötvaðan stórsöngvara og fékkst nokkuð við að brjótast inn í ýmsar stórar Það hefur ekki tíðkast á Islandi að dæma menn ílífstíðarfangelsi og tiltölulega skammt er síðan farið i/arað vista geð- sjúka afbrotamenn á sérstakri stofnun til lengri tíma. Árið 1946 var regkvískur sí- brotamaður dæmdur til vistunar á viðeig- andi hæli og leit útfgrir að hann yrði á Litla-Hrauni fyrir lífstíð. Það þurfti hæsta- réttardóm til að fá hann lausan. Litla-Ilraun er aöalfangelsi íslands og hefur verið um árabil. Á stríðsárunum var amfetamínfíkill og síbrotamaður dæmdur til vistar þar og það þurfti hæstaréttardóm til þess að fá hann lausan aftur. byggingar til þess að syngja þar. Hann braust einnig inn á skrifstofu Útvarpstíöinda sem þá var vinsælt tímarit, gefiö út í Reykjavík. Hann stal þar engu en skildi eftir skrifleg skilaboð sem erfitt var að henda reiður á og drakk kaffi og fékk sér kex. Dæmdur á hæli en fór í fangelsi Þessi afbrotaferill varð á enda seint á árinu 1946 þegar Simbi komst í hendur lögreglunnar. Hann var dæmdur, eins og fyrr segir, til vistunar á viðeigandi hæli þar sem dómurinn taldi að geðveila hans væri á því stigi að ekki bæri árangur aö refsa honum með hefðbundinni fangelsisvist. Samt sem áður var hann settur í fangelsi þar sem hæli var ekkert að hafa. Félagi hans í innbrotunum, sem talinn var heill á geði, var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi. Það var siðan rúmlega þremur árum seinna sem prestur nokkur, sem skipaður hafði verið tilsjónar- maður með Simba á Litla-Hrauni, fór að gangast í því að honum yrði veitt reynslulausn. Presturinn bar fyrir undirrétti í Ámesssýslu að Simbi hagaði sér yfirleitt prúðmannlega í fangelsinu þótt skap- gerð hans væri nokkuð óþjál en annað veifið gripu hann örvinglunarköst yfir fangavistinni og vonleysi yfir framtíðinni. Satt að segja skal engan undra á því og ber að hafa í huga að hér ræöir um 28 ára gamlan mann sem sér fram á lífstíðarvist á Litla Hrauni. Fangaverðir studdu þann framburð prestsins aö Simba bæri að láta lausan og framkoma hans og hegðun væri í hvívetna lítið að- finnanleg. Hins vegar var læknir vinnuhæl- isins á öndverðri skoðun. Hann taldi Simba vera haldinn mikilmennskubrjálæði á hæsta stigi, villti á sér heimildir og hefði slegið ryki í augu allra starfsmanna. Hann lagðist alfarið gegn því aö honum yrði sleppt lausum og sagði téðan fanga ítrekað hafa sýnt sér svo ruddalega framkomu án afsökunarbeiðni að slíkt myndi í öðrum löndum nægja til refsivistar. Það horfði því ekki vel fyrir Simba þegar undirrétt- ur Árnesssýslu hafnaði beiöni hans um reynslulausn í ágúst 1949. Sem betur fer fyrir Simba var úrskurði þessum áfrýjað til Hæstaréttar. Að fengnu áliti frá þriðja sérfræðilækninum var Simbi látinn laus aö uppfylltum þremur skilyrðum. Að hann héldi sér al- gerlega frá allri nautn eiturlyija, yrði útveguð vinna og samastaður og lögreglustjóri skipaði honum éftir- litsmann. Það var síðan í júní 1951, eftir nærri fimm ára dvöl á Litla-Hrauni, sem Simba sjómanni var sleppt aftur úr haldi og fer ekki frekari sögum af samskiptum hans og réttvísinnar í bili. -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.