Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Page 10
10
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins I stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim.
Lýðrœði í stað múra
Ekki er grundvallarmunur á þeim viðbjóðslega verkn-
aði að fljúga illa fenginni farþegavél á byggingar og
sprengja sig í tætlur inni i strætisvagni. Hvorutveggja er
óverjandi grimmdarverk sem eðlilegt er að stjórnvöld á
hverjum tíma reyni að koma í veg fyrir, enda er eitt helsta
hlutverk þeirra, hvar sem er i heiminum, að tryggja ör-
yggi almennings. Nýjasta aðferð ísraelsmanna við að verj-
ast árásum palestínskra hermdarverkamanna mun hins
vegar ekki takast. Og líklega gera illt verra.
Nú þegar er einn grátmúr i Jerúsalem. Ekki þarf að
reisa fleiri. 350 kílómetra langur múr umhverfis borgina
helgu mun sverta enn frekar ímynd israelskra yfirvalda á
erlendum vettvangi, enda hafa bylgjur frelsis um heims-
byggðina á siðustu árum fremur brotið niður múra kúg-
unar og kynþáttahyggju en reist við nýja. Múrar og hindr-
anir eru aðeins ný ögrun fyrir morðóða hryðjuverkamenn
sem nærast einkum á tvennu, bókstafstrúarofstæki og
botnlausu hatri. Friður er eitur í þeirra beinum.
Fátt bendir til þess að eitthvað muni draga úr starfi
þeirra manna sem telja það heilaga skyldu sína að
sprengja sig i loft upp i fjölmenni. Talsmenn Hamas og Ji-
had sögðu í gær að þeir myndu halda aðgerðum sínum
áfram á meðan „ísraelar ráðast á saklaust fólk“ á heima-
stjómarsvæðunum á Gasa og Vesturbakkanum. Þar á bæ
spyrja menn einfaldlega. Afhverju mega ísraelsmenn ráð-
ast á palestínska borgara i Nablus og Jenin en við ekki
ráðast ísraelska borgara i Haifa og Tel Aviv?
Þrátt fyrir vargöld síðustu vikna fyrir botni Miðjarðar-
hafs eru nokkur teikn á lofti um að áherslur séu að breyt-
ast. Það kveður við nýjar raddir úr reykmekkinum.
Fimmtíu palestínskir áhrifamenn með Hanan Ashrawi í
fararbroddi hafa á síðustu dögum hvatt alla Palestínu-
menn, hvar í flokki sem þeir standa, til að hætta þegar í
stað öllum sjálfsmorðsárásum, enda skili þær engum til-
gangi öðrum en þeim að sverta málstað araba í þessum
heimshluta. Mikilvægt er að tekið verði undir þessi nýju
sjónarmið.
Sjálfsmorðsárásir síðustu vikna og mánaða hafa ekki
skilað Palestínumönnum neinum árangri öðrum en þeim
að plássum fækkar í grafreitum gyðinga og araba. í reynd
hafa palestínskir öfgamenn farið svo heiftarlega yfir strik-
ið í árásum sínum á síðustu dögum að samúð Vesturlanda
með málstað deilenda er byrjuð að snúast við. Augljóst
var fyrir fáum mánuðum að ísraelsstjóm var komin upp
að vegg með hrottafengnum stríðsglæpum sinum. Nú eru
Hamas og Jihad við sama vegginn.
Almenningur hefur á siðustu dögum horft upp á hvert
grimmdarverkið af öðru á götum ísraels. Öfgafyllstu
hermdarverkasamtökin á svæðinu, svo sem Hamas og Ji-
had, ætla greinilega að halda áfram að berja höfðinu við
steininn og senda fletri sprengjumenn í israelska strætis-
vagna og aðra þá staði þar sem fjölmennis er að vænta.
Þessi samtök vita sem er að vegur þeirra minnkar ef
draga fer úr átökum á svæðinu. Það er beinlínis þeirra
hagur að skapa sem mestan ótta og hrylling.
Löngu er orðið ljóst að líkurnar á friði í Miðausturlönd-
um munu ekki aukast fyrr en Palestínumenn fá að stofna
sjálfstætt riki sitt á heimastjórnarsvæðunum. ísraels-
menn hafa þegar eignast land á þessu stríðshrjáða svæði
og þeir ættu að vita það öðrum betur að landareign skipt-
ir þjóðir sköpum. Þeirra mesti fengur i framtíðinni er
klárlega stofnun sjálfstæðs lýðræðisríkis Palestínumanna.
Þeir eiga að berjast með Ashrawi og hennar fólki á þeirri
braut fremur en að reisa múra á milli þjóða.
Sigmundur Ernir
DV
Rokkað á tertíer
Jónas
Haraldsson
aðstoöarritstjóri
auk Kris hefði ég keypt Roy Orbi-
son og Bob Dylan til þess að hafa
í bílnum. Allir
væru þeir
góðir
fulltrú-
Laugardagspistili
„Á ég ekki að skella Kris á?“
spurði ég þar sem við ókum aust-
ur Tryggvagötuna. Útvarpið Vcir
að drepa okkur úr leiðindum.
Yngri sonur minn sat við hliðina
á mér og sambýliskona hans í aft-
ursæti bílsins. „Kris“, sagði unga
konan aftur í, „hver í ósköpunum
er það?“ Lék hann ekki einhvem
tíma i biómynd?" skaut strákur-
inn að og nefndi líklega kvik-
mynd. „Kris Kristofferson þekkja
allir,“ sagði ég, „hann er frægur
söngvari. Þú hlýtur að þekkja
lögin hans,“ bætti ég við
og nefndi nokkur:
„Why Me“, til
dæmis, sagði
ég og tók
síðan tón-
dæmi og
söng svo
sem eitt er-
indi
tímabilinu. Meðvitund mín var
hins vegar ágæt þótt tónarnir
væru ljúfir. Ég kaus hins vegar
að láta sem ég hefði ekki heyrt
athugasemdina. Kris lauk
við lagið en áður en ég
hleypti sambýlingunum út
skaut ég Roy Orbison í bíl-
tækið. Hann söng lagið um
fallegu konuna, „Oh Pretty
Woman“.
Réttur samanburður
„Ætli sé ekki rétt að setja
góðan disk á,“ sagði ég á
laugardagskvöldið, nokkrum
dögum eftir bíltúrinn með
unga parinu. Sambýling-
amir voru þá í heim-
sókn í foreldra-
húsum með
öðmm
bömum
okkar
hjóna og
tengda-
börn-
klassíkemum „Help Me Make It
Through the Night". Þetta gerði
ég með nokkrum tilþrifum þarna
í miðbænum og hamraði um leið
á stýrið en varð þess um leið var
að sonur minn skrúfaði upp rúð-
una sín megin. Ég lét sem ég tæki
ekki eftir þeirri aðgerð og hélt
áfram: „Hann samdi líka og söng
„Me And Bobby McGee“ árið 1971
en Janis Joplin gerði það nokkru
síðar heimsfrægt með sinni rámu
rödd.“
Kris, Roy og Bob
Um leið og ég beygði norður
Pósthússtræti leit ég út undan
mér á unga fólkið eftir þessa sjálf-
sögðu fræðslu. Strákurinn horfði
til hafs en unga konan gat ekki
leynt undrun sinni. „Janis
Joplin?“ át hún upp eftir mér.
Meira þurfti ekki að segja. Hún
kannaðist ekki við þá drottningu
fremur en kónginn Kris. Efa-
semdimar um tengdaföðurinn
voru greinilegar og augljóst að
tónlistarsmekkurinn var henni
framandi.
„Ég fór í stóra plötubúð þegar
ég var úti um daginn og fjárfesti i
Kris og fleiri öruggum númer-
um,“ hélt ég áfram og lét sem ég
sæi ekki svip ungu konunnar.
„Þú átt eftir að læra að meta þá
traustu stúdenta,“ sagði ég og
greindi henni um leið frá því að
tíma en um leið sígildir. Þvi væri
nauðsynlegt að eiga í þeim at-
hvarf á skemmri og lengri leið-
um, þegar ekkert væri að hafa á
útvarpsstöðvunum.
Fastur í forsögulegu
Ég ók Kalkofnsveginn og Hverf-
isgötuna síðan til austurs. Kris
kirjaði í bíltækinu, söng ýmist
eða talaði textann, dimmraddað-
ur og karlmannlegur en röddin
nokkuð viskilegin. Blandan var
fin. Aksturinn mildaöist við ljúfa
tónana. Hann kláraði „Just The
Other Side of Nowhere“ og
raulaði síðan í gegnum „To Beat
The Devil“. Unga parið var þögult
og ég mat það svo að þau væru í
sömu leiðslu og ég, nytu Kris inn
að beini. Þá heyrði ég það sem ég
átti væntanlega ekki að heyra.
Unga konan hallaði sér að sam-
býlismanni sínum og syni mínum
og hvíslaði: „Pabbi þinn er fastur
í einhverju „prehistoric" rokki.
Heyrirðu hvað hann býður okkur
upp á? Eigum við ekki að drífa
okkur heim áður en hann tapar
öllu jarösambandi? Ég þoli þetta
ekki öllu lengur. Hvemig getur
hann keyrt, hálfmeövitundarlaus
undir þessu gauli?“
í lauslegri þýðingu má segja að
stúlkan hafi metið þaö svo að fað-
ir unga mannsins hefði helst
smekk fýrir tónlist frá tertíer-