Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Page 59

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Page 59
LAUGARDAGUR A. rvlAÍ 2002 Helgarblað "Xy\T 59C KATA KANINA Límið myndirnar á nokkuð þykkan pappír og klippið í kring. Nú getið þið leikið í lísuleik með Kötu kanínu. Góða skemmtun! DÓTAKASSI Hvað heitir stúlkan sem á þennan líka fína dótakassa? Sendið lausnir þrautanna til Hókuss Pókuss, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. SAGAN MIN Skrifið sögu um þessa mynd. Sag- an birtist síðar og getur að sjálf- sögðu unnið til verðlauna. wmmmmam GÓÐ TERTA Botn: 100 g suðusúkkulaði 100 g karamellufyllt súkkulaði 100 g smjörlíki 4 msk. síróp 4 bollar Rice Crispies Súkkulaði, smjörlíki og síróp er brætt saman í potti. Rice Crispies hrært saman við blönduna í pottinum og hann tekinn af um leið. Sett í form og kælt í ísskápi. Ofan á botninn: 1 stappaður banani 11/2 dl þeyttur rjómi Hrært saman og smurt yfir botninn. Karamellubráð: 25-30 Nóatöggur, Ijósar karamellur 1 dl rjómi Brætt saman í potti við vægan hita, síð- an kælt og látið leka yfir rjóma- og bananablönd- una ofan á kökunni. Verði ykkur að góðu! Karen Sveinsdóttir, í MUNAÐARNESI r-v Síðasta sumar leigðum við fjöl- skyldan, mamma, pabbi, ég og bróðir minn, sumarbústað i Munaðarnesi í heila viku. Þegar farið var að pakka niður passaði ég að fótboltinn, tennis- spaðinn og sund- dótið gleymdist ekki. Við lögðum af stað á föstudegi. Auðvit- að fórum við í gegn- um Hvalfjarðar- göngin, stoppuðum í sjoppunni í Borg- arnesi og síðan beint í bústaðinn. Þessi vika var öll eitt ævintýri. Við vorum mjög heppin með veður, sól og blíða nánast alla vikuna. Við fór- um í langar göngu- ferðir, spiluðum fót- bolta, tennis og fór- um oft í sund á Varmalandi. Svo grilluðum við og lágum í sólbaði. Tíminn leið allt of fljótt og senn kom brottfarardagur. Sæl og ánægð lögðum við af stað heim, ákveðin í að leigja aftur bústað þarna næsta sumar. Jóhann Pálmar Harðarson, 10 ára, Lyngrima 3, VINNINGSHAFAR 6. aprll: Sagan mín: Arna Rós Sigurjónsdóttir, Súlu- höfða 25, 270 Mosfellsbæ. Mynd vikunnar: Steinrós Birta. Matreiðsla: Jóhann ísfjörð Aðalsteinsson, Unufelli 25,111 Reykjavík. Þrautir: Fríða Björk Einarsdóttir, Núpasíðu 8A, 600 Akureyri, Birna Jónsdóttir, Giljalandi 7,108 Reykjavík. Anna María Eiríks- dóttir, Borgum, 681 Þórshöfn, óskar eftir penna- vinum á aldrinum 9-12 ára, bæði strákum og stelp- um. Hún er sjálf að verða 11 ára. Áhugamál: tónlist, lestur, útivera, dýr og margt, margt fleira. Svarar öll- um bréfum. Skrif- ið fljótt! Unnur Edda Björnsdóttir, Áskinn 2, 340 Stykkishólmi, vill gjarnan eignast pennavini á aldr- inum 11-14 ára. Hún er sjálf að verða 13 ára. Áhugamál: sætir strákar, GSM, góðir vinir og vin- konur, góð tonlist, pennavinir, barnapössun, flott föt og margt fleira. Svarar öll- um bréfum. Skrif- ið fljótt!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.