Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Qupperneq 25
25
...vandámál vikunnár
Þú rekst á gamla vinkonu sem þú hefur
ekki séð lengi. Þér sýnist hún vera
ófrísk en kannski hún hafi bara fitnað,
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002
Helgarbloö JOV
Kjúklingasalat með gráðaosti
§rœnt salat • eldaður kjúklingur • perur • vatnsmelóna
gráðaostur • ristaðar furuhnetur • grœn 6lífuolía
balsamikedik • salt • pipar
hvað segirðu við hana?
gleðitíðindunum
„Ég held ég hafi lent í verstu mögulegu að-
stöðu í sambandi við svona mál. Hitti gamla
magaþykka vinkonu sem hafði lengi þráð að
eignast barn, og áður en ég vissi af var munnur-
inn á mér búinn að blaðra út hamingjuóskum
yfir óléttunni. Hún varð hins vegar hreint ekki
eins glöð og ég átti von á, frekar pirruð bara og
sagðist hafa fitnað svolítið. Það sem verra var að
þetta var manneskja sem var frekar viðkvæm
fyrir útliti sínu. Ég bað hana innilega afsökunar,
en síðar kom í ljós að hún var í raunveruleikan-
um ófrísk! Hún bara vissi ekki af því sjálf á þessu augnabliki. Ég myndi
hins vegar ekki ráðleggja neinum að giska á hvort um fitu eða fóstur er
að ræða þegar vinkonurnar þykkna undir belti, heldur steinhalda kjafti
þangað til manni eru færð gleðitíðindin á því augnabliki sem vinkonunni
þykir best.“
Brynja Þorgeirsdóttir, fréttamaður á Stöð 2
Best að bíða eftir
Læt flakka ef tilfinningin er sterk
„Ég myndi byrja á að spyrja hvað væri að
frétta af henni. Ég myndi eflaust reyna að lesa í
orð hennar og yfirbragð á meðan hún segði mér
frá sér. Ef ég fengi mjög sterka tilfinningu fyrir
þessu, hún væri í föstu sambandi, með glampa í
augunum og dálítið dularfull í frásögn, þá myndi
ég láta flakka. Ef hún væri laus og liðug og ég
fyndi ekki fyrir neinu öðruvísi við hana myndi
ég láta kyrrt liggja og treysta því að ef hún
væri ófrísk þá fengi ég fréttimar fyrr en síðar.“
Marsibil Sœmundsdóttir, framkvœmdastjóri
Götusmiðjunnar og varaborgarfulltrúi í Rvík.
Til hamingju og gaman að sjá þig
„Ég á það oft til að tala áður en ég hugsa og því
hef ég lent í því að óska kunningjakonu minni til
hamingju án þess að hún hafi verið ófrísk - og
það nokkrum sinnum. Ég held reyndar að maður
sé „save“ ef maður segir bara: „Til hamingju og
gaman að sjá þig“ og fer svo ekkert nánar út í
það. Annaðhvort tekur viðkomandi þá hamingju-
óskimar til sín eða skilur ekkert hvað maður er
að fara og þá er hest að vera bara fljótur að
kveðja áður en samtalið fer lengra.“
Elísabet Ólafsdóttir, blaóamaður
Jarðarberjasalat með gouda
ff/rœnt salat • gouda f bitum
jarðarber * valhnetukjamar
frœlaus jarðarberjasulta • grœn ólífuolía
balsamikedik • salt • pipar
Linsubaunasalat með feta
Soðnar linsubaunir • léttsteikt rauð paprika
léttsteiktur rauður laukur • fetaostur • græn ólífuolía
eða olfan úr fetakrukkunni • balsamikedik
pressaður hvftlaukur • tfmfan saxað og til skrauts
...eitthvað fvrir þig?
Berrössuð í sólbaði
Eitt best geymda leyndarmál höfuðborgarinnar er
án efa svalirnar á Sundhöllinni við Barónsstíginn.
Þar er nefnilega að finna kynjaskipta sólbaðsað-
stöðu, einar svalir fyrir karlmennina og aðrar
fyrir konurnar. Þama getur fólk legið allsnakið
og afslappað í sólbaði þegar laugin er opin.
Svalirnar eru teppalagðar og því afskaplega
mjúkt að spóka sig um á þeim og nóg er til af
sólbekkjum. Svalirnar eru vel girtar af og þvf
ómögulegt að.nokkur geti kíkt þar inn, nema þá
kannski úr flugvél, og því geta gestir óhikað
fækkað sundfötunum þarna. Frábær staður til
þess að sóla sig berbrjósta án þess að einhverjir
karlpungar séu að glápa á mann. Það er því al-
veg kjörið að taka með sér góöa bók á svalirnar
á góðviðrisdegi.
Kraftaverkaltrem
Snyrtivöruverslunin Clara í Kringlunni hefur hafið sölu á La Mer
snyrtivörulínunni. Þar er m.a að finna allsérstakt krem sem hefur hlotið
ótrúlega mikið lof erlendis og verið kallað
kraftaverkakrem. Kremið var búið til af eðlis-
fræðingnum Max Huber sem starfaði hjá
bandarisku geimferðastofnuninni Nasa. Árið
1953 varð hann fyrir hræðilegu slysi þegar efna-
tilraun sprakk beint framan í hann. Húð hans
fór mjög illa í slysinu og þar sem læknar gátu
ekki gefið honum von rnn bata ákvað Huber að
hjálpa sér sjálfur. Tólf árum og 6000 tilraunum
seinna hafði honum tekist að búa til krem sem
átti eftir að gera kraftaverk fyrir húð hans.
Vegna þessa hefur kremið oft verið kallað
kraftaverkakrem en í því er að finna sjávarþör-
unga, vítamín, steinefni og olíur. Max Huber
lést árið 1991 en kremið er enn framleitt eftir
uppskrift hans. Framleiðsluferlið er afar hægt
og eru t.d. krukkurnar handfylltar.
„Bragðlaust
er ostlaust salat“
Kmfturinn kemur með Gráðaostinum.
I