Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 29
LAUOARDACUR 22. JÚNÍ 2002
HeIqort>laö 3Z>V
2<3
ÞAÐ ER SENNILEGA EKKI AUÐVELT að vera heil-
brigðisráðherra um þessar mundir þegar fréttir berast af
löngum biðlistum eftir hjúkrunarrými, stofnanavist og
læknisaðgerðum. Jón Kristjánsson heldur þó ró sinni
um leið og hann viðurkennir vandann.
- Samkvæmt fréttum eru um þúsund manns í hópi
aldraðra sem bíða eftir þjónustu og hjúkrunarrými. Þar
af eru 80 prósent sagðir í brýnni þörf. Verða stjórnvöld
ekki að taka á þessum málum af festu?
„Þetta er eitt af þeim málum sem hefur verið í for-
gangi hjá okkur í heilbrigðisráðuneytinu. Það hefur ver-
ið lögð mikil vinna í að skoða hvað hægt er að gera og
ýmsar aðgerðir koma tU greina. Hjúkrunarrými vantar
tUfinnanlega. Ein hugmyndin er að efla heimahjúkrun.
Stofnanavistun er meiri hér á landi en annars staðar á
Norðurlöndum. Efling heimahjúkrunar væri mjög í takt
við stefnu okkar í heilbrigðismálum. Bæði er það hag-
kvæmt frá fjárhagslegu sjónarmiði og ekki síst frá mann-
legu sjónarmiði. Það er æskUegt að aldraðir geti búið
sem lengst heima. Þetta mál er eitt það brýnasta sem er
tU meðferðar hjá okkur og við erum að leita lausna."
- Vandi geðsjúkra er líka mikUl en þar hefur verið
sparað á kostnað þjónustu. Sá sparnaður getur varla
borgað sig?
„Á þessu ári er auknum fjármunum varið tU geðfatl-
aðra. Það þyrfti að auka þjónustuna á mjög mörgum
sviðum, en sérstaklega á barna- og unglingageðdeUd og
geðdeUd Landspítalans, en það er líka mjög áríðandi að
styðja félagasamtök eins og Geðhjálp sem hefur unnið
mikilvæg störf á þessu sviði.“
Sá veiki á ekkert val
- Enn einn biðlistinn sem má nefna er hjá Landspítala
Háskólasjúkrahúsi en þar biða 2500 manns eftir læknis-
verkum.
„Þeir biðlistar eru tUfinnnanlegir en þó ber að taka
þessum tölum með fyrirvara. Við verðum ætíð að taka
með í reikninginn að hvorki hjartasjúklingar né krabba-
meinssjúklingar eru á biðlista. Við höfum nokkrar
áhyggjur af biðlistum í bæklunaraðgerðum. Við settum
viðbótarfjármagn inn í málaflokkinn á yfirstandandi ári
og erum að kljást við þetta viðfangsefni. Bæklunar-
biðlistinn er tilflnnanlegur því fólk sem er á honum er á
lyfjum og býr við þjáningar. Þetta er spursmál um fjár-
muni fyrst og fremst og við erum í bardaga um það eins
og allir aðrir. Það hefur bryddað á í umræðu um biðlista
að einkavæðing sé einhver aUsherjarlausn á þeim en
einkavæðingin skapar enga peninga. HeUbrigðisráðu-
neytið er með 38-40 prósent af öUum ríkisútgjöldum og
hefur algjöra sérstöðu hvað varðar útgjaldaþörfina. Það
ráðuneyti sem er næst i útgjöldum, menntamálaráðu-
neytið, er hálfdrættingur á við okkur. Auðvitað finnst
manni blóðugt að geta ekki gert allt sem maöur vUl gera
en við gerum allt sem við mögulega getum tU að halda
uppi traustu heilbrigðiskerfi. Það eru miklar framfarir í
heilbrigðiskerfinu og mikUl metnaður hjá fólki sem
vinnur innan þess. Að því leyti er þetta mjög áhugavert
svið, skemmtUegt og gefandi."
- Hefðirðu áhyggjur af því ef sjálfstæðismaður settist
í stól heUbrigðisráðherra?
„Ég hygg að innan Sjálfstæðisflokksins tali ýmsir fyr-
ir aukinni einkavæðingu í heUbrigðiskerfinu, þó hafa
samráðherrarnir ekki gengið langt í því. Mér finnst að-
alatriðið að eitt heUbrigðiskerfi sé fyrir aUa. Við megum
ekki búa við tvö kerfi þar sem þeir sem betur mega sín
hafa aðra aðstöðu en þeir sem minna mega sín. Aðalat-
riðið er að mismuna fólki ekki. Það er ekki hægt að líta
á sjúklinga eins og viðskiptavini í verslun. Viðskiptavin-
urinn á val. Sá sem er veikur á ekkert val. Ég hef trú á
því að sjálfstæðismenn vUji halda í þetta grundvallarat-
riði um jafnræði.“
Samstiga Halldóri
Fyrir borgarstjórnarkosningar skapaðist nokkur órói
í röðum Sjálfstæðisflokksins vegna vUjayfirlýsingar sem
Jón gerði við Reykjavíkurborg um þjónusturými fyrir
aldraða. Hvernig horfir þetta mál fyrir honum núna?
„Ef ég hefði séð þennan óróa fyrir hefði ég kannski
farið öðruvísi að. Það er ekki deUt um að málefnið er
brýnt en samstarfsmönnum mínum í ríkisstjórn fannst
málið ekki kynnt nægilega vel fyrir samstarfsflokknum.
