Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Qupperneq 40
AA
HelQarblað 33 "V LAUGARDAGUR 22. JÚNf 2002
Sakamál
Umsjón
Páll Ásgeir
Ásgeirsson
Morðingi þjáðist
af afbrigðilegri kynhegðun
Wallace var ekki hommi og hefur hann því
farið með kerwaranum af annarri orsök en
þeirri að hafa við hann mök. Eftir að hafa
mgrt unqa manninn skar Beggs líkið íátta
hluta með eldhúshnífi. Ekki var hægt að
ákvarða hver var dánarorsökin veqna þess
hve illa líkið var leikið. En kgnferðislega of-
beldið sem Wallace var beittur varsvo sví-
virðileqt að það eitt hefði vel getað gengið
af honum dauðum.
LÖGREGLUMENN SEM VORU AÐ ÆFA sig í að kafa
í skoska vatninu Loch Lomond í desember 1999 fundu
fyrir tilviljun poka sem reyndist innihalda framhand-
legg og fótlegg af manni, sem auðsjáanlega var nýlátinn.
Fyrr um daginn hringdi maður að nafni Ian Wallace í
lögregluna í Kilmarnock, sem er í 70 km fjarlægð frá
vatninu, og tilkynnti að sonur hans Barry, 18 ára að
aldri, væri horfinn.
Við nánari leit fundust fleiri hlutar líkamans í vatn-
inu og nokkrum dögum síðar var lögreglunni tilkynnt að
kona sem var á gangi á strönd Clydefjarðar með hund-
inn sinn hefði fundið tösku. í henni var höfuð Barrys
Wallace.
Þegar rannsóknarlögreglumenn hófu að kanna feril
piltsins komust þeir fljótlega að því að hann hafði tekið
þátt í jólagleðskap og drukkið mikið þar. Foreldrum sin-
um sagði Barry að hann ætlaði að fara i klúbb með vin-
um sínum eftir samkvæmið og skyldu þau ekki búast við
honum heim um nóttina. Hann yfirgaf drykkjusam-
kvæmið og síðast fréttist til hans þar sem hann stóð í
biðröð að bíða eftir leigubíl. Hann kom aldrei í klúbbinn
sem hann sagðist ætla að fara í.
Grunur féll strax á 38 ára gamlan háskólakennara sem
bjó í Kilmarnock. William Beggs var þekktur fyrir að
ráðast á unga menn og misþyrma þeim. Árið 1991 var
hann dæmdur i sex ára fangelsi fyrir að ráðast á ungan
mann með rakhníf að vopni. Hann hitti strákinn á næt-
urklúbbi í Glasgow og bauð honum heim. Pilturinn
slapp skorinn og særður með þvi að stökkva út um
glugga og flúði berstrípaður á harðahlaupum. Dómarinn
sem dæmdi í málinu kvað Beggs vera ógn við almanna-
hagsmuni. Honum var sleppt eftir að hafa afplánaö
helming dómsins.
Kviðdómur klikkaði
Fjórum árum áður, eða 1987, var Beggs ákærður
fyrir að hafa myrt barþjón frá Aberdeen, sem hann
hitti á hommabar í Newcastle-upon-Tyne. Lík þjóns-
ins, sem hét Barry Oldham, fannst uppi á heiði og var
maðurinn skorinn á háls. Gerð var tilraun til að búta
líkið niður, en hætt við sennilega vegna þess að
heppileg verkfæri voru ekki við höndina. Beggs bar
þvi við að Oldham hefði ráðist á sig á heiðinni og
hefði hann fellt manninn í sjálfsvörn. Dómurinn trúði
þeirri sögu ekki og var Beggs dæmdur i lífstíðarfang-
elsi.
En Biggs var sleppt úr fangelsinu 1989 vegna þess
aö við nánari athugun kom i ljós að kviðdómurinn
var mataður á upplýsingum um rakhnífsárásina og
var talið að þar með væri hann ekki hlutlaus og óhæf-
ur að dæma morðingjann.
Þegar höfuð Barrys Wallace fannst og grunur féll á
Beggs var gerð húsleit í herbergi háskólakennarans,
sem var fjarverandi og staddur í Edinborg og tók þar
þátt í fjörugu samkvæmi á hóteli.
Þótt hann hafi skipt um húsgögn og teppi í íbúð
sinni fundu tæknimenn lögreglunnar tuttugu blóð-
bletti í íbúðinni og blóðugan hníf og reyndist blóðið
vera úr Barry Wallace við nánari athugun.
Sagt var frá líkfundinum og árangursríkri leit í
íbúð Beggs i útvarpsfréttum. Morðinginn heyrði frétt-
irnar og lagði á flótta, fyrst til eyjarinnar Jersey og
þaðan til Frakklands og að lokum fór hann til
Hollands. Rétt fyrir áramótin 2000 gaf hann sig fram
við lögregluna í Amsterdam. Þá hófst árslöng barátta
gegn framsali til Bretlands. En í janúar 2001 var hann
framseldur og var þegar i stað ákærður fyrir að
myrða Barry Wallace.
Háskólukcnnurinn Willium Beggs ú langu ufbrotasögu að baki, en hann réðst á unga menn í heiftaræði eftir
að hafa átt kynmök. Glæpir hans kunna að vera enn fleiri en lögreglan hefur kontið upp um.
