Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Síða 20
Helgarblctcí II>”V LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002
Austfj arðabók
og eintal sálar
„Mér er landið allt jafn kært. Sá reitur
þarsem ég er niður kominn hverju sinni
má heita minn eftirlætisstaður. Ég passa
þannig heldur illa inn íauglgsingasamfélag-
ið. Hver blettur hefur sín sérkenni sem
magnast upp i/ið nánari kynni,“segir
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi
þingmaður og náttúruskrásetjari. Fyrr í
líðandi mánuði kom útÁrbók Ferðafélags
íslands 2002. Bókin nefnist Austfirðir frá
Álftafirði til Fáskrúðsfjarðar og ritar
Hjörleifur hana - og hefur jafnframt tekið
allflestar myndirnar.
EF TIL VILL MÁ SEGJA AÐ SVÆÐIÐ sem fjallað er
um í bókinni sé vanmetið. Þótt margir fagrir staðir séu
á þessu svæði hafa fæstir þeirra verið fjölsóttir af
ferðamönnum. Þarna má meðal annars nefna Djúpavog
og Teigarhorn við Berufjörð þar sem er að finna sjald-
gæfar steinategundir, hina sögufrægu Papey, fagran
Breiödalinn og sjávarþorpin á Suðurfjörðunum þar
sem franskir sjómenn voru mikið meðan sjósókn þeirra
á íslandsmið var i hámarki fyrir um hundrað árum.
„Áður en stórárnar sunnan Vatnajökuls voru brúað-
ar var ekki mikið um heimsóknir af höfuðborgarsvæö-
inu inn á þetta svæði. Mörgum þótti leiðin norður um
austur á Hérað nógu löng og héldu ekki lengra, auk
þess sem skriður lokuðu leiðum milli fjarða. Frá 1974
að telja tók við þeytingur margra um hringveginn og
þess gætir enn aö menn hlaupi langt yfir skammt,
stansa varla á leiðinni frá Skaftafelli austur í Atlavík.
En á þessu er að verða breyting, meðal annars eftir að
gönguferðir tóku að vinna á. Lónsöræfi draga marga til
sín og tengslin yfir til Álftafjarðar eru að styrkjast,"
segir Hjörleifur sem segir ferðaþjónustu á þessu svæði
vera í sókn. Segist hann jafnframt vona að árbók sín
gagnist bæði heimafólki og aðkomnum í samhengi við
ferðaþjónustu og náttúruskoðun.
Skrásetjarinn fær meiri tíma en áður
Hjörleifur Guttormsson lét af þingmennsku fyrir
þremur árum. Hann segist nú hafa meiri tíma til rit-
starfa en áður en þeim hafi hann svo sem einnig sinnt
meðan hann sat á Alþingi. Þannig er þetta fjóröa árbók
Ferðafélags íslands sem Hjörleifur skrifar um Austur-
land. Af svipuöum toga er svo bókin Leyndardómar
Þetta er svæðið sem Hjörleifur lýsir í árbókinni að
þessu sinni. Sunnanverðir Austfirðir, frá Álftafirði til
Fáskrúðsfjarðar.
Vatnajökuls sem hann er höfundur að, ásamt Oddi Sig-
urðssyni.
„Ég hef lofað Ferðafélaginu að halda áfram norður
eftir Austfjörðum. Við skulum sjá hvað kraftarnir end-
ast. Svo er ég alltaf að gæla við fleira, en líklega verð-
ur það aðeins eintal sálarinnar. Góðvinur minn sem
staðfastlega kaus Framsóknarflokkinn sagði eitt sinn
við mig á 9. áratugnum: Þú átt að hætta í pólitík og
helga þig ritstörfum. Þá var ég á miðjum þingmanns-
ferli og tók ráð hans ekki hátíðlega. Þetta er gott hvaö
með öðru. Eftir að þingmennsku lauk hefur ekki dreg-
ið úr áhuga minum á stjórnmálum og umhverfisvernd
er gildasti sprotinn á þeim meiöi, raunar undirstaða
þess að vel farnist. Ég býst hins vegar við aö skrásetj-
arinn fái nú meiri tíma en áður og hann þarf ekki að
kvarta undan viðtökum."
Skásettar línur og Papey forsetans
Landsvæðið frá Álftafirði til Fáskrúðsfjarðar er með
sínum svip og fleira einkennir það en bara hinar ská-
settu línur jarðlagahallans sem svo sterkan svip setja á
austfirsku fjöllin. „Á þessu svæði eru einkennandi geysi-
langir dalir milli hárra fjalla á íslenskan mælikvarða.
Þeir lengstu skerast tugi kilómetra vestur í hásléttu
Hrauna, aðgreindir af samfelldum fjallgörðum. Það er
helst að Stöðvarfjörður sé undantekning en hann býr
yfir sínum töfrum þótt stuttur sé. Rof ísaldar er hvar-
vetna mikið á svæðinu og fjölskrúðugar jökulminjar,
einnig um framgang skriöjökla fyrir um tíu þúsund
árum og víða má sjá gamla marbakka sem bera vott um
hærri sjávarstöðu við lok síðasta jökulskeiðs."
En það er fleira en landið og svipmót þess sem Hjör-
leifur skrifar um í þessari árbók Ferðafélags íslands. Ör-
nefnum er safnað saman í bókinni og einnig er sagt ítar-
lega frá Papey. Þar styðst Hjörleifur við rannsóknir dr.
Kristjáns Eldjáms, forseta og þjóðminjavaröar, sem
nokkrum sinnum gróf í tóftir í eynni til að rannsaka
hvort papar hefðu dvalið hér á landi. „Enn hafa engar
fomminjar fundist hérlendis sem með óyggjandi hætti
má eigna þessum nafntoguðu einsetumönnum. Kristján
Eldjárn var undir lokin farinn að efast um túlkun
manna á frásögnum fornsagna um tilvist papa hér á
landi og aðrir hafa talið að örnefnin gætu verið aðflutt,"
segir Hjörleifur.
Hann bætir því hins vegar við að á og við Djúpavog sé
að finna örnefni sem vísi til Tyrkjaránsins árið 1627 en
Berufjörður var meðal þeirra byggðarlaga sem urðu fýr-
ir þungum búsifjum vegna hervirkja hinna langt að
komnu villimanna.
Af svipbrigðum niannlífsins
Eins og segir hér að framan voru sunnanverðir Aust-
firðir sá landshluti sem erlendir vermenn sóttu helst,
svo sem Frakkar og ekki síður Færeyingar. Hjörleifur
segir að sögur af þessum sjómönnum sé víða að finna.
Halldór Laxness segi í íslandsklukkunni frá Guttormi
Guttormssyni af Austurlandi sem dæmdur var á Brimar-
hólm fyrir að fara út í hollenska duggu og kaupa þar
tvinna. „Samskipti við útlenda sjómenn voru hluti af til-
verunni eystra. Á 19. öld hófust skútuveiðar Frakka í
stórum stíl við Austfirði og Fáskrúðsfjörður varð brátt
miðstöð samskiptanna við þá. Útlínur þeirra samskipta
eru raktar í árbókinni. Franska skeiðiö er nú hluti af
sögu Búðakauptúns og tengslin við Paimpol og fleiri bæi
vaxandi í menningarsögulegu samhengi."
Um önnur tilbrigði í mannlífinu á Austurlandi nefnir
Hjörleifur að austfirska flámælið hafi verið alþekkt en
heyri nú að mestu sögunni til. Framburðarsérkenni
komi meðal annars fram í örnefnum, þar á meðal stofn-
lægt r í sérnöfnum sem dregin eru af víðir og einir.
Hellrar sem fleirtala af hellir lifi enn góðu lífi sem ör-
nefni allt frá Suðurlandi austur á firði. „Annars eru Suð-
urfirðir sem málsvæði blanda af skaftfellsku og aust-
firsku svo sem eðlilegt er því að talsverðir búferlaflutn-
ingar hafa lengi verið milli byggða á þessu svæði, ekki
síst undir lok 19. aldar.“
Hraun og Hombrynja
Liðin eru þrjátiu og sex ár síðan Hjörleifur fór fyrst
að ferðast um sunnanverða Austfirði og allan þann tíma
hefur hann með einum eða öðrum hætti verið að draga
efni til árbókarinnar góðu. „Síðan hefur ekkert sumar