Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 35
I_A.UGA.RDA.GUR 22. J Ú N f 2002
H e Iq a rb la c) JOV
39
ætlaði mér aldrei að koma með það en vissi ekki fyrr en
ég sat í flugvélinni og bakpokinn minn var niðri í lest-
inni. Mér var alveg sama þótt ég færi í fangelsi."
Pétur fór á Staðarfell i meðferð en fjórum klukku-
stundum eftir að hann kom aftur til Reykjavíkur var
hann fallinn. Neyslan hélt áfram þar til hann var stadd-
ur á hótelherbergi í Reykjavík. Hann var einn með efn-
ið sitt. Hafði tekið til í herberginu og raðað efnunum
snyrtilega upp þegar hann tók of stóran skammt og
hjarta hans hætti að slá. „Ég man eftir því hvernig lífið
fjaraði út. Ég man mjög vel eftir þvi, man eftir krampan-
um og því hvernig slokknaði á mér. Ég hugsaði mikið
um dóttur mína, kallaði á hana. Ég vissi að ég var að
deyja,“ segir Pétur. „Það er erfitt að lýsa þessu. Það varð
mér til lífs að það var stúlka frammi á ganginum með
handklæðavagn. Ég henti mér fram á gang; mig langaði
ekki að deyja. Það varð mér til lifs.“
Áltvað að hreinsa til
Þá kom Pétur í Byrgið. „Ég hafði ekki trú á því að ég
myndi verða edrú. Ég vissi ekki hvað ég var að gera hér.
Ég var hræddur," segir Pétur. „Þegar rann af mér var ég
undir góðu eftirliti. Með sjálfum mér gerði ég upp við
fíkniefnin. Þau eru öll horfín og hluta af þeim lét ég
eyða. Það dót sem ég hafði fengið sem greiðslu fyrir
fíkniefni tók ég, gekk með það út á Reykjanesið og henti
því í sjóinn. Ég ákvað að hreinsa til í lífi mínu.“
Pétur tekur upp Biblíuna. „Ég upplifði mikla sorg
vegna dóttur minnar. Ég leitaði til prests, ráðgjafa og
víkingagrúppu en ég gat ekki talað um þetta. Ekki fyrr
en fólkið í Byrginu útskýrði þetta fyrir mér.“ Pétur les
úr biblíunni kaflann sem breytti honum: „Áður en ég
myndaði þig í móðurlífi, útvaldi ég þig, og áður en þú
komst af móðurkviði, helgaði ég þig.“ Hann útskýrir fyr-
ir mér að lífið sé fyrir fram ákveðið. „Þessa leið átti ég
að fara til að uppgötva Jesúm Krist. Ég er kallaður hing-
að sem einn af þjónum hans. í dag get ég hjálpað dóttur
minni. Við biðjum fyrir henni á hverjum degi. Ég trúi
því að hún eigi eftir að læknast. Hún á engan sinn líka.
Ég var leiddur hingað tO að hjálpa fólki. Ég fékk köll-
un um að henda öllu frá mér, vinna með fólki og gefa af
mér. Ég er að endurfæðast i orðsins fyllstu merkingu.
Líf mitt er kvíðalaust. Ég missi ekki stjórn á skapi mínu
og maðurinn sem áður gekk í gegnum veggi og hurðir og
gekk í skrokk á mönnum talar núna yfirvegað. Þegar
eitthvað angrar mig ræði ég við Drottin og svörin eru
hér í Biblíunni. Það nær enginn tökum á lífi sínu sem
lentur er í svona ógöngum nema með blindri trú á Orð-
ið. Um það getur fólkið í Byrginu borið vitni.“
Núna vinnur Pétur í sjálfboðastarfi við að byggja upp
forvarnar- og fjölskyldudeild. „í haust getum við tekið
aðstandendur í þriggja mánaða meðferð," segir Pétur.
„Ég þekki þörfina fyrir slíka deild. Móðir mín var
ánægðust þegar ég var í fangelsi eða í meðferð. Oft eru
aðstandendurnir mjög veikir, stundum veikari en sjálf-
ur neytandinn: fjölskyldan er ekki í vímu, hún þjáist."
Fjölslíylda mín er í sárum
Það er mikið lagt á þína nánustu svo þú getir
þroskast, segi ég við Pétur. „Ég lít öðruvísi á þetta. Ég
lít á sögu mína sem varnaðarorð," segir Pétur. „Konan
mín er ofsalega reið og ég skil það vel. Ég brást henni.
Fjölskyldan min stendur fullkomlega við bakið á mér. Ég
ætla mér ásamt fleirum að uppræta óhikað þau mál sem
menn hafa ekki þorað að snerta við. Ég segi þessa sögu
til að sýna að það er von um líf, það er hægt að ná sér.