Margföld banasár
Dómstóll i Edinborg tók málið fyrir og stóðu réttar-
höldin yfir í 17 daga. Þó að það lægi ljóst fyrir að Beggs
myrti piltinn var ekki hægt að sýna fram á hvenær
kvöldsins eða næturinnar Beggs tókst að fá fórnarlamb-
ið til að koma með sér heim.
Wallace var ekki hommi og hefur hann því farið með
kennaranum af annarri orsök en þeirri að hafa við hann
mök. Eftir að hafa myrt unga manninn skar Beggs líkið
i átta hluta með eldhúshnífi. Ekki var hægt að ákvarða
hver var dánarorsökin vegna þess hve illa líkið var leik-
ið. En kynferðislega ofbeldið sem Wallace var beittur
var svo svívirðilegt að það eitt hefði vel getað gengið af
honum dauðum,
Fórnarlambið var handjárnað við rúm morðingjans og
lamið í andlitið og nálum var stungið í handleggi. Förin
eftir handjárnin voru þau ljótustu sem laganna verðir
höfðu nokkru sinni séð.
Eftir að hafa hent útlimum og því sem eftir var af
kroppnum í Loch Lomond, þar sem leifarnar myndu ör-
ugglega finnast, tók Beggs pokann með höfðinu með sér
um borð í ferjuna til Belfast og henti honum í sjóinn.
Síðar hélt hann aftur til Skotlands og hélt áfram að
vinna að doktorsritgerð í tölvutækni, sem hann ætlaði
að leggja fram við háskólann í Paislei.
Beggs var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morðið á
Barry Wallace og verður hann að sitja inni í að minnsta
kosti tuttugu ár fyrir alvarlegasta glæp sem hægt að
drýgja, eins og dómarinn tók fram.
Ættingjar og vinir Barry Wallace sögðu hann hafa
verið glaðlyndan og lífsglaðan ungling, sem hefði verið
svo óheppinn að vera á röngum stað á röngum tíma þeg-
ar fjöldamorðinginn var að leita að fómarlambi. Þegar
hann féll frá var hann að undirbúa umsókn um að kom-
ast í flota hennar hátignar og hugði á frama þar.
Virðulegur borgari
Að öllu jöfnu hegðaði Beggs sér eins og skikkanleg
manneskja og þeir sem ekki þekktu til afbrigðilegra kyn-
hneigða hans litu á hann sem virðulegan háskólaborg-
ara. Hann var elstur fimm systkina og ólst upp á góðu
heimili í Armaghsýslu í Skotlandi þar sem hann gekk í
skóla sem rekinn er af kvekurum.
Þegar á unglingsárum fékk Beggs mikinn áhuga á
stjórnmálum og dáðist þá mjög að þjóðernissinnuðum
flokki, National Front. Þá flutti hann til Englands og hóf
nám í tækniskóla og var þar formaður íhaldsstúdenta.
Þar ræddi hann um þær framtíðarvonir að gerast þing-
maður, en sagði sig úr íhaldsflokknum til að mótmæla
samningi sem Margaret Thatcher, þáverandi forsætis-
ráðherra, gerði um samband Stóra-Bretlands og írlands.
Að námi loknu gerðist Beggs fyrirlesari við háskóla
en snemma lá hann undir grun lögreglunnar og var
hann álitinn mögulegur raðmorðingi. Það kom í ljós í
réttarhöldunum eftir morðið á Barry Oldham. Sama
sagði maðurinn sem slapp frá honum 1999 og sagt er frá
hér að framan.
Hann varaði við því að Beggs gæti aftur ráðist á ein-
hvern og fyrrverandi ástmaður hans setti viðvörun á
hommasiður á Netinu. Hann hélt því fram að Beggs
hataðist við hommanáttúruna í sjálfum sér og hefði við-
bjóð á fýsnum sínum og kæmi það skapferli fram þannig
að eftir að hafa fengið kynferðislega fullnægingu þá réð-
ist hann á þá sem hann átti mök við.
Eftir McQullian-málið reyndu nágrannar hans að fá
hann borinn út úr íbúðinni sem hann leigði, en hann
keypti íbúðina og setti upp videómyndavélar svo hann
gæti fylgst með öllum hræringum á götunni og i kring-
um húsið.
Þegar Beggs var ákærður fyrir morðið á Barry
Wailace kom það lögreglunni í Norður-Yorkshire ekki
á óvart. Þar hafði hann áöur verið handsamaður og
voru lögreglumennirnir vissir um að þeir hefðu náð
manni sem var efni í raðmorðingja ef hann var þá
ekki þegar orðinn það. Þeir töldu sig vera heppna að
hafa náð manninum áður en hann lengdi glæpabraut
sína enn meira. En hann slapp úr greipum réttvísinn-
ar.
Þegar lögreglan rannsakaði ibúð Beggs komu í ljós
sannanir fyrir þvi að fjölmargir karlar höfðu heimsótt
hann. Lögreglan hefur fært rannsóknarsviðið út eftir að
Beggs var dæmdur. Haft hefur verið samband við lög-
regludeildir á Nýja-Sjálandi, í Bandaríkjunum og víðar á
Bretlandseyjum því reiknað er með að ekki hafi komist
upp um nema fáa þeirra glæpa sem háskólakennarinn og
doktorsefnið hefur framið.