Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002
Helgarblctdi 3Z>V
43
Það er friðsælt að ríða ura
skógargötur og anda að sér
ilminum af lúpínu og birki.
Hér er hópur hestamauua í
skóginuin í landi Skriðufells í
Þjórsárdal.
Hófadynur
á moldargötum
AÐ HAFA HESTINN SEM FERÐAFÉLAGA og ferð-
ast á honum um landið er svo sannanlega ekki það
sem þorri manna veitir sér. Það væri rangt að segja
að það væri aðvelt að velja sér þennan ferðamáta.
Hesturinn er dýr sem krefst mikillar aðgæslu, hann
þarf að vera vel þjálfaður og hirtur. Ferðalangurinn
þarf að deila álaginu sem hlýst af svona ferðamáta á
nokkra hesta ef langt skal haldið.
Undirritaður fór í fjögurra daga ferð með kátum fé-
lögum úr Hestamannafélginu Sleipni frá Selfossi og
nágrenni. Tæplega þrír tugir manna riðu að gangna-
mannakofanum Kletti í Þjórsárdal sem endastöð með
um níutíu hross. Ferðatilhögunin var sú; að farið var
austur með Flóavegi að Skálmholti við Þjórsá og rið-
ið með fram bökkum árinnar að Murneyri. Leið þessi
er hreint frábær, bæði fyrir hesta og menn, riðið er
■eftir moldargötum, þéttum og góðum. Hófadynurinn
er ógleymanlegur þar sem hann blandaðist angan
sumars og kvaki mófuglsins. Við slíkar aðstæður
njóta sín bæði hestar og menn.
Leiðin er löng og ströng
Fyrsti áfangi að baki, sprett var af gæðingum og
þeir settir á beit en mannfólkið hvíldist í eigin rúm-
um á Selfossi til næsta dags. Þá var dagleiðin;
Murneyri að fyrrgreindum Kletti í Þjórsárdal. Rið-
ið eins og fyrri daginn með bökkum Þjórsá að
Þrándarholti, síðan með veginum í Fossnes og um
Fossneshaga í Klett, gangnamannakofa Flóa- og
Skeiðamanna. Dagleiðin var löng og ströng, bæði
Hestarnir eru fegnir að fá að drekka í Sandá í Þjórsárdal því enn er löng leið fvrir höndum og hófuin.
Gott er að velta sér og losna við svitann undan hnakknum í áningarstað.
Að ferðast um landið að hætti forfeðranna
á hestbaki með nesti við bogann og bikar
með er draumur margra. Gunnar V. Andrés-
son, Ijósmgndari DV, er ötull hestamaður og
hann brá sér á bak austur íÞjórsárdal á
dögunum og smellti af nokkrum mgndum.
fyrir hesta og menn, um holt og hálsa var að fara,
tilkomumikið landslag sem lætur engan ósnortinn.
Mikil glaðværð var meðal ferðafélaganna þegar í
Klett var komið. Allir voru heilir, bæði skepnur og
menn, en margir dæstu og sumir voru aumir inn-
anlæra. Menn hristu það af sér og skelltu lambalær-
um á kolabing og grilluðu og átu með öllu tilheyr-
andi sem fylgir slíku ljúfmeti. Þegar búið var að
huga að hestum og sjá til þess að þeir hefðu það
sem best um nóttina var svefnpokum rúllað út og
síðan hrutu menn og konur í kór til næsta dags svo
undir tók í fjöllunum.
Þriðja dagleiðin er svo frá Kletti í gegnum land
Skriðufells, þar var riðið eftir skógargötum í Ás-
ólfsstaði og áð hjá Sigga Palla og Hrafnhildi. Þaðan
var svo riðið í Þrándarholt niður á bakka Þjórsár
að Murneyri. Síðasta dagleiðin var frá Murneyri og
aftur á Selfoss. Þetta var ógleymanleg upplifun þar
sem fór saman puð, samspil manns og hests og
skemmtan. í svona ferð nýtur maður náttúrunnar í
allri sinni mynd; gróðurs, ilms, landslags, veðurs,
birtu, fugla og flugna. -GVA
Það er sagt að milli manns, liunds og hests hangi
leyniþráður og þótt hann sjáist ekki á myiidiiini þá er
hann áreiðanlega þarna.
„Undir Blesa skröltir skeifa. skvldi liún ckki tolla
heim.“ Þessi orð skáldsins eiga vel við myndina.
DV-myndir GVA
4