Fyrir þá sem eru langt leiddir er Byrgið góður staður
því ef maður leitar á Vog eða á Staðarfell er maður kom-
inn út eftir mánuð í sama umhverfi og maður var að
flýja. Hér í Byrginu er tólf til 36 mánaða meðferð sem
virkar. Þetta er eins og lítið og samheldið bæjarfélag.
Margir þeirra sem leita hingað eiga ekki fatnað. Við lát-
um þá fá fót og fullbúin herbergi sem verður þeirra
heimili. Eftir vissan tíma fær fólk bæjarleyfi og smám
saman er það stutt út í þjóðfélagið."
En samviskan?
„Auðvitað líður mér ekki vel. Það er sárt að koma
svona fram við fólk. Fjölskylda mín er í sárum. Þegar ég
yfirgaf konu m.ína og veikt barn vissi enginn hvað var
að gerast. Auðvitað er fólk reitt við mig. Ég bið fyrir
þessu fólki á hverjum degi. Ég hef hins vegar engar
áhyggjur af þvi að reita fólk í undirheimunum til reiði.
Það vilja allir komast út úr honum en komast ekki.“
Eru undirheimarnir jafn skipulagðir og margir vilja
meina? spyr ég Pétur.
„Skipulagðari. Þar er starfsemin mjög vel skipulögð
og samkeppnin gríðarleg. Nú eru líka erlendir aðilar að
koma inn á markaðinn og leiðirnar í innflutningi orðn-
ar skotheldari. Ný kynslóð neytenda er líka að verða til,
ecstasy-kynslóðin. “
Pétur segir að síðasta árið hafi hann fjármagnað inn-
flutninginn með peningum úr fyrirtækinu sínu en áður
fyrr hafi hann gert það með innbrotum.
Innflytjendur fíkniefna eru fyrirlitlegir en mörgum
þykir sýnu verri þeir menn sem ekki hafa flækst inn í
eiturlyfjainnflutning í gegnum eigin eiturfíkn heldur af
einskærri gróðafikn. „Já,“ segir Pétur, „og þannig er því
oft farið. Oft á tíðum eru þetta fjölskyldumenn eða menn
sem láta mikið fyrir sér fara í þjóðfélaginu."
Einhverjir sem þú vilt tala um?
„Nei, ekki enn.“
Heldurðu að þú munir snúa aftur til fyrra lífs?
„Ég er búinn að fyrirgera því og ég myndi aldrei fara
fram á það. Ég lifi ekkert i heiminum í dag,“ segir Pét-
ur en honum er eins og öðrum ibúum Byrgisins tamt að
tala um „heiminn" eins og hann nái aðeins að gaddavírs-
girðingunni sem umkringir þetta litla þorp.
Ég hef misst allt
Dóttir Péturs verður fjögurra ára í nóvember. Honum
þykir sárt að standa utan uppeldis hennar. „Það er mjög
erfitt. Ég leita mikið í bænina og bið mig frá vanlíðan.
Bænin hjálpar mér ótrúlega mikið. Hún hefur einu sinni
komið hingað í heimsókn. Ég talaði við hana um Jesúm.
Það er lika gaman að tala við hana í síma. Hún segir að
Jesús sé hjá sér og passi hana. Ég trúi á kraftaverk.
Ég hef ætlað að fara norður að hitta hana en það hef-
ur alltaf frestast. Ég hitti dóttur mína þegar mér er ætl-
að það. Guð sendir mig þegar ég er tilbúinn til þess, þeg-
ar ég verð sterkari og get gefið meira af mér. Það tekur
tíma að byggja upp traust að nýju. Fólk lítur á mig sem
útlending núna, segist ekki þekkja mig lengur. Mér
finnst það jákvætt því þá veit ég að ég er að ganga rétt-
an veg.“
Það verður erfitt fyrir fólk að treysta þér aftur, segi
ég.
„Fólk þarf þess ekki. Ég veit hvar ég þarf traust og ég
treysti Guði fyrir lífi mínu. Og hann er réttlátur.
Mig langar til að geta náð mér. Og ég veit núna að ég
get stutt dóttur mina í veikindum hennar. Ég hef brugð-
ist fólki, ég hef alltaf klikkað. Aldrei kafað djúpt og sagt
sögu mina fyrr en nú. Ég vil stimpla mig út úr heimi
fikninnar. Ég hef horft á félaga mína deyja í hrönnum og
hef sjálfur dáið. Ég er búinn að átta mig á stöðu minni
og veit núna hvað ég vil fá út úr lífinu. Ég hef misst allt.
Ég hef misst fjölskylduna og fyrirtækið. Ég á ekki aftur-
kvæmt nema í Jesú Kristi. Hann sest við hliðina á þeim
sem minna mega sín og eru í sárum. Hann lyftir þeim
upp og gerir að sínum."
-sm