Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Síða 23
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 Helgorblaö DV 23 þrjátíu árum.“ Af því að mér finnst þessar myndir óvenjulegar spyr ég hann hvort hann telji sig hafa ein- hvern ákveðinn stíl eða höfundar- einkenni. „Ég vona það. Þegar ég tek landslagsmyndir reyni ég oft að fanga eitthvert augnablik sem ég held að áhorfandinn geti gleymt sér i. Þess vegna finnst mér gott að hafa fólk á myndunum, jafnvel þó myndin eigi að heita landslags- mynd. Það voru ákveðin þáttaskil þegar panorama-tæknin kom til sögunnar því þá gat ég tekið lands- lagsmyndir sem voru nánast eins og ég sá með berum augum. Þegar ég tek myndir er ég miklu frekar að reyna fanga eitthvert augnablik sem ég held að áhorfandinn geti gleymt sér í. En svo ég viki aftur að spumingunni um persónulegan stil neita ég því ekki að ég er hrif- inn af einfaldleikanum og í mynd- um mínum má kannski sjá það,“ svarar Sigurgeir en bregður sér síöan frá í nokkur augnablik. Hann kemur fram aftur með myndaalbúm og í því eru myndir sem hann tók í Kenía fyrir nokkrum árum. Þær eru, eins og hann segir sjálfur, einfaldar. Þær fanga hversdagsleikann, bara lífið eins og það er í litlu þorpi í Afríku. Sainhengið í myndunuin Sigurgeir byrjaði að taka myndir rétt innan við tvítugt. „Ég fékk dellu þegar ég var ungur,“ segir hann. „Ungir menn fá oft ljósmyndadellu út af tækjunum. Menn verða kannski hrifnari af myndavélinni heldur en myndunum sjálfum. Ég fékk auðvit- að áhuga á græjunum en ástæðan fyrir þvi að ég byrjaði að taka mynd- ir var sú að ég sá ljósmyndir sem vöktu mig til umhugsunar.“ Ég spyr hann hvort það sé samhengi milli fyrstu myndanna sem hann tók og þeirra sem hann er að taka í dag. „Já, ég er ekki frá því. Það er kannski þessi einfaldleiki sem við töluðum um áðan. En þegar maður er ungur þá er maður oft mjög leit- andi. Maður skoðar myndir eftir ýmsa góða ljósmyndara og hugsar með sér að svona myndir hefði mað- ur viljað gera.“ Að ljósmynda ísland Nýja bókin hans Sigurgeirs er ekki sú fyrsta sem hann helgar ís- lensku landslagi. Skyldi vera ein- hver munur á nýju bókinni og fyrri verkum? „Hún er kannski öðruvísi að því leyti að hún er skarpari í vissum skilningi. Ég er búinn að taka svo margar myndir af íslensku lands- lagi og farið í ótal leiðangra í þeim tilgangi. Þetta þýðir að ég á mér orð- ið uppáhaldsstaði þar sem mér finnst gaman að taka myndir. Ég hafði nokkuð fyrirfram ákveðnar skoðanir á þvi hvernig myndir ég ætlaði að hafa í þessari bók.“ Mér leikur forvitni á að vita hvort það sé ekki í raun búið að ljósmynda allt ísland. Er eitthvað eftir? „Þó ég færi á alla þá staði sem ég myndaði i þessari bók og ljósmynd- aði þá að nýju myndi útkoman aldrei verða eins og í bókinni sem nú var að koma út. Náttúran sér til þess.“ Eftir þessi orð skil ég við Sig- urgeir enda nóg að gera hjá ljós- myndaranum. -JKÁ Hluthafafundur t Landsbanka Islands hf. r Hluthafafundur Landsbanka Islands hf. veröur haldinn í afgreiöslusal aöalbanka viö Austurstræti 11, mánudaginn l.júlínk. kl. 17:30. Dagskrá: 1. Kosning bankaráös. Bankaráð Landsbanka íslands hf. □ Landsbankinn E3 Silent 33 Rafmagnssláttuvél ÍIOOW rafmótor 27 Itr grashirðupoki Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 Itr grashirðupoki KÉÍM J Garden Combi Bensínsláttuvél 12,5 hestöfl B&S mótor 170 Itr grashirðupoki fáanlegur i H3 Silent 45 Combi -------Bensínsláttuvél 4 hestafla B&S mótor 55 Itr grashirðupoki Estate President KiiMJl Park Comfort Bensínsláttuvél 15,5 hestöfl B&S mótor Sláttubúnaður að framan Bensínsláttuvél 13,5 hestöfl B&S mótor 250 Itr grashirðupoki /TIGIX /■TIGIX tiiboð: 16.900 tilboð: 32.900 /TIGPk tilboð: 215.000 /TIGFk /TIG* /TIGIX Vetrarsól • Askalind 4 • Kópavogi • Sími: 564 1864 Smáauglýsingar allt fyrir heimilið DV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.