Þetta var vUjayfirlýsing sem var oftúlkuð í auglýsingum
R-listans. Það er hins vegar nauðsyn að vmna áfram að
málinu “
- Snúum okkur frá heUbrigöismálum og að málefnum
þíns flokks. HaUdór Ásgrímsson, formaður þinn, er orð-
inn ansi Evrópusinnaður í seinni tíð. Ertu sammála
hans áherslum?
„Við Halldór höfum verið lengi saman í stjórnmálum,
þekkjumst mjög vel og höfum aUtaf verið nokkuð sam-
stiga. Ég veit að Halldór er þeirrar skoðunar að við get-
um ekki gengið í Evrópusambandið að óbreyttri sjávar-
útvegsstefnu þess. En um leið er ekki rétt að útUoka tU
aUrar framtíðar breytingar á þessum sviðum. Við íslend-
ingar verðum að ræða stöðu okkar í fuUri hreinskUni.
Ég er sammála HaUdóri i hans málflutningi."
- Hvað segirðu um þróunina í þessu stjórnarsamstarfi
Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, er ágreiningur-
inn ekki orðinn æpandi?
„Afstaða formanna stjórnarflokkanna tU Evrópumála
er ólik en það er ekkert sem knýr tU uppgjörs á því sviði.
Þetta eru ólíkir flokkar með ólíka sýn í ýmsum málum
en fram að þessu hefur verið samið um niðurstöður og
ég hef ekki trú á öðru en það verði gert áfram. Það er
hins vegar engin umsókn um aðUd að ESB í undirbún-
ingi.“
„Mér finnst aðalatriðið að eitt heilbrigðiskerfi sé fyrir alla. Við megum eklti búa við tvö kerfi þar sem þeir
sem betur mega sín hafa aðra aðstöðu en þeir sem minna mega sin. Aðalatriðið er að mismuna fólki ekki. Það
er ekki hægt að líta á sjúklinga eins og viðskiptavini í verslun. Viðskiptavinurinn á val. Sá sein er veiltur á
ekkert val.“
Eitt heilbrigðis-
kerfi fyrir alla
- Nú búast menn við því að HaUdór Ásgrímsson fari í
framboð hér í Reykjavík en hvar verður þú?
„Ég gef kost á mér í Norðausturkjördæminu sem nær
frá Djúpavogi til Siglufjarðar. Þetta er gjörbreytt um-
hverfi og menn eru þegar farnir að snúa sér tU manns
sem þingmanns þess svæðis þótt kosningar hafi ekki far-
ið fram.“
- Lendirðu þá í slag við Valgeröi Sverrisdóttur um
fyrsta sætið?
„Flokksmenn ráða því hvar menn lenda. Fólkið á líka
eftir að svara því hvort það viU hafa mann áfram.“
Vísnasmiður en ekki sltáld
Jón er þekktur vísnamaður og kastar iðulega fram vís-
um á þingi. Hann gerir þó ekki mikið úr skáldskapar-
hæfileikum sínum og segir: „Þetta er æfing, rétt eins og
að ráða krossgátur. Ég er vísnasmiður en ekki skáld. Það
er mikUl munur á því. Maður gerir meira af því að setja
saman vísur þegar fólk er í kringum mann þá leiðir eitt
af öðru. Ég hef brageyra og heyri hvort vísur eru rétt eða
vitlaust ortar. Það er tU óttalegur leirburður og vitieysa,
en það er þó viðleitni. Ég les mikið af ljóðum og er oft-
ast með ljóðabækur á náttborðinu. Hannes Pétursson er
mér mjög hjartfólginn enda hefur hann ort mikið um
heimahaga mína. Ég hef lika dálæti á Steini Steinarr,
Jóni Helgasyni, Guðmundi Böðvarssyni, Snorra Hjartar-
syni og Jóni úr Vör. Ég hef líka gaman af að lesa eftir
yngri ljóðskáld, má segja að ég sé alæta á þessu sviði."
Lifi eftir dagbók
Viðtalið er tekiö þegar æsingurinn er sem mestur á
HM en heUbrigðisráðherrann hefur ekki haft mikinn
tima tU að fylgjast með keppninni, nýkominn frá Kanada
þar sem landsmenn voru ekki ýkja uppteknir af boltan-
um. Hann segist þó horfa einstaka sinnum á fótbolta:
„Ég hef alveg auga fyrir því hvað er vel og hvað er Ula
gert, ég stundaði fótbolta sem unglingur. Ég hef aUtaf
haldið með Akurnesingum og Manchester United í enska
boltanum."
- Hefur líf þitt ekki breyst eftir að þú varðst ráðherra?
„Ég þekkti nokkuð til verkahrings ráðherra því ég
hafði unnið náið með mörgum ráðherrum sem þingmað-
ur og hafði tU dæmis mikið og gott samstarf við fyrrver-
andi heUbrigðisráðherra. Það er vissulega mikil breyt-
ing að verða ráðherra en ég hafði mikið að gera áður. Ég
var í fjórum þingnefndum, formaður íjárlaganefndar, og
lifði eftir dagbók eins og ég geri núna. Þetta er krefjandi
starf enda þarf að sinna öUu landinu, auk stórs kjördæm-
is. Hins vegar hefur maður meira af fólki til að vinna
með sér og það eru forréttindi. Auðvitað eru hér erfið
verkefni sem þarf að glíma við en það kemst enginn í
gegnum lifið án þess að takast á við einhverja erfið-
leika.“
DV-mynd Hari