Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Síða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 DV Frá Las Vegas Bandaríska alríkislögreglan FBI rann- sakar hvort hugsanlega sé veriö aö skipuleggja árás á skotmörk í spila- borginni Las Vegas 4. júlí. Þóttist heyra tal um árás 4. júlí Bandaríska alríkislögreglan FBI tekur alvarlega fullyrðingar manns nokkurs, sem fæddur er i Líbanon, um að hann hafi heyrt farsímasam- tal á arabísku um hugsanlega árás á Las Vegas á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Maður þessi, Michael Hadman, sagðist hafa heyrt viðmælenduma tala um „árás“ og um „frelsisdag- inn“, sem hann ályktaði að ætti við þjóðhátíðardaginn. Hadman hafði verið að reyna að hringja í konu sína úr farsímanum en náði ekki sambandi. Hann var um það bil að slíta þegar hann heyrði samræðurnar á arabísku. Hann sleit því ekki en hlustaði. Stríð milli leigu- bílstjóra frá Dan- mörku og Svíþjóð Stríð danskra og sænskra leigu- bUstjóra tók nýja stefnu á fimmtu- dagskvöld þegar á annað hundrað reiðir danskir bUstjórar króuðu nokkra sænska starfsbræður inni við Uughöfnina á Kastrup. Dönsku bUstjóramir hyggja jafnvel á frek- ari aðgerðir í höfuðborginni. Dönsku leigubUstjórunum finnst sem Svíarnir séu að taka af þeim lifibrauðið, enda hafa sænskir leigu- bUstjórar farið um 50 þúsund túra tU Kastrup frá því Eyrarsundsbrúin var opnuð. Þá segja þeir dönsku að hinir sænsku séu famir að líta á Kaupmannahöfn sem eðlUegt at- vinnusvæði sitt. Undir allt búlnn Kjell Magne Bondevik, forsætisráö- herra Noregs, og stjórn hans eru viö öllu búin vegna fundar Alþjóöabank- ans í Ósló eftir helgina. Óslóarlöggan býr sig undir ólæti Norska lögreglan verður meö mikinn viðbúnað í Ósló í næstu viku tU að koma í veg fyrir að óeirð- ir brjótist út á meðan á fundi Al- þjóðabankans um baráttuna gegn fátækt í heiminum stendur. Mótmælendur ítreka að þeir ætii að fara með friöi en lögreglan hefur engu að síður þjálfað sig í að taka á óeirðaseggjum sem kasta bensín- sprengjum. Fyrirtækjum hefur verið ráðlagt aö fjarlægja borð og stóla og annað lauslegt af gangstéttum og bUastöð- ur verða bannaöar í miðborginni 24. tU 26. júni þegar um 300 fræðimenn og stjómmálamenn hittast á hóteli í útjaðri Óslóar. KjeU Magne Bonde- vik, forsætisráðherra Noregs, verð- ur meðal ræðumanna. ísraelskir skriðdrekar hleyptu af skotum í Jenín: Þrír féllu í valinn á ávaxtamarkaöi ísraelskir skriðdrekar skutu á ávaxta- og grænmetismarkað í borg- inni Jenín á Vesturbakkanum í gær og drápu þrjá Palestínumenn sem héldu fyrir misskUning að búið hefði verið að aflétta útgöngubanni. Starfsfólk sjúkrahúss i Jenín sagði að sex ára gamaU drengur, sjö ára stúlka og fimmtugur embættis- maður á fræðsluskrifstofu borgar- innar hefðu faUið i valinn. Að sögn særðust tuttugu og sex manns í skothríðinni. íbúar í Jenín höfðu hætt sér út úr húsi tU að birgja sig upp af vistum eftir að skriðdrekar ísraelshers drógu sig burt úr miðborginni og sá orðrómur komst á kreik að herinn hefði aflétt útgöngubanninu sem sett var á þriðjudag. ísraelski herinn viðurkenndi síð- degis í gær að skotið hefði verið fyr- ir mistök á fólkið og harmaði dauða barnanna. REUTERSMYND Móðir syrgir son sinn Móöir palestínsks manns, sem ísra- elskir landnemar drápu í gær, græt- uryfir líki sonar síns á sjúkrahúsi í Vesturbakkaborginni Nablus. ísraelskir hermenn réðust inn í Jenin á þriðjudag, í kjölfar sjálfs- morðsárásar í Jerúsalem þar sem nítján ísraelskir borgarar létu lífið. Litið er á borgina sem hreiður hryðjuverkamanna. Leiðtogar Evrópusambandsins, sem sitja fund í SevUla á Spáni, lýstu í gær yfír stuðningi sínum við þá hugmynd að sem fyrst yrði hald- in friðarráðstefna mn Mið-Austur- lönd. Þar vUja leiðtogamir að gerð verði vel skUgreind tímaáætiun um pólitíska lausn deilna ísraela og Palestínumanna. Búist er við að yfirlýsing þessa efnis verði samþykkt á leiðtoga- fundinum einhvem tímann í dag. Þar lýsa leiðtogamir einnig for- dæmingu sinni á sjálfsmorðsárás- um Palestínmnanna en hvetja jafn- framt ísraelska heinn tU að láta af hernaðaraðgerðum sínum á her- teknu svæðunum. REUTERSMYND Kaffihúsakeðju mótmælt Líbanskar konur halda á mótmælaspjöldum þar sem skoraö er á fólk aö sniöganga kaffihúsakeöjuna Starbucks. Mót- mælin fóru fram fyrir utan eina slíka kaffístofu í Hamragötu í Beirút. Mótmælendurnir saka hiö bandaríska Starbucks um aö styöja stefnu ísraels í átökunum fyrir botni Miöjaröarhafs. Sa\ to Israeh terrorism Bovcott I «• tarbucks h Bovcott StavVmcUs Save a CV\Wd ■ Norrænir fulltrúar óhressir á leiðtogafundi ESB: Missa af drykkjuveislum og bálköstum á Jónsmessunni Norrænir fuUtrúar á leiðtoga- fundi Evrópusambandsins í SeviUa á Spáni eru óhressir með að missa af Jónsmessugleðskapnum heima um helgina. Svíar og Finnar hafa þegar lagt tU aö á næsta ári verði fundurinn haldinn á öðrum tíma svo að þeir geti verið með í drykkju- svaUinu og dansinum sem tíðkast á þessum árstima. Bæði Finnar og Svíar hafa skipu- lagt gleðskap á meðan á fundahöld- unum i SevUla stendur þar sem þeir ætla að gæða sér á kartötium, sUd og jarðarberjum, eins og alsiða er á Jónsmessunni heima. FuUtrúamir sögðu þó að það yrði þó aldrei það sama. Málefni ólöglegra innflytjenda voru annars efst á blaði dagskrár leiðtogafundar Evrópusambands- landanna fimmtán. Leiðtogunum er mjög í mun aö grípa tU aðgerða tU REUTERSMYND Skrautlegur mótmælandi Andstæöingar hnattvæöingar létu til sín heyra í Sevilla í gær. Þar á meö- al var þessi skrautlega klæddi fýr. að stemma stigu við auknum straumi ólöglegra innflytjenda tU ESB, ef það mætti verða til að draga úr fylgi kjósenda við öfgasinnaða hægriflokka sem hafa andúð á út- lendingum helst á stefnuskrá sinni. Spánverjar, sem afhenda Dönum stjómartaumana í ESB um næstu mánaðamót, hafa faUið frá fyrri tU- lögum sínum um að beita þau ríki refsingum sem ekki væru sam- vinnuþýð í málefnum innflytjenda, svo mjög er þeim i mun að sam- komulag náist í SevUla. Frakkar og Svíar höfðu haldið því fram að ef aðstoð yrði skorin niður myndi það bara koma aftan að Evr- ópuþjóöum. Fátækt myndi einungis aukast í viðkomandi löndum og þar með myndi ungt fólk í ríkari mæli vUja freista þess að komast tU Evr- ópu þar sem það eygði von um betra líf en heima. Lisbeth fengi einn enn Lisbeth L. Peter- sen og félagar henn- ar í Sambands- flokknum í Færeyj- um myndu bæta við sig þingmanni ef kosið væri nú, að þvi er fram kemur í skoðanakönnun GaUups. Sambandsflokkurinn fengi níu menn og tæki einn mann frá Þjóðveldisflokki Hogna Hoydals. Ekki gin og klauf Fyrstu rannsóknamiðurstöður benda tU að svín sem slátrað var í Englandi á flmmtudag hafi ekki ver- ið smitað af gin- og klaufaveiki, eins og óttast var. Vilja endurreisa búðir Sameinuðu þjóðimir hvöttu þjóð- ir heims tU að leggja fram um fimm mUljarða króna tU að endurreisa flóttamannabúðimar í Jenín og aðr- ar sem ísraelar stórskemmdu i árás- um á dögunum. Vopnaðir leynihópar Danskur sagnfræðingur hefur komist að því að leynUegir vopnað- ir hópar hafi starfað í Danmörku á tímum kalda stríðsins og tU loka síðasta áratugar tU að verjast hugs- anlegri innrás Sovétríkjanna. Gegn þjóðernisrembingi Hópur evrópskra menntamanna undirritaði í gær áskorun tU evr- ópskra stjómmálamanna um að draga úr þjóðernisrembingi og stemma stigu við uppgangi öfga- sinnaðra hægrimanna. Stríðsherrar verði með Hamid Karzai, forseti Afganistans, er undir þrýstingi að taka stríðsherra inn í ríkisstjórn sína, að sögn emb- ættismanna. Af þeim sökum átti for- setinn í viðræðum við háttsetta embættismenn og stríðsherra í Kabúl í gær. Fingralangir í góðærinu Þótt efnahagurinn í Færeyjum hafi verið með ágætum undanfarið eru frændur okkar famir að stela meira en áður, að því er fram kem- ur í opinberum tölum. Innanflokksátök í Siumut Ófremdarástand ríkir i danska jafii- aðarmannaflokloi- um Siumut vegna innanbúðardeilna tveggja fylkinga. Þeir sem fara fyrir fylkingunum tveim- ur eru Jonathan Motzfeldt, formaður heimastjómar- innar, Hans Enoksen, formaður flokksins. Hætta er á að flokkurinn liðist í sundur vegna þessa. Bók ekki bönnuð Franskur dómari neitaði í gær að fara að beiðni hóps, sem berst gegn kynþáttafordómum, um að banna umdeilda bók ítölsku blaðakonunn- ar Oriönu Fallaci. í bókinni sem svo mjög hefur farið fyrir brjóstið á Fransmönnum er gefið í skyn að með árásunum 11. september hafi íslamstrúin og múslímar sýnt sitt rétta andlit